Heimagerður ís, bara eggjarauður eða bæði?

gurka123 | 22.12.2010 18:28:00 | 0

Notið þið bæði eggjarauðurnar eða bæði hvítur og rauðurnar þegar þið búið til heimagerðan ís?

Frenchlily | 22.12.2010 23:58:08 | 0

bara eggjarauður :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Prjóna Monsa | 23.12.2010 00:08:19 | 0

bara bæði eða engin egg smá sínishorn hér
http://www.simnet.is/uppskriftir/is-s.htm#

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Föndrari af lífi og sál | 23.12.2010 07:07:33 | 0

Bæði... setti 4 rauður og eitt egg :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Assan | 23.12.2010 11:14:01 | 0

Sælar stelpur!
Ég væri alveg til í einhverja mjög góða uppskrift af ís.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Föndrari af lífi og sál | 23.12.2010 12:13:41 | 0

Hérna er þessi sem ég gerði... reyndar nú bara eiginlega upp úr mér ;) Mér finnst vanilluísinn laaang bestur en auðvitað er hægt að setja eitthvað út í eftir vild. Reyndar gerði ég svo líka sykurlausan vanilluís sem mér fannst bara æði.... mmmm hlakka svo til að fá mér ísinn :)

Jólaísinn 2010

4 eggjarauður
1 egg
2 dl flórsykur
2 tsk vanillusykur
rúmlega ein vanillustöng
0,5 l þeyttur rjómi

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

nabbli | 28.12.2010 14:30:22 | 0

Ég nota bæði eggjarauður og hvítur. Uppskriftin mín er mjög einföld en er alltaf jafn vinsæl, hún kemur hér:

4 eggjarauður
7 msk kúgaðar af sykri
2 tappar vanilludropar - eða eftir smekk
.... þetta er þeytt vel

1/2 ltr. rjómi þeyttur

4 eggjahvítur þeyttar þar til stífar en mega ekki hnökra.

Svo er þessu öllu blandað saman varlega með sleif, sett í mót og fryst.

Verði ykkur að góðu.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá