Leikskólinn Heiðarborg í Árbæ

Navi | 23.6.2010 20:14:48 | 0

Ég var að fá þær gleðifréttir að strákurinn minn (fæddur í jan. 09) var að fá pláss á Heiðarborg í Árbæ. Þetta var ekki fyrsta val hjá mér þannig ég er lítið búin að kynna mér þann leikskóla. Hefur einhver hérna reynslu af honum?

Aprílgapp | 23.6.2010 21:00:19 | 0

Við erum mjög ánægð þar. Gott starfsfólk, spennandi og fjölbreytt verkefni. Mikið úti, sem mér finnst gott.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

radiostar | 23.6.2010 21:06:03 | 0

ég var einmitt líka að fá þær gleðifréttir í dag að strákurinn minn fæddur líka í janúar komst inná heiðarborg, var einmitt fjórða val hjá mér þannig ég væri líka til í að vita um hann :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

farþeginn | 23.6.2010 23:08:26 | 0

Við erum mjög ánægð með Heiðarborg. Strákurinn minn elskar leikskólann sinn. Starfsfólkið allt frábært og æðislegur leikskólastjóri. Ég er með einn þarna núna og er með einn 2009 á biðlista inn.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

ap13 | 24.6.2010 00:11:48 | 0

Heiðarborg, er það leikskólinn fyrir ofan hesthúsið? eða þar..

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

radiostar | 24.6.2010 00:18:49 | 0

nei það eru blásalir.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

vatnsglas | 24.6.2010 17:46:38 | 0

Heiðarborg stendur efst í Seláshverfinu, við Selásbrautina og í botninum á götunum Heiðarás og Mýrarás. (en aðkoman að bílastæðinu er frá Selásbrautinni)
En, síðast þegar ég vissi þá var þetta ágætis leikskóli. Vann þarna sjálf á tímabili en það er samt mjög langt síðan, svo margt hefur breyst síðan þá! Hef samt aðeins heyrt af honum núna og held að hann sé bara ágætis leikskóli ;)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Qusa | 24.6.2010 11:45:08 | 0

Mínir fara líka í Heiðarborg :):)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Malbikari | 24.6.2010 12:42:43 | 0

Mín skotta er á deildinni Brekku og búin að vera síðan í september og er rosa ánægð. :) Hef bara gott um leikskólann að segja. Velkomnar bara í hópinn :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Navi | 25.6.2010 17:37:25 | 0

Takk fyrir þetta, hljómar vel :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Flekkudalur | 27.6.2010 13:11:13 | 0

Við erum með eina þarna og erum svakalega ánægð. Frábært starfsfólk, stelpan rosalega ánægð, mikið úti og gott skipulag á starfinu.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá