Hildur og Ásthildur

Seljabraut 76 , 109 Reykjavík
5861191
http://www.nonnakot.barnaland.is
Dagforeldri
Vinnuaðstaða Vinnuaðstaðan er mjög góð. Erum í endaraðhúsi með afgirtan garð. Erum með sérherbergi fyrir leikföng og leikaðstöðu. Við erum með sterk hlið fyrir stiga og inní eldhús og svefnaðstöðu inni.
Er með leyfi 1.4.2007
Hóf störf 15.3.2007
Dagurinn byrjar kl. 07:30
Deginum líkur kl. 17:00
Næst laust hjá mér
Sumarfrí Júlí 2012
Er reykt á heimili Nei
Gæludýr Nei, en leigjendur í kjallaraíbúð eru með kött.
 

Matseðill

Erum með mjög fjölbreyttan matseðil. Hér er smá sýnishorn af því sem við bjóðum uppá: Soðinn fiskur með kartöflum, gulrótum, rófum og rúgbrauði. Soðið slátur, bæði lifrarpylsa og blóðmör, með kartöflumús. Heimalagað lasagne, með grænmeti og hrísgrjónum. Soðin bjúgu með kartöflum og uppstúf. Og svona mætti lengi telja. Leggjum okkur fram um að vera með venjulegan íslenskan mat. Á morgnana erum við alltaf með ávaxtastund og í kaffinu fá þau brauð og ávexti.

Annað

Erum með mjög góða aðstöðu fyrir börnin. Stóran afgirtan garð með palli, rennibraut, vegasalti og læstum sandkassa fyrir börnin. Syngjum mikið með börnunum og spilum fyrir þau tónlist, fáum þau aðeins til þess að dilla sér með okkur. Við förum út alla vega einu sinni á dag, en það fer allt eftir veðri.