Vantar hugmyndir og uppskriftir af kvöldmat

jona82 | 29.8.2010 02:16:48 | 0

Vantar hugmyndir af kvöldmat sem hentar bæði fyrir börn og fullorðna..

ekki væri verra ef hann er í hollari kanntinum og uppskriftir vel þegnar :)
er alveg hryllilega hugmyndasnauð :/

serenaa | 29.8.2010 14:52:16 | 0

Mig vantar líka hugmyndir.. langar svo að kunna fleiri uppskriftir af kvöldmat

En hér er það sem við höfum reglulega..
- Pasta með skinku og beikon.. mexikoostur þynnt með matreiðslurjóma (sósa) sett svo útí hitt. Mjög gott að hafa hvítlauksbrauð með.
- steiktur fiskur (blanda egg, hveiti, smá mjólk, og season all) dýfi ýsubitum í það og steiki svo
- fiskur í ofni með sveppum og lauk (steikja sveppi og lauk á pönnu setja það svo á eldfast mót) og svo setja ýsubitana yfir það og inn í ofn.. þegar það er tilbúið eftir c.a. 30min er ég þá búin að útbúa bernasósu og set yfir.
- Lasagna
- Ítölsk grýta
- Hakk og spagettí
- Mexíkóskar pönnukökur með hakki og ýmis með t.d. kál, ostur, paprika, maísbaunir, doritos, salsasósa ofl.

man ekki meira í augnablikinu..

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Ferenzcy | 30.8.2010 11:58:57 | 0

Kjötsúpa.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

sajaKK | 31.8.2010 20:35:21 | 0

Mjög gott og krökkum finnst það líka, Tómat pakka súpa, gerir hana eins og segir aftan á pakkanum, setur eithvað grænmeti eins og gulrætur og eithvað og lætur malla þangað til þær eru orðnar aðeins mjúkar, kryddar eftir smekk og setur eins og grænmetis eða fiski kraft út í. Svo er það instant núðlur fyrir utan kryddið sem fylgi pakkanum, setur einn til tvo pakka eftir hversu miklar núðlur þú villt, svo er það bara að nota t.d. Ýsu og rækjur. Fiskurinn er settur út í og látið malla áfram þangað til hann er soðinn, c.a. 10 mín. Þetta er svakalega góð súpa, vona að þú prufir þig bara áfram

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Missý | 31.8.2010 22:37:04 | 0

Snitsel með soðnum kartöflum og sósu

Kjötfarsbollur í brúnni sósu

Kálbögglar (kjötfars) með hvítkáli og soðnum kartöflum, smjöri og lauk

Bjúgu með uppstúf soðnum kartöflum og rauðkáli

Sænskar kjötbollur í spaghettísósu og spaghettí

Gullgrýta
Sjóða makkarónur eftir leiðbein. þær settar í stórt eldfastfat og blanda osti út í þær
Steikja svínagúllas á pönnu krydda vel með köd og grill taka það af pönnunni til hliðar.
1-2 Dós af aspassúpu sett á pönnuna, blanda við 1 niðursoðinni dós af aspas
kjötið sett út í og kryddað með salti og pipar.
Hellt yfir makkarónurnar og blandað vel saman.
Rifinnostur settur í skál og við hann er blandað raspi.
Þessu er svo hell yfir réttinn og setja smjörklípur yfir, sett í ofninn og bakað þar til fallega brúnt og fer
að malla í fatinu.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

sifsiv | 1.9.2010 15:20:58 | 0

Ýsa í raspi, laukur steiktur á pönnu og soðnar kartöflur eru í miklu uppáhaldi á mínu heimili, geri ýmist heimalagaða kokteilsósu eða hollanders

Plokkfiskur, geri plokkfisk set hann svo í eldfastmót og helli yfir bernessósu og svo rifnum osti og set inn í ofn og læt ostinn grillast ...Rosalega gott ;)

Pítur - alltaf fljótlegt

Grjónagrautur - vinsæll hjá mínum krökkum :)

Fiskur í karrýsósu, þá eru soðin grjón sett neðst í eldfastmót fiskinum (ýsu eða þorski) raðað ofaná og karrýsósunni hellt yfir (karrý-rjómi-mæjónes+salt & pipar =allt hrært saman) er tilbúið eftir c.a. 30 mín...gott að setja rifinn ost yfir í restina ;)

Reyni líka alltaf að vera með soðið grænmeti eða ferskt salat með öllum mat ;)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

ingvibs | 1.9.2010 19:30:22 | 0

1) Kjúklingaréttur

ca. 500 g kjúklingabringur eða -lundir Hægt að rífa niður heilan kjúkling, minnka tíma)
200 g rjómaostur
1 stór krukka salsasósa (450 g)
Nachos flögur með osti
rifinn ostur

kjúklingurinn skorinn í bita og brúnaður létt á pönnu.
Rjómaosturinn smurður í botn á eldföstu móti og kjúklingurinn settur ofan á.
Síðan er muldum flögum stráð yfir og svo salsasósunni.
Að lokum er rifnum osti stráð yfir.
Í ofn í ca. 40 mín. við 200°C.

Borið fram með hrísgrjónum, salati og Nachos.

2) Kjúklingur
4-6 Bringur skornar í tvennt og settar í eldfast mót
1 dl bbq sósu blandað saman við 2 msk síróp (reyndar geri ég extra sósunni sem ég ber svo fram með kjúllanum)
Ristuð sesamfræ eftir smekk ég geri um 1 dl. Sett út í sósuna og hellt yfir kjúllann. Sett í ofn og eldað í 35 min.

Borið fram með hrísgrjónum, sósunni og góðu salati)

Fáránlega einfalt en geggjað gott, nota alltaf mikið af sesamfræum og dreifi líka yfir þegar set matinn á borðið

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

kalea | 3.9.2010 14:49:40 | 0

Ora steiktur fiskibúðingutr með osti. Meðlæti kartöflumús og bakaðar baunir / Heinz spagettí.

eða Ora fiskibollur með karrýsósu ( býrð til sjálf) með hrísgrjónum og kartöflum.

Ofnréttur með kjúklingi:
Þessi hentar vel til að nota afganga af kjúklingi

1 dós ananas hringir
350-400 g beinlaus kjúklingur

Sósa 2 og 1/2 msk hveiti
3 dl. kjúklingasoð ( teningur + vatn)
100g létt majónes
1 dl. sýrður rjómi
2 tsk sinnep sætt
pipar
rauð paprika ( ekki nauðsyn)
sítrónusafi en þú vilt

Skerið ananassneiðar í tvennt og raðið í botninn á eldföstu formi og smá ananassafa yfir. Setjið kjúklingin þar yfir.

Setjið kjúklingasoð og hveiti í pott og hleypið upp suðu. hrærið í á meðan. Takið af hitanum og blandið majónesi, sýrðum rjóma og sinnepi út í. Bragðbætið með pipar og sítrónusafa.

Hellið sósunni yfir kjúklinginn og bakið í 250 gr. heitum ofni í tólf mín. eða þar til yfirborðið brúnast. Skerið papriku í strimla og stráið yfir. ( Nota of´t ost yfir þennan rétt líka)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

kalea | 3.9.2010 15:13:48 | 0

Pasta með döðlum og vínberjumÞ

400 gr spagettí
1/2- 1 kjúklingateningur
1/2 - 1/1 grænmetistengingur
2 dl. vatn
rjómasostur lítið box
2 dl. matreiðslu/kaffirjómi
pipar
2 msk, fersk steinselja
2 tsk. óriganó
150 g. beiknon
120 gr. sveppir
4 hvítlauksrif
100 g valhnetur
300 g blá vínber
180 g. nýjar döðlur
matarolía til steikingar

Sjóðið pastað samk. leiðbeiningum á pakka

Sjóðið kjúklinga og grænmetistening í vatninu.
bætið rjómaosti og rjóma útí og hleypið upp suðu
Kryddið með pipar, steinselju og óreganó. Setið sósuna til hliðar.

Skerið beikonið í bita og skerið sveppi og saxið hvítlauksrif.
Skerið valhnetur í tvennt og skerið vínberí tvennt. fjarlægið steina úr döðlum og skerið í fernt.

Steikja beikon á þurri pönnu + smá olía og þá sveppi og hvítlauk saman við.

Hellið sósunni og hnetum saman við beikonblönduna og látið krauma í 5 mín.
setjið vínber og döðlur í sósuna og berið fram.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá