Lambalærissneiðar

froskuur | 30.9.2010 08:23:23 | 1

Hvernig á ég að kridda eða marinera þær ef eg ætla baka í ofni? Og hvaða meðlæti er best að hafa með?

arnahe | 8.10.2010 23:50:27 | 0

Þetta er jólamaturinn minn :P - Þá tek ég sneiðarnar, lem með hamri svo þær verði vel meirar, og lem mjög vandlega meðfram beinunum. þerri svo blóðið að mestu leiti af með pappír.
Set á þær rasp, (egg+ mjólk + pipar og salt og svo vellt upp úr raspi) og steiki á pönnu í smjörlíki/smjöri/matarolíu, smjörlíkið er best að mínu mati. leyfi sneiðunum að verða vel brúnar og set þær svo í ofnpott. Ég er vanalega með heilt læri í pottinum (þetta er það vinsælt) og því hef ég þær á meðalhita (150-180°C) í rúma 2 tíma. :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

arnahe | 8.10.2010 23:52:06 | 0

já, svo í lokin steiki ég lauk á pönnunni og set yfir og set svo smá af vatni á pönnuna til að ná soðinu og set yfir sneiðarnar.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

arnahe | 8.10.2010 23:53:10 | 0

Svo er sallat, brúnaðar kartöflur (ef þú nennir, venjulegar eru fínar líka), Rabbabarasulta og baunir. :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá