1

Hafðu samband við seljandann

Seljandinn vill ávallt stunda viðskipti á þann hátt að aftur verði verslað við hann. Því mun hann vilja leysa mál sem koma upp á milli þín og hans á farsælan hátt. Láttu seljandann vita ef þú ert óánægður.

2

Láttu okkur vita ef það finnst ekki lausn

Ef þú fékkst ekkert svar frá seljanda eða ekki fékkst ásættanleg niðurstaða, fáðu aðstoð frá okkur til að virkja kaupendatryggingu Blands inn á bland.is

3

Við skoðum málið og finnum lausn

Við skoðum málið og komum með lausn eins fljótt og auðið er. Ef niðurstaðan er þér í hag, endurgreiðum við þér að fullu.

Insurance boxes

Skilmálar kaupendatryggingar Blands

1

Almennt gildissvið kaupendatryggingar.

1.1

Kaupendatrygging Blands gildir eingöngu yfir þær vörur sem seldar eru á vefsvæði www.bland.is og kaupandi hefur greitt fyrir með Netgíró.

1.2

Kaupendatrygging Blands nær ekki yfir:

 • Vörur sem keyptar eru fyrir lægri upphæð en 1.000 kr. og hærri upphæð en 150.000kr.
 • Vörur greiddar með öðru en Netgíró.
 • Eðlilega rýrnun á vöru.
 • Vörur sem tilkynntar eru til Blands á 14.degi eða seinna frá móttöku vöru.
 • Vörur skráðar undir eftirfarandi flokkum eða undirflokkum:
  • Fasteignir.
  • Farartæki, þ.m.t. mótorhjól, varahluti, bíla, flugvélar, báta, vinnuvélar, traktora, sláttutraktora, kerrur og reiðhjól.
  • Raftæki og raf – og eldsneytisknúin verkfæri sem eru seld án ábyrgðaskírteina eða sölukvittana.
  • Gæludýr
  • Námskeið
  • Fyrirtæki og vefsíður til sölu.
  • Þjónusta
  • Atvinnu

1.3

Kaupendatrygging Blands gildir eingöngu ef seljendur og/eða kaupendur uppfylla ákvæði notendaskilmála Blands eins og þeir eru hverju sinni og eru birtir á vefsvæði Blands. Öll brot kaupanda gegn notendaskilmálum fella kaupendatryggingu Blands úr gildi.

1.4

Kaupendatrygging Blands nær eingöngu yfir vörur á verðbilinu kr. 1.000 – kr. 150.000.

1.5

Ef kaupendatrygging þessi nær ekki til efnisatriðis þá gilda lög um lausafjárkaup nr. 50/2000 með áorðnum breytingum.

1.6

Kaupanda, sem uppfyllir ákvæði skilmála þessara og óskar eftir að virkja kaupendatryggingu sína, ber að fylla umsóknareyðublað út að fullu innan 14 daga frá því hann móttók vöru.

2

Bótasvið.

2.1

Kaupendatrygging Blands bætir kaupanda vöruna í heild eða að hluta í neðangreindum tilvikum:

2.1.1

Vörur sem eru sannanlega í verra ásigkomulagi en kaupandi mátti ætla þegar mið er tekið af uppgefnum upplýsingum seljanda í auglýsingu á vefsvæði Blands.

2.1.2

Vörur sem eru gallaðar.

2.1.3

Vörur sem eru sannanlega ekki samkvæmt lýsingu seljanda og kaupandi hefði ekki mátt vita að vara væri ekki samkvæmt lýsingu seljanda í upphafi.

2.2

Til að virkja kaupendatryggingu Blands er nauðsynlegt að kaupandi útfylli umsóknareyðublað að fullu.

2.3

Kaupendatrygging bætir ekki vörur ef umsókn kaupanda berst utan tilkynningarfrests sbr. lið 1.6.

2.4

Kaupendatrygging Blands er ekki vöruábyrgð. Hún tryggir ekki vörur sem kaupandi keypti en óskar eftir skila vegna eftirsjár eða vegna annarra ástæðna öðrum en þeim að varan var gölluð, ekki samkvæmt lýsingu seljanda eða ónýt.

3

Skyldur kaupanda

3.1

Kaupandi sem kaupir vöru, sem fellur undir tryggingu þessa, með Netgíró á vefsvæði Blands ber skylda til að fylgja skilmálum tryggingar þessarar.

3.2

Kaupandi skal í fyrstu hafa samband við seljanda í gegnum skilaboðakerfi Blands til þess að leysa úr þeim ágreiningsmálum sem falla undir tryggingu þessa.

3.3

Ef kaupandi og seljandi geta ekki leyst úr málum sín á milli og ef kaupandi telur að varan falli undir skilmála tryggingar þessarar, skal hann fylla umsóknareyðublað út að fullu innan 14 daga frá því hann móttók vöru.

4

Skyldur Blands

4.1

Við móttöku á umsókn kaupanda skal Bland fara yfir staðreyndir málsins sem traustur og óháður milliliður. Í fyrstu skal Bland yfirfara umsóknina og gæta þess að öll atriði umsóknar séu útfyllt þannig að umsókn teljist tæk til umfjöllunar.

4.2

Bland skal svara kaupanda hvort umsókn hans falli undir tryggingu þessa eður ei og kemur með lokaniðurstöðu.

4.3

Ef Bland kemst að þeirri niðurstöðu að umsókn kaupanda falli ekki undir tryggingu þessa þá skal Bland gefa kaupanda viðhlítandi skýringu. Telst málinu þá lokið án frekari skuldbindinga Blands.

4.4

Ef Bland kemst að þeirri niðurstöðu að umsókn kaupanda heyri undir tryggingu þessa þá skal Bland gefa kaupanda skriflegt svar og tilgreina hver endurgreiðslufjárhæð er.

5

Ákvörðun endurgreiðslu

5.1

Ef Bland fær sönnun þess að varan passar við upphaflegu lýsingu hennar, fær seljandi greitt fyrirvöruna á öruggan hátt og málið er fellt niður.

5.2

Ef mál er kaupanda í hag fær Bland seljanda til að afhenda rétta vöru til kaupanda eða endurgreiða kaupanda andvirði hennar.

5.3

Endurgreiðsla skal miðuð við verðmæti vörunnar í viðskiptum aðila.

5.4

Blandi er heimilt að draga frá endurgreiðslu verðrýrnun ef verðmat Blands sýnir fram á aðra upphæð en upphaflega var skýrt frá í auglýsingu.

6

Brot gegn skilmálum kaupendatryggingar og hinum almennu skilmálum Blands

6.1

Bland áskilur sér þann rétt að loka á kennitölur bæði seljanda og kaupanda ef brotið er gegn skilmálum kaupendatryggingar sem og almennum skilmálum Blands.

6.2

Skilmálar þessir geta tekið breytingum. Notendur verða látnir vita þegar breytingar eiga sér stað og þurfa notendur að kynna sér hina nýju skilmála og samþykkja þá.