Kristín Björg

220 Hafnarfirði
6613652
Aldur 21
Stutt lýsing Er 21 árs, tveggja barna móðir og er heima alla daga nær allan daginn með yngra barnið mitt sem er rúmlega 9 mánaða og datt í hug að þar sem ég er lítið annað að gera hvort ég gæti ekki boðið uppá barnagæslu fyrir vægt gjald :) Stelpan mín er rosa góð í kringum önnur börn og henni finnst ekkert skemmtilegra en að leika við krakka á öllum aldri. Ég reyki ekki og hef bíl til umráða :)
Reynsla Á tvö börn sem verða 1 og 3 ára í maí næstkomandi,ég passaði mjög mikið þegar ég var yngri þannig hef þá reynslu alveg frá barnæsku :)
Námskeið Hef ekki farið á nein námskeið eins og er.
Ég get passað á þessum tímum Ég er yfirleitt alltaf laus, einu tímarnir sem ég hef verið upptekin er þegar ég sæki strákinn í leikskólann kl 4 á daginn en það er ekkert sem ekki er hægt að skipuleggja :)
Um mig Ég hef verið heima síðustu 3 árin, tók mér pásu frá námi og vinnu til að geta verið heima með börnin mín og langar eiginlega ekki til þess að gera annað :) Ég reyki ekki og er snyrtileg í umgengni.
Annað Ég veit lítið meir hvað ég get sagt hér þannig ef það eru einhverjar spurningar endilega sendið mér skilaboð og ég svara um leið og ég get :)