Plankaparkett - eik

Peysustelpa | 12.9.2010 18:43:49 | 0

Er einhver hér með gegnheila eikarplanka á gólfinu hjá sér? Finnst ykkur sjá mikið á því? Hvernig þrífið þið það? Bóniði?

Snobbhænan | 12.9.2010 18:47:37 | 0

Ég er með plankaparket, sumsé harðparket í eik.

Þetta er ekki gegnheilt, heldur er þetta í raun "mynd af parket" sem er búið að smella á álplötu. Mjög slitsterkt.

Auðvelt að þrífa og þú ert laus við plastparket þrifvandamál.

http://www.hardvidarval.is/?pageid=13

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Peysustelpa | 12.9.2010 18:49:09 | 0

O.k. En ég er s.s. að spyrja bara um gegnheila planka. Er ekki einhver með svoleiðis?

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Diana Lee | 12.9.2010 19:13:23 | 0

Ég er með svoleiðis, olíuborið. Rispur sjást minna á olíubornu og minna mál að laga það, s.s. bera olíu í rispur. Auðvitað þarf að olíubera reglulega en það minna mál en að lakka.
Parketið hjá okkur er mubla út af fyrir sig, ótrúlega fallegt :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Peysustelpa | 12.9.2010 19:15:00 | 0

Takk fyrir þetta. Hvað ertu búin að vera með það lengi?

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Diana Lee | 12.9.2010 22:12:01 | 0

Búin að vera með parketið í 4 ár. Við pússuðum það sjálf og bárum á. Það var mikið verk en algjörlega þess virði.
Við hefðum síðan átt að setja viðhaldsolíu á það tveimur árum seinna en gerðum það ekki fyrr en núna í vor.
Í eldhúsinu þar sem stólarnir dragast eftir gólfinu er alltaf hægt að bera í blettina og þá er það eins og nýtt.

Mamma hins vegar er með planka parket sem hún lét pússa og lakka fyrir þremur árum. Núna er það allt rispað (hún er með hunda) og það þýðir það að það þarf að taka allt gólfið í gegn.
Ég hef ekki heyrt að fólk sé að bóna lakkað parket, bara dúka.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

eyelet | 12.9.2010 22:15:04 | 0

En hvernig er það þegar það er olíuborið (til viðhalds)- Þarf ekki að ryðja öllu út til að olíubera allan flötinn?

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Diana Lee | 13.9.2010 08:59:04 | 0

Jú auðvitað. Við tókum þetta í hlutum. Tæmdum úr nokkrum herbergjum og tókum þau, svo daginn eftir röðuðum við aftur inn og svo var næsta svæði tekið.
Við leigðum okkur líka tæki til að nudda olíunni vel ofan í viðinn.
Á móti kemur að ef við ætluðum að lakka (ef við værum með þess háttar parket) þá þyrfti að taka allt gólfið í einu þar sem við erum ekki með neina þröskulda og það myndu bara fagmenn gera, myndi ekki treysta mér í að lakka sjálf, upp á áferðina.
Þegar maður olíuber þá þarf maður ekki að hafa áhyggjur af slíku því að þegar viðurinn er mettur af olíu þá bara er hann mettur og það eru engin skil.
Auk þess skúrar maður líka sjaldnar olíuborið gólf, sést minna á því. Það er líka stífara að skúra þau en lakkað.
Þetta er auðvitað smekksatriði, okkur finnst bara olíuborið parket svo ótrúlega fallegt.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá