Gjaldþrot - eigin reynsla

einmitt | 9. nóv. '08, kl: 13:25:14 | 1777 | Svara | Er.is | 0
Gjaldþrot
Niðurstöður
 Hef orðið gjaldþrota, alltaf versti kosturinn 11
 Hef orðið gjaldþrota, skárra en að borga skuldina 4
 Hef orðið gjaldþrota, fann ekki mjög mikið f. því 8
 Gæti orðið gjaldþrota, ætla reyna allt samt 50
 Gæti orðið gjaldþrota, hætt/ur að borga 8
 Þarf ekki að hafa áhyggjur af því í náinni framt. 137
Samtals atkvæði 218
 

Þið sem hafið farið í gjaldþrot hvernig er þessi tími sem þið megið ekkert eiga? Er mjög fávís í þessari umræðu, það gjaldþrota fólk sem ég þekki vil ég hreinlega ekki spyrja nánar út í aðstæður þeirra enda er þetta frekar persónulegt mál.
En fáið þið öll launin ykkar greidd út, fáið þið barnabætur og þesskonar? Hvernig lifið þið af, s.s húsnæði, fæði og klæði? Hef heyrt að það sé jafnvel erfitt að stofa debetkortareikning hjá bönkunum.

Megið þið aldrei aftur fá ykkur kreditkort eða yfirdrátt, eða jafnvel bara húsnæðislán?

Langar að vita þetta þar sem sumir eru að sjá gjaldþrot sem auðveldu leiðina út úr vandamálum sínum, en gera sér kannski ekki grein fyrir hversu heftandi þetta er í raun.

Fólk er ekki á eitt sátt hvenær "afplánunartímanum" lýkur. Er maður frjáls mála eftir 10 ár, eða er þetta hangandi yfir manni til eilífðarnóns. Vil helst heyra frá þeim sem hafa gengið í gegnum þetta.

 

skipti | 9. nóv. '08, kl: 13:28:45 | Svara | Er.is | 0

Það er ekki sjálfgefið að þú losnir eftir 10 ár, það nægir að einn kröfuhafi sé langrækinn og endurnýjar kröfuna á 10 ára fresti þá getur hann haldið þér gjaldþrota til æviloka.

einmitt | 9. nóv. '08, kl: 13:31:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En er ekki töluverður kostnaður í því fyrir kröfuhafa? Hlýtur að vera því annars myndu allir gera það.

MUX | 9. nóv. '08, kl: 13:43:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú það kostar en ef kröfuhafinn á háa kröfu og er virkilega fúll þá setur hann það ekki fyrir sig.
Í fæstum tilfellum er það samt gert.

because I'm worth it

kátur | 9. nóv. '08, kl: 13:48:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það kostar 250.000 að gera einstakling gjaldþrota.

Life is a bitch....get used to it !

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 13:33:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Krafan fer út af vanskilalista eftir 8 ár, ekki 10 ár eins og allir virðast halda. Kröfuhafinn getur haldið þessu inni hjá Intrum en þú dettur ekki aftur inn á vanskilalista.

Gjaldþrot er mjög erfitt, myndi ekki mæla með því, en stundum er bara ekkert annað val. Það er hins vegar ekkert endirinn á lífinu, lífið heldur áfram.

skipti | 9. nóv. '08, kl: 13:48:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á þessum 8 árum er krafan búin að hlaða á sig vöxtum, kröfuhafi hlýtur því að geta endurnýjað kröfuna og farið fram á áframhaldandi gjaþrot sem þýðir áfarmhaldandi vanskilaskrá.

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 13:55:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég tékkaði nú einmitt á þessu þegar ég varð laus minna mála og mér tjáð að þeir gerðu það ekki, of mikill kostnaður og ekkert upp úr því að hafa í langflestum tilfellum.

adaptor | 23. nóv. '19, kl: 18:15:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú ert stick free eftir 2 ár eftir gjaldþrot það er árangurlaust gjaldþrot sem er hægt að elta þig um ókomna tíð

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

adaptor | 23. nóv. '19, kl: 18:16:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

árangurslaust fjárnám átti það að vera

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Dalía 1979 | 24. nóv. '19, kl: 02:52:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

 skuldir hjá ríkinu firnast ekki.eins og skattaskuldir .ríkid heldur fólki fram í raudann daudann allt annad firnist á tveimur árum

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 13:40:00 | Svara | Er.is | 0

Já, þegar þú ert farin út af lista hjá lánstraust getur þú fengið aftur kreditkort og yfirdrátt og lán.

KilgoreTrout | 9. nóv. '08, kl: 13:57:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

.. en ættir líklegast að sleppa því samt..

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 14:01:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Allt aðrar aðstæður í dag en þá, varð gjaldþrota út af veikindum en ekki af því að mér fannst svo gott að spreða peningum,

KilgoreTrout | 9. nóv. '08, kl: 14:02:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jamm.. en sama hver staðan er hjá manni í dag þá ætti maður a sleppa yfirdrætti, lántöku og kreditkortum.. vextir eru bara of háir..

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 14:04:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, svo sannarlega sammála því.

Haffí | 9. nóv. '08, kl: 14:43:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Borgar maður vexti af kreditkortum?

Haffí

Pandóra | 9. nóv. '08, kl: 14:48:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei.

Bara kreditkortaskuld (t.d. veltukort, greiðsludreifing, raðgreiðslur).

Það er ódýrara að nota kreditkort en debetkort, vegna færslugjaldanna af debetkortunum. Þ.e. ef fólk kann að fara með kreditkort og eyðir ekki meiru en það getur borgað.

Haffí | 9. nóv. '08, kl: 14:53:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já soleiðis, sem sagt þegar fólk nær ekki að borga visareikninginn.

Ég er einmitt á fullu í því að nota kreditkortið í allt og græði þá auka innlánsvexti á meðan. Kannski engar stórar upphæðir, en safnast þegar saman kemur.

Haffí

einmitt | 9. nóv. '08, kl: 14:54:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég reyni að setja allar greiðslur á kreditkort því þannig safna ég punktum og þarf ekki að borga færslugjald. Gott að borga líka ferðir með greiðslukorti upp á tryggingar að gera, þ.e ef þú ert ekki með góðar heimilistryggingar. Ef maður væri hins vegar í basli hver mánaðarmót þá væri örugglega betra að fá sér fyrirframgreitt kort.

HEADS | 9. nóv. '08, kl: 13:40:29 | Svara | Er.is | 0

Bankarnir og bílalána fyrirtækin eru verstir með að halda manni gjaldþrota. Og þeir eru alltaf með viðskiptaskrá í krefinu og Þekki þetta því ég þekki nokkra sem hafa orðið gjaldþrota ..

Dóttir fædd í Jan.2000 fædd 14merkur
Sonur fæddur í Mars 2003 Fæddur 14.5merkur
Sonur Fæddur í Jan.2007 fæddur 11,5merkur

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 13:57:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það getur vel verið rétt hjá þér, þekki ekki þann þátt.

Ofurhetjumamma | 9. nóv. '08, kl: 13:42:12 | Svara | Er.is | 0

Hef ekki verið gerð gjaldþrota en það munaði hársbreydd og vorum við með á tímabili 8 árangurslaus fjárnám og 2 bls hvort á vanskilalista.

Við fengum ekki debetkort, ekki kreditkort,enign lán, ekkert.
Við vorum á flakki á milli húsnæða (4heimili á 1ári) og enduðum svo í íbúð hjá féló.
Hver peningur var talinn og allt skammtað vel niður.
Keyptum ekki föt á neinn vorum heppin að eiga góða fjölskyldu sem að gaf þeim föt þegar þurfti og þeir fengu mikið í afmælis og jólagjafir.
og já það eru 8 ár síðan þetta var. og eins og ég segi við eigum góða fjölskyldu og fengum hjálp annars værum við í þessu enn og hefðum eflaust verið gjaldþrota.

Er ekki viss með laun og barnabætur ef um gjaldþrot er að ræða en í okkar stöðu þá fengum við allt.

____________________________________________________________

kátur | 9. nóv. '08, kl: 13:47:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vanskil, gjaldþrot - annað tækifæri?

Á síðustu 10 árum hafa um 5000 einstaklingar verið úrskurðaðir gjaldþrota á Íslandi. Flestir voru úrskurðaðir gjaldþrota árið 1995 eða um 870 einstaklingar og fæstir árið 2001, tæplega 300 einstaklingar. Mikil breyting hefur orðið í íslensku efnhagslífi á þessu tímabili. Fjárhagur fjölskyldna hefur vænkast. Einnig hafa einstaklingar orðið mun meðvitaðri um ábyrgð undirskriftar á skuldabréf og upplýstari um sína eigin skuldastöðu. Vanskil sem enda með árangurslausu fjárnámi eða jafnvel gjaldþroti hefur marga fylgikvilla fyrir einstaklinga s.s. vanlíðan, deilur og jafnvel sambandsslit hjá nánum fjölskyldumeðlimum. Einstaklingar í fjárhagsvanda hafa líka oft liðið fyrir það að vera illa upplýstir um eigin stöðu og vita ekki hvað gerist næst. Margir upplifa skömm og niðurlægingu í mörg ár eftir fjárhagslegt skipsbrot og forðast þess vegna að kynna sér hvaða rétt eða möguleika þeir hafa í sínum eigin fjármálum.

Hvað er fjárnám?
Ef innheimtuaðgerðir bera ekki árangur geta lánveitendur sent kröfur til sýslumanns og beðið um fjárnámsaðgerð. Eftir það fær skuldari afhenta greiðsluáskorun og því til sönnunar undirritar skuldari eða annar viðtakandi á heimilinu svokallað birtingavottorð. Ef ekki hefur komið til greiðslu á skuldinni 15 dögum seinna má fjárnám fara fram. Þegar málið er tekið fyrir mæta skuldari og kröfuhafi til sýslumanns og skuldara er gert að benda á eign (fasteign eða lausafé) sem hann á til veðsetningar fyrir skuldinni. Verði skuldin ekki greidd getur endað með nauðungasölu á eigninni. Ef skuldari mætir ekki getur sýslumaður þvingað hann til að mæta, með lögregluvaldi. Ef skuldari á engar eignir til að benda á getur kröfuhafi óskað eftir úrskurð um gjaldþrot skuldara. Á þessu stigi er skuldari kominn á vanskilaskrá með árangurslaust fjárnám í farteskinu.

Gjaldþrotaskipti
Bæði kröfuhafar og skuldari sjálfur getur farið fram á að bú hans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Héraðsdómari úrskurðar um gjaldþrotaskipti. Hann skipar skiptastjóra þrotabús sem sér um málefni búsins. Hann auglýsir eftir kröfum og skiptir því að lokum milli kröfuhafa eftir sérstökum forgangsreglum. Skiptastjóri hefur heimild til að rifta samningum og ráðstöfunum þrotamanns 6-24 mánuðum aftur í tímann, það fer eftir tegund ráðstöfunar. Eftir skiptarlok getur staða þrotamanna verið misjöfn. Ef fram kemur í auglýstum skiptalokum að allar kröfur í búið hafi verið afturkallaðar eða greiddar, þá eru kröfurnar teknar af vanskilaskrá. Þær kröfur sem ekki fást afturkallaðar eða greiddar við skiptin ber þrotamaður áfram ábyrgð á. Ef engar eignir finnast í búi þrotamanns getur kröfuhafi beðið aftur um gjaldþrotaskipti ef vænkast hagur þrotamanns innan fyrningarfrests. Þrotamaður er ekki laus undan skuldbindingum sínum fyrr en fyrningarfrestur skuldanna er liðinn og telst fyrningarfestur almennt frá þeim degi sem skiptalokin áttu sér stað.

Fyrningarfrestur
Lengd fyrningarfrests fer eftir tegund kröfu. Lög um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda eru nr. 14/1905. Fyrningarfrestur á neðangreindum kröfum er eftirfarandi:

· Krafa skv. dómi fyrnist á 10 árum (t.d. , dæmdar skaðabætur )
· Krafa skv. skuldabréfi fyrnist á 10 árum gagnvart aðalskuldara
· Krafa skv. skuldabréfi fyrnist á 4 árum gagnvart ábyrgðarmönnum.
· Gjaldkræfir vextir og leiguskuldir fyrnast á 4 árum
· Endurgjaldskrafa ábyrgðarmanns á hendur aðalskuldara eða meðábyrgðarmanna fyrnist á 4 árum.
· Opinber gjöld fyrnast á 4 árum.
· Kreditkortaskuld og yfirdráttur fyrnist á 10 árum.
· Krafa út af sölu eða afhendingu á vörum og þjónustu fyrnist á 4 árum.

Fyrningarfrestur telst frá þeim degi sem skuldin fellur í gjalddaga. Hægt er að slíta fyrningafresti með ýmsum hætti og geta bæði skuldari og kröfuhafi gert það. Skuldari getur slitið fyrningu með því að viðurkenna skuld sína við kröfuhafann, t.d. með því að lofa greiðslu og hefst þá nýr frestur frá þeim degi sem viðurkenningin fór fram. Kröfuhafi getur slitið fyrningu með málssókn eða jafngildi hennar áður en fyrningarfrestur er liðinn. Ljúki málsókn með því að kröfuhafi fær kröfuna sína viðurkennda með dómi hefst nýr 10 ára fyrningarfrestur frá uppkvaðningu dóms.

Kröfuvakt
Mörg innheimtufyrirtæki bjóða uppá svokallaða kröfuvakt, en það er þjónusta fyrir innheimtuaðila til að halda kröfum vakandi áður en þær fyrnast. Fyrirtækið fylgist þá með högum skuldarans hvort sem hann flytur til útlanda eða eignast eitthvað sem hægt er að taka fjárnám í. Skuldarinn fær reglulega bréf til að minna á skuldina. Algengur miskilningur er að með kröfuvakt sé hægt að fresta fyrningu skuldar endalaust. Svo er þó ekki, heldur er aðeins um úrræði kröfuhafa að ræða til að fylgjast betur með fjárhagsstöðu skuldara. Eins og fram kemur í kaflanum á undan hefur skuldari rofið fyrningarfrestinn ef hann viðurkennir skuldina með því að ganga til samninga við kröfuhafa. Við það hefst nýr fyrningarfrestur.
Vanskilaskráin
Lánstraust hf. er fyrirtæki sem hýsir vanskilaskrá þá sem bankar, fyrirtæki og stofnanir sækja upplýsingar um viðskiptavini sína. Það sem stendur í vanskilaskrá eru upplýsingar um kröfur á viðkomandi aðila, svo sem dagsetning (sem aðgerðin fór fram), höfuðstóll kröfu, nafn kröfuhafa og embætti sýslumanns eða héraðsdóms ásamt tegund aðgerðar (gjaldþrot, árangurslaust fjárnám, árituð stefna osfrv.). Um leið og fyrningarfrestur kröfunnar er liðinn, á krafan að hverfa af vanskilaskránni.
Allir einstaklingar hafa rétt á að fá að vita hvaða upplýsingar vanskilaskrá hefur að geyma um þá sjálfa. Það er hægt að snúa sér til skrifstofu Lánstrausts hf., Brautarholti 10 Reykjavík og fá útskrift úr skránni gegn framvísun skilríkja að kostnaðarlausu. Einnig er hægt hringja á skrifstofu Lánstraust hf. í síma 5509600 og fá útskriftina senda í pósti á lögheimili viðkomanda.

FE-kerfi
Reiknisstofa bankanna samkeyrir úr gagnagrunni viðskiptavina sinna skrá sem kallast fjárhagsstaða einstaklinga eða FE. Í þessari skrá kemur fram skuldastaða í öllum bönkum, kreditkortafyrirtækum og fjármögnunarleigum, bæði vanskil og skuldbindingar. Einstaklingar geta fengið svona yfirlit um sjálfan sig í næsta banka gegn framvísun skilríkja og kostar það 1.000 kr. Þegar einstaklingar fara í greiðslumat hjá bönkum vegna lánsumsókna þarf oftast einnig að leggja þetta yfirlit fram. Það er hins vegar aldrei keyrt út nema með samþykki viðkomanda.

Skikk á fjármálin
Einstaklingar í greiðsluerfiðleikum geta í mörgum tilfellum komið skikki á fjármálin. Greiðslustöðvun eða nauðasamningar eru leiðir sem ekki verður farið nánar út í hér. En það eru héraðsdómarar sem úrskurða um heimild til þessa og möguleiki er að fá réttaraðstoð hjá Dómsmálaráðuneytinu. Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna veita einstaklingum í greiðsluerfiðleikum ráðgjöf, hún er rekin af Félagsmálaráðuneytinu.
Neytendasamtökin hafa lengi barist fyrir því að lög um greiðsluaðlögun verða samþykkt. Þetta réttarúrræði er vel þekkt á Norðurlöndum og reynslan af því verið góð. Það hefur því miður ekki komist í gegnum þingið enn. Greiðsluerfiðleikar geta rúllað uppá sig á skömmum tíma og oft þarf ekki langur tími að líða þar til allt er komið í óefni. Eitt er víst að kostnaðurinn verður ekki minni því lengri tími sem líður fyrir skuldara að koma skikki á fjármálin sín.

Neytendablaðið júní 2005

Life is a bitch....get used to it !

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 13:58:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég gat fengið debetkort gjaldþrota, reyndar síhringikort. Annað var ekki hægt að fá, enda engin ástæaða til.

Ofurhetjumamma | 9. nóv. '08, kl: 14:03:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já það er víst mismunandi eftir bönkum. fengum debetkort 4 árum eftir versta kaflan.

____________________________________________________________

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 14:05:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það getur vel verið að reglurnar séu harðari núna, 12 ár síðan ég lenti í þessu.

Knúsi | 9. nóv. '08, kl: 14:30:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessar reglur hafa nú eitthvað breyst :) Til hins betra :) Ef banki setur þig í fjárnám og það er gert árangurslaust fjárnám hjá þér þá fer það inn á vanskila skrá og er þar í 4ár. innan 3mánaða frá því það er gert hjá þér árangurslaust fjárnám þá geta þeir gert þig gjaldþrota en ekki eftir þann tíma! Bankarnir fá sínar skuldir greiddar úr varasjóð við þetta. Og gera fólk mjög sjaldan gjaldþrota nema skuldin sé þeim mun hærri, Eftir 4ár ertu svo dottin útaf lista og í mjög fáum tilfellum halda þeir þér þar áfram enda er getur þú sem skuldari þá farið í mál við þá, þú sért búin að fá þína hegningu!!! Þú færð barnabætur og allt sollis áfram, það er ekki dregið af laununum þínum. Bankinn einsog í mínu tilfelli reyndi að taka barnabæturnar uppí skuld en það er ólöglegt og hafði ég samband við tollstjóra, þessar bætur eru fyrir barnið ekki til að greiða skuldir og er það mjög skýrt í lögunum. Sumir bankar vilja láta þig fá debetkort en engann yfirdrátt nema með þeim mun fleiri ábyrgðarmenn. Ég fékk mér bankabók og fyrirframgreitt kreditkort og ég hef það bara nokkuð gott. Það eru til leiðir útúr þessu. Fyrir suma er betra að allt fari inná vanskila skrá og nýta þá þessa 3mánuði áður en það fer í gjaldþrot til að gera nauðasamninga þú getur sloppið betur og samið um að borga einhverja prósentu af skuldinni þinni sem þú ræður við. Held að sú staða ség bara nokkuð góð fyrir ansi marga í dag þar sem vextir og allt er að hækka. Þetta er ekki heimsendir það eru alltaf til leiðir til að komast útúr þessu :)

Ozzy | 9. nóv. '08, kl: 14:47:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þið verðið líka að vita að eftir 4 ár, geta kröfurhafar byrjað upp á nýtt

Knúsi | 9. nóv. '08, kl: 14:49:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já einsog ég segi þeir geta það. En þeir gera það i fæstum tilfellum. Og það eru til lög sem geta hjálpað manni að losna við það.

Ozzy | 9. nóv. '08, kl: 14:53:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er ekki rétt hjá þér

einmitt | 9. nóv. '08, kl: 14:34:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekkert dregið af launum eða bótum?

Knúsi | 9. nóv. '08, kl: 14:38:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það er ekki löglegt en veit að sumir hafa reynt það. Þú verður að passa vel þinn rétt. Lögin snúast ekki bara um þann sem þú skuldar þau eru líka til að vernda þig! En ef þú skuldar skatta þá getur skatturinn látið draga af barnabótunum. Og ef þú skuldar meðlag getur tryggingastofnun látið draga það af laununum, en bankaskuldir og aðrar skuldir þá nei það er ekki hægt. Og ef bankinn reynir að taka barnabæturnar þínar þegar þær koma inná reikninginn þinn farðu þá beint í tollstjórann og láttu hann hafa samband við bankann. :)

Seven of Nine | 9. nóv. '08, kl: 18:45:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju tollstjórann? Væri það ekki frekar skattstjórinn?

www.xoxo.is

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 14:52:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, það má ekki fara í laun og bætur.

Asdis Halla | 9. nóv. '08, kl: 14:37:06 | Svara | Er.is | 0

Tel mig nú ekki þurfa að hafa áhyggur af gjaldþroti eins og staðan er í dag og langt því frá! En ef óðaverðbólga og allt er að fara á mun verri veg en við vitum í raun þá veit ég ekkert hvað er verið að bralla þá veit ég hreinlega ekki hvernig ég á að geta svarað þessu.

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 14:53:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gjalþrot er náttúrulega ekkert grín.

Ozzy | 9. nóv. '08, kl: 14:56:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei sammála
og mikil andleg vanlíðan sem fylgir því
fólk er að missa sjálfsvirðingu og traust við að lenda í gjaldþroti

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 15:01:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég missti ekki neina sjálfsvirðingu við að lenda í gjaldþroti, erfið veikindi gera ekki boð á undan sér, ekki eitthað sem ég kaus.

Ozzy | 9. nóv. '08, kl: 15:02:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er ekki að tala um þig sérstaklega heldur almennt
margir missa sjálfsvirðinguna og finnst þeir vera annarsflokks þegn

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 15:05:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Óttalegt bull er þetta í þér.

Ozzy | 9. nóv. '08, kl: 15:12:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

bull?

hvað meinaru eiginlega?

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 15:16:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara nákvæmlega það sem ég segi.

Ozzy | 9. nóv. '08, kl: 15:17:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

?
sem er hvað?

hvað er bull við það sem ég sagði

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 15:20:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bull, sull, gull

ert | 9. nóv. '08, kl: 15:25:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu í alvörunni að halda því fram að það sé sjaldgæft að gjaldþrot hafi áhrif á sjálfsvirðingu fólks?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Ofurhetjumamma | 9. nóv. '08, kl: 15:59:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veistu þetta er bara ekkert bull sem að Ozzy er að segja.
Að lenda í þessum pakka getur farið rosa illa með sjálstraust,virðnigu og bara almenna andlega og líkamlega heilsu hjá fólki. og ég tala af reynslu og veit um fólk sem að gjörsamlega brotnar niður við að þurfa að ganga í gegnum þetta.

____________________________________________________________

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 16:09:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá er það bara ykkar skoðanir og ykkur er frjálst að hafa þær.

Ofurhetjumamma | 9. nóv. '08, kl: 16:16:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já já þú segir það.
Þó að þér hafi fundist það bara allt í lagi að verða gjaldþrota þá á það ekki við alla.
og því miður þá er þetta ekki skoðun heldur staðreynd.

____________________________________________________________

Hygieia | 9. nóv. '08, kl: 15:07:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig grunar samt að í dag mun fullt fullt af "venjulegu" fólki, sem er skuldsett en hefur hingað til staðið í skilum og verið með sína hluti uppi á borðinu, fara í gjaldþrot eða vera ansi nálægt því.
Kannski mun gjaldþrot ekki era jafn mikið persónulegt skipbrot í dagog það var fyrir 3 árum síðan.

miramis | 9. nóv. '08, kl: 15:25:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætlaði að skrifa þetta sjálf en þú gerðir það fyrir mig.

Ozzy | 9. nóv. '08, kl: 15:27:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


held það líka
við erum að fara inn í aðra tíma

en Gjaldþrot hefur gríðaleg áhrif á andlega líðan
og maður hefur líka lesið um það hér

komið innlegg sem einhver er gjörsamlega niðurbrotin

ert | 9. nóv. '08, kl: 15:27:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heldurðu að fólk muni geta yppt öxlum yfir því að ábyrgðir falla á annað fólk sem jafnvel verður þá líka gjaldþrota og því muni finnast í lagi að vera vanskilaskrá?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Arrtó | 9. nóv. '08, kl: 15:57:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Yfirleitt er það nú nokkur ferill áður en að fólk fer í gjaldþrot, fjárnám og uppboð á eignum ef einhverjar eru, ef lánið er með ábyrgðarmanni er hann að sjálfsögðu rukkaður, það er ekki hægt að losna við slíkar skuldir þrátt fyrir gjaldþrot.
Annars er ég fullviss um að gjaldþrotabeiðnum muni ekki fjölga á næstunni, fólk semur um húsnæðislánin sín ef það ræður ekki við þau og heldur ábyrgðarmannaskuldum í horfinu til að skíturinn falli ekki á aðra, fjöldagjaldþrot mun ekki gera ríkinu a la bönkunum neitt gott og kostar sitt í kerfinu fyrir utan gjaldþrotabeiðnina sjálfa og fjölmargir eintstaklingar í vandræðum.

Hygieia | 9. nóv. '08, kl: 18:05:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, vil alls ekki meina það. ég get ímyndað mér að ákveðnar tilfinningar eða hugsanir séu ríkjandi hjá einstakling sem verður gjaldþrota. Get hæglega ímyndað mér, miðað við það litla sem ég hef lesið og heyrt frá fólki í þannig stöðu, að tilfinningar/hugsanir um að vera undir, vera lúser og annað, verði svolítið ríkjandi í hinni andlegri niðurrifsstarfsemi sem nánast alltaf hlýtur að fara í gang við svona atburði.

Afturá móti eru gjaldþort að verða svolítið hversdagleg, ef svo má að orði komast, á þessum síðustu og verstu. Árferðið er bara þannig og þessvegna grunar mig að fólk meti stöðuna og bregðist við á svolítinn annan hátt.

einmitt | 9. nóv. '08, kl: 19:04:33 | Svara | Er.is | 0

Ég reyndar er ekki á leið í gjaldþrot, allavega ekkert fyrirsjáanlegt nema ástandið versni virkilega mikið.
Fór bara að spá í hvernig fólk fer að því að lifa þessi 10 ár + sem þetta ferli tekur. Missir væntanlega allt, getur varla leigt því fæstir leigja fólki á vanskilaskrá, jafnvel búið að valda því að nánir aðilar lendi í miklum vanda. Líka bara þetta venjulega, s.s. tryggingar, áskriftir, starfsframi, t.d bankafólk og lögfræðingar.

zepanita3gmail.com | 15. nóv. '19, kl: 19:33:35 | Svara | Er.is | 0

Hvar getur maður fræðst um ferli gjaldþrots hjá fyrirtækjum.? Ég keypti dýra vöru i Febr 2019 af fyrirtæki sem varð gjaldþrota í oktober 2019 vegna vangoldinna gjalda (virðsaukaskatt). Vöruna hef ég ekki enn fengið. Hefur fyrirtæki í gjaldþrotaferli leyfi til að taka við pöntunum og greiðslum í nafni fyrirtækisins, þegar þetta ferli er komið í gáng.?

tlaicegutti | 23. nóv. '19, kl: 16:46:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mæla með ns.is

donaldduck | 28. nóv. '19, kl: 09:44:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já, veit dæmi þess að fyrirtæki var í fullum rekstri frá á mínútuna þegar fulltrúi sýslumans kom og skellti í lás. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Skúr eða aðstaða hvutta 8.12.2019
Má borða hvað sem er ? Dehli 2.12.2019 8.12.2019 | 10:33
Fluguveiði Floridagella 7.12.2019 8.12.2019 | 01:20
Þættir sem þið saknið Twitters 7.12.2019
Man einhver eftir þáttunum... Sandra R. 22.11.2019 7.12.2019 | 22:08
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 7.12.2019 | 20:48
Þættirnir Djúpa laugin rokkari 7.12.2019
Ungar Íslenskar konur eru Hetjur ! kaldbakur 7.12.2019 7.12.2019 | 18:47
Örorka umraeda 7.12.2019 7.12.2019 | 18:42
E10 á AEG þvottavél myfairlady 7.12.2019 7.12.2019 | 18:03
Æðahnúta aðgerðir ? hagamus 2.12.2019 6.12.2019 | 21:55
Rammstein - myndbönd spikkblue 6.12.2019 6.12.2019 | 18:53
Hvenær er kona of ung til að eignast barn? Bragðlaukur 3.12.2019 6.12.2019 | 18:22
Barnsmóðir og maki Margret45 17.11.2019 6.12.2019 | 16:54
Flugvöllur - hlustað á Ómar Ragnarsson? Júlí 78 4.12.2019 6.12.2019 | 16:47
Lausn gerð að vandamáli. Dehli 4.12.2019 5.12.2019 | 23:56
Tenerife og Sjenever ? Reynslusögur . kaldbakur 5.12.2019 5.12.2019 | 23:52
Vinnuslys junibumba19 5.12.2019 5.12.2019 | 13:33
Sjónvarp Sessaja 28.11.2019 5.12.2019 | 13:26
Rosalega er hægt að gera einfalda hluti flókna. spikkblue 11.11.2019 5.12.2019 | 13:19
Fluexotin Eitursnjöll 5.12.2019
Sniðugasta "snjall-úr" Sossa17 4.12.2019 5.12.2019 | 09:43
Sjálfboðastörf á aðfangadagskvöld? BlerWitch 3.12.2019 5.12.2019 | 09:09
Subway smákökur fannykristin 5.12.2019
mynd á spil Björg Björnsdóttir 4.12.2019 5.12.2019 | 00:01
Hvaða starf er vel launað án þess að þurfa háskóla menntun Glowglow 4.12.2019 4.12.2019 | 20:22
Skemmtistaðir niðri í bæ með sal siRB02 4.12.2019 4.12.2019 | 19:44
sálfræðingur á Suðurnesjum abba1212 4.12.2019
Júníbumbur 2020 skvisan93 13.10.2019 4.12.2019 | 15:15
Leita að sal/húsnæði fyrir sjálfshjálparsamtökin Smart Recovery SmartRecovery 18.8.2019 4.12.2019 | 12:20
Peningur í mat mánaðarlega dianarosdn 16.11.2019 4.12.2019 | 06:51
Cymbalta lyf. fjola77 2.12.2019 4.12.2019 | 02:48
Góður fjölskylduráðgjafi sjabbalolo 2.12.2019 4.12.2019 | 01:32
Hættuspilið Gengar 30.11.2019 3.12.2019 | 22:53
Jólakarfa qert001 2.12.2019 3.12.2019 | 20:29
Hvanneyri er gott að búa smart10 2.3.2019 3.12.2019 | 13:44
kata Jak og Liverpooltrefillinn Hauksen 29.11.2019 2.12.2019 | 19:47
hráfæði fyrir hunda Coco LaDiva 17.11.2009 2.12.2019 | 16:01
Jóhönnustjórnin afturgengin ? kaldbakur 30.11.2019 2.12.2019 | 10:28
Besta nettengingin Hringdu eða Nova? Iceclimber 28.11.2019 2.12.2019 | 02:58
Íslensk jóladagatöl eythore 2.12.2019
Athyglisvert hvað þeir eru næstum alltaf svo ljótir, ... Bragðlaukur 1.12.2019 1.12.2019 | 16:51
Fyndnar fréttir ny1 29.11.2019 1.12.2019 | 15:00
Endurfjármögnun húsnæðisláns kartman007 29.11.2019 1.12.2019 | 14:48
Besta baugakremið?? elskum dýrin 30.11.2019 1.12.2019 | 14:24
Tannréttingar-öryrki Bumbukella 30.11.2019 1.12.2019 | 12:10
Einkunnir í háskólanámi Draumadisin 30.11.2019 1.12.2019 | 01:41
Áttu þetta líf? amhj123 30.11.2019 1.12.2019 | 00:56
Tannlæknaferðir allinnfold 13.11.2019 30.11.2019 | 12:26
BRT - Bus Rapit Transit - Borgarlína - Feygðarflan ? kaldbakur 28.11.2019 30.11.2019 | 11:10
Síða 1 af 19716 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, Coco LaDiva, vkg, TheMadOne, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, anon, MagnaAron