hvernig á ég að elda hamborgarhrygginn?

~era~ | 18.12.2012 11:01:19 | 0

Nú um jólin er ég að fara að elda hamborgarhrygg í fyrsta skiptið. Ég er búin að googla og það koma upp svo margar tillögur.
Hvernig eldið þið hann? Sjóðið þið hann fyrst í potti eða setjið hann beint í ofninn?
Ef þið sjóðið, látið þið þá sjóða 45 mín fyrir hvert kíló? Eða látið þið nægja 30-40 mín í heildina?

litla rjúpa | 18.12.2012 11:08:43 | 0

kann ekki alveg, en veit að mamma mín notar ALLTAF coke- þegar hann er í ofninum... það er hellt í fatið 

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Lilith | 18.12.2012 13:09:00 | 0

Man þetta aldrei, en ég sýð hann alltaf fyrst í stórum potti og set malt út í vatnið. Læt hann kólna í soðinu og svo set ég á hann svona sinneps-púðursykursgjáa og set í ofn í svona kortér ca. Þarf samt alltaf að rifja aðeins upp, fer yfirleitt bara eftir leiðbeiningum á umbúðunum.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

vild | 18.12.2012 13:09:14 | 0

Ég læt hann sjóða í potti í rúman 1 klukkutíma hrygg sem er þetta 1.5 til 2.5 kg. Set hann síðan í ofn sem er 200 gr heitur í um 25 mín. í millitíðinni set ég á hann gljáa sem braðnar svo yfir hann í ofninum. Set alltaf tvo súputeninga og eina matskeið af sykri í pottinn þegar ég sýð hamm. Þetta hefur reynst mér vel.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

ts | 18.12.2012 13:12:04 | 0

ég sýð hann í ca 40-45 mín pr kíló og set aðeins malt í vatnið... set svo púðursykur á hann og inn í ofn bara ca 15 mín...

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Gunnýkr | 18.12.2012 13:12:51 | 0

ég set hann í svona ofnpott. Sýð þar í vatni og set smá kók útí . 
Síðan set ég púðursykur ofan á og tek lokið af pottinum í sirka hálftíma.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Honeythunder | 18.12.2012 13:24:13 | 1

Algjör óþarfi að sjóða í potti... pakkar honum inn í tvö lög af álpappír og eldar í ofni, þá soðnar hann í eigin djúsi. Svo helliru soði innan úr álpappírnum til að búa til sósu, færð mjög bragðgott og kraftmikið soð með þessari aðferð og sósan verður mjög fyrirhafnarlítil.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

ljúfa | 18.12.2012 13:35:06 | 0

Ég set hann bara í ofninn á ca 180 gráður í x langan tíma per kíló.Smyr hann svo með púðursykri sem er bleyttur með sinnepi og ávaxtasafa (koteilberja,ananas eða slíkt).Eða malt.Hækka svo örlítið á ofninum til að fá hann svolítið stökkann.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

DarKhaireDwomAn | 18.12.2012 13:50:09 | 0

ég sýð hann smá í potti og set svo  kók, dijonsinnep, tómatsósu og rauðvín í pott ásamt sykri og sýð í nokkra tíma og læt þykkna,  þessu helli ég svo yfir hamborgarhrygginn þegar hann fer í ofninn helminginn strax og svo restina þegar nokkrar mínútur eru eftir af eldunartímanum,  elska þennann gljáa og maður borðar hann eins og sósu með kjötinu.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

kirivara | 18.12.2012 13:57:36 | 0

Ég er búin að vera með Hamborgarhrygg á jólunum í áraraðir, en ég hef aldrei heyrt þetta með kókið, hvað á það að gera?

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Alfa78 | 18.12.2012 23:02:43 | 1

Mér finnst það gera kjötið safaríkara og ekki eins salt.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

DarKhaireDwomAn | 18.12.2012 23:05:00 | 1

kókið er sætt og dregur í seltunni og því í kjötinu, 

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

kirivara | 19.12.2012 00:29:33 | 0

Takk fyrir þetta :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Krabbadís | 19.12.2012 00:37:27 | 1

Kókið gefur svona karamellu á hrygginn og er bara gott, hef prufað að sjóða eingöngu í kóki og það er fínt.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

kirivara | 19.12.2012 00:43:09 | 0

Takk takk, ég þarf að prófa þetta :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

~era~ | 18.12.2012 23:01:24 | 0

takk fyrir öll ráðin, ég á eftir að nýta mér þetta.
Það eru nefninlega engar upplýsingar á pakkningunni hvernig á að elda þetta

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

gjöll | 19.12.2012 08:21:47 | 0

1,6 kg hamborgarhryggur
2 l vatn (ég hef mikið minna)
2 dl rauðvín
1 stk laukur
1 stk selleristilkur
10 stk piparkorn
4 stk negulnaglar
Soðið við vægan hita í 40 mín. Hryggurinn færður upp
og látinn kólna í 20 mín.
Skorinn af beininu og settur á grind í 180°C heitan ofn í 10-15 mín.

Gljái
2 msk sætt sinnep
2 msk hunang
2 msk aprikósusulta
1 msk edik

Þessi bregst ekki.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Pearson | 19.12.2012 10:22:09 | 0

Ég sýð hann í 40 mín pr.kíló.
Set tómatpúrru í pottinn ásamt bjór/malt og smá púðursykur.
Svo fer hann í ofninn.
Gljáinn er sinnep, kók og púðursykur :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá