Anna Sæunn Ólafsdóttir

Berjarima 4 , 210 Garðabæ
8462594
Aldur 24
Stutt lýsing Ég er 24 ára, ábyrg, ung kona sem óskar eftir stökum verkefnum í barnapössun á höfuðborgarsvæðinu, get ekki tekið fasta daga eða kvöld, bóka mig bara fram í tímann en allar tímasetningar koma til greina og einnig næturgisting. Ég get bæði passað heima hjá mér, verið með barn/börn með mér í minni daglegu rútínu eða komið á heimili viðkomandi, allt eftir því sem hentar. Ég hef umráð yfir góðum jeppling og er mjög vanur bílstjóri.
Reynsla Ég bý í Grafarvoginum með unnusta mínum sem er lögreglumaður. Ég er alin upp í sveit fyrir norðan þar sem krakkarnir pössuðu hvert annað og hef mikið passað frá unga aldri, bæði börn annarra og bræðra minna. Einnig vann ég sem Au'pair í New York borg í 2 mánuði 2008.
Námskeið Ég er með stúdentspróf af náttúrufræðibraut Útskrifaður ÍAK einkaþjálfari (þaðan hef ég skírteini í skyndihjálp) Hef menntun í leiklist og kvikmyndagerð. Tók kennararnámskeið í íþróttaskóla Latabæjar Hef unnið ýmis störf í gegnum tíðina og þar á meðal ábyrgðarstörf svo sem hótelstjórnun.
Ég get passað á þessum tímum Öllum tímum
Um mig Ég er mjög listræn og legg áherslu á að örva sköpunarþörf barna, ég tel að öll börn búi yfir mikilli sköpunargáfu sem verður að passa upp á að fái að njóta sín. Einnig finnst mér mjög mikilvægt að börn fái mikla hreyfingu og hollan mat að borða. Það verður alltaf að vera nóg að gera og skapa hvort sem það er að lita, leika eða jafnvel baka. Hef á áhuga á börnum, sköpun í ýmsu formi, ferðalögum, heilsu, ljósmyndun og kvikmyndagerð.
Annað Ég get ekki verið með fasta daga/kvöld í viku.