Ég er orðin svo þreytt og örvæntingafull.

Elitan | 28.3.2011 16:31:53 | 3

Ég er orðin svo þreytt á þessari endalausri "baráttu" við sjálfa mig. Ég er ekki eðlileg, afhverju get ég ekki bara verið hamingjusöm, ánægð með lífið og það sem ég hef. Ég á svo mikið, fallegt og heilbrigt barn og ábyrgan og góðan kærasta, er ekki með fjárhagsvandamál á háu stígi en inní mér líður mér ekki vel. Ég þarf alltaf að berjast við sjálfa mig og skapið í mér, upp og niður sveiflur, finnst alltaf að mér vegið, niðurrif hjá sjálfri mér (ég er að reyna að hætta því en það nær alltaf að lauma sér uppá yfirborðið, sérstaklega ef það er togstreita á heimilinu sem er...

aðal málið er að flest vandamál á milli mín og kærasta míns eru heimatilbúin vandamál í sjálfu sér, jú að sjálfsögðu eru aðstæður okkar ekki sem ákjósanlegastar en þetta byrjar alltaf því að ég endist svo stutt í að vera í lagi.

Ég veit að ég er full bjartsýn á að halda að þið getið komið með einhverja töfralausn á þessu, en ég er mjög örvæntingafull.. Þetta byrjaði þegar ég var á menntaskólaaldri, og ég er svo hrædd um að þetta eigi eftir að fylgja mér hvert sem ég fer og geri, allt mitt líf og ég verð aldrei hamingjusöm.

Ég vil ekki missa það góða í mínu lífi en það virðist vera að fara á þann veg mjög fljótlega ef ég lagast ekki.

hvað er til ráða?

Hér | 28.3.2011 16:39:23 | 11

Leita til sálfræðings og fá hjálp með huglæga atferlismeðferð til að vinna á þessum vandamálum.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

erlingsköttur | 28.3.2011 16:41:33 | 0

jebb... eina vitið

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

lallari | 7.5.2011 13:31:36 | 1

Úbs, mínusaði þig óvart! Ætlaði að gefa þér plús ef einhver vill laga ;)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

rabarbari | 12.7.2011 18:32:43 | 0

HAM hjálpaði mér mjög lítið. En sakar ekki að prófa.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Þóra | 13.7.2011 17:21:10 | 0

HAM hjálpaði mér mikið, mæli með því !

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

PrincessS | 28.3.2011 16:42:34 | 0

Hefurðu farið til sálfræðings? Þetta hljómar svolítið eins og þunglyndi?

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Elitan | 28.3.2011 16:55:12 | 0

ég hef farið til sálfræðings á unglingsárunum, var hjá honum í langan tíma en eftir meðferðina hjá honum labbaði eg út með hvað á ég að segja, ekkert veganesti útí lífið, hann var bara hlustandi sem skildi mig og kom með ráð en engin þannig ráð/tækni fyrir mig til að halda áfram að nota í gegnum lífið. Þannig að ég er hrædd við að fara aftur bara uppá að lenda á góðum sálfræðingi og peningurinn er þess virði.

Ég hef líka farið á námskeið hjá landspítalanum og þau hjálpuðu mér mjög mikið, á þeim tíma sem þau voru og svo nokkrum manuðum eftir á, en svo dett ég alltaf niður aftur, og þessi eilífða "barátta"/að díla við sjalfa mig. Og þetta lendir á kærasta mínum, hann þarf að díla við mig og alla mína galla og þetta ójafnvægi. Hann vill stabílt líf og ég líka, en ég bara get ekki setið á mér, það er alltaf eitthvað "AÐ".

Ég er líbó manneskja og opin og allt það en ég er algjör gallagripur líka. Vinir og kunningjar sjá þetta ekki, horfa bara á mig sem ákveðna manneskju sem er hress, en mínir nánustu þurfa að díla við þessa vansæld mína og ég er orðin svo þreytt á þessu öllu saman.

Ég hef farið á lyf fyrir langa löngu en var þá svo djúpt sokkin að ég höndlaði það ekki...
Ég hef aldrei heyrt góðar sögur af lyfjum, bara aukaáverkanir. Jú ég trúi á huglæga atferlismeðferð en þá er alltaf spurningin um hver er góður sálfræðingur.

Einhver sem lítur ekki á mann bara sem "pening í kassann" og einhver sem kennir manni að breyta viðhorfi manns og tilfinningum. Ég hef enga stjórn á tilfinningum mínum, ég brest í grát ef ég er sorgmædd eða reið, stolt eða snortin, það sýður á mér við hið minnsta, sérstaklega ef það er eitthvað sem mér finnst bitna á mér...

Ég næ ekki að taka á málunum með ró heldur kemur skynsemin alltaf eftir að skaðinn er skeður, sprengjan er búin... en hún tekur svo mikinn toll.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

sunmaide | 28.3.2011 17:39:07 | -1

Borderline personality disorder?

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Elitan | 28.3.2011 17:40:25 | 0

hvað er það ?

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

sunmaide | 28.3.2011 17:44:50 | 0

googla :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Teralee | 28.3.2011 22:42:15 | 1

fyrst verðuru að láta greina þig áður en þú veist hverjir geta hjálpað þér. Ekki vera of hörð við þig - taktu nú utan um þig og segðu að þetta verði í lagi og saman (þú og þinn innri maður) ætlið þið að finna út hvað amar að þér. Vertu besti vinur þinn.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Elitan | 28.3.2011 23:11:36 | 0

takk fyrir það. en greina mig að hvaða leyti ? þetta er pottþétt einhverskonar þunglyndi, sjálfsóöryggi... er hægt að greina það eitthvað betur ??

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Elitan | 28.3.2011 23:09:18 | 0

geturu gefið mér íslenska nafnið takk. það þýðir ekkert fyrir mig að leita mér uppl. á ensku, ég vil geta skilið allt frá orði til orðs.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

boogiemama | 28.3.2011 23:20:31 | 0

Jaðarpersónuleikaröskun, minnir mig.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

AnnaGje | 12.7.2011 17:29:54 | 0

hvað kemur þetta videó jaðarpersónuleikaröskun við ?? :o

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

boogiemama | 12.7.2011 17:34:14 | 0

Akkúrat ekki neitt... þetta er í undirskriftinni minni :S Allt of áberandi. Tek það út á stundinni. Keim. Bæ.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

boogiemama | 28.3.2011 23:21:01 | 0

http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=2089

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Helnar | 29.3.2011 20:00:41 | 0

Sæl Elítan

Eftir því sem þú skrifar hér er sálfræðingur að mínu mati rétta leiðin fyrir þig.

Já, sálfræðingar eru mismunandi en þeir eru ekkert líkt þeim sem voru hérna áður fyrr meðan Fraudisminn var og hét. Sálfræðingar nú beita gagnreyndum aðferðum í aðstoð við skjólstæðinga sína, sem hafa sýnt fram á miklar framfarir hjá stórum hópi sjúklinga við margskonar geðrænum vandamálum. Hugræn atferlismeðferð hefur sýnt sig veita að minnsta kosti jafn mikinn árangur við helstu geðröskunum, t.d. þunglyndi og kvíða - en best virka þó lyf og HAM þegar blandað er saman. Þó er ekki víst að það sé nauðsynlegt eða rétta leiðin í þínu tilfelli, heldur má vel vera að HAM virki best ein og sér.

Ef þú hefur ráð á því myndi ég mæla með sálfræðingi á stofu. Þú gætir hinsvegar þurft að flakka aðeins á milli áður en þú finnur þann sem þér þykir hafa það viðmót sem þú kannt að meta. Ekki hætta þó að leita!

Flestir sálfræðingar í dag beita hugrænni atferlismeðferð. Þeir sem góðir eru iðka atferlisþáttinn ekki síður en hugræna þáttinn. Finndu einn sem virðist hafa gaman af sínu starfi og gott viðmót, og allar líkur eru á þvi að þér muni batna umtalsvert og lífið verði þér bærara.

Vonandi hjálpar þetta.

Kær kveðja,
M

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Elitan | 29.3.2011 15:41:45 | 0

Vitið þið um einhverja mjög færa og þolinmóða sálfræðinga sem gætu hjálpað mér að vinna úr þessu ?

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Eine kleine | 29.3.2011 20:44:19 | 0

www.heilsustodin.is

Haukur er snillingur sem bjargaði lífi mínu.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Elitan | 30.3.2011 18:57:57 | 0

takk fyrir þetta. hvað kostar tíminn ?? eg þarf nefnilega að safna mér fyrir meðferð til lengri tíma,

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Eine kleine | 5.4.2011 19:59:06 | 0

Afsakið hvað ég svara seint- er sjaldan hér inni.
Tíminn kostar 10 þús held ég en hann miðar alltaf við að útskrifa fólk eftir 10-12 vikur en tekur að sjálfsögðu lengri tíma í meðferð ef þarf.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Jæja já | 12.7.2011 21:26:40 | 0

Sölvína Konráðs í Garðabæ.

Þú finnur ekki betri sálfræðing að mínu mati. Hún hefur hjálpa svo mörgum sem ég þekki. Tíminn hjá henni er um 10þús minnir mig en stéttafélagið þitt borgar þér til baka ef þú sendir þeim reikningin, ég bara man ekki hvað það er há upphæð.

Gangi þér vel :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

mariulindin | 12.7.2011 22:22:46 | 0

Vinkona mín fór til Sölvínu Konráðsdóttur og var hrikalega óánægð!! Vinsamlega veldu einhvern annan sálfræðing! Hún er sálfræðingum til skammar!!

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

stelpuleg | 12.7.2011 22:56:14 | 0

hún þórgunnur á göngudeild geðdeildar, geðlæknir er bara hættuleg borderline sjúklingum. Hún rakkar þá alveg niður.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Helnar | 29.3.2011 20:02:13 | 0

Sæl Elítan

Eftir því sem þú skrifar hér er sálfræðingur að mínu mati rétta leiðin fyrir þig.

Já, sálfræðingar eru mismunandi en þeir eru ekkert líkt þeim sem voru hérna áður fyrr meðan Freudisminn var og hét. Sálfræðingar nú beita gagnreyndum aðferðum í aðstoð við skjólstæðinga sína, sem hafa sýnt fram á miklar framfarir hjá stórum hópi sjúklinga við margskonar geðrænum vandamálum. Hugræn atferlismeðferð hefur sýnt sig veita að minnsta kosti jafn mikinn árangur við helstu geðröskunum, t.d. þunglyndi og kvíða - en best virka þó lyf og HAM þegar blandað er saman. Þó er ekki víst að það sé nauðsynlegt eða rétta leiðin í þínu tilfelli, heldur má vel vera að HAM virki best ein og sér.

Ef þú hefur ráð á því myndi ég mæla með sálfræðingi á stofu. Þú gætir hinsvegar þurft að flakka aðeins á milli áður en þú finnur þann sem þér þykir hafa það viðmót sem þú kannt að meta. Ekki hætta þó að leita!

Flestir sálfræðingar í dag beita hugrænni atferlismeðferð. Þeir sem góðir eru iðka atferlisþáttinn ekki síður en hugræna þáttinn. Finndu einn sem virðist hafa gaman af sínu starfi og gott viðmót, og allar líkur eru á þvi að þér muni batna umtalsvert og lífið verði þér bærara.

Vonandi hjálpar þetta.

Kær kveðja,
M

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

THE princess | 29.3.2011 20:11:49 | 1

vá... þú gætir allt eins verið að lísa mínu lífi! ég er búin að vera núna síðan í september að vinna í þessum vandamálum mínum..
.
er hjá geðhjúkrunarfræðingi sem heitir sylvía ingibergs á landsspítalanum.. og hún er algjört æði... og eftir mörg viðtöl.. að þá er komist að því að ég er með bordeline personality disorder eða jaðarpersónuleikaröskun.. og þunglyndi,kvíða og líklega félagsfælni ofaná allt saman...

og samhliða viðtölunum hjá henni er ég í DAM líka.. sem er svipað og HAM.. en þar er unnið einmitt með borderline-- en í haminu með þunglyndið og kvíðann... er samt búin að vera í haminu líka... en mér finnst þetta hafa hjálpað mér alveg rosalega mikið! ég er virkilega farin að átta mig á mínum "villum" í samskiptum..

þannig vað miðað við frásögnina þína hér fyrir ofan.. þá sterklega ráðlegg ég þér að tala við sálfræðing og segja honum einmitt allt sem þú varst að skrifa hérna... og athuga einmitt hvert næsta skref yrði.. :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

THE princess | 29.3.2011 20:12:12 | 0

lísa=lýsa

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Elitan | 30.3.2011 18:50:10 | 0

gætir þú sagt mér nánar frá þinni reynslu sem sýnir fram á þessa greiningu þína? svo eg geti miðað mig við þig, séð hvað er sameiginlegt og hvað ekki...

þetta virkar mjög yfirþyrmandi á mig hversu margar greiningar þú ert með t.d.... hvaða aðferðir er hún að benda þér á að nýta þér í daglega lífinu til þess að ná tökum á hugsunum og tilfinningum þínum ?

hvað kostar tíminn hjá henni og hversu oft þarft þú að fara t.d til hennar í mánuði svo að þetta nýtist þér sem best ?
ætli hún taki við nýjum sjúklingum núna...

og hvað ætli það taki mörg viðtöl til þess að fá einhversskonar greiningu ? ertu þá með bara greiningu frá henni eða öðrum sálfræðingum líka ? ráðfærir hún sig við einhvern til þess að komast að niðurstöðu þegar grunur liggur að ákveðni greiningu eða notast hún eingöngu við sínar eigin grundsemdir.

takk fyrir svarið :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Qtipper | 29.3.2011 20:18:31 | 0

ég þekki ekki alveg vandamálið þitt og get því ekki sett mig í þín spor, þannig að kannski er ég alveg "way off" með þessa hugmynd, en mér dettur í hug mann sem heitir Matti Ósvald, ég hef farið á fyrirlestur hjá honum 2 sinnum og ég væri alveg til að hlusta á hann aftur. mér finnst hann gefa manni ráð sem nýtast manni í daglegu lífi og bara ótrúlega þæginlegt að tala við hann..

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Elitan | 30.3.2011 18:44:21 | 0

já ég held ég þurfi einstaklingsviðtöl, meira aðhald og persónulega hjálp.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

heimirjo | 5.4.2011 21:17:18 | 9

sæl.
konan mín er búin að ganga í geggnum þetta í ein 10 ár . ég hef staðið hana í gegnum þetta og ef meðferðin virlkar ekki þá les ég mig til um málið og hjálpa henni við þetta. hún fór inn á geðdeild eftir að sálfræðngurinn virkaði ekki. fékk litla hjálp þar sem álag á deildinni var mikið og hún snillingur í að setja upp grímu og fékk að fara heim.. ég tók mig til og las um persónuleikaröskun félagsfælni .þunglindi ofl. til að getað aðstoðað hana . núna er hún komin í meðferð inn á heilsustofnun í 6 vikna prógram sem er í gegnum starfsendurmenntun. hún fær sálfræðiviðtöl iðjuþjálfa , næringafræðing læknir geðlæknir. ofl. það er skoðað á hverjum degi hvernig gengur hjá henni og meðferðin endurmetin.
hún fór í nokkur viðtöl hjá sálfræðingi (númer 3 ) og hann greindi hana á 20 mínutum. breytti lyfjunum og setti fyrir hana áætlun.
málið er er þú verður að fá makann þinn með í þetta. ég er til að mynda heima emð stelpurnar okkar 3 í 6 vikur og sé til þess að hún þurfi bara að sjá um sig og einbeita sér að því að láta sér batna. annars væri þetta ekki hægt.
þú þarft líka að vera búin að búa þér til stuðningsnet áður en lengra er haldið. einhvern til að peppa þig upp þá daga sem þú ert niðri og leika við þig þegar þú ert uppi. einhvern annan en maka maður hlustar stundum ekki á þá þegar manni líður ílla. en ég mæli með að þú skoðir þetta og ræðir við sálfræðing,. betra er að gera þetta fyrrr en seinna hefði alveg viljað að þessi úrræði væru í gangi fyrir 10 árum.


gangi þér vel.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Elitan | 7.5.2011 10:23:27 | 0

þakka þér kærlega fyrir þetta svar, þú ert yndislegur að hjálpa og styðja konuna þína svona vel ! Mæti ég spyrja til hvaða sálfræðings hún fór til sem greindi hana á 20 min. ?

Hvernig gengur konunni þinni í dag ?

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

GoGoYubari | 5.4.2011 21:45:12 | 0

Ég er að ganga í gegnum mjög svipað og þú. Samkvæmt öllu ætti ég að vera ánægð, en mér finnst alltaf eitthvað vera að (eins og með sambandið t.d.) og það er orðið frekar stutt á milli góðu tímabilana vs. þau slæmu. Ég pantaði mér tíma hjá sálfræðingi (reyndar ekki búin að fara, var svo löng bið) og útskýrði stöðuna rúmri viku seinna fyrir manninum. Hann er að sjá fyrst núna hversu alvarlegt þetta er hjá mér og vill fara líka. Ég hef reyndar farið áður til annars sálfræðings og tók svona þunglyndistékk en var ekki þunglynd og ég efast um að ég sé það, en ég þarf að vinna úr ákveðnum tilfiningum og hlutum úr fortíðinni til að geta byggt upp betri framtíð. Held að það sé það eina í stöðunni hjá þér líka.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

ElizabethT | 7.5.2011 12:18:32 | 0

Ég mæli með því að þú finnir þér góðan geðlækni og fá hann til að hjálpa þér að greiða úr þessu. Kannski eru lyf svarið, kannski frekari sálfræðimeðferð. Held þú eigir að gefa lyfjum séns því auðvitað gera þau gagn í þeim tilfellum þar sem þau eiga við.

Þú getur spurt lækninn út í þessa jaðarpersónuleikaröskun og hvort það eigi við þig.

Gangi þér vel.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

stelpuleg | 12.7.2011 18:28:15 | 0

þetta er persónuleikaröskunn kona góð, þú lýstir mér bara þarna allavega.

glöð ekki glöð, hamingjusöm í klukkutíma og svo allt ómögulegt.
pirringur, reiði, finnst maður ekki nógu góður, lítur á sjálfa sig eins og aðrir líta á mann.
manns versti óvinur.

kominn 10 ár hjá mér, ég er ennþá lifandi =) stundum hamingjusöm, stundum ekki, stundum er allt geggja en eftir 5 mínútur ömurlegt.

þetta er pínu eins og að vera nokkrar manneskjur í einum líkama.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Elitan | 12.7.2011 21:00:49 | 0

úff hvað þetta hljómar ömurlega. Hvernig tekst þú á við þetta ? og hvernig gengur þér ? ertu hjá geðlækni ? hefuru einhver meðmæli ? Getur mjöög léleg sjálfsmynd/sjálfstraust fylgt þessu því ég hef það.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

mangina | 12.7.2011 21:26:04 | 0

Er betra að panta sér tíma hjá geðlækni heldur en sálfræðingi? Er með nákvæmlega sömu einkenni og upphafsnikk + mikinn kvíða og félagsfælni en hef aldrei gert neitt í því nema pína mig áfram því ég veit eigilega ekki hvert ég á að snúa mér eða hjá hverjum ég á að panta tíma ..

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

stelpuleg | 12.7.2011 21:44:28 | -1

ég er búin að vera með þetta í 10 ár, og ég hef farið ýmsar leiðir en málið er bara AÐ ÞETTA ER ÓLÆKNANLEGT. þú getur fengið lyf en þau vika ekki á persónuleikann sem er raskaður, sálfræðingar geta spjallað og ráðlagt en þetta er pínu bara eins og að vera mjög mislyndur og svona paranojaður einstaklingur. Ég sver það upp á mitt líf að það er bara virkilega voða lítð hægt að gera =S ..

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

blackbox | 12.7.2011 21:55:04 | 2

engan vegin mín reynsla.... ég var greind með jaðarpersónuleikaröskun á sínum tíma enda upplifði ég helvíti í mörg ár. Ég er EKKI með þessa röskun í dag og lífið er ekki sambærilegt og það var hér áður fyrr.
Mæli með Ragnheiði Indriðadóttur sálfræðingi en hún hefur hjálpað mér alveg gríðalega.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

j | 12.7.2011 23:11:39 | 2

Þú ert búin að fá mikið af góðum ráðum hérna og vonandi finnur þú eitthvað sem hentar þér.

Ég fór að spá í eitt, það þarf ekki endilega að eiga við um þig, bara svona almenn pæling.

En, er fólk almennt ekki undir óeðlilega mikilli pressu frá samfélaginu um að vera alltaf hresst, alveg blússandi hamingja og allt í gangi? Ef lífið er ekki þannig, þá hlýtur eitthvað að vera að og fólk fer að hafa áhyggjur af því að það sé ekki nægilega hamingjusamt og hresst og verður óánægt með sjálft sig og fer að líða illa.

Getur það verið, að stundum séu það kröfurnar sem fólk gerir til sín eða samfélagið gerir til fólks, sem eru óeðlilegar, en manneskjan sjálf sé fullkomlega eðlileg?

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

stelpuleg | 12.7.2011 23:13:18 | 0

ég er með persónuleikaröskunn útaf uppeldinu, samt er ég fösst heima hjá foreldrum sem gera persónuleikaröskunina að helvíti, en ég kemst ekki út því ég get ekki verið ein. Þá meina ég get ekki verið ein, sem er eitt af einkennum persónuleikaröskunar.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

órasteinn | 13.7.2011 00:08:27 | 1

það eru nokkrar tegundir af pröskun, þú talar eins og það sé bara ein, þær eru frekar ólíkar held ´eg.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

joakiz | 13.7.2011 07:24:00 | 0

Vá það er bara einsog þú sért að lýsa mér núna .. Ég er greind með geðklofa en það er verið að greina mig uppá nýtt er örugglega með persónuleikaröskun, og ég hef verið hjá geðlækni í 2-3 ár .. Mæli með því.. Get líka eindregið mælt með 12 spora kerfinu (CODA tildæmis) er reyndar ekki í CODA heldur í AA, en það kerfi hefur hjálpað mér meira en nokkur geðlæknir hefur hjálpað mér, en ég verð samt líka að vera með lækni til að sjá um lyfin mín, því án þeirra gæti ég aldrei verið .. En kosturinn við 12 spora kerfið er að þegar þú ert búin að læra á það, geturu nýtt þér það hvenær sem er sólarhrings, í svoleiðis samtökum er líka fólk sem þú getur alltaf hringt í og talað við .. Stelpurnar sem eru með mér í þessu buðust allar með tölu til þess að hjálpa mér þegar ég fór að gráta á fundi, og það var æðislegt .. Spurðu bara ef þú vilt vita meira :) Maður lærir allavega mjög mikið um að hugsa jákvætt og þetta snýst um að vera ekki einn í baráttunni við sjálfan sig og það er ekki búist við meira af manni heldur en maður getur :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá