Stemmandi matur???

rosy83 | 9.10.2010 09:29:15 | 0

Hvaða matur er stemmandi? Dóttir mín er með svo svakalega í maganum, er ekki búin að fá mjólk eða mjólkurmat í viku.... og er extra slæm núna. Á tíma með hana hjá sérfræðingi á mánudaginn.

Quakerinn | 9.10.2010 09:32:41 | 0

Gulrótarsafi er það sem virkaði best á mín börn

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

panam | 9.10.2010 09:33:38 | 0

epli gulrætur perur td

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Lilith | 9.10.2010 10:10:47 | 0

Matur sem á að forðast:

Mjólkurvörur
Feitur og brasaður matur
Sterkur og kryddaður matur
Mjög sætur matur
Trefjaríkur matur (t.d. gróft brauð)
Mandarínur, sveskjur, rúsínur, kiwi, perur (eru frekar losandi)

Matur sem er stemmandi eða á annan hátt góður við uppköst/niðurgangi:

Hrísgrjón, hrísgrjónaseyði
Bláberjasúpa
Epli
Bananar (einnig mjög góðir upp á kalíuminnihald)
Franskbrauð - ristað fer betur í maga
Súpur eða kjötseyði, ásamt snakki og saltkexi (saltríkt)

Ávaxtasafar geta verið ágætir til drykkjar, veita orku og vökva, en ekki hafa þá of sterka.

Gott er að drekka lítið í einu, en oft. Ef vökvi er þambaður veldur það oft að maginn fyllist, hringsnýst og allt fer upp aftur eða þá beint í gegn.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá