Diljá Guðmundsdóttir

Stúfsel 1 Leirutangi 9, 109 Reykjavík
6161161
Dagforeldri
Vinnuaðstaða Lítið húsnæði sérstaklega hannað fyrir daggæslu, staðsett í Hléskógum 16 (göngufjarlægð frá Mjóddinni) Engar götur eru í kring. Stór garður er fyrir utan. Mínútu í burtu er flottur róló.
Er með leyfi Nei
Hóf störf
Dagurinn byrjar kl. 06:00
Deginum líkur kl. 18:00
Næst laust hjá mér
Sumarfrí Nei
Er reykt á heimili Nei
Gæludýr
 

Matseðill

Hafragrautur með rúsínum og kanil á morgnana, Heitur, hollur og góður heimilismatur í hádeginu, Ávextir og brauð seinni partinn.

Annað

Ég hef passað börn síðan ég var 12 ára auk þess að hafa unnið á leikskóla, í sumarbúðum, við liðveislu og verið skátaforingi. Ég hef einnig góða reynslu af bæði einhverfum börnum sem og börnum með ADHD. Ég hef mikla reynslu af börnum á öllum aldri. Ég er ekki dagmamma. Ég er hins vegar leið fyrir þig til þess að vinna á meðan þú bíður eftir plássi hjá dagmömmu eða plássi á leikskóla. Ég er ekki með dagmömmuleyfi. Þetta er venjuleg barnapössun nema hvað að hún er í sér húsnæði og með fleiri börnum, sem gerir þetta ódýrara fyrir þig. Þetta er ekki langtímalausn og ekki niðurgreitt af borginni. Þetta er aðeins í nokkra daga eða vikur á meðan beðið er eftir plássi. Við förum út á róló á hverjum degi, bæði fyrir og eftir hádegi ef veður leyfir, auk þess að mikið verður sungið, leikið og skemmt sér. Einnig er góð svefnaðstaða á staðnum. Ég opna í byrjun september og verð þá komin með tryggingu fyrir börnin. Hikið ekki við að hringja í mig, hvaða tíma dags sem er :)