Sigurgyða Þrastardóttir

klukkurimi 3 , 112 rvk
5870447
Dagforeldri
Vinnuaðstaða á fyrstu hæð með garði og mjög góða aðstöðu.
Er með leyfi 1.5.2001
Hóf störf 1.8.2001
Dagurinn byrjar kl. 08:30
Deginum líkur kl. 16:30
Næst laust hjá mér
Sumarfrí 25. júlí - 31.ágúst
Er reykt á heimili Nei
Gæludýr fugl og fiskar
 

Matseðill

Til minnis 1. Gerið ráð fyrir góðum aðlögunartíma fyrir barnið, sérstaklega ef það hefur ekki farið í pössun áður og er komið yfir 1ns árs. Algengast er að taka viku en það fer mikið eftir barninu, gæti verið styttri tími, gæti verið lengri. 2. Komið með barnið á umsömdum tíma og sækja barnið á umsömdum tíma, og láta vita ef það kemur ekki í gæslu þann daginn eða einhverjar tafir verða á komu barnsins. 3. Greiðið gjaldið á réttum tíma, það minnkar hættu á misskilningi og þetta er eitthvað sem þarf að borga, því ekki að klára það sem fyrst? 4. Láta vita ef einhver annar kemur að sækja barnið og eins ef eitthvað kemur uppá. 5. Aldrei að koma með veikt barn í gæslu, það getur smitað hin börnin,  að ógleymdum foreldrum og og dagmömmuna ykkar og hennar fjölskyldu. Barnið er velkomið aftur þegar það hefur verið hitalaust í 1 dag. Ef farið er út með barn sem er með hita þá æsist sýkingin upp vegna þess að ofnæmiskerfið er ekki nógu sterkt til að takast á við útiloftið líka. Og ekki skánar það þegar sýklarnir frá öllum hinum börnunum bætast ofan á það. Barnið telst veikt ef það getur ekki tekið eðlilegan þátt í rútínu og venjum. Ef það er á einhvern hátt ekki eins og það á að sér að vera og greinilega líður bara ekki vel þá er barnið ekki tilbúið að mæta í vistun. Hiti er ekki eingöngu stimpill fyrir veikindi...það er svo margt sem getur spilað inní.... Að vera í dagvistun er jú vinnan þeirra og ekki líður okkur vel í vinnunni okkar þegar við erum slöpp og mætum þar af leiðandi ekki...sama á við börnin okkar. Þeim líður best heima ef þau eru veik... Það barn sem er vant að sofa úti fær ekki að sofa inni vegna kvefs eða þessháttar því það getur bitnað á þeim börnum sem sofa inni og eru vön því. 6. Endilega ef það er eitthvað sem þið teljið þurfa að ræða, ekki bíða með það...sama hversu lítið þið teljið það vera...ef það er eitthvað sem angra ykkur, þá vil ég vita það....vandamál getur undið upp á sig ef það er ekki rætt strax... Góð samskipti eru gulli betri.       Morgunmatur: Skyr.is, hafragrautur eða ristað brauð með osti og smjöri. Millimálahressing: Niðurskornir ávextir, appelsínur, epli og rúsínur. Hádegismatur: Fiskur 2x í viku þá skiptist á steiktur og soðinn fiskur. Pasta og kjötsósa eða hakkgrýta með kartöflumús 2x í viku Slátur eða kjötsúpa  1 í viku.  MIðdegishressing: Bakkelsi, snúðar, rúgbrauð, hrökkkex, haustkex og brauð með allkyns áleggi, reyni að hafa smá sætt með því börn hafa svo ríka þörf fyrir sykurinn.  Hef oftast vatn með heitum mat eða ávaxtasafa sem ég hef þynnt til helminga.  Og mjólkin er alltaf með brauðmetinu.  Hressing fyrir brottför er oftast grænmeti, eða ávextir ásamt smá seríósi eða matarkexi með í bland. Og safi/vatn/mjólk með.    Hef íslenskan og góðan mat í hádeginu, geri mikið af því að hafa  nýtt slátur með kartöflum og svo nota ég mikið grænmeti og ávexti fyrir börnin til að hafa á milli máltíða. Hef alltaf morgunmat, hádegismat og miðdegishressingu. Bleyjur og bossaklútar innifaldir í gjaldinu.  Aðlögunin tekur lengri tíma eftir því sem barnið er eldra þegar það byrjar í fyrsta sinn í gæslu.  Aðlögun getur auðveldlega tekið tvær vikur ef barnið er langt komið yfir ársgamalt. Aðlögun fyrir yngri börn er oftast stutt og auðveld.  Gjaldið er alltaf borgað áður en gæsla hefst, samningsundirritun og aðlögun fylgjast að og svo er gjaldið greitt fyrirfram.  

Annað

 Reglurnar eru einsog hjá flestum dagmæðrum á landinu.  Þær er hægt að fá útprentaðar hjá mér eða Birnu í miðgarði. Einnig er hægt að prenta þessar upplýsingar út og hafa til hliðsjónar.   Dagleg rútína er mjög mikilvæg og eru allir dagar eins uppbyggðir,   8.30-9.30 morgunmatur, sögustund/útivera. 9.30- 10.00 Morgunmatur (oftast hafragrautur eða skyr) Svefntími 10.00 - 13.00.   Öll truflun er illa liðin.   Hádegismatur um kl 12.30 - 13.00 og fer þá eftir aldri barnanna hvort lúrinn er lengri eða styttri eða hvort hann skiptist í tvennt. 13- 14 . Hálfsdagsbörn sótt. 13.30 Börnin fá að vera í frjálsum leik, fer alveg eftir veðrinu hvort við erum úti í garði eða inni. 13.30 -14.50 Hef  stundum haft sjónvarpsstund á veturna og þá hef ég stubbana, Gunna og Felix eða söngvaborg ásamt skemmtilegu dóti , sulluhorn/laug og liti. Ég hef verið með mörg tví og þrítyngd börn og er því mikið í að örva málþroskann með þeim. 15.00 -15.30 MIðdegishressing 15.30 - 16.20 útivera ef veður leyfir. Frjáls leikur. 16.25 - 16.30 Heilsdagsbörnin sótt.   Ég hef mjög góða útiaðstöðu og læt börnin sofa úti í vagni enda fátt betra en ferskt loft í lungun.   Mjög mikilvægt er að láta vita ef tímasetningar breytast í sambandi við komu eða brottför barnsins , þá sérstaklega brottför .  Ég hef engin loðin dýr og á 3 börn sjálf á mismunandi aldri.  Ég hef mikð verið með ofnæmisbörn og tví/þrítyngd börn  og hef gott vald á ensku, get haft reglurnar á ensku , pólsku og frönsku ef þarf.   Að gefnu tilefni vil ég minna á innihald skiptitöskunnar og fylgihluti barnsins. 2 samfellur 2 sokkabuxur Inniskór eða sokkar með sóla. Peysa og buxur eða heilgalli. Regnföt, stígvél. Útigalli til að leika sér í . Vagngalli til að sofa í. Skór til að vera í úti. Húfa,  þunn lambhúshetta og vettlingar. Lopasokkar eða flíssokkar. Aukasnuð, peli, uppáhalds dót og eitthvað með mömmulykt í vagninn.  Krem ef barnið þarf með. Tannbursta því litlar tennur verða að vera hreinar fyrir lúrinn.  Vagn sem það getur sofið í  með beisli og poka sem er nógu hlýr ásamt flísteppi og regnplasti.