Að búa til sushi heima :)

Celestial | 15. okt. '09, kl: 14:33:06 | 2496 | Svara | Er.is | 1

Er einhver hér slyngur í heimagerðu sushi sem getur frætt mig um hvaða áhöld þarf til að verknaðurinn heppnist? Einnig hvar hægt er að kaupa réttu græjurnar og hráefnin?

Hugmyndin er sú að gefa manni sem stendur mér nærri körfu með þeim áhöldum og hráefnum sem til þarf í sushigerð, en þar sem ég er algjör novice þá er ég ekki alveg að átta mig á því hvað er nauðsyn og hvað ekki.

 

Brindisi | 15. okt. '09, kl: 14:34:42 | Svara | Er.is | 0

það eina sem þú þarft er hrár kjúklingur :)

Celestial | 15. okt. '09, kl: 14:34:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skál fyrir því!

KilgoreTrout | 15. okt. '09, kl: 14:34:52 | Svara | Er.is | 0

Kaupir græjurnar í Asian á suðurlandsbrautinni..

Talaðu við afgreiðslukonuna þar og hún hjálpar þér að finna allt..

Ef þú vilt vera bilaðslega grand á því þá geturðu stoppað í Kokku líka.. en ég mæli ekki með því veskisins vegna..

Ég þori ekki inn í þá búð í dag..

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Celestial | 15. okt. '09, kl: 14:39:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er s.s. bæði hægt að fá áhöldin og hráefnin í Asian?

Ég er sammála með Kokku. Reyndar finnst mér voðalega gaman að stinga nefinu þar inn af og til þó það sé bara til að skoða og gramsa í hillunum ;)

Celestial | 15. okt. '09, kl: 14:41:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tja heyrðu annars, það er hægt að fá bambusmottu og spaða til sushigerðar í Kokku á 850 kall... er eitthvað varið í þetta? http://kokka.is/kokka/nanar_um_voru/?ew_2_cat_id=13201&ew_3_p_id=22699373

KilgoreTrout | 15. okt. '09, kl: 14:43:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er alveg ágætt...

Vantar þig samt ekki hrígrjónaedikið.. grjónin (sem þurfa að vera spes),.. nori þarann,.. wasabi,.. súrsaðan engifer,.. ?

Svo er möst (segja sumir) að eiga japanskan hráefnahníf,.. eins og þennan..

http://kokka.is/vorur/hnifar/mizuno_hnifar/?ew_3_cat_id=17738&ew_3_p_id=10502473

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Celestial | 15. okt. '09, kl: 14:47:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

But of course my horse, þarf að kaupa þetta allt saman.

En vá... hnífurinn er á tæpar 30 þús.!

KilgoreTrout | 15. okt. '09, kl: 14:50:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æj nó..

En ó só góður til verka.. *dæs*

Annars er aðalmálið að hnífurinn sé temmilega léttur og beittur..

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

snsl | 15. okt. '09, kl: 19:23:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Geturðu mælt með búð sem selur góðan hníf sem eðlileg manneskja gæti fjárfest í?

monica bing | 15. okt. '09, kl: 20:04:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sá ég ekki svona hníf í ikea? mér hefur allavega alltaf dugað vel hnífarnir þaðan og ég elda talsvert mikið

mi80 | 15. okt. '09, kl: 20:09:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þeir eru bara fjandi góðir. Tengdaforeldrar mínir eiga einmitt einhverja hnífa úr Kokku sem kostuðu fótlegg og nýru. Þau gáfust upp á þeim og fóru að nota Ikea djásnin.

Það er líka svo auðvelt að brýna þá.

monica bing | 15. okt. '09, kl: 20:12:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er líka svo sársaukalaust að skipta þeim út ef þarf, ég keypti einhvern slatta fyrir rúmum fimm árum og fannst ekkert tiltökumál að ég þyrfti að skipta þeim út á 1-2 ára fresti en ég á þá enn :)

hef svosem líka lent í alveg herfilegum hnífum frá ikea :/

mi80 | 15. okt. '09, kl: 20:16:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er bara með þessa úr 365 línunni. Bláir og ómerkilegir. En hrikalega fínir.

snsl | 15. okt. '09, kl: 20:47:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er eitthvað svo nísk.
Mér finnst svo fáránlega dýrt að kaupa stakan hníf á 3-4 þúsund, nú eða 10þúsund. Og það í IKEA af öllum stöðum. En ætli maður verði ekki að láta sig hafa það.

http://www.ikea.is/categories/113/categories/142

monica bing | 15. okt. '09, kl: 21:48:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

http://www.ikea.is/categories/113/categories/142/products/649

það var nú bara þetta sett sem ég keypti um árið og á enn, en mig minnir að það hafi verið undir 1000 kr þá :(

hull | 15. okt. '09, kl: 23:05:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er mjög gott að eiga góða hnífa,þegar ég útskrifaðist ´88 þá fékk ég hnífatösku með hnífum og á þá enn og mun eiga þá allt mitt líf!

monica bing | 15. okt. '09, kl: 20:07:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

einhvernveginn svona en mig minnir samt að það hafi verið ljóst skaft en kannski sá ég hann á öðrum stað :Þ

http://www.ikea.com/gb/en/catalog/products/30131071

Alkapík A | 15. okt. '09, kl: 22:01:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hræbillegur hnífur.

Yo mama´s so fat she's on both sides of the family.

micro | 15. okt. '09, kl: 14:43:08 | Svara | Er.is | 0

held að það sé hægt að fá þetta t.d.bara í krónunni :D keypti allavega mottu þar, og þau hráefni sem vantaði þá :D

Örvera | 15. okt. '09, kl: 14:43:21 | Svara | Er.is | 0

Það eru til startpakkar í Krónunni og Hagkaup til dæmis. Ekki kaupa allt í Asian búðinni því það er frekar dýr búð. Þú þarft:

Hrísgrjónapott (fást t.d. í Europris á ekki svo hrikalegu verði)
Bambusmottu (fæst í flestum matvörubúðum og er líka í startpakkanum)
Spaða (er í startpökkunum sem ég vísaði í áður)
Hrísgrjónaedik og Mirin (fæst í matvörubúðum og Asian)
Wasabiduft eða túbur (fæst í matvörubúðum og Asian)
Sushigrjón (matvörubúðir og Asian)
Kikkoman sojasósa (matvörubúðir og Asian)

Svo er hægt að fá rosalega góða sushi hnífa víða og algjört must að eiga svoleiðis fyrir alvöru sushi kokka. Ég fékk minn í búð á Laugaveginum (minnir að hún heiti Artform).

Svo eru til flottar pjattvörur hjá Kokku og þannig stöðum eins og t.d. form sem maður setur hrísgrjónin í og mótar sushibitana í.

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

Celestial | 15. okt. '09, kl: 14:46:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk kærlega fyrir þetta :) Má ég spyrja hvað hnífurinn kostaði?

Örvera | 15. okt. '09, kl: 14:52:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

4980 krónur í búð á Laugaveginum sem ég man ekki hvað heitir. Gjafavörubúð sem selur mikið af ittala vösum.

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

snsl | 15. okt. '09, kl: 19:25:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

JESS!
Það er upphæð sem ég get hugsað um ógrátandi.

KilgoreTrout | 15. okt. '09, kl: 14:46:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú gerir ekki grjónin í hrísgrjónapotti,.. !

Þau verða að skán, neðsti parturinn og gul..

.. og notar EKKKI Kikkoman soya.. !

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

micro | 15. okt. '09, kl: 14:49:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

akkurru ekki kikkoman ?? eina sojað sem mér finnst gott :)

KilgoreTrout | 15. okt. '09, kl: 14:51:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég nota Wadakan...

Kikkoman er meira bara krydd í mat..

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

er ekki | 15. okt. '09, kl: 16:43:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hehe það er borin fram Kikkoman á fínasta og bestasta sushistaðnum í minni borg.

KilgoreTrout
LitlaSkvís | 15. okt. '09, kl: 19:52:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Kikkoman er líka notuð í Japan. Fólk notar bara það sem því finnst best.

--------------------------
Ég vill bara ýtdreka nótabeðnina sem að veit ekki hvað hún á til taks að gera.

KilgoreTrout
LitlaSkvís | 15. okt. '09, kl: 19:56:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hún er örugglega betri. Pointið mitt var bara það að það má alveg nota Kikkoman, af því að þú sagðir að hana skyldi sko EKKI nota ;)

--------------------------
Ég vill bara ýtdreka nótabeðnina sem að veit ekki hvað hún á til taks að gera.

KilgoreTrout
LitlaSkvís | 15. okt. '09, kl: 20:05:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

:)

--------------------------
Ég vill bara ýtdreka nótabeðnina sem að veit ekki hvað hún á til taks að gera.

EvaG | 15. okt. '09, kl: 22:11:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar kaupiru þessa sósu segiru. Ég var að nota einhverja guðdómlega dökka frá pearl river bridge minnir mig en hún fæst ekki lengur á þessu leiðinda skeri.

KilgoreTrout | 15. okt. '09, kl: 22:15:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fékk hana í Asian..

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

EvaG | 15. okt. '09, kl: 22:27:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nýlega? Ég nefnilega fékk hina líka í asian en hef ekki séð hana síðan.

KilgoreTrout | 15. okt. '09, kl: 22:28:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reyndar keypti ég hana í stórum dunk fyrir nokkru síðan..

Djöfuls kreppuandskoti.. !

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Flórens | 15. okt. '09, kl: 17:52:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Kikkoman er talin vera ein besta sojasósan þar sem hún er búin til úr alvöru sojabaunum.

Örvera | 15. okt. '09, kl: 14:53:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég vann á japönskum veitingastað erlendis og þar voru notaðir hrísgrjónapottar. Það kemur ekki gul viðbrennd skán ef maður gerir þetta rétt. Við notuðum kikkoman sem og aðrar tegundir af soja, svo lengi sem hún er japönsk og Kikkoman er japönsk týpa.

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

KilgoreTrout
Örvera | 15. okt. '09, kl: 15:01:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

dekkri og mun dýrari.....!

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

KilgoreTrout | 15. okt. '09, kl: 15:04:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Muuuun betri.. !

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

er ekki | 15. okt. '09, kl: 16:44:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Mínir japönsku vinir nota reyndar alltaf hrísgrjónapott.

þegar hann | 15. okt. '09, kl: 17:21:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

það eiga allir hrísgrjónapott í japan, það er jafn sjálfsagt og fyrir okkur að vera með hellu.

KilgoreTrout
sem fyrst | 15. okt. '09, kl: 19:19:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Afhverju er verið að mínusa þig?

er ekki | 15. okt. '09, kl: 19:31:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hahaha, Kikkomanaðdáendur?

bogi | 15. okt. '09, kl: 17:50:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þekki fólk sem gerir oft sushi og notar alltaf hrísgrjónapott. Þannig verða hrísgrjónin fullkomlega rétt soðin og þá kemur ekki vont bragð af sushinu.

þegar hann | 15. okt. '09, kl: 14:46:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

getur sleppt hrísgrjónapotti og spaða ef maður er flinkur sjóðari sjálfur. myndi bæta við nori - þangblöðunum í rúllurnar.

Örvera | 15. okt. '09, kl: 14:58:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það þarf alltaf spaða til að blanda kryddleginum/marineringunni við grjónin. Það er hægt að sjóða sjálfur en mín reynsla er sú að grjónin verða best í hrísgrjónapotti, alltaf rétt soðin og maður þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af suðunni og getur verið á fullu við eitthvað annað. Sparar mikinn tíma í eldhúsinni því sushi-gerð er mjög tímafrek.

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

mi80 | 15. okt. '09, kl: 15:01:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekkert mál að gera annað meðan maður sýður í venjulegum potti. Bara ef maður er meðvitaður um tímana.

þegar hann | 15. okt. '09, kl: 16:10:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

eins og ég sagði þá fer þetta eftir færni hvers og eins við hrísgrjónasuðu. og ég get ekki séð að maður þurfi sérstakan spaða til að blanda jukkinu útí. nema maður vilji bruðla. það er ekki eins og þetta séu spaðar með einhverjum sérstökum dreifara á. ég hef mjög oft búið til sushi, ég veit alveg hvað ég er að tala um.

Mozzer | 15. okt. '09, kl: 19:52:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er greinilega glötuð í sushi gerð. Mér dugir ein silikon motta, venjulegur pottur og hnífur

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°
When we know better, we do better

inanna | 15. okt. '09, kl: 15:14:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bestu sushihrísgrjón sem ég hef gert verða svona til:

Skola hrísgrjón í vatni þar til vatnið er orðið glært (þarf að hella af og bæta á vatni þar til það er ekki lengur gruggugt)
Öllu vatni hellt af og hrísgrjónin látin þorna í skál í svona klukkutíma - þau sjúga í sig bleytuna sem varð eftir á meðan og belgjast út

Hrísgjónin síðan soðin í örbylgjuofni

1. bolli hrísgrjón á móti 2. bollum af vatni
Sett í skál - plast yfir - nokkur göt á plastið
5 mínútur á mesta hita - 22 mínútur á hálfum hita (virkar þannig í mínum en gæti verið breytilegt eftir ofnum)
Látin kólna
Sushiedik - soðið upp úr sykri og salti - blandað saman við hrísgrjón
Tilbúið til vinnslu

_________________________________________________
"Evil things have plans. They have things to do."

hafi | 15. okt. '09, kl: 16:02:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Akkúrat. Ef sá sem á að fá pakkann á örbylgjuofn þá virkar hann jafnvel og hrísgrjónapottur. En aldrei hefur mér tekist að fá sushigrjón góð á hellu. Enda eru hrísgrjónapottarnir stilltir til að búa til grjón sem henta í sushi og aðra japanska rétti. Ég keypti minn síðasta í Europris á tvöþúsund og eitthvað.

micro | 15. okt. '09, kl: 19:24:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig hósthóst virka svona hrísgrjónapottar og afhverju er meira vesen að sjóða sushi hrísgrjón en venjuleg hrísgrjón ??

hafi | 15. okt. '09, kl: 22:54:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú þarft að ná þeim svo nákvæmum. Þannig að sterkjan sé byrjuð að leka en ekki of mikið. Hrísgrjónapottar ganga út frá ákveðnu magni af grjónum með ákveðnu magni af vatni. Notirðu rétt hlutföll ákvarðar vogin í pottinum tímann upp á hár útfrá þyngd vatns og grjóna. Þar sem potturinn sýður alltaf eins er þetta mun auðveldara en á hellu.

EvaG | 15. okt. '09, kl: 18:23:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vantar alveg inn í þetta hjá þér góða tré skál, fæst ótrúlega fín þannig í the pier.

Annars finnst mér nú hrísgrjónapotturinn, spaðinn og mirin ekkert spes nauðsynlegt.

Vel hægt að byrja bara með venjulegan pott og trésleif.

Máni | 15. okt. '09, kl: 18:24:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

artform er á skólavörðustígnum en selur samt mikið af ittalavösum.

þegar hann | 15. okt. '09, kl: 18:52:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ítalskir vasar eru bráðnauðsynlegir í sushi-gerð!

bogi | 15. okt. '09, kl: 19:07:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ittala vasar eru ekki ítalskir, þeir eru finnsk hönnun:)

Oga | 15. okt. '09, kl: 17:52:26 | Svara | Er.is | 0

http://www.youtube.com/watch?v=dPMaid87Es0

Oga | 15. okt. '09, kl: 17:54:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

svo er gott að gera sushi salat, öllu blandað í skál og ekkert maus.

er ekki | 15. okt. '09, kl: 19:34:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst mausið eiginlega það skemmtilega við að gera sushi heima. Sitja með gestunum inni í stofu, súpa á hvítvíni og spjalla yfir sushigerð.

KilgoreTrout | 15. okt. '09, kl: 19:43:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á líka rúllumeiker frá Japan.. sem maður line-ar með nori þara.. makar svo grjónum,.. raðar svo hráefni og smellir saman.. og klemmir.. og þá fær maður niðursneidda rúllu..

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

snsl | 15. okt. '09, kl: 19:55:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er svoleiðis selt á klakanum og/eða áttu link?

KilgoreTrout | 15. okt. '09, kl: 19:59:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hef ekki séð það.. en grunar þá helst Kokku,.. sem ég þori ekki inn í..

Vinafólk mitt gæti sent mér aðra.. ég get tékkað á því..

..eða hvort þetta fæst í kanaríki.. maðurinn er að fara þangað í næsta mánuði..

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

snsl | 15. okt. '09, kl: 20:17:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þín bíða alveg rosalega löng skilaboð frá örvæntingarfullri stúlku.

KilgoreTrout | 15. okt. '09, kl: 20:47:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég svaraði eftir bestu getu,.. og sendi eftir upplýsingum til að svara þér betur seinna, skvís.. ;)

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

vetrar | 15. okt. '09, kl: 19:56:58 | Svara | Er.is | 0

Hef búið til sushi heima í mörrrrgggg ár, það sem er algjörlega must að eiga er góð motta (skipti mína út reglulega) og svo MJÖG BEITTAN hníf.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Er fólk fífl? The Queen 25.5.2016 26.5.2016 | 04:21
hvaða þætti eru þið að horfa á þessa dagana? Twitters 25.5.2016 26.5.2016 | 03:43
Microfiber/ferða handklæði korny 25.5.2016 26.5.2016 | 00:52
útskriftarveisla :) Benan 24.5.2016 26.5.2016 | 00:46
Hvernig losna ég við ? theisi 24.5.2016 26.5.2016 | 00:06
Landakort gjafapappír Abbagirl 25.5.2016 25.5.2016 | 23:44
hvernig er NISSAN MICRA oregon 25.5.2016 25.5.2016 | 23:42
Hugmyndir að sængurgjöf fyrir móðurina Zaran1 23.5.2016 25.5.2016 | 23:36
gleymdi pinni á orku lyklinum Séamas Khamisi 24.5.2016 25.5.2016 | 23:34
Hvar út á landi er gott að búa Voldemore 23.5.2016 25.5.2016 | 22:46
Áfengistollur í Noregi SantanaSmythe 25.5.2016 25.5.2016 | 22:20
Framhjálhald en samt ekki?? dionne 20.5.2016 25.5.2016 | 22:18
Íþróttastelpa sem fer ekki á blæðingar ;( heart321 25.5.2016 25.5.2016 | 22:03
eftir ófrj,aðgerð ellabjörk12 25.5.2016 25.5.2016 | 22:02
Amino Kamilla2404 25.5.2016 25.5.2016 | 21:35
Á einhver svona hjól? saltasalt 22.5.2016 25.5.2016 | 21:26
3ja gíra hjól saltasalt 21.5.2016 25.5.2016 | 21:22
Systir mín er að fara í próf og vantar hjálp. STÆRFRÆÐI Rauðsgil 25.5.2016 25.5.2016 | 21:19
Enska orðið fyrir bremsudælur ? dong 22.5.2016 25.5.2016 | 21:14
Forboðin ást Vandræðagemlingur 25.5.2016 25.5.2016 | 21:03
Gætir þú hugsað þér að búa við hliðina á geðsjúklingi? stjarnaogmani 22.5.2016 25.5.2016 | 20:57
Of falleg til að vinna SantanaSmythe 25.5.2016 25.5.2016 | 19:25
Þá er voðinn vís burrarinn 24.5.2016 25.5.2016 | 19:22
Föstudagur, gult, kassabíll, mynd musamamma 25.5.2016 25.5.2016 | 18:47
Vantar Gítarkennslu Birnadogg97 25.5.2016 25.5.2016 | 18:28
Bókin um framtíð íslands. Dehli 22.5.2016 25.5.2016 | 16:49
A little help please... Bragðlaukur 23.5.2016 25.5.2016 | 16:28
Sameiginlegt forræði kona80 19.5.2016 25.5.2016 | 15:40
Auglýst verð annað en raunverð l i t l a l j ó s 23.5.2016 25.5.2016 | 15:34
Plastparket....smá hjálp SogH 24.5.2016 25.5.2016 | 14:38
Hvort nafnið er fallegra? Ússímússí 20.5.2016 25.5.2016 | 14:25
Fossakot og Korpukot Leikskólar..... Babygirl 17.9.2015 25.5.2016 | 14:22
Svört hliðartaska krullukjúkklingurogsósa 25.5.2016 25.5.2016 | 14:21
Hvað er besta þvottavélin? REBEL 23.10.2011 25.5.2016 | 14:18
Þið sem hafið orðið fyrir kynferðisofbeldi PrincessConsuellaBananahammock 28.12.2014 25.5.2016 | 13:49
Skráningargjald Hí - óháð einingum superbest 23.5.2016 25.5.2016 | 13:41
Þú þekkir transa/trönsu Tryggvi6 25.5.2016 25.5.2016 | 12:31
Góður arkitekt??? candle 25.5.2016
Besti sumarbústaðatíminn Catalyst 24.5.2016 25.5.2016 | 09:59
Saga litils straks haddys 24.5.2016 25.5.2016 | 09:18
Þàttur um hælisleitendur ormarnir 19.5.2016 25.5.2016 | 08:58
Félagslegt húsnæði + Sérstakar húsaleigubætur Kizz92 24.5.2016 25.5.2016 | 00:53
Spænskuskóli!! Einhver? star123 22.5.2016 25.5.2016 | 00:02
stjörnurgjöf tlaicegutti 24.5.2016
Ýmis góð ráð wely 18.7.2007 24.5.2016 | 23:23
Leggings bassi90 23.5.2016 24.5.2016 | 23:16
Að stela af þjófum Klingon 21.5.2016 24.5.2016 | 22:58
Iðnaðarhurð auglysingasida 23.5.2016 24.5.2016 | 22:50
fjörugt laugardagskvöld TheMadOne 22.5.2016 24.5.2016 | 21:53
Milliblæðingar? tannsis 20.5.2016 24.5.2016 | 21:52
Síða 1 af 17292 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, krulla27, superman2, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8