Selma Ósk 24 ára

113 Reykjavík
6694435
Aldur 24
Stutt lýsing Sæl öllu sömul, Selma heiti ég og er 23 ára gömul. Ég er barngóð og hress stúlka sem hef voðalega gaman af krökkum á öllum aldri.
Reynsla Ég hef verið að passa fyrir fjölskyldur reglulega í 2 ár, þannig að meðmæli eru ekki vandamál. Einnig hef ég unnið sem umsjónar- og aðstoðarkona í félagsmiðstöð en þar fyrir utan var ég mjög dugleg að passa yngri systkini mín og litlu frænku mína þegar þau voru lítil. Hef passað börn frá 6 mánaða- 15 ára aldurs :)
Námskeið Vorið 2009 tók ég námskeið í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf við uppeldis- og menntunafræðibraut HÍ. Einnig tók ég námskeið í áfallahjálp á vegum HÍ og Rauða kross Íslands. . Þegar ég var yngri fór ég á barnfóstrunámskeið hjá Rauða kross Íslands en eftir það hef ég nú farið í nokkrar upprifjanir í skyndihjálp. Einnig tók ég uppeldisfræði sem valfag í menntaskóla.(Svo hef ég náttúrulega sótt hin ýmsu námskeið sem tengjast áhugamálum mínum). Í dag stunda ég nám í sálarfræði við Háskóla Íslands.
Ég get passað á þessum tímum Er laus flesta daga vikurnar eins og er.
Um mig Ég hef alltaf haft mjög gaman af börnum og þau oftast sömuleiðis af mér :) Ég er hress og lífsglöð og hef haft í mörgu að snúast á mínum fáu árum en mín helstu áhugamál eru ferðalög, sálfræði, íþróttir og börn.
Annað Ég reyki ekki, drekk í hófi og á bíl. Ég get passað hvort sem það er heima hjá mér eða þér. Ég fæði,klæði, baða og tilbúin í leik eftir þvi sem hentar hverju sinni og get lofað ykkur að ég geri mitt besta svo að allir séu sem ánægðastir. Hlakka til að heyra frá ykkur, kveðja Selma