Rúmlega 100 súpuuppskriftir

Taelro | 11. mar. '10, kl: 08:06:33 | 10152 | Svara | Uppskriftir | 6

MULLIGATAWNY

klassisk karrysúpa f. 4 pers. ( Upplagt að búa til ef maður á
afganga af kjúklingakjöti og þar fyrir utan er þessi súpa alveg sérlega
góð!)

1-2 msk smjör eða matarolía
1 saxaður laukur
2 hvítlauksrif, söxuð
1-2 msk milt karry
1 matarepli, skrælt og rifið
1 l hænsnasoð
2 dl kókosmjólk
2 stilkar sellerí
1 púrra
1 gulrót
Soðið kjúklingakjöt í strimlum
etv. sítrónusafi
salt og pipar

Laukur og hvítlaukur mýktur í smjörinu/olíunni. Karrýið sett í og
'brennt', Eplið og hænsnasoðið sett í og suðan látin koma upp. Allt
grænmetið skorið smátt og sett í súpuna, látið malla nokkrar mínútur.
Kókosmjólkin og kjúklingurinn sett í. Hitað. Etv. smávegis sítrónusafi til
að 'lyfta bragðinu', salt, pipar og karry eftir smekk!


Þýsk sveitasúpa

500 gr. hakk
1 lítri vatn
3 stórar gulrætur sneiddar
1 laukur - saxaður
3 teningar kjötkraftur
3 litlar dósir Hunts tómatpúrra (2 garlic og basil, ein hrein)
1 peli matreiðslurjómi

Brúnið hakkið og kryddið að vild. Allt, nema rjóminn, látið malla saman, líklega í ca. klukkutíma. Rjómanum bætt út í síðast. Líka gott að bæta pastaskrúfum út í súpuna. Hægt að útbúa hana daginn áður en á að borða hana, en setjið þá rjómann út í þegar hún er hituð upp. Borið fram með snittubrauði.


Grænmetissúpa

1/4 haus blómkál
4-6 stk gulrætur
1/4 haus spergilká
2 laukar
1 sæt kartafla
1 græn paprika
4 kartöflur
1-2 lítrar vatn
1 dós sataysósa stór
kjúklingakraftur
salt og pipar

Skerið grænmetið i litla bita og steikið. Hellið vatninu yfir og sjóðið i 30-35 mín. hellið sataysósunni yfir, setjið smá kraft og maukið með töfrasprota. Má setja meira vatn eða minna, eftir smekk. Svo bara helling af brauði, besta súpa í heimi


Gúllassúpa

700 gr nautagúllas
2 laukar
3 hvítlauksrif
3 msk olía til steikingar
1 1/2 msk paprikuduft
1 1/2 l vatn
2 msk kjötkraftur (eða 2 teningar )
1 tsk kúmenfræ
1-2 tsk majoram
700 gr kartöflur (8 meðalstórar)
2-3 gulrætur
2 paprikur
4-5 tómatar eða 1 dós niðursoðnir (400 gr).


Saxið lauka og pressið hvítlauksrif. Steikið kjötið í olíunni í potti ásamt lauk og hvítlauk. Stráið paprikuduftinu yfir kjötið og bætið vatni út í pottinn ásamt kjötkrafti,kúmeni og majoram. Látið sjóða við vægan hita í 40 mín.

Flysjið kartöflurnar.Skerið kartöflur,gulrætur,papriku og tómata í litla bita. Bætið kartöflum,gulrótum og paprikum út í pottinn og látið sjóða við vægan hita í 30 mín.

Kryddið meira ef með þarf.Rauðrófu- fiskisúpa

250 gr rifin rauðrófa
1 væn gulrót
1 laukur smátt saxaður
15 gr smjör
8 dl soð af grænmetistening eða annað grænmetissoð
300 gr rauðsprettu- eða smálúðuflök í litlum strimlum
2 msk sítrónusafi1 dl smátt söxuð steinselja
1 tsk hrásykur
pipar - salt
1 dl sýrður rjómi (18%)

Smjörið hitað í potti og grænmetið mýkt í því. Hrært vel í því á meðan. Soðinu hellt út í og hitað að suðu. Soðið í 20 mín. Maukuð með töfrasprota. Smökkuð til með hrásykri, pipar, sítrónusafa og smávegis af salti. Og suðan látin koma upp aftur.
Diskarnir sem bera á súpuna fram í, hitaðir. Fiskurinn látin á þá og snarpheitri súpunni hellt yfir.

Matskeið af sýrðum rjóma sett ofan á, ásamt saxaðri steinselju.

Meðlæti
Gott brauð, smjör og pestó.


Minestronesúpa

2 msk. olía
1 laukur
2 hvítlauksgeirar
3 gulrætur
3 sellerístönglar
2 paprikur
500 gr. tómatar
1 msk. timjan,
250 gr. blómkál
250 gr. spergilkál
100 gr. pastaslaufur
1 – 2 msk. grænmetiskraftur
pipar og salt
1 ltr. Vatn

Saxið grænmetið nokkuð smátt. Hitið olíu í potti, laukur og hvítlaukur mýktur í henni síðan er öllu grænmeti nema blómkáli og spergilkáli, bætt út í og látið malla í nokkrar mínútur. Vatni og grænmetiskrafti bætt saman við, sjóðið í ca. 20 mín. Blómkáli, spergil og pastaslaufum bætt í pottinn, sjóðið áfram í u.þ.b. 10 mínútur eða þar til pastað er soðið. Kryddið að smekk með salti og pipar. Gott að rífa Parmaost yfir súpuna.


Einföld fiskisúpa af café sigrún

1/2 laukur, saxaður gróft
175 gr sæt kartafla, afhýdd og söxuð gróft
175 hvítur fiskur (ýsa, þorskur, steinbítur), bein- og roðhreinsaður
50 gr gulrót, söxuð
1 tsk oregano
1/2 tsk kanill
1 lítri vatn og 2-3 grænmetisteningar. Ef þið finnið lífrænt framleiddan fiskikraft, kaupið hann þá, annars má nota grænmetiskraft og fiskisósu
3 msk fiskisósa (nam plah). Fæst í austurlensku hillunum í flestum stórmörkuðum
75 ml léttmjólk (eða magur rjómi, spari)

Aðferð:
Setjið lauk, sæta kartöflu, fisk, gulrót , oregano, kanil og 800 ml af vatni (ásamt teningum og fiskisósu) út í stóran pott. Ef þið eruð með fiskiafganga (ekki ósoðinn fisk) þá skuluð þið ekki setja fiskinn út í strax.
Látið sjóða þangað til kartöflurnar eru orðnar mjúkar.
Kælið aðeins.
Notið töfrasprota eða matvinnsluvél og maukið allt vel (ef þið eruð með matvinnsluvél, maukið þá í litlum skömmtum). Ef þið eruð með fiskiafganga þá má setja þá út í hér og mauka áfram.
Setjið súpuna aftur í pottinn, bætið mjólkinni við og hitið upp að suðumarki.
Berið fram með heitu, nýbökuðu brauði til að ná hinni fullkomnu hamingju.


Graskerssúpa

1 laukur, smátt saxaður
1 hvítlauksgeiri
600 gr graskerskjöt í teningum
1 msk smjör eða olía
4 dl kjúklingasoð
1 tsk Maldon salt
pipar
smávegis rifin múskatrót
1 msk ferkst tímjan smátt saxað
2 dl léttmjólk

Leiðbeiningar
Feitin hituð í potti og grasker, laukur, hvítlaukur mýkt í henni smá stund.Soði, salti, pipar og múskatrót bætt í og látið sjóða í 20- 30 mín. Eða þangað til graskerið er mjúkt í gegn. Mjólkin sett saman við og hrært vel saman með þeytara eða töfrasprota. Suðan látin koma upp aftur. Smátt söxuðu tímjan stráð yfir ef vill.

Meðlæti : Gott brauð


Flauelsmjúk humar- og aspassúpa

150 g humarhalar
1–2 stk. laukar
200 g nýr grænn aspas
1 stk. lítil gulrót
1/4 stk. blaðlaukur
2–3 msk. ólífuolía eða smjör
2 greinar timjan
2 stk. lárviðarlauf
1 lítri fiski- eða kjúklingasoð
smjörbolla (60 g hveiti og 100 g smjör)
1 dl rjómi
salt og nýmalaður hvítur pipar
1 dl hvítvín
sjerrí
graslaukur

Aðferð
Skelflettið humarhalana. Setjið fiskinn til hliðar, en notið skeljarnar í súpugerðina. Afhýðið lauka og flysjið aspas, næstum upp að toppi. Skerið um 2–4 cm neðan af hverjum stöngli, eftir því hversu langt trénaður endinn er. Geymið allan afskuð. Skerið gulrót, blaðlauk og lauk í grófa bita og létt steikið upp úr smjöri eða ólífuolíu, í potti, ásamt humarskelinni og afskurði af aspas, timjan og lárviðarlaufum.
Hellið grænmetissoðinu yfir og sjóðið við vægan hita í um 1 klst. Sigtið soðið tvisvar, fyrst í gegnum gróft sigti og síðan fínt. Pressið vel á allt grænmetið til að ná sem mestum krafti úr því. Setjið sigtað soð í annan pott og þykkið með smjörbollunni. Hellið rjóma út í og bragðbætið með salti og hvítum pipar úr kvörn. Ef humarinn er stór, skerið hann þá í tvennt eða þrennt. Skerið aspas í 2 cm langa bita, skerið aðeins á ská til að fá fallegra útlit. Látið smjörklípu í pott og létt steikið humar og aspas. Hellið hvítvíninu yfir og hitið að suðumarki.
Veiðið aspas og humar upp úr pottinum og leggið til hliðar. Hellið hvítvínssoðinu saman við súpuna. Bætið aspas og humri út í sjóðandi súpuna rétt áður en hún er borin fram og bætið einföldum sjerrí út í um leið. Gott er að klippa smá graslauk yfir.


Aspassúpa Sigurrósar

25 gr. smjör
2 1/2 msk hveiti
1,5 lítri kjötsoð (vatn + 1-2 súputeningur)
1/4 dós aspas
2 eggjarauður
ca 1/2 tsk salt
1-2 msk sherry

1. Smjörið brætt.
2. Hveitinu hrært út í og þynnt með heitu soðinu.
3. Aspassoðinu er blandað saman við.
4. Aspasinn er hafðu í 2-3 cm löngum bitum sem látnir eru út í
súpuna eftir að hún hefur soðið í 3-5 mín. og er orðin kekkjalaus. (Ef ekki þá má hella henni gegnum sigti og síðan aftur í pottinn).
5. Eggjarauðurnar hrærðar vel í skál með saltinu.
6. Lítið í einu af súpunni er hrært saman við eggjarauðurnar.
7. Þegar u.þ.b. helmingur súpunnar hefur verið hrærður þannig saman við má setja úr skálinni út í pottinn en gæta þess að það sjóði alls ekki eftir það út af eggjarauðunum.
8. Sherryið sett út í.
9. Smakka sig áfram til að vita hvort þarf annan súputening eða meira af salti eða sherryi.


Sveppasúpa Winston

2 stk Laukar, saxaðir
250 g Sveppir, saxaðir
50 g Smjör
2 msk Hveiti
1 l Kjúklingasoð (vatn + ten.)
1 dl Rjómi
1/4 tsk Múskat
Salt og pipar

Steikið grænmetið í smjörinu á lágum hita í 10-15 mín.
Stráið hveitinu yfir og hrærið vel í.
Bætið kjötseyðinu við og sjóðið súpuna á lágum hita í uþb. 20 mín.
Bætið að lokum rjóma og múskati út í. Bragðið súpuna til með salti og pipar.
Berið fram með góðu brauði.Rjómalöguð sveppasúpa Jóa Fel.

60gr smjör
400gr sveppir
60gr hveiti
6 dl kjúklingasoð
1 dl mjólk
3 dl rjómi
1 msk steinselja
1 msk sítrónusafi
Salt og pipar
Steinselja í skraut

Sveppirnir eru steiktir uppúr smjöri og hveitinu er blandað saman við, þá er soðinu blandað saman við og hrært þar til kekkjalaust. Þá er mjólk og rjómi blandað saman við ásamt sítrónusafa og kryddi, látið krauma í c.a 5-6 mín við mjög vægan hita. Þegar súpan er kominn í skál er dass af þeyttum rjómatopp sett í súpuna ásamt steinselju skrauti yfir. Borið stax fram með brauði.
Ath: gott er að setja dass af koníaki eða sherry í sveppasúpu, en má auðvitað sleppa.


Blómkálssúpa fyrir 12 - að hætti Nönnu R.

1,5-2 kg blómkál
2-3 sellerístönglar
1 laukur
2 lítrar vatn
1 lárviðarlauf
safi úr ½ sítrónu
75 g smjör
75 g hveiti
1-2 msk kjúklinga- eða grænmetiskraftur
salt
hvítur pipar
e.t.v. svolítið múskat (ekki nauðsynlegt)
½ l rjómi eða matreiðslurjómi
Skiptu blómkálinu í kvisti (taktu nokkra fallega litla kvisti frá og geymdu) og skerðu stönglana í litla bita. Saxaðu selleríið og laukinn smátt. Settu allt í pott ásamt vatni, lárviðarlaufi og sítrónusafa og sjóddu þar til grænmetið er meyrt. Taktu það þá upp úr eða síaðu það frá, maukaðu það í matvinnsluvél og settu það svo aftur út í soðið (pressaðu það í gegnum sigti ef þú vilt fá súpuna alveg slétta). Bræddu smjörið í öðrum potti, hrærðu hveitinu saman við og láttu krauma í 1 mínútu. Hrærðu svo soðinu saman við smátt og smátt.
Bragðbættu súpuna með kjúklinga- eða grænmetiskrafti eftir smekk, pipar og salti (og e.t.v. múskati), hitaðu að suðu, settu fráteknu blómkálskvistina út í og láttu malla í 5-6 mínútur. Hrærðu þá rjómanum saman við og hitaðu hann en láttu súpuna ekki sjóða. Smakkaðu súpuna til með pipar og salti.Himnesk humarsúpa

Humarsúpa fyrir 12 manns úr smiðju Úlfars Eysteinssonar matreiðslumeistara á ,,Þrír Frakkar hjá Úlfari'':

2 laukar, saxaðir
100 grömm sveppir, sneiddir
2.5 lítrar vatn
2 msk. fiskikraftur (bullion)
1 tsk. paprikuduft
250 grömm HumarBragð frá NorðurÍs
2 hvítlauksrif, söxuð
200 grömm smjörbolla
60 ml hvítvín
200 ml rjómi
1.0 dl koníak

Aðferð: Laukur og sveppir snöggsteikt og síðan er öllu nema smjörbollu,
hvítvíni, rjóma og koníaki blandað saman við og soðið í 20 mínútur.
Síað og þykkt með smjörbollunni. Rjóma bætt í og hitað. Hvítvíni bætt í og síðast koníaki.


Humarsúpa með guacamole brauði (stór uppskrift)

Hráefni
Guacamole brauð
1 stk avókadó, vel þroskað
1 msk fersk kóríanderblöð
1 msk limesafi
1 stk saxaður hvítlauksgeiri
1 stk shallottulaukur, fínt saxaður
1 stk tómatur, afhýddur
½ stk brie ostur
½ stk grænn chili (má sleppa)
baguette brauð
mulinn, hvítur pipar

Súpa
3¾ kg humarhalar í skel, pillaðir
1½ l smjörbolla (100 g smjör og 100 g hveiti f. 4)
2½ dl rjómi
2½ dl rjómi, léttþeyttur
30 g tómatpúrré
2 stk gulrætur
1 stk blaðlaukur

1 stk fennel
1 stk hvítlaukur
1 stk laukur
cayenna pipar
karrí
klípa af kjötkrafti
koníak (brandý) eftir smekk

Súpa - Brúnið skeljarnar í pottti með smá ólífuolíu og bætið tómatpurré út í. Skerið grænmetið gróft og brúnið örlítið með skeljunum; hellið vatni yfir. Sjóðið í tvo klukkutíma. Sigtið síðan skeljar og grænmeti frá soðinu. Þykkið humarsoðið með smjörbollunni og sjóðið í 30 mínútur. Bætið rjómanum út í og síðan karrý og cayenna pipar. Bætið kjötkrafti út í eftir smekk. Pönnusteikið humarhalana með smá smjöri og hvítlauk. Bætið þeytta rjómanum, humarhölunum og koníaki út í súpuna, rétt áður en hún er borin fram.

Guacamole brauð - Takið steininn úr avókadóinu og skafið aldinkjötið úr hýðinu. Maukið ásamt öllu hinu; setjið tómatinn út í síðast ásamt kóríanderinu og lauknum. Smyrjið maukinu á baguette brauð og setjið brieost yfir; gljáið í ofni þar til osturinn er bráðinn.Tælensk kjúklingasúpa I

2 kjúklingabringur skornar í strimla
10 sveppir, saxaðir
3 gulrætur, saxaðar
Þetta er steikt uppúr 2 tsk olíu, saltað og piprað.
5 dl vatn
2 msk kjúklingakraftur, þetta tvennt hitað að suðu og kjúklingnum og grænmetinu bætt út í og leyft að sjóða í 5 mín. Því næst er eftirfarandi bætt út í...
1 tsk engifer
1 rautt chillí, saxað
2 msk fiskisósa (Nam Pla)
1 dós léttkókosmjólk
safinn af 1 lime
1-2 tsk kóríander (eða ferskt kóríander að vild).
Leyft að sjóða aftur í 5-6 mín.


Tælensk kjúklingasúpa II

1 msk grænt currypaste (tælenskt)
2 miðlungsstórir gulir laukar, þunnt sneiddir
2 hvítlauksrif, pressuð
1 þurrkað limeblað (eða börkurinn af 1 lime)
1 líter vatn með kjúklingakrafti í
150 g kjúklingakjöt sem búið er að skera í strimla og steikja á pönnu
hnefafylli af rísnúðlum (ath að sumar tegundir þurfa að fá að liggja í bleyti í nokkrar mínútur áður en settar út í til suðu)
1 dl létt kókosmjólk
1 hnefafylli af ferskum kóriander
salt og pipar

Þykkbotna pottur er hitaður á hellu og currypeistið léttsteikt (30 sek), setja útí lauk, hvítlauk, limeblað og smávegis af kjúklingakraftinum. Leyft að sjóða í 5 mín eða þartil laukurinn er orðin mjúkur.
Leggið í kjúklingin, hellið við afganginum af kraftinum og leyfið suðunni að koma upp. Setjið svo núðlurnar út í og leyfið að sjóða í nokkrar mínútur (cirka þann tíma sem núðlurnar þurfa til að fullsjóðast). Takið pottinn af hellunni veiðið uppúr þurrkuðu limeblöðin (ef þau voru notuð) og bætið við kókosmjólkinni, kóríander og saltið og piprið að smekk.


Sjávarlöður Kristjönu – fiskisúpa

2 msk. smjör
¼ dós sveppir
¼ púrrulaukur
2 gulrætur
2 kartöflur
2-3 msk. hveiti
10 humarhalar
½ dós sveppaostur
1 ½ teningur fiskikraftur
2 tsk. Aromat
1 tsk. sætt sinnep
1 tsk. HP-sósa
½ tsk. karrý
1 ½ dl rjómi

Humarinn er soðinn í ósöltuðu vatni í 4-5 mínútur. Síðaner hann færður upp og látinn til hliðar. Grænmetið er brytjað og hitað í potti ásamt smjöri og látið linast. Hveitinu er stráð yfir og súpan bökuð upp með humarsoðinu. Sveppaosti ásamt kryddinu hrært út í og rjómanum bætt í. Loks er humarinn tekinn úr skelinni og settur í súpuna. Þessi súpa er góð sem sjálfstæður réttur með brauði og smjöri.Fransk-íslensk fiskisúpa

450 g ýsuflök
4 meðalstórar kartöflur
2 laukar
1 tsk. fennelfræ
2 msk. smjiir
1 dós niðursoðnir hakkaðir tómatar
1 lítri vatn
1 teningur fisk- eða grænmetiskraftur
2 tsk.salt
hvítur pipar ef tir smekk
1/2 tsk. timian
2 hvítlauksrif
saf i úr 1 appelsinu
hökkuð steinselja

Byrjið á því að skræla kartöflurnar og skerið þær í teninga afhýðið laukinn og hvítlaukinn og saxið smátt. Kartöflurnar, laukurinn og fennelfræ er kraumað í smjörinu í potti. Þegar laukurinn er orðmn mjúkur er vatninu hellt í pottinn, ásamt kryddinu, tómötunum og grænmetis- eða fiskkraftinum (teningi eða dufti). Þá er súpan látin malla í u.þ.b. 25 mín. Skerið ýsuflakið niður í bita (hver svipaður að stærð og vænn sykurmoli), fiskurinn settur út í súpuna og látinn sjóða í henni í 4 mín. Hræriö ekki í súpunni á meöan. Slökkvið þá á hellunni en látið pottinn standa á henni. Kryddið
súpuna ef með þarf. Þá er appelsinusafanum hrært út í súpuna og hnefa af hakkaöri steinselju stráð yfir. Súpan er borin fram í pottinum ásamt góðu brauöi, t.d. hvítlauks-
brauði.Fiskisúpa Jóhönnu:

1 lítill skötuselshali
1 laxaflak
1 ýsuflak
2 bollar rækjur
1/2 lítill laukur
50 g smjör
2 lítrar fisksoð
1 fiskiteningur frá Knorr
1 dl þurrt hvítvín eða mysa
1 dl rjómi (má vera meira)
salt, hvítur pipar, fennel og steinselja eftir smekk.

Laxinn er roðdreginn og skötuselurinn hreinsaður og skorinn í bita. Roðið af laxinum og brjóskið og roðið af skötuselnum er soðið í 15- 20 mínútur í u.þ.b. 2 l af létt-
söltu vatni. Soðið er síað vel.

Laukurinn er sneiddur í þunnar sneiðar og steiktur í smjörinu á pönnu þar til hann er glær. Fisksoðið og laukurinn er sett í pott og suðan látin koma upp. Þá er fiskiteningurinn mulinn út í soðið og það síðan kryddað með salti, hvítum pipar og fennel að vild. Fiskbitunum er bætt út í og súpan látin sjóða við vægan hita í u.þ.b. 5-8 mínútur, en þá er hvítvíni og rjóma bætt út í. Þegar súpan hefur verið bragðbætt að vild er rækjunum bætt út í (þær eiga ekki að sjóða) og að síðustu skreytt með fínsaxaðri steinselju.
Fiskisúpan er borin fram með góðu brauði (t.d. ólívu- eða tómatabrauði), smjöri og pestó.Fiskisúpa með pernod

800 g smálúða hörpudiskur, rækjur eða annað sjávarfang (í því magni
sem menn vilja)
1 - 1 ½ l fisksoð (vatn +teningur)
1 msk. pernod
2 dl hvítvín
2 dl rjómi
2 gulrætur
1 stöngull sellerí
½ kúrbítur
1 laukur
4-6 hvítlauksrif
1 msk. smjör
örlítið salt og pipar

Einnig hægt að nota aðrar tegundir grænmetis, eftir því hvað er til. Byrjið á að mýkja
grænmetið í smjörinu. Bætið fisksoðinu út í. Sjóðið í 10 mínútur.
eð pernó Bætið þá út í hvítvíninu og smálúðunni, skorinni í bita, og kryddið með salti og pipar. Sjóðið í fimm mínútur. Skömmu áður en súpan er borin á borð skulu rækjurnar og hörpudiskurinn sett út í, hún bragðbætt með örlitlu pernod og rjómanum hellt út í.

Skreytið með steinselju og berið fram með góðu brauði
Fiskisúpan hennar Erlu

50 g smjör
1 stór laukur
1 – 2 hvítlauksrif
1 stór gulrót
2-3 sellerístönglar
1 græn paprika
2-3 meðalstórar karföflur
1 1 /2 tsk. basilikum
2 bollar fiskisoð eða teningar
1 lárviðarlauf
7-800 g fiskur
1/2 bolli rjómi
1 litil dós tómatkraftur

Kraumið lauk, hvítlauk, selleri, papriku og gulrætur. Blandið tómatkrafti, basilikum og lárviðarlaufi saman við, svo og kartöfiunum og soðinu. Látið sjóða í 5-10 mínútur. Skerið fiskinn í munnbitastærð og setjið hann út í og sjóðið í stuttan tíma (2-3 mínútur). Blandið rjómanum að síðustu saman við. Ekki hræra í súpunni eftir að fiskurinn er kominn út í.


Rússnesk fisksúpa

Höfundur: Jens Kristjánsson

Samantekt: Þetta er einstaklega bragðgóð súpa, finnst mér, mild og með skemmtilega "sýrðu" yfirbragði frá kapers og gúrkum. Hún hentar vel í stórar súpur sem má bera fram í pott eða súpuskál. Eins er auðvelt að prjóna við hana. Uppskriftin er fyrir 4.

Hráefni:
50 gr. smjör
1 stór laukur, sneiddur fínt
1 sellerístilkur, sneiddur fínt
5 msk hveiti (áætlun)
2 msk tómatpúrra, e.t.v. aðeins meira
1 lítri vandað fisksoð
2 vænar (eða eftir smekk) súrar gúrkur, sneiddar fínt
1 msk kapers (eða eftir smekk), skolað og vatn kreist úr (varlega)
1-2 lárviðarlauf
1/4 tsk ferskt múskat (meira ef þarf)
600 gr. hvítur fiskur
2 msk söxuð steinselja
2 msk saxað dill + meira sem skraut
sýrður rjómi ti skrauts

Aðferð: Fisksoðið lagað. Ég nota gjarnan þau fiskbein sem ég á og blanda saman ýmsum tegundum fiskteninga og fljótandi krafts og krydda fram og til baka svo ég nái góðu bragði.

Fiskurinn þrifinn, skorinn í bita, saltaður og pipraður.

Smjörið brætt á pönnu. Lauk og sellerí bætt út í og steikt á vægum hita í 5-10 mín. Hveitið hrært saman við ásamt tómatpúrrunni, hækkað vel undir og hrært viðstöðulaust í 1/2 mínútu. Þá er fisksoðinu hellt út í og suðan látin koma upp.

Nú er lækkað undir og gúrkum, kapers, lárviðarlaufi, og múskati bætt út í. Soðið á mjög vægum hita í 2-3 mínútur. Síðan er lækkað niður fyrir suðumark og fiskbitunum bætt út í og þeir seyddir í 5 mínútur eða svo. Þá ættu þeir að vera gegnsoðnir en samt vel stinnir.

Þá er dilli og steinselju bætt út í, hrært varlega saman, og borið fram.

Með "stórri" súpu væri hægt að bera sýrða rjómann fram í sér skálum og gæti þá hver fengið sér eins og vill. Í minni súpu er gaman að skreyta hvern disk með doppu af sýrðum rjóma og dálitlu dilli. En í öllu falli er sýrði rjóminn mikilvægur upp á bragðið - því feitari, því betri að mínu mati.


Fiskisúpa fjölskyldunnar

6-800gr lúða eða ýsa.
7 dl. mysa
5 dl. vatn
1 tsk salt

100 g sellerí
100gr blaðlaukur
4 gulrætur
1 laukur
70 gr smjör
1 tsk karrí
2 msk hveiti
¼ tsk “season-all
1-1 ½ tsk fiskkraftur
¼ dl rjómi
3 eggjarauður
200 gr rækjur.

Sjóðið fiskinn í blöndu af mysu, vatni og salti. (Ath. að ofstjóða ekki.) Saxið sellerí og lauk, skerið blaðlauk í þunnar sneiðar. Látið grænmetið og laukin krauma í smjörinu í u.þ.b. 5 mín. Í potti. Látið karrí út í. Skerið gulrætur í þunnar neiðar og snöggsjóðið. Látið hveitið yfir grænmetið í pottinum og bakið upp með 1 lítra af fisksoði.

Bragðbætið með fiskkrafti og “season-all” og látið rjómann út í og hitið í suðu. Hrærið eggjarauðurnar í skál og jafnið súpunni út í , hægt fyrst. Látið súpuna aftur í pottinn og setjið rækjurnar, gulræturnar og beinlausan fiskinn út í. Hitið þannig að fiskurinn sé vel heitur en sjóðið ekki. Berið fram með volgu smábrauði og smjöri. Svona súpa er mjög góð sem sjálfstæður réttur.Fisksúpa Dísu frænku

Höfundur: Frú Fiðrildi

Samantekt: Það er skemmst frá því að segja að Dísa frænka er áttræð yndisleg kona sem hefur alltaf haft unun af því að elda, baka og prjóna. Uppskriftirnar hennar klikka aldrei!

Hráefni:
50 gr. smjör (má alveg nota olíu að hluta)
1 laukur
1 rif hvítlaukur
1 gulrót
2-3 stangir sellerí
1 paprika
2-3 meðalstórar kartöflur
1 lítil dós tómatpúrra (ég nota 2 stórar dósir í stóran pott)
1/2 tsk. basil
1 tsk. salt
2 bollar vatn (ég nota meira)
1 teningur fiskkraftur (ég nota meira... ca 5-6 teninga í stóran pott)
700-800 gr. fiskur (lúða hentar mjög vel)
1/2 bolli matreiðslurjómi eða annar magur rjómi


Aðferð: Smjörið/olían er hitað í potti. Grænmetið skorið niður og mýkt í olíunni. Tómatpúrru, basil, salti og fiskkrafti bætt við ásamt vatni og suðan látin koma upp. Þá er fiskurinn skorinn í munnbita og settur í pottinn, gætið þess að láta hann ekki sjóða lengi... ég hef miðað við ca 2 mín. og síðan slökkt undir pottinum og látið standa í smá stund. Að lokum er rjómanum bætt við og súpan smökkuð til (mér finnst betra að krydda hana meira en uppskriftin segir til um).


Fiskisúpa

Innihald
2 Laukar
3 hvítlauksrif
Sæt kartafla, meðalstór
Tómatpúrra
Ólífuolía
300g roðflett ýsuflök
1,5-2 lítrar grænmetissoð
Salt og pipar
Kúmín
Kóríander

Aðferð
Skerið sætu kartöfluna í sneiðar og saxið laukinn og hvítlaukinn. Steikið í olíunni.

Bætið grænmetissoði, tómatpúrru og kryddi (eftir smekk) út í og sjóðið þar til allt er orðið vel meyrt.
Ýsan er skorin í bita og sett út í tíu mínútum áður en súpan er borin fram.


Tær fiskisúpa „bouillabaisse“

Hráefni
500 g humarhalar í skel
250 g surimi (krabbalíki)
500 g risahörpudiskur
500 g kræklingur
250 g úthafsrækja
500 g steinbítur
1/4 tsk. saffran
4 stk. ferskir tómatar
250 g niðursoðnir maukaðir tómatar
3 stk. skalottlaukar
4 stk. hvítlauksgeirar
1/4 búnt steinselja
1/4 stk. grænt chilialdin
400 ml hvítvín
800 ml vatn
salt og pipar
ólífuolía til steikingar

Aðferð
Uppskriftin miðast við sex manns.

Snyrtið fiskinn og gerið kláran fyrir matreiðsluna. Afhýðið og saxið skalottlauk og hvítlauk og mýkið í olíu í stórum potti, án þess að brúna. Bætið maukuðu tómötunum saman við saxaðan lauk og hvítlauk. Stráið saffrani út í tómat- og laukmaukið og bætið helmingnum af hvítvíninu og vatninu saman við. Setjið chili saman við maukið og kryddið með salti og pipar. Bætið fisktegundunum út í pottinn. Setjið þá tegund sem þarf lengstu eldunina fyrst. Bætið afganginum af hvítvíninu og vatninu saman við og látið suðuna koma hægt og rólega upp. Saxið steinselju og setjið út í rétt áður en fiskisúpan er borin fram.

Berið súpuna fram með snittubrauði og spænskri hvítlaukssósu, aïoli.


Íslensk fiskisúpa

Hráefni
600 g blandaður fiskur og skelfiskur; t.d. lúða, skötuselur, lax, bleikja, stein-bítur, rækja og hörpuskel
1–2 stk. laukar
2 stk. gulrætur
1 stk. sellerístöngull
2 greinar timjan
2–3 stk. lárviðarlauf
2 msk. smjör
2 dl hvítvín
1 lítri fiskisoð
mjúk smjörbolla (75 g hveiti og 100 g smjör)
2 dl rjómi
salt og hvítur pipar úr kvörn
koníak

Kryddjurta-ólífuolía
lítið búnt basilíka
lítið búnt steinselja
3–5 stk. hvítlauksgeirar
2 msk. jómfrúarolía (Extra virgin ólífuolía t.d. frá Monte Vibiano)

Aðferð
Skerið fiskinn í litla bita og ræmur eftir tegundum og eftir því hvernig trefjarnar liggja í fiskholdinu.

Afhýðið lauk og saxið smátt.

Flysjið gulræturnar og skerið í smáa teninga ásamt sellerístöngli. Bræðið smjörið í potti við miðlungshita og mýkið lauk, gulrætur og sellerí ásamt timjan og lárviðarlaufum, án þess að grænmetið taki lit. Hellið hvítvíni yfir og sjóðið saman örlitla stund og bætið þá fiskisoði saman við og sjóðið vel saman. Kryddið með salti og pipar eftir smekk, þar til að bragðið er orðið þétt og kröftugt. Takið pottinn af hellunni og látið smjörbolluna renna út í pottinn og hrærið stöðugt í með þeytara, þar til að súpan er orðin flauelsmjúk.

Svona þykktar súpur heita „veloute“ á kokkafrönsku, sem þýðir flauel. Látið súpuna aftur á heita helluna og látið suðuna koma hægt upp. Gætið þess sérstaklega vel að súpan bullsjóð i ekki og brenni ekki við. Bætið rjómanum út í, bragðið á súpunni og bragðbætið með salti og hvítum pipar ef með þarf. Hellið að lokum einföldum koníak, púrtvíni eða jafnvel góðu viskíi út í. Haldið súpunni við suðumark og setjið fiskinn út í rétt áður en súpan er borin fram. Hrærið varlega í með sleif í nokkrar mínútur þannig að fiskurinn soðni í súpunni. Bætið kryddjurta-ólífuolíunni út í súpuna um leið og hún er borin fram og hrærið varlega saman við. þetta er gert í lokin til þess að ferskleiki kryddjurtabragðsins og ólífuolíunnar haldist ásamt skarpleika hvítlauksins, sem á svo vel við svona fiskisúpur.Grænbaunasúpa með rjómafylltum vatnsdeigsbollum
- að hætti Jónasar Þórs -

1 heildós baunir
1 l. soð (baunasoð úr dósinni og vatn í viðbót)
1 msk. rifinn laukur
1 - 2 tsk. kjötkraftur
salt, nýmulinn pipar
smjörbolla: 30 g. smjör & 30 g. hveiti


Aðferð:

Sjóðið baunirnar í vatni og soði ásamt rifnum lauk þangað til að hægt er að merja þær gegnum gróft sigti. Fleygið hisminu.

Látið súpuna aftur í pottinn ásamt kryddi og soðkrafti. Sjóðið við vægan hita í 10 mín. Jafnið þá súpuna með smjörbollu og bragðbætið.

Berið súpuna fram með rjómafylltum vatnsdeigsbollum.

Setjið þá eina bollu ofan á súpuna í diskinum um leið og skammtað erBaunasúpa án saltkjöts

200 gr. Gular hálfbaunir
1½ ltr. Kjötsoð
100 gr. Beikon
200 gr. Gulrætur
200 gr. Rófur
1 stk. Lauk
½ stk. Blaðlaukur
1 stk. Sellerístöngull
2-3 stk. Súputeningar
Salt

Aðferð
Baunir lagðar í bleyti í minnst 12 klst. látið síðan renna af baununum og skolið, setjið þær í pott ásamt kjötsoðinu. Sjóðið í 1-1½ klst. og fleytið froðu ofan af soðinu. Afhýðið grænmetið og skerið í hæfilega bita ásamt beikoni og setjið í pottinn síðustu 20-30 mín. Bragðbætið með súputeningum og saltið ef þarf.
Mexíkósk baunasúpa – að hætti Nönnu R.

2 dósir rauðar nýrnabaunir,
1 dós kjúklingabaunir (eða þurrkaðar baunir),
2 msk beikonfeiti eða olía,
2 laukar, saxaðir smátt,
2 dósir heilir tómatar,
2 paprikur, fræhreinsaðar og saxaðar,
5 dl grænmetissoð,
½ tsk chiliduft, eða eftir smekk,
salt,
nokkur salatblöð, skorin í ræmur

Ef notaðar eru þurrkaðar baunir í stað niðursoðinna þarf ekki að sjóða þær alveg til fulls, því þær sjóða áfram í súpunni. Feitin hituð í stórum þykkbotna potti og laukurinn látinn malla við meðalhita þar til hann byrjar að brúnast. Þá er tómötunum og safanum úr dósunum bætt út í og síðan baununum og paprikunni. Soðinu hrært vel saman við og kryddað með chilidufti og salti. Súpan látin malla í um hálftíma og þá látin kólna aðeins en síðan sett í nokkrum skömmtum í matvinnsluvél eða blandara og maukuð, en þó ekki of fínt. Einnig má þrýsta henni gegnum gróft sigti. Hituð að nýju og skreytt með salatræmum. Gott er að bera hvítlauksbrauð með súpunni. Brúna má nautahakk með lauknum og nota þá e.t.v. heldur minna af baunum og tómötum.


Linsubaunasúpa með lambakjöti

Matreiðslutími: 75 mínútur

5 dl linsubaunir
1 ½ lítri kjúklingasoð (teningur og vatn)
2 gulrætur
1 laukur
1 rófa
1 sellerístilkur
2 msk. olía
350 g lambakjöt, skorið í teninga
1-2 msk. hveiti
1-2 hvítlauksrif, pressuð
1 tsk. salt
1 tsk. paprikuduft
1 tsk. tímían
1 tsk. þurrkuð steinselja
½ tsk. meríam
½ tsk. svartur pipar
1 msk. hveiti

Skolið linsubaunirnar og setjið þær í pott. Hellið kjúklingasoði yfir þannig að það þeki baunirnar og látið suðuna koma upp. Takið pottinn af hitanum og hellið baununum í sigti. Skerið allt grænmetið í litla teninga. Hitið olíuna í stórum potti, veltið kjötinu upp úr hveitinu og brúnið kjötið vel á alla kanta. Setjið allt grænmetið út í pottinn og pressið hvítlaukinn yfir. Látið krauma í 5-7 mínútur, bætið öllu kryddinu út í pottinn og setjið linsubaunirnar út í ásamt því, sem eftir er af soðinu. Sjóðið súpuna í u.þ.b. klukkustund og hrærið öðru hvoru í henni á meðan. Bætið e.t.v. vatni eða soði út í ef þurfa þykir. Berið súpuna fram með góðu brauði.Linsusúpa

200 gr BAUNIR, linsubaunir, soðnar
2 stk NEGULNAGLAR
½ tsk MÚSKAT
400 gr KÓKOSMJÓLK
1 stk KANILSTÖNG
1 stk HVÍTLAUKSRIF
1 stk CHILI Rauður
1 msk TÓMATAR, BUFF
1000 ml VATN, drykkjarvatn
1 tsk SÍRÓP
2 stk SELLERÍ, stilksellerí
1 tsk SALT, borðsalt
2 stk LAUKUR, hrár
1 msk KÓKOSFEITI
500 gr GRASKER


Aðferð:
Hitið kókosfeitina í stórum potti.
Hitið laukinn í 5 mínútur eða þangað til hann er orðinn mjúkur. Bætið vatni við ef þarf meiri vökva.
Bætið kanilstönginni, negulnöglunum, hvítlauknum, engiferinu, chillipiparnum og selleríinu út í. Hitið í nokkrar mínútur.
Bætið tómatmaukinu út í ásamt baununum.
Hellið vatninu út á og látið suðuna koma upp.
Látið bullsjóða í 10 mínútur og fjarlægið froðu ef hún myndast.
Kryddið með salti eða setjið grænmetisteninginn út í hér ef þið notið hann.
Lækkið hitann og látið malla við vægan hita í um klukkutíma eða þangað til baunirnar verða mjúkar.
Á meðan skuluð þið afhýða graskerið, fræhreinsa það og saxa í grófa bita.
Setjið í meðalstóran pott ásamt múskati og agavesírópi.
Hellið kókosmjólkinni út á og látið sjóða við vægan hita í um 30-40 mínútur eða þangað til graskerið er orðið mjög mjúkt.
Maukið graskerið með töfrasprota.
Fjarlægið negulnaglana og kanilstöngina úr baunasúpunni.
Maukið súpuna í 2-3 sekúndur með töfrasprota (verður þykkari þannig).
Blandið graskersmaukinu og baunasúpunni saman og hitið í smástund (líka gaman að setja baunasúpuna í skál og graskersmaukið ofan á og bera þannig fram).
Berið fram með chapati brauði eða glúteinlausu brauði.


Nota má butternut grasker (squash) í staðinn fyrir venjulegt, stórt grasker.
Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni:cafesigrun.comBrauðsúpa

3 dl malt
5 dl vatn
400 gr seytt rúgbrauð
200 gr púðursykur
1 stk sítróna
1 stk kanilstöng
200 gr rúsínur
4 dl þeyttur rjómi

Brauðið er lagt í bleyti í vatninu. Það er síðan soðið saman með maltinu, púðursykrinum, sítrónunni í sneiðum og rúsínum. Súpan er hrærð saman eða maukuð. Hún er borin fram með þeyttum rjóma.


Kakósúpa að hætti Nönnu R.

3 msk kakóduft
3 msk sykur
½ tsk kanell (má sleppa)
400 ml vatn
800 ml mjólk
1 msk kartöflumjöl
Salt

Kakó, sykur, kanell og mestallt vatnið sett í pott, hrært þar til kominn er sléttur jafningur, hitað að suðu og soðið við hægan hita í 5 mínútur. Þá er mjólkinni hellt út í, súpan hituð að suðu og látin malla í 2-3 mínútur. Kartöflumjölið hrært út í vatninu sem eftir er, potturinn tekinn af hitanum og súpan jöfnuð og söltuð ögn. Borin fram með tvíbökum eða kringlum.

Einnig má nota suðusúkkulaði í súpuna í staðinn fyrir kakóduft eða ásamt því og bera þá e.t.v. með henni þeyttan rjóma.


Sætsúpa

½ l vatn
2-3 msk sagógrjón
eða hrísgrjón
1-2 dl saft eða ávaxtasafi
10 sveskjur
1 msk rúsínur

þvoið sveskjurnar og hitið þær með vatninu. Stráið grjónunum út á og sjóðið í 15-20 mín. Sjóðið rúsínurnar með síðustu 2-3 mín. Látið safann eða saftina út í og hitið súpuna. Í staðinn fyrir sagógrjónin eða hrísgrjónin má jafna súpuna með 1 msk af maísenamjöli hrærðu út í ½ dl af köldu vatni.

Íslensk kjötsúpa

1,5 kg lambasúpukjöt
2 L vatn
1 blaðlaukur, saxaður
250 g gulrætur skornar í bita
50 g hrísgrjón eða hafragrjón (sumir nota hvorttveggja)
1 msk súpujurtir
4-5 msk steinselja, söxuð (má sleppa)
salt
pipar
kartöflur, flysjaðar og skornar í bita
1 stór gulrófa, flysjuð og skorin í bita
Lýsing

Snyrtu kjötið og skerðu e.t.v. burt eitthvað af fitu. Settu það síðan í pott og helltu köldu vatni yfir. Hitaðu rólega að suðu og fleyttu froðu ofan af. Endurtaktu það nokkrum sinnum til að losna við sem mest af sora. Bættu svo blaðlauk, gulrótum og hrísgjrónum eða hafragrjónum í pottinn ásamt súpujurtum og steinselju. Kryddaðu með pipar og salti og láttu malla undir loki í um hálftíma. Bættu þá kartöflunum út í og láttu malla í 10 mín. Settu rófurnar í pottinn og sjóddu súpuna í í um 15 mín. í viðbót, eða þar til kjöt og græmetni er meyrt. Smakkaðu súpuna og bragðbættu hana með pipar og salti ef þarf. Þeir sem vilja súpuna tæra geta sleppt hrísgrjónum eða hafragrjónum.


Eggjamjólk

6 dl mjólk
120 gr rúsínur
100 gr strásykur
3 egg aðskilin
1 vanillustöng
30 gr maisinamjöl

Mjólkin er soðin með helminginum af sykrinum ásamt vanillustönginni. Maisinamjölið hrært út í köldu vatni og hrært út í sjóðandi mjólkina. Sjóðið rúsínurnar í vatni og setið þær út í mjólkina. Þeytið eggjarauðurnar með restinni af sykrinum og bætið út í mjólkina fjarlægið vanillustöngina. Stífþeytið eggjahvítuna og gefið 1 matskeið út á hvern disk.Rauð sagósúpa

7,5 dl vatn
5 dl rauðsaft (til dæmis Ribena sólberjasaft) eða krækiberjasaft
50g sagógrjón
2 msk rúsínur

Blandið öllu saman í pott og sjóðið í 10 mínútur.Blómkálssúpa

1 stórt blómkálshöfuð
2 laukar
2 kjúklingateningar
1 líter vatn
Salt og pipar

Skerið laukinn fínt og sjóðið í smá vatni, setjið ½ tening útí. Sjóðið afganginn af vatninu í öðrum potti, bætið teningunum útí og hellið því svo saman við laukinn. Deilið blómkálinu í vendi og setjið í súpuna. Látið sjóða í cirka 10 mínútur. Blandið súpuna að lokum með töfrasprota þá verður hún mjúk og góð.Frönsk lauksúpa

4 laukar, skornir í sneiðar
2 msk smjör
2 msk ólífuolía
2 1/2 msk hveiti
1 1/2 l kjötsoð (vatn og teningur)
1 tsk salt
1 tsk pipar
4 brauðsneiðar, ristaðar
50 g rifinn ostur

Smjör og olía er sett í pott og laukurinn léttsteiktur þar til hann fær á sig gylltan blæ. Hrærið hveitið saman við og síðan kjötkraftinn. Látið súpuna sjóða í 10 mínútur. Bragðbætið með salti og pipar. Setjið súpuna í fjórar súpuskalar. Leggið eina brauðsneið í hverja skál og setjið vel af rifnum osti yfir. Skálarnar eru því næsta settar í 250°C heitan ofn og súpan er bökuð í 10 mínútur. Súpan er borin á borð rjúkandi heit og osturinn á að vera bráðinn.


Blaðlaukssúpa

½ kg blaðlaukur (ekki efsti hlutinn)
1 msk olífuolía
6 dl kjúlingasoð af teningi
2 hvítlauksgeirar
3 stilkar sellerí
1 msk hvítvínsedik
tímjan, steinselja, salt og pipar
fersk steinselja smátt skorin

Blaðlaukurinn er skorin langsum, skolaður vel og vandlega og síðan skorin í litla strimla.Olían hituð á pönnu og laukurinn mýktur þar í í ca 5 mín. Kjúklingasoðinu bætt útí ásamt kryddi og hvítlauk. Látið malla við vægan hita í 20 mín.Bragðbætt með edikinu, salti og pipar og ferski persilunni stráð þegar súpan er borin fram.

Meðlæti
Gott ristað brauð, smjör og ostur.Grænertusúpa & ostastangir

750 gr. ferskar grænar ertur, án belgs.
7 dl. grænmetissoð
1-2 stk. mynntugrein, laufin.
20 gr. hrásykur
10 gr. salt
200 gr sýrður rjómi (10%) cremé fraise.

Soðið er hitað upp að suðu og baunirnar látnar malla(hægsjóða) ásamt mynntugreininni, sykri og salti í um 5 mínútur. Þá er súpan látin kólna dálítið, myntugrteinin veidd upp úr og henni hennt en súpan maukuð í matvinnsluvél. Súpan er síðan smökkuð til og sýrða rjómanum hrært saman við. Hituð varlega en alls ekki látin sjóða , hellt í skál og skreytt með mynntulaufi. Borin fram með ostastöngum.

Ostastangir - mördeig:

100 gr. spelt
70 gr. rifinn ostur(má vera soya-ostur)
60 gr. smjör
20 gr. rjómaostur
10 gr. parmessan, rifinn
salt og pipar

Hráefnið vigtað upp og blandað í matvinnsluvél, allt nema parmessan-osturinn. Deigið kælt. Síðan er því rúllað út og skorið í strimla (gott að nota reglustiku). Pennslað með eggi og bakað á smurðri plötu eða silekone mottu við 180°C.Spínatsúpa með kóríander

500 g spínat (má vera meira, fer eftir því hvað súpan á að vera þykk)
500 ml mjólk
200 ml rjómi
2 msk rifsberjagel
200 ml vatn
3-4 hvítlauksrif, pressuð
3 súputeningar
2 msk kóríander (eða eftir smekk)
1 msk engifersafi (úr hvítlaukspressu)
hveitijafningur til þykkingar
smjör
pipar
sýrður rjómi

Hreinsið spínatið, setjið smjör í pott og sjóðið spínatið þar til það verður maukkennt. Bættu vatninu út í og kældu. Maukaðu í matvinnsluvél og settu aftur í pottinn. Bættu mjólk og súputeningum út í og síðan hvítlauk og engifersafanum. Þykktu hæfilega með hveitijafningi og bættu pipar og rifsberjageli út í. Láttu malla um stund og bættu síðan rjómanum út í. Síðast er smátt söxuðu kóríander bætt út í. Borið fram með sýrðum rjóma og skreytt með smá kóríander.


Gulrófusúpa Nönnu R.

500 g gulrófur
150 g gulrætur
1 laukur
1 msk smjör eða olía
2 tsk ferskur engifer, saxaður smátt
1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
1 tsk kummin (cumin)
nýmalaður pipar
salt
1/2 l appelsínusafi
250 ml vatn
e.t.v. fersk basilíka
Flysjið gulrófurnar og skerið þær í fremur litla teninga. Flysjið gulræturnar og skerið þær í bita. Saxið laukinn fremur smátt. Hitið smjör eða olíu í potti og látið laukinn krauma í nokkrar mínútur. Bætið þá engifer og hvítlauk út í og síðan gulrófum og gulrótum. Kryddið með kummini, pipar og salti og látið krauma í 2-3 mínútur í viðbót og hellið síðan vatni og appelsínusafa saman við. Hitið að suðu og látið malla undir loki í um hálftíma, eða þar til grænmetið er vel meyrt. Maukið súpuna þá í matvinnsluvél eða þrýstið henni gegnum sigti, setjið hana aftur í pottinn og hitið. Smakkið og bragðbætið með pipar og salti eftir smekk. Skreytið e.t.v. með ferskri basilíku og berið fram.


Tortilla-súpa

1 stk blaðlaukur, skorinn og þveginn
1 stk rauðlaukur, saxaður
3 stk hvítlauksgeirar, saxaðir
½ stk rauður chilli, saxaður
2 stk gulrætur, skornar í teninga
1 msk kóríanderfræ, ristuð og möluð
2 dósir niðursoðnir tómatar (400 ml. dósir)
100 g. maís, helst fersk korn
1 tsk kanill
1,5 ltr vatn
salt, eftir smekk
4 stk heilveiti tortilla-kökur
Smá brætt smjör eða kókosfeiti

Aðferð:
Undirbúið grænmetið eins og við á, svitið blaðlaukinn, rauðlaukinn,
hvítlaukinn, chilliin og gulræturnar í potti. Þar til laukurinn er orðinn
mjúkur.
Chilli er ofsalega missterkur, þess vegna borgar sig að byrja með lít-
ið og bæta frekar við seinna í eldunarferlinu svo súpan góða breytist
ekki í drekafóður.
Ristið kóríanderfræ á sér pönnu og malið í mortéli. Dembið í pottinn
ásamt tómötunum maísnum, kanil og vatni. Látið sjóða í um 30 mín.
(Þeim mun lengur sem tómatarnir sjóða því sætari verða þeir.) Bætið
við vatni ef ykkur finnst súpan of þykk.
Smakkið til og setjið salt eftir smekk hvers og eins og einnig má
styrkja súpuna með cayenne-pipar ef þurfa þykkir.
Bræðið smjörið eða kókosfeitina og penslið á tortilla-kökurnar, bakið
við 180°C í 5–10 mín. á grind, þar til þær verða stökkar, brjótið þær
niður og setjið í hverja súpuskál þegar hún er borin fram. Kókosfeitin
hentar vel þeim sem ekki þola mjólkurafurðir.
Köld avocadosúpa

100 g smjör
1 laukur
2 hvítlauksgeirar
½ blaðlaukur
1 gulrót
9 bollar kjúklingasoð
6 stk avókadó vel þroskaðir
200 g sýrður rjómi 38%
100 g rjómaostur hreinn
½ tsk salt
2 msk sítrónusafi
1 dl ólífuolía dl
½ laukur saxaður

Setjið lauk, hvítlauk, blaðlauk og gulrót í blandara, þar til komið í mauk Bræðið smjörið í potti og bætið við maukuðu grænmeti og 3 bollum af soði. Látið malla í 25 mín., eða þar til þykkt. Kælið. Hitið 1 bolla af soði og rjómaost, þar til osturinn er bráðinn. Afhýðið avocado og setjið það í blandara með soðinu sem eftir er. Sigtið og blandið sýrða rjómanum saman við. Blandið grænmetismauki og rjómaosti saman við. Smakkið til með salti. Bætið limesafa og olíu saman við. Setjið í frost í 1 klst. Stráið söxuðum lauk yfir súpuna rétt áður en hún er borin fram.Sætkartöflusúpa

Ólífuolía
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 msk söxuð engiferrót
1 tsk möluð kóríanderfræ
700g sætar kartöflur, afhýddar og skornar í sneiðar
1 lítri grænmetissoð
2dl kókosmjólk
1 msk tómatmauk
Lárviðarlauf
Sjávarsalt
Timían
Svartur pipar

Laukur, hvítlaukur, engifer, kóríander og sætar kartöflur steikt saman í olíunni
Soð og kókosmjólk sett út í og soðið í 20-30 mínútur
Súpan maukuð í matvinnsluvél

Timían, lárviðarlauf og tómatmauk sett saman við og smakkað til með salti og pipar.
Rússnesk rauðrófusúpa
Með hvítkáli, sýrðum rjóma og ferskri steinselju

5 vænar rauðrófur, flysjaðar og grófskornar
2 vænir gulir laukar í sneiðum
2 afhýddar og grófskornar gulrætur
½ l hvítkál, skorið í strimla
½ l grænmetissoð (1 ½ l fyrir súpu og ½ l fyrir suðu á hvítkáli)
2 lárviðarlauf
1,5 msk sítrónusafi úr ferskum sítrónum, skerið hýðið í litlar og mjóar ræmur til skreytingar
sjávarsalt og milligrófur svartur pipar
1 búnt fersk smásöxuð steinselja
sýrður rjómi til skreytingar

Ólífuolía hituð í potti. Mýkið laukinn við vægan hita í ca 5 mínútur,. Bætið rótargrænmetinu við og látið svitna í nokkrar mínútur, hrærið vel. Grænmetissoði og lárviðarlaufi bætt út í, súpan hituð að suðu og soðiðn við vægan hita í 35 mínútur. Á meðan súpan er að sjóða er ½ l af grænmetissoði hitað að suðu, hvítkálið sett út í og soðið í 20 mínútur. Eftir suðu er súpan maukuð með töfrasprota eða í matvinnsluvél þar til hún er orðin alveg mjúk og slétt. Kryddið með salti og pipar, ca 1 tsk salt og 1,5 tsk af piparnum. Hrærið að lokum ferskum sítrónusafa saman við.
Ausið súpunni í skál og skreytið með sýrðum rjóma, ferskri steinselju og sítrónuberki.Gulrótasúpa með engifer og kóríanderrjóma

1,5 ltr vatn
500 gr gulrætur í bitum
200 gr blómkál í bitum
1 tsk ferskt engifer smátt skorið
50 gr sellery sneitt
100 gr sætar kartöflur afhýddar og skornar í bita
25 gr grænmetiskraftur
1 tsk smjör
smá sítrónusafi
salt og pipar

Setjið vatnið í pott og allt grænmetið útí. Sjóðið í 20 mín, bætið útí grænmetisktaftinum og maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél.
Bætið útí smjöri, og sítrónusafa.
Saltið og piprið eftir smekk.

Kóríander rjómi.
Setjið rjóma og ferskt kóríander saman í matvinnsluvél og þeytið saman þar til þykknar.
Borið fram með súpunni


Graskers- og eplasúpa – með sýrðum rjóma og djúpsteiktri salvíu

1-2 „butternut“ grasker (750 g)
4 sæt epli
1 vænn gulur laukur, skorinn í bita
2 afhýddar og grófskornar gulrætur
2 þvegnir og grófskornir sellerístilkar
3 skalotlaukar, afhýddir og pressaðir í hvítlaukspressu
3 hvítlauksrif, afhýdd og pressuð með hvítlaukspressu
2 stk gott eplaedik
1,5 l kjúklingasoð
8 grófskorin fersk salvíulauf
ólífuolía
sýrður rjómi
maldon salt og milligrófur svartur pipar frá pottagöldrum

Djúpsteikt salvía:
5 msk ólífuolía
20 fersk salvíulauf

Stillið ofninn á 220°C undir- og yfirhita. Skerið smá sneið af báðum endunum á graskerinu og opnið síðan graskerið með því að skera það þvert yfir í tvo hluta. Takið matskeið og skafið fræin frá og hendið. Skerið síðan hvorn helminginn í ca 3 lengjur, afhýðið og skerið í 2-3 cm bita.

Skerið eplin í tvennt, gulu eplin eru best en ef þau fást ekki notið þá græn, fræhreinsið, flysjið og skerið í grófa bita.
Raðið epla- og graskersbitunum í eldfast mót. Skvettið um 4 msk af ólífuolíu yfir og kryddið vel með maldon salti og milligrófum svörtum pipar. Veltið bitunum upp úr olíu og kryddi, setjið inn í heitan ofninn og bakið í 35 mínútur eða þar til bitarnir eru orðnir meyrir og byrjaðir að taka á sig brúnan lit.

Hitið ólífuolíuna í potti. Mýkið laukinn, gulræturnar og selleríið við miðlungshita í ca 10-15 mínútur. Hrærið við og við. Bætið skalotlauk og hvítlauk saman við og steikið í 2 mínútur. Að lokum er eplaediki, kjúklingasoði og salvíu bætt saman við. Súpan hituð að suðu og látin sjóða við vægan hita í 30 mínútur.

Á meðan súpan er að sjóða er gott að djúpsteikja salvíublöðin. Hitið ca 5 msk af ólífuolíu á pönnu þar til olían er orðin nokkuð heit en varist að nota of mikinn hita. Setjið heil salvíublöð út í olíuna, nokkur í einu, og steikið þar til blöðin eru orðin stökk. Athugið að blöðin eiga að vera fagurgræn eftir steikingu en ekki brún. Eftir steikingu er gott að leggja blöðin á eldhúspappír til þerringar. Þegar blöðin hafa þornað eru þau mulin með fingurgómum og sett til hliðar. Eftir suðu er súpan maukuð með töfrasprota eða í matvinnsluvél þar til hún er orðin alveg mjúk og slétt. Kryddið að vild með sjávarsalti og svörtum númöluðum pipar.
Setjið súpuna í skál og skreytið með sýrðum rjóma og steiktri salvíu.
Gulrótasúpa með döðlum og karrí að hætti séra Sigurðar Árna

2 msk ólífuolía
4 hvítlauksrif
1 laukur
3 sellerístönglar
1 msk ferskrifin engiferrót
2 msk hveiti
12 dl kjúklingasoð
400 g gulrætur
1 tsk karrí
1 tsk kúmmínduft
½ tsk svartur pipar grófmulinn
1 dl döðlur
1 msk sítrónusafi
1 dl AB- mjólk

Hitið olíuna í potti. Merjið hvítlauk, saxið lauk og sellerí og bætið út í ásamt rifnu engifer. Hitið í 3-4 mínútur í olíunni og hrærið vel. Takið af hitanum og stráið hveiti yfir. Hitið í tvær mínútur til viðbótar og hrærið vel. Hellið nú kjúklingasoði í mjórri bunu út í súpuna og hrærið vel.

Rífið gulræturnar (ég nota orðið matvinnsluvél þegar heill hópur er boðin í súpu, líka til að rífa lauk og sellerí), bætið út í súpuna ásamt karrí- og kúmín-dufti og pipar og hleypið upp suðu. Lækkið hitann og látið súpuna malla í tíu mínútur. Bætið söxuðum döðlum útí og látið malla áfram í fimm mínútur.

Hellið súpunni í matvinnsluvél og maukið. Hellið aftur í pottinn og hitið. Bætið sítrónusafa saman við.

Ausið súpunni á diska. Setjið 1 msk af AB- mjólk á hvern disk og búið til ævintýraleg mynstur með gaffli.

Mæli með að bera fram nýbakað focacciu-brauð með.

Leyfið súpunni að standa nokkrar mínútur á diskunum, því hitinn er jafnan mikill.
Hvítkálssúpa

3 msk hveiti,
250 gr hvítkál, hrátt
1 dl rjómi
1 tsk salt,
15 dl vatn
2 tsk súpukraftur

Aðferð:
Hvítkálið soðið í vatninu ásamt súpukrafti og salti. Hveiti hrært upp í 1 dl af vatni og bætt út í soðið. Rjómi settur út í að lokum.


Ungversk eplasúpa

Súpur eru nánast ómissandi á haustin og veturna. Þessi eplasúpa er skemmtilega öðruvísi og er auðveld í framkvæmd að ekki sé minnst á hvað hún er bragðgóð.

2 msk. kanólaolía
1 meðalstórt matarepli, skorið í teninga
2 dl afhýddar kartöflur, skornar í teninga
1 dl fínsaxaður laukur
1 stór sellerístilkur fínsaxaður
½ tsk. salt
½ tsk. salvía
¼ tsk. paprikuduft
pipar eftir smekk
½ l kjúklingasoð
3 msk. sýrður rjómi 10%
Aðferð:
Hitið olíu í potti á meðalháum hita. Bætið í epli, kartöflum, lauk og selleríi og hrærið þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Bætið kryddi, salti og pipar í og hrærið í 30 sekúndur.
Bætið kraftinum út í og hitið upp að suðu. Lækkið þá hitann og sjóðið í 10 til 15 mínútur, eða þar til kartöflubitarnir eru orðnir mjúkir. Maukið súpuna með töfrasprota
eða í blandara ásamt sýrða rjómanum. Skreytið með sellerílaufum að vild og berið fram með brauði.Paprikusúpa

2 rauðar eða grænar paprikur
2 laukar
4 kartöflur
4 tómatar
125 gr beikon
smávegis chilli, nýtt eða í dós
1 ½ l. kjötsoð
salt
1 búnt söxuð steinselja
-
þeyttur rjómi ef vill

:
1. 1.Hreinsið papriku, skerið í strimla
2. 2.Skrælið lauk og saxið.
3. Skrælið kartöflur og rífið í grófu rifjárni.
4. Fláið tómata (Þ.e. setjið í sjóðandi vatn smá stundi, takið upp og fjarlægið hýðið), skerið í teninga.
5. 3.Skerið beikon í bita og steikið, setjið laukinn og steikið uns gylltur.
6. Látið chilli út í en ekki of lengi því að ef hún ristast verður hún römm.
7. 4.Setjið paprikustrimlana, kartöflurnar, tómatana og soðið út í.
8. Hitið og látið malla á vægum hita í 20 mín.
9. Setjið steinseljuna yfir og berið fram með rjóma.

Sveppasúpa

100 g sveppir
blaðlauksbiti
50 g smjörlíki
3 msk hveiti
1 lítri kalt vatn
1 tsk kjötkraftur
½ tsk salt
pipar á hnífsoddi
2 dl matreiðslurjómi


1. Sneiðið sveppi og brytjið laukinn smátt.
2. Bræðið smjörlíkið á pönnu og látið grænmetið krauma í því á vægum hita.
3. Takið pottinn af hellunni og blandið hveitinu vel saman við.
4. Hellið helmingnum af vatninu út í pottinn og pískið vel.
Þegar suðan kemur upp er restinni af vatninu hellt út í pottinn og pískað vel.
5. Kjötkraftur og krydd er sett út í súpuna og hún soðin í 8-10 mínútur.
6. Að lokum er rjómanum bætt út í súpuna og hún hituð að suðu.Kartöflusúpa

250 g kartöflur, skornar smátt
1 laukur, saxaður
olía til steikingar*½ tsk timjan
2 stk lárviðarlauf
1 tsk svartur pipar og smá salt
½ tsk kórírander
1,5 l vatn

Laukurinn er mýktur í potti ásamt kryddunum þar til hann er glær. Kartöflunum og vatninu er bætt út í. Soðið í a.m.k. 30 mín, þá maukað með töfrasprota (eða öðru áhaldi) og smakkað til með salti Til hátíðarbrigða má nota saxaðri steinselju útá. Ef vill má einig setja einn grænmetistening í vatnið. (Grunnur að uppskrift fannst á www.islenskt.is)


Kartöflusúpa með beikoni.

Samantekt: Þessi súpa er algjört lostæti. Uppskriftin var tekin úr mogganum fyrir allmörgum árum síðan. Tekur svolítinn tíma í undirbúningi, en er svo sannarlega þess virði. þetta er alveg svakalega góð súpa.

Hráefni:
¾ kg. kartöflur
½ sellirí
2 – 3 púrrur
2 laukar
25 gr. smjör

Kryddbúnt:
1 lárviðarlauf
1 stór timinagrein
1 lítið búnt steinselja

u.þ.b. 1 ½ lítri súpa ( e.t.v. vatn með kjötkrafti )
u.þ.b. 1 dl. rjómi

Punt:
8 sneiðar beikon
fínt klipptur púrrulaukur


Aðferð: Afhýðið kartöflur og sellirí og skerið í minni bita. Hreinsið púrrurnar og skerið þær í þunna hringi. Leggið grænu púrruhringina í kalt vatn og geymið þá þar til seinna. Leggið hvítu púrruhringina í pott með kartöflum, sellirí, smáskornum lauk og smjöri. Látið grænmetið krauma svolítið án þess að brúnast.
Bindið kryddbúntið saman og leggið í pottinn. Setjið lok yfir pottinn og sjóðið súpuna við lítinn hita, þar til allt er orðið meyrt.

Fjarlægið kryddbúntið og sigtið súpuna, ( eða maukið með töfrasprota ) hellið henni síðan aftur í pottinn og bætið rjóma og grænu púrruhringina út í. Sjóðið súpuna aftur þar til þar til púrrurnar eru orðnar meyrar.

Bragðbætið með salti og hvítum pipar. Ef súpan er of þykk má þynna hana með vatni.

Skerið beikonið í litla bita og ristið þá á þurri pönnu og leggið á eldhúspappír eða pappír sem dregur í sig fituna.
Hellið súpunni í stóra skál tarínu og setjið beikonið og púrrulaukinn yfir. Í staðin fyrir púrrulaukinn má setja t.d. basilikum, steinselju, merian eða karsa. Og í staðinn fyrir beikon má setja skinku eða tungubita yfir.


Linsubauna og engifersúpa

Höfundur: ÁsdísJóh

Samantekt: Mjög traustvekjandi súpa í kuldanum. Ekkert nema hollusta og gott stöff fyrir kroppinn. Þannig á það að vera. Svo er þetta líka frekar ódýrt og saðsamt svona í kreppunni.

Uppskriftin kemur af belgískri matreiðslusíðu: www.sensum.be

Hráefni:

300 g rauðar linsubaunir
4 gulrætur, sneiddar.
1 laukur
1 hvítlauksrif
smá biti af ferskum engifer
1 tsk cumin
1 tsk kóríanderkorn
Grænmetissoð
3-4 msk ólífuolía
S&P
Etv smá ferskur kóríander

Aðferð: Hitið ólífuolíuna í potti og bætið söxuðum lauk og hvítlauk út í. Svitið í ca. 2 mínútur.
Bætið svo rifnum engifer, cumin, kóríander og gulrótum út í og leyfið að malla í aðrar 2 mínútur.
Bætið þá linsunum út í, skellið einum grænmetistening út í og svo slatta af vatni þannig að það sé yfir öllu.
Saltið og piprið.

Leyfið þessu að malla í um 20 mínútur og bætið vatni við eins og þarf.

Maukið svo súpuna með töfrasprota og þynnið með vatni eftir þörfum. Stráið ferskum kóríander yfir súpuna þegar hún er borin fram.


Sellerísúpa

Höfundur: ÁsdísJóh

Samantekt: Gamaldags og góð heimilissúpa. Svo einföld og ódýr að það er engin afsökun að gera frekar pakkasúpu.

Sellerí er gott á haustin, stúfullt af C-vítamíni sem ver okkur gegn kvefi og sleni. Það er líka hitaeiningasnautt og inniheldur ýmis góð steinefni og trefjar.

Hráefni:
15 g eða 3 msk smjör
1 laukur
350 g kartöflur
10 sellerístilkar sirka
1 L kjúklingasoð
Salt og pipar
Smá rjómi (bara smá slurkur, alls ekki þörf á miklu) eða 2 msk sýrður rjómi


Aðferð: Saxið laukinn gróft og skerið kartöflurnar í teninga. Hreinsið sellerístilkana og skerið í sneiðar.

Bræðið smjörið í potti. Svitið laukinn í ca. 5 mínútur. Bætið þvínæst sellerí og kartöfluteningum út í pottinn og veltið þessu um í 1 mínútu.

Bætið kjúklingasoðinu út í og leyfið þessu að sjóða í 20 mínútur um það bil eða þar til selleríið er orðið mjúkt og kartöflurnar soðnar.

Leyfið þessu að kólna aðeins og maukið svo ofan í pottinn með handblandara eða setjið í mixer.

Hitið svo aftur upp, saltið og piprið og hrærið rjómanum út í.

Berið fram með góðu brauði.


Gulrótarsúpar með Indversku ívafi.

Höfundur: Steinkz

Samantekt: Ótrúlega matarmikil og ljúffeng súpa, sérstaklega góð þegar kalt er í veðri.
Fljótleg og einföld, allur undirbúningur og eldun ættu ekki að taka meira en klukkutíma!
Vann súpukeppni Knorr með þessari nú á dögunum.

Hráefni:
6 stk meðalstórar gulrætur
1½ meðalstór kartafla
2 Skallotlaukar (eða hálfur meðalstór venjulegur)
½ dós kókosmjólk
1 líter grænmetissoð (bragðmikið, en ekki of salt)
1 msk Knorr Korma sósa (má sleppa, passa bara upp á karrýið á móti)
Engiferrót og karrý eftir smekk. (Ég nota sirka matskeið af engifer og tvær kúfaðar tsk karrý).
Góð olía.

Aðferð: Gott er að byrja á að undirbúa grænmetið, flysja og skera niður. Súpan verður maukuð svo það er ágætt að skera grænmetið í frekar smáa teninga og laukinn í þunnar sneiðar.
Engiferrótin skræld, skorin í sneiðar, marin og söxuð.

Laukurinn léttsteiktur upp úr olíunni í góðum potti. Engiferrót, korma, karrý og gulrótum bætt út í, steikt við meðalhita þangað til engiferið fer að lykta vel. Þá er soðinu og kartöflunum bætt út í. Soðið þangað til grænmetið er mjúkt, 10-12 mínútur ættu að nægja.
Þá er súpan maukuð, ég nota töfrasprota en fyrir þá sem ekki eiga svoleiðis græju er allt eins gott að henda þessu í matvinnsluvél. Þegar maukið er orðið silkimjúkt er því skellt aftur yfir hitann og kókosmjólkinni bætt við, ekki setja hana alla í einu, byrjið á helming og smakkið til, of mikil kókosmjólk getur gert súpuna of væmna.
Mallað í fimm mínútur.

Rosalega gott að bera súpuna fram með léttþeyttum rjóma og ferskum kóríander.


Chili-linsubaunasúpa

1 stór laukur
2 msk matarolía
¾ msk paprikuduft
2 dl rauðar linsubaunir
2 hvítlauksrif
400 gr. Niðursoðnir tómatar (1 dós)
2 rauðar paprikur
4 gulrætur
2 rauðir chilipipar belgir
12 dl kjötsoð ( vatn og kjötkraftur)
1 lárviðarlauf (heilt)

Saxið laukinn smátt og steikið hann í olívuoliu og paprikudufti.
Skolið Linsubaunirnar og bætið út í laukinn.
pressið hvítlaukinn, saxið tómatana og skerið grænmetið í litla bita.
setjið allt í pottinn og sjoðið í ca 35 – 40 mín. Eða þar til baunirnar eru soðnar.
kryddið m/ pipar ef þarf.


Linsubauna og engifersúpa

Höfundur: ÁsdísJóh

Samantekt: Mjög traustvekjandi súpa í kuldanum. Ekkert nema hollusta og gott stöff fyrir kroppinn. Þannig á það að vera. Svo er þetta líka frekar ódýrt og saðsamt svona í kreppunni.

Uppskriftin kemur af belgískri matreiðslusíðu: www.sensum.be

Hráefni:
300 g rauðar linsubaunir
4 gulrætur, sneiddar.
1 laukur
1 hvítlauksrif
smá biti af ferskum engifer
1 tsk cumin
1 tsk kóríanderkorn
Grænmetissoð
3-4 msk ólífuolía
S&P
Etv smá ferskur kóríander

Aðferð: Hitið ólífuolíuna í potti og bætið söxuðum lauk og hvítlauk út í. Svitið í ca. 2 mínútur.
Bætið svo rifnum engifer, cumin, kóríander og gulrótum út í og leyfið að malla í aðrar 2 mínútur.
Bætið þá linsunum út í, skellið einum grænmetistening út í og svo slatta af vatni þannig að það sé yfir öllu.
Saltið og piprið.

Leyfið þessu að malla í um 20 mínútur og bætið vatni við eins og þarf.

Maukið svo súpuna með töfrasprota og þynnið með vatni eftir þörfum. Stráið ferskum kóríander yfir súpuna þegar hún er borin fram.Fenníku og baunasúpa

3 fenníkur
olívuolía
300 ml vatn
grænmetiskraftur
110 g haricot baunir
4 msk rjómi
salt og hvítur pipar
Aðferð

Baunirnar soðnar sér.
Skerið fenníkuna í bita og léttsteikið í olíunni.
Bætið vatni og grænmetiskrafti úti og látið malla í 10 mínútur.
Baunirnar maukaðar í matvinnsluvél og bætt út í.
Kryddið og bætið rjómanum út í rétt áður en hún er borin fram.
Þynnt með vatni ef nauðsynlegt er


Litrík baunasúpa

3 bollar blandaðar baunir (veljið baunir í mismunandi litum)
3 msk olífuolía
1 laukur, niðursneiddur
3-4 hvítlauksgeirar
1 gulrót skorin í sneiðar
1 sellerístilkur, skorinn í bita
8 bollar vatn+grænmetiskraftur
1 tsk basil
1 dós tómatar
Aðferð:

Baunirnar lagar í bleyti yfir nótt og vatninu síðan helt af.
Hitið olíuna og létttsteikið lauk, hvítlauk, gulrót og sellerí þar til það er mjúkt.
Bætið grænmetiskrftinum, baunum, tómötum og kryddi úti
Látið suðuna koma upp, lækkið síðan undir og látið malla í 2 klst.


Búlgörsk linsusúpa

2 gulir laukar, smátt hakkaðir
2 hvítlauksrif
1 msk olía
1 l vatn
2 grænmetisteningar
2 dl rauðar linsur
1 msk paprikuduft
1 tsk salt
1 lárviðarlauf
1 tsk timjan
1 dós hakkaðir tómatar
1/2 tsk sykur
1/2 tsk balsamic vinegar (má sleppa)
Klípa af sýrðum rjóma út í hverja skál og steinselja rifin yfir (má sleppa)

Gera:
Mýkið lauk og hvítlauk, skellið svo út í linsum og paprikudufti, síðan tómatana
yfir, þar eftir vatn og teningar, svo lárviðarlauf og krydd, látið malla í 30-40 mínútur. Hellið í balsamic edikinu í endann. Því lengur sem þetta fær að malla, því betra, þetta verður svona þykk súpa, sniðugt líka að bara fram hrísgrjón með.

Mæli með að gera tvöfalda og frysta!


Rauð linsusúpa.

Þessi er frá Sollu á Grænum kosti (eða hún var þar) og mér finnst hún mjög góð og svo er hún mjög næringarrík og holl.

1 msk. ólífuolía (sú dökkgræna)
1 blaðlaukur, þveginn og skorinn niður í sneiðar
1-2 hvítlauksrif, brytjuð smátt
1tsk. karrý
¼ tsk. cuminduft
1 lárviðarlauf
1 sæt kartafla, afhýdd og skorin í litla bita
200 g rauðar linsur
1 lítri vatn og 3-4 gerlausir grænmetisteningar eða samsvarandi magn af jurtakraftinum frá Vetara (gerlaus fæst í Nettó, lífrænu hillunni)
1 dós kókosmjólk (stór)
smá sjávarsalt

smá cayennapipar á hnífsoddi

Ofaná: 3 msk. af ristuðum möndluflögum, smá kóríander, 2-3 blöð fersk mynta, smá klettasalat, nokkrir lime bátar eða sneiðar. Þetta er allt val en mjög gott að hafa möndluflögurnar og kreista lime yfir.

Aðferð: Hitið ólífuolíuna í potti og setjið síðan hvítlauk, blaðlauk, karrý, cuminduft og lárviðarlauf útí. Mýkið í 1 mín. Bætið sætu kartöflunum og linsunum útí og látið mýkjast í um 2 mín. Setjið vatnið og jurtakraftinn útí ásamt kókosmjólkinni og sjóðið þar til linsurnar og sætu kartöflurnar eru soðnar, í um 20 mín. Bragðið að lokum til með sítrónusafa, cayennapipar og sjávarsalti.


Linsusúpa Önnu G

1 stór laukur
1 msk paprikuduft
2 msk matarolía
2 dl rauðar linsubaunir
2 hvítlauksrif
1- 2 dósir niðursoðnir tómatar
2 rauðar paprikur
4 gulrætur
2 rauðir chilipipar
8- 10 dl vatn ( kjötsoð ef vill)
1 lárviðarlauf
svartur pipar

1. Laukurinn saxaður smátt og steiktur í olívuolíu og paprikudufti.
2. Linsubaunum og pressuðum hvítlauk bætt út í.
3. Saxið tómatana og skerið grænmetið í litla bita.
4. Setjið allt í pottinn og sjóðið í ca 30 – 40 mín, eða þar til baunirnar eru soðnar.

Svara Snarsvar Uppskriftir


Svissnesk byggsúpa frá Neðra-Hálsi í Kjós

2 laukar
2 gulrætur
1 púrrulaukur
200g hnúðsellerí
1msk. smjör

75g Bankabygg
1 l vatn
grænmetiskraftur
graslaukur eða steinselja

1 eggjarauða
2msk. rjómi
salt og pipar eftir smekk

Skerið laukinn í sneiðar. Skerið gulrætur, sellerí og púrrulauk í smábita.

Hitið smjörið og látið laukinn krauma í, bætið síðan grænmetinu saman við og látið krauma í smá stund.

Bæta síðan Bankabygginu ásamt vatni út í og látið smá sjóða í um það bil 45mín. Bragðbætið með grænmetiskrafti og salti og pipar eftir smekk.

Blandið saman eggjarauðu og rjóma og bætið út í súpuna ásamt graslauknum.


Hafrasúpa að hætti Appenzellerbúa

120 g rifinn ostur
30 g smjör
lítill laukur, skorinn í sneiðar
6 msk. haframjöl
söxuð steinselja
lítill blaðlaukur, skorinn í sneiðar
8 dl heitt kjötsoð úr súputeningum
2 dl rjómi
saxaður graslaukur

Hitið laukinn vel í smjörinu og bætið haframjöli út í. Látið steikjast í 2­3 mínútur og hrærið í. Bætið steinselju og blaðlauk út í og látið hitna í gegn. Leysið upp með soðinu og látið krauma í 15­20 mín. Bætið rjóman í og ausið í 4 súpuskálar. Dreifið osti og graslauk yfir súpuna og berið strax fram.Pólsk bygggrjónasúpa að hætti Nönnu R.

2 msk svínafeiti eða smjör
1 laukur, saxaður smátt
1 blaðlaukur, skorinn í sneiðar
2 gulrætur, saxaðar smátt
1,2 l kjötsoð
100 g perlubygg
1 lárviðarlauf
pipar, nýmalaður
salt
¼ seljurót, afhýdd og skorin í teninga (eða t.d. gulrót)

Feitin brædd í potti og laukur, blaðlaukur og gulrót látin malla í henni við vægan hita nokkra stund án þess að brúnast. Þá er soðinu bætt út í og síðan bygginu og lárviðarlaufinu. Hitað að suðu, kryddað og látið malla undir loki í um hálftíma. Þá er seljurótinni bætt í pottinn, hrært og látið malla áfram í hálftíma, eða þar til bygggrjónin eru meyr og bústin. Þá er súpan smökkuð til og borin fram strax.Írsk kjötsúpa

100 g bankabygg
salt
1 kg súpukjöt eða framhryggjarsneiðar
1 msk olía
2-3 laukar
3 gulrætur
2 nípur (parsnips; seldar hér í verslunum undir nafninu steinseljurót, sem er alrangt)
8-10 kartöflur, afhýddar
1 rósmaríngrein eða 1/2 tsk þurrkað rósmarín
nýmalaður pipar
1,8 l vatn
hnefafylli af steinselju

Bankabyggið forsoðið í saltvatni í um 20 mínútur og síðan látið renna af því í sigti. Kjötið snyrt og fituhreinsað eftir þörfum. Olían hituð í þykkbotna potti og kjötið brúnað á öllum hliðum. Tekið upp og sett á disk. Allt grænmetið skorið í bita og brúnað í pottinum. Kjötið sett aftur í pottinn, ásamt bankabyggi, rósmaríni og salvíu, kryddað með pipar og salti, vatni hellt yfir og hitað að suðu. Látið malla við hægan hita í um 1 klst. Smakkað til með pipar og salti eftir þörfum. Steinseljunni stráð yfir rétt áður en súpan er borin fram.


Hvannasúpa

3 lítrar kjötsoð,
1 kg hvannablöð,
60 gr smjör,
5 gr hveiti,
1 tsk sykur,
200 gr. gulrætur og smá salt.

Hvannablöðin þvegin og soðin í saltvatni í 1-3 mín., vatnið síað vel frá og blöðin skorin smátt.

Gulræturnar þvegnar, skafnar, soðnar og síðan skornar í litla bita.
Smjörið brætt, hveitinu hrært saman við og hrært svo út með heitu kjötsoðinu.
Kálið og gulræturnar látnar í og súpan soðin í 5-10 mínútur.

Borðist með hveitibollum eða harðsoðnum eggjum, sem eru skorin í sundur og látin í súpudiskana.

Skosk hakksúpa

Matarmikil súpa sem minnir á íslenska kjötsúpu, og þó...

500 g kindahakk eða blandað kinda- og nautahakk
1 meðalstór rófa
4-5 gulrætur
¼ hvítkálshaus (eða heldur minna)
Smá smjörlíkisklípa (má eflaust nota olíu)
Vatn
Lamba- eða nautakraftur
Salt og pipar

Brúnið hakkið í smjörlíkinu í frekar stórum potti. Hellið vatni, þannig að vel fljóti yfir. Kryddið eftir smekk. Skrælið (ef þarf) og skerið grænmetið, ekki mjög smátt. Sjóðið þar til grænmetið er orðið mjúkt (en ekki orðið að graut). Smakkið til með meiri krafti/salti/pipar ef þarf. Berist fram með soðnum kartöflum. Ótrúlega gott að stappa - börn háma þetta í sig. Verður enn betra upphitað í annað, svo ekki sé talað um þriðja sinn. Gráupplagt að gera stóran skammt og frysta. Mjög ódýrt - enda skoskt!
Hakksúpa úr sveitinni

1 laukur
400 gr nautahakk
1 msk matarolía
1,5 l nautakjötssoð(vatn + teningur)
70 gr tómatkraftur
1 dós hakkaðir tómatar
1/2 tsk cayennepipar
3 tsk óreganó
4 gulrætur
100 gr spelt pasta
1/2 tsk salt
1/2 tsk pipar
4 msk steinselja

Saxið laukinn og mýkið í olíu í potti ásamt kjöthakkinu. Bætið vatni og tening saman við ásamt tómatkrafti, hökkuðum tómötum og kryddi. Hrærið vel saman og látið suðuna koma upp. Skerið gulrætur í sneiðar og bætið út í ásamt pastanu og sjóðið í 15 mín. Bragðbætið með salti og pipar og stráið saxaðri steinselju yfir. Berið fram með góði brauði og jafnvel rauðvíni.


Tómatsúpa með kjúklingabaunum

2 msk olía
1 stór laukur
1 stór bökunarkartafla, afhýdd og skorin í teninga
200 ml mild karrýsósa, t.d tikka masala
1 dós saxaðir tómatar
700 ml vatn
1 dós kjúklingabaunir


1. Olían hituð í potti, laukur og kartöflubitar látnir krauma í olíunni í nokkrar mínutur við meðalhita, hrært öðru hverju.
2. Karrýsósunni hrært saman við og svo tómötunum og vatninu. Hitið að suðu, kryddið með pipar og salti og látið malla í um 10 mínútur.
3. Þá er kjúklingabaununum hellt í sigti og látið renna vel af þeim. Síðan er þeim hrært saman við súpuna og látið malla í um 5 mínútur.
4. Smakkað og bragðbætt með pipar, salti og e.t.v. meiri karrýsósu.

Matarmikil tómatsúpa frá Englandi

1 dós bakaðar baunir í tómatsósu
6 dl grænmetissoð
1 dós niðursoðnir tómatar
2 gulrætur, þunnt sneiddar
3 fínsaxaðir laukar
1 hvítlauksrif, pressað
1 tsk timían
Salt og pipar
1 bolli makkarónur

1. Baunir og tómatar eru sett saman í pott. Grænmetissoði, gulrótum, lauk, hvítlauk og timían bætt út í og látið sjóða í 30 mínútur eða þar til gulræturnar eru soðnar.
2. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.

Súpan er borin fram með heilhveitibrauði og osti.


Tómat-appelsínusúpa – frá Sýni

1 laukur (púrra er reyndar líka góð)
1 msk matarolía
1 dós niðursoðnir, hakkaðir tómatar
1 msk tómatmauk
1/4 l grænmetissoð
3 appelsínur
salt og pipar
steinselja eða graslaukur
100 g sýrður rjómi (10%)

Laukurinn er fínhakkaður og steiktur þartil hann verður glær í olíunni í djúpum potti. Tómatmauki bætt við. Svo er soðinu hellt yfir og tómötunum bætt við. Látið krauma í 10 mínútur. Á þessu stigi er gott að mauka súpuna í matvinnsluvél/mixer eða þrýsta henni í gegnum sigti (súpan er reyndar líka mjög góð þótt hún sé ekki maukuð). Loks er safanum af tveimur appelsínum ásamt aldinkjöti bætt út í og kryddað eftir smekk með salti og pipar. Síðasta appelsínan er skræld og skorin í báta og notuð ásamt steinselju eða graslauk til skreytinga. Sýrður rjómi borinn fram með súpunni.Tómat og beikonsúpa Dagnýjar

½ bréf beikon
5-6 hvítlauksgeirar
4 laukar
3-4 gulrætur
1 dós niðursaxaðir tómatar
½ lítri kjúklingasoð
1 dl rjómi
krydd: basilika, herbs de provance, oregano, salt og pipar

Byrjaði á því að saxa allt grænmeti niður, steikja beikonið í potti, taka það svo uppúr og mýkja laukinn í beikonfitunni, bæta svo gulrótum við, svo úr tómatdósinni og láta það malla vel saman. Búa til soð úr kjúklingateningum og þegar suðan er komin upp að bæta því útá. Krydda og láta malla í ca klukkutíma. Þegar 10 min eru eftir má beikonið fara útí aftur og svo rjóminn.
Borið fram með brauðbollum og nóg af vatni
Karrísúpa með sítrussafa og rækjum – frá Sýni

2 hvítlauksrif
1-2 cm engifer
1 chilli (athuga styrkleika)
börkur af einni appelsínu og einni sítrónu
Allt mixað saman í mixara

2 msk olífuolía
Appelsínusafi og sítrónusafi
karrí
1 kjúklingateningur
700 ml Vatn
pipar
salt
Núðlur
Rækjur

Krydd og mauk svissað í olíunni. Safa, vatni og krafti bætt út í. Kryddað til með salti og pipar. Núðlur settar út í og látið sjóða í smá stund. Rækjur settar út í rétt áður en súpan er borin fram.
Skreytt með kóríander ef vill.Kartöflusúpa að hætti Þórunnar í Vallanesi

½ kg soðnar kartöflur og soðið af þeim
1 laukur
5 hvítlauksrif
1 msk olía
1 msk timjan/blóðberg (myljið jurtinar í lófanum eða steitið til að fá sem ríkast bragð)
1 tsk cummin
1 tsk karrý
1 tsk dijonsinnep
1 tsk hunangsalt og pipar eftir smekk
mjólk eftir þörfum
smjörklípa


Kartöflurnar eru soðnar og síðan maukaðar með ca. 2 dl af soðinu, (gott að gera það í matvinsluvél eða með maukara). Laukur og hvítlaukur er saxaður fínt og mýktur í heitri olíu. Þessu er svo bætt í matvinnsluvélina ásamt mjólk eða soði þar til súpan er orðin hæfilega þunn (svona álíka þunn og súrmjólk). Súpan sett í pottinn og öllu kryddi og jurtum blandað saman við sem og smjörklípu fyrir þá sem það vilja. Súpan er síðan hituð upp og borin á borð. Gott er að strá yfir súpuna fersku dilli eða hella yfir hana örlítilli hvílauksolíu, grænni ólífuolíu eða graskerskjarnaolíu.


Blaðlauks og beikonsúpa með rósmarín – ættuð frá Sýni

4 blaðlaukar, skornir í þykka búta
8 reyktar beikon sneiðar, skornar í bita
1 ½ lítri kjúklingakraftur
2 greinar rósmarín, nálar smátt saxaðar
200g pastaslaufur eða skrúfur

Steikið laukinn og beikonið í potti í um 5 mínútur eða þar til beikonið er orðið “krispí” og laukurinn byrjaður að mýkjast. Hellið kraftinum útí og setjið rósmarín útí ásamt salti og pipar eftir smekk. Hitið að suðu og látið malla í 5 mínútur. Setjið þá pastað útí og látið sjóða þar til pastað er “al dente”.

Berið fram með volgu ristuðu ciabatta brauði.Rósrauð naglasúpa frá Vallanesi

3 dl Bankabygg
1 dl grænar linsubaunir
5 meðalstórar kartöflur
1 gulrófa

2 smáar rauðrófur
4-5 gulrætur

1 rauðlaukur
2 hvítlauksrif
2 hnefar hvítkál
1 rauð paprika
1/2 búnt steinselja
3 grænkálsblöð
2 grænmetissúputeningar

Kryddist eftir smekk t.d með sellerírót, stöngli eða fræum, einnig má nota lárviðar­lauf og/eða timianlauf.

Aðferð:
Grænmetið er skorið í sneiðar, lengjur og búta, eftir listrænum smekk hvers og eins. Öllu sturtað í pott (helst rauðan) og grænmetissoði ef það er til og vatni bætt í svo fljóti uppundir yfirborð grænmetisins og síðan kryddað.Gott er fyrir þá sem hafa lítinn tíma að deginum að laga þessa súpu að kvöldi, þá er suðan látin koma upp og síðan látið malla við lágan hita í 2 tíma eða þangað til farið er í bólið. Næsta dag er síðan hitað hæfilegt magn fyrir þá sem eru í mat, en móðurpotturinn hafður í kæli. Þannig má hafa fljótlegan en hollan mat daglega á borðum. Gott með heimabökuðu byggbrauði.Frönsk súpa "Pistou" – ættuð frá Sýni

2 msk olífuolía
1-2 laukar
400 g niðursoðnir tómatar í bitum
½ súkkíni skorið í teninga
100 g ferskar baunir (t.d. sykurbaunir eða haricot), skornar í bita
100 g grænar ertur (frosnar)
2 kartöflur skornar í teninga
nokkrir þræðir af spaghetti, brotnir í 3 cm bita
1,5 l kröftugt og gott grænmetissoð
Salt og svartur pipar
1 dl rifinn ostur

Pistou kryddolía:
Búnt af basiliku, 2-3 hvítlauksgeirar, 3msk græn ólífuolia

Aðferð:

Steikið laukinn, setjið tómatana, súkkíni og belgbaunirnar úti. Hellið grænmetissoðinu út í og látið sjóða í 10 min. Setjið þá kartöflubitana, spaghettíið og frosnu baunirar út í og sjóðið létt í 10 mín. Saltið og piprið eftir smekk.

Hakkið saman basilikuna, hvítlaukinn og olíuna.
Rétt áður en súpan er borin fram er kryddolíunni hrært út í og rifnum osti stráð yfir.


Graskers- og kókossúpa frá Zanzibar – a la café sigrún
Fyrir 4

2 tsk kókosfeiti eða ólífuolía. Bætið við vatni ef þarf
50 gr laukur, saxaður gróft
200 gr soðið grasker (afhýðið, fræhreinsið, skerið í búta og sjóðið í söltu vatni í um 15 mínútur)
650 ml grænmetissoð (vatnið + 2 gerlausir grænmetisteningar t.d. frá Rapunzel)
375 ml undanrenna eða léttmjólk
1/8 tsk negull
1 tsk ferskt, rifið engifer (má nota þurrkað engifer en þá þarf bara 1/2 tsk)
1 tsk sítrónusafi
1/2 tsk kanill
Smá sletta af Tabasco sósu (eða sterkri piparsósu). Má nota malaða papriku í staðinn, til að fá mildari súpu
1/2 tsk heilsusalt (Herbamare) ef þarf
250 ml kókosmjólk,
Smá klípa saffran. Má sleppa en gefur fallegan lit

Aðferð:

Hitið kókosfeitina í stórum potti og steikið laukinn þangað til hann verður mjúkur.
Bætið graskerinu við ásamt mjólkinni, grænmetissoðinu, kryddinu, tabasco sósunni, saltinu og sítrónusafanum.
Látið malla í 15 mínútur.
Bætið kókosmjólkinni við og hitið í eina mínútu án þess að sjóði.
Bætið saffrani við.
Kælið súpuna aðeins og setjið svo í smáskömmtum í matvinnsluvél. Einnig má nota töfrasprota.
Blandið vel, sumir vilja þó grófari áferð og skal þá blanda súpuna minna.
Hitið súpuna upp að suðu.

Berið súpuna fram sjóðandi heita með nýbökuðu brauði.
Tortellinisúpa – ættuð frá Sýni

1 l grænmetissoð
500 g frosið grænmeti - eftir smekk
400 g tortellini
4 msk parmesan, rifinn
2 msk steinselja, hökkuð

Grænmetissoð er hitað og grænmetinu bætt út í þegar farið er að sjóða. Látið krauma í 5 mínútur. Tortellini bætt út í og látið sjóða áfram eftir leiðbeiningum á pakka. Tilbúið!
Parmesan og steinselja borin fram með súpunni.Fjögurra lauka súpa með gruyére "croutons" að hætti Gylfa

hráefni: (fyrir 2)
500 g laukar (u.þ.b. 250 g á mann), sneiddir
2 venjulegir laukar
2 rauðlaukar
1 shallot laukur
2 hvítlauksgeirar
1 msk ólífuolía
75 g smjör
500 ml kjötsoð
100 ml ljós bjór
boquet garni (sjá fyrri færslu)
1/3 búnt steinselja, söxuð
salt og pipar eftir smekk
1 baguette brauð
50 g gruyére ostur, rifinn gróft

aðferð:
hitið rúmgóðan þykkbotna pott, setjið olíuna og 50 g af smjörinu út í og bræðið. setjið laukinn út í og svitið á rólegum hita. þegar laukurinn er orðinn mjúkur (alls ekki brúnn) þá lækkið hitann og leyfið lauknum að krauma eins lengi og þið getið (ég hafði hann í ríflega 2 tíma á lægsta hita). þeim mun lengur sem laukurinn kraumar, þeim mun dekkri lit tekur hann og öðlast sætara bragð (endilega bragðið laukinn á mismunandi eldunarstigum til þess að átta ykkur á muninum). þegar laukurinn hefur tekið nægan lit er hægt að hræra út í 1-2 msk af hveiti ef þið viðljið súpuna þykka, mér finnst hún samt best þunn.

hellið bjórnum út í og hækkið hitann og sjóðið í smá stund. hellið soðinu saman við ásamt boquet garni, ég notaði 4 steinselju stilka, 4 garðablóðbergs greinar og 2 fersk lárviðarlauf (1 þurrkað er í fínu lagi). leyfið þessu að sjóða í 10 mínútur, veiðið svo bouquet garni úr og hrærið næstum allri steinseljunni saman við og leyfið að standa (slökkvið á hitanum) þar til þið viljið bera súpuna fram.

skerið brauðið í 1-2 cm þykkar sneiðar, smyrjið hvora hlið með afganginum af smjörinu og grillið í heitum ofni beggja vegna uns gullið og létt-stökkt. ausið súpunni í hitaþolnar skálar, raðið brauðinu ofan á súpuna og dreifið ostinum yfir. setjið skálarnar undir grillið í ofninum uns osturinn er bráðnaður. takið skálarnar varlega út og njótið vel.Ítölsk súpa með heimagerðu brauði – að hætti Ragnars Freys

Fyrst var kjúklingasoð útbúið.

Tveir lítrar af vatni voru hitaðir og 4 kjúklingatengingar leystir upp í vatninu. 2 sellerístangir, 1 laukur, 4 hvítlauksrif voru niðurskorinn og steikt í heitri olíu. Þvínæst var niðurskornu beikoni bætt útí. Saltað og piprað. 2 dósir af niðursoðnum tómötum var bætt í soðið og tvær niðurskornar bökunarkartöflur (skornar í teninga). Steikta grænmetið og beikonið var bætt útí sem og ferskum kryddjurtum – í þetta sinn 10-12 blöð basil og 1 lúka af steinselju, niðurskorið, og 1 tsk af þurrkuðu oregano – Þetta var látið malla í rúmlega 1 klst – því lengra því betra. Þetta þarf svo að bragðbæta eftir smekk; útí þetta má svo setja rauðvín, þess vegna púrtvín, rjómaost – hvaðeina sem manni dettur í hug. Í þetta sinn var til matreiðslurjómi – og 1 dl var bætt útí og dash af soya sósu.

Á meðan súpan er að sjóða var brauðið útbúið.

500 gr af heilhveiti og 400 gr af hveiti var blandað í skál. Svo var 3 dl af haframjöli bætt útí, 1 1/2 tsk lyftiduft, 2 msk hlynsírópi, 1 1/2 msk Maldon salt, 1 1/2 bolli af léttri AB mjólk og vatn þar til að deigið er orðið blautt ca, 1-2 dl. Ofn var hitaður í 180 gráður. Formið var smurt með olíu. Deiginu var smurt í formið og bakað í heitum ofninum í tæpa klukkustundið. Borið fram með ostum og smjöri…og súpuni auðvitað.

Frábær máltið í miðri viku – fátt betra til að ylja manni á svona frostkvöldum annað en heit súpa og heitt brauð með ostum.


Ostasúpa Ingunnar

40 gr smjör,
4-5 msk hveiti,
2 dl mjólk,
8 dl kjúklingasoð (soð og teningur),
1 tsk rifið ferskt múskat eða múskatkrydd,
1 sellerístilkur,
200 g Goudo eða Maribo ostur,
1 ½ dl rjómi,
2 eggjarauður,
salt og pipar

1. Bræðið smjörið í potti. Stráið hveitinu yfir og hrærið. Hellið mjólk og kjúklingasoði smám saman út í og hrærið vel á milli. Kryddið með múskati.
2. Skerið sellerí í bita og setjið útí súpuna. Rífið ostinn út í og hrærið vel þar til osturinn bráðnar.
3. Hrærið eggjarauður og léttþeyttan rjóma út í súpuna rétt áður en hún er borin fram, látið alls ekki sjóða eftir það. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.
4. Hellið súpunni í skálar og skreytið með nokkrum rækjum, þunnum selleríbitum og saxaðri steinselju.
5. Borið fram með góðu brauði.Brokkólí-ostasúpa

4 bollar af brokkolí
1 bolli skorinn laukur
2 stilkar af sneiddu sellerí
1 hvítlauksrif (marið)
ca 300 g af sneiddum kartöflum
1 bolli kjúklingasoð
Rúmlega einn og hálfur bolli mjólk
Einn og hálfur bolli rifinn ostur
1/4 tsk þurrkað timían (nulið fínt bara með fingrunum)
1/2 tsk salt
1/4 tsk hvítur pipar
1 msk. smátt skorin steinselja (má líka nota þurrkaða).

Brokkólíið, laukurinn, seleríið, hvítlaukurinn, kartöflurnar og soðið sett í pott. Hitinn hafður hár í byrjun en fljótlega lækkaður og allt soðið þar til grænmetið er orðið meyrt, svona ca. 15 mín.

Þrír fjórðu hlutar af því sem í pottinum er er sett í mixara og maukað, og svo bætt aftur útí pottinn. Þá er öllu öðru bætt út í súpuna og hitað varlega þar til osturinn er bráðinn. (í sumum uppskriftum hef ég séð bjór bætt í og svo líka chili pipar flögum). Smakkið til og bætið við kryddið eftir smekk.


Gráðostasúpa með valhneturjóma
Fyrir 6

25 g smjör
1 msk. ólífuolía
1 lítill laukur, smátt saxaður
2 sellerístönglar, saxaðir
1 hvítlauksgeiri, saxaður
1 epli
2 msk. hveiti
1 ½ dl hvítvín
9 dl grænmetiskraftur
200 g gráðostur
6 msk. rjómi
salt og svartur pipar

Hitið smjörið og olíuna í potti og mýkið laukinn og selleríið í því. Bætið hvítlauknum út í. Flysjið eplið, skerið það í bita og látið það krauma með í 3-4 mínútur. Stráið hveitinu yfir og hrærið vel. Hellið hvítvíninu og grænmetiskraftinum smátt og smátt út í og sjóðið í 1-2 mínútur. Setjið allt í matvinnsluvél, bætið gráðostinum út í og hrærið vel þar til blandan verður að sléttu mauki. Hellið súpunni aftur í pottinn og bætið rjómanum út í. Hitið að suðumarki og bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. Berið fram með valhneturjómanum (má sleppa) og góðu brauði.

Valhneturjómi:

6 msk. sýrður rjómi
40 g valhnetur, smátt saxaðar
2 msk. saxaður graslaukur

Blandið öllu vel saman og geymið í kæli fram að framreiðslu.Ostasúpa með hakki.

600 gr hakk
1 líter af vatni
1 nautakraftsteningur
200 grömm rjómaostur til matargerðar
200 grömm rjómaostur með kryddi
1 blaðlaukur

brúna hakkið á pönnu (eða strax í stórum potti), setja í stóran pott, bæta vatn
ofan í og nautakraftstening. Skera laukinn og setja í pottinn, láta sjóða
þangað til laukurinn er vel soðinn. Hræra svo rjómaostinn út í súpuna (smám
saman, ég giska á 300-400 grömm af osti í súpuna.
Best er að borða brauð eða soðnar kartöflur með súpunni, en ef soðnar kartöflur
eru til i eldhúsinu, þá má alveg bæta þeim við súpuna og hita þær upp í henni.Gráðostasúpa

4 msk smjör
4 msk hveiti
5 bollar vatn
4 teningar
1 bolli rifinn gráðostur
½ bolli rjómi
¼ bolli sérrí

Bræðið smjörið, blandið hveitinu saman við og bakið upp með vatninu, leysið teningana upp í sjóðandi vatni og blandið þeim saman við súpuna.
Blandið að síðustu ostinum, rjómanum og sérríinu saman við.

Klippið steinselju yfir og látið paprikuhring á hvern disk.


Köld gúrkusúpa

Fyrir 4

Þessi súpa er kannski ekki beinlínis fyrir þá sem eru að flýta sér í matseldinni því hún þarf að standa í kæli í a.m.k. 3 tíma eða yfir nótt. Hins vegar er upplagt að útbúa hana kvöldinu áður og hafa tilbúna í kæli þegar komið er heim úr vinnunni. Hún er einnig tilvalin sem forréttur í matarboðið t.d. á undan grilluðum kjúklingi eða lambi.

2 tsk. ólífuolía
¾ dl saxaður vorlaukur eða blaðlaukur
2 hvítlauksrif, söxuð
1 kg íslenskar gúrkur
1 ½ dl rjómi
2 msk. hvítvínsedik
salt og hvítur pipar eftir smekk

Hitið olíuna í potti og mýkið laukinn og hvítlaukinn í henni í 3-4 mínútur. Setjið laukblönduna í matvinnsluvél. Flysjið gúrkuna, kljúfið hana og fjarlægið mjúka kjarnann innan úr með skeið. Skerið gúrkuna í bita og setjið hana í matvinnsluvélina og hrærið í mauk með lauknum. Bætið rjómanum og edikinu út í og hrærið örstutt þannig að allt blandist vel. Hellið súpunni í gegnum sigti og bragðbætið með salti og pipar. Geymið súpuna í kæli (minnst 3 tíma) fram að framreiðslu.

Berið súpuna fram ískalda með hvítlauksbrauðteningum.Köld hunangsmelónu- og bláberjasúpa Frú Stalín

1 hunangsmelóna
1 box bláber
6 hafrakexkökur


1. Skerðu melónuna í tvennt og hreinsaðu innan úr henni. Taktu svo allt aldinið úr með skeið og settu í matvinnsluvél og maukaðu þar til það er orðið að stöppu. Settu maukið þá í stóra skál og hrærðu bláberjunum saman við. Kældu vel.

2. Áður en súpan er borin fram, skal setja hana í skálar og mylja hafrakex yfir hverja skál.


Skyrsúpa fyrir 2

2 dl hreint skyr
1 dl mjólk
2 tsk. hunang
¼ tsk. vanillusykur
1 epli smátt saxað

Skyri, mjólk, hunangi og vanillusykri hrært saman þar til blandan er kekkjalaus. Smátt söxuðu epli blandað saman við og súpan er tilbúin.Fennel og sítrónusúpa - hráfæði

3 bollar rifið fennel
vatn
1 tsk. fennel duft
1 til 2 msk. sítrónusafi
1 tsk. agave sýróp
1/4 stk. rauð paprika

Setið fennel í blandara og svo vatn, lítið til byrja með og ekki meira en að blandarinn nái aðeins að láta allt innihaldið snúast.
Bætið fennel dufti og sítróna út í og blandið vel.
Setjið meira vatn ef súpan er of þykk.

Skerið rauðu paprikuna í teninga og dreifið yfir súpuna áður en hún er borin fram.


Köld tvílit súpa

350 g blaðlaukur sneiddur
450 g gulrætur sneiddar
1 laukur saxaður
350 g kartöflur afhýddar og sneiddar
12 dl vatn dl
50 g smjör
100 g rjómaostur hreinn
½ tsk salt
¼ tsk pipar

Myntulauf til skrauts

Setjið blaðlauk og gulrætur í sitt hvorn pottinn. Skiptið lauk, kartöflum og vatni í báða pottana. Látið malla undir loki þar til vel meyrt. Setjið í sitt hvoru lagi í blandara, kryddið og skiptið smjöri og osti í hrærurnar. Ef súpan verður of þykk, þynnið þá með mjólk eða vatni. Setjið í skálar og kælið. Setjið í tvær könnur og hellið úr báðum samtímis á hvern disk. Skreytið með myntulaufum.Mango- og engiferssúpa frá Masai Mara – café sigrún uppskrift
Fyrir 4-5

10-20 gr fínt saxað engifer (mér finnst gott að hafa milt engiferbragð en fyrir þá sem vilja sterkara bragð má setja meira en 10 grömm af engiferi)
400 ml mangosafi (hreinn og lífrænt framleiddur, án viðbætts sykurs. Fæst yfirleitt í heilsubúðum)
150 ml undanrenna (var ekki í upphaflegu uppskriftinni)
700 ml grænmetissoð (vatn + 2-3 gerlausir grænmetisteningar)
2 msk spelti (þeir sem hafa glúteinóþol ættu að nota kartöflumjöl)
1 tsk kókosfeiti og smá vatn
Smá salt ef þarf (t.d. Himalaya eða sjávarsalt)

Aðferð:

Hitið kókosfeiti í djúpum potti.
Brúnið engiferið í um 2 mínútur. Bætið smá vatni saman við ef þarf.
Hrærið speltið eða kartöflumjölið út í en gætið þess að það brenni ekki við.
Bætið soðinu út í og látið suðuna koma upp.
Látið malla í 30 mínútur.
Sigtið súpuna í gegnum fíngatað sigti (einnig er hægt að nota töfrasprota en þá verður mjög sterkt engiferbragð af súpunni).
Bætið mangosafanum út í.
Bætið undanrennunni út í (bætið hægt út í og smakkið súpuna til, ekki víst að þurfi alla undanrennuna).

Saltið eftir smekk.Eggaldin-og tómatsúpa

225 gr eggaldin
salt
3 msk matarolía
1 laukur (saxaður)
2 hvítlauksrif(marin)
450 gr tómatar(afhýddir og saxaðir)
1 msk tómatkraft (tomatpurre)
6 dl grænmetissoð
2 msk söxuð basilka
2 msk kaffirjómi

Aðferð: Saxið eggaldin og stráið salti yfir . Látið bíða í hálftíma, skolið og þerrið. Steikið eggaldinin,lauk og hvítlauk í olíunni í 5, min. Bætið við tómötunum , tómatkrafti og grænmetis soði , sjóðið við vægan hita í 20,min. Maukið og sigtið. Bætið basilkum og rjóma út í og hitið.


Kjúklingasúpa með heimagerðum núðlum að hætti Gylfa
hráefni: (fyrir 2-3)

súpa:
1 stór laukur, gróft saxaður
1-2 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 sellerístöng, söxuð
2 gulrætur, skornar í tvennt eftir endilöngu og svo í sneiðar
2 tómatar, kjarnhreinsaðir og skornir í bita
1 msk tómatmauk
1 msk ólífuolía
2-3 kjúklingaleggir (má nota hvaða hluta kjúklingsins sem er)
500 ml kjúklingasoð
250 ml ljós bjór
1/2 tsk reykt paprika (má sleppa)
2-3 greinar timian, laufin tínd
handfylli steinselja, smátt söxuð
salt og pipar eftir smekk

núðlur:
1 egg
hveiti eftir þörfum

aðferð:
hitið rúmgóðan þykkbotna pott, setjið olíuna og laukinn út í og svitið á rólegum hita. þegar laukurinn er orðinn mjúkur og glær þá bætið út í restinni af grænmetinu og hrærið tómatmaukinu saman við (ávallt þegar tómatmauk er notað að þá er nauðsynlegt að elda það aðeins til að ná bragðinu fram).
hitið litla pönnu með smá olíu og brúnið kjúklingaleggina á öllum hliðum. bætið kjúklingaleggjunum út í pottinn, hellið bjórnum út í og hækkið hitann og sjóðið í smá stund. hellið soðinu saman við og leyfið súpunni að sjóða uns kjúklingurinn er fulleldaður. veiðið leggina upp úr súðpunni og takið allt kjötið af beinunum, rífið eða skerið í eins litla eða stóra bita og þið viljið og setjið aftur út í pottinn ásamt kryddjurtunum. Slökkvið undir pottinum og leyfið að standa þar til þið berið hana fram.
setjið góða handfylli af hveiti í skál og brjótið eggið út í hveitið. notið fingurna til þess að hræra eggið saman við hveitið og bætið hveiti saman við uns þið eruð komin með deig sem festist ekki við skálina. fletjið deigið út með kökukefli (eða pastavél ef þið eigið hana) eins þunnt og þið getið, passið að nota hveiti undir og ofan á deigið meðan þið fletjið það út svo það festist ekki við borðið. þegar deigið er nægilega þunnt þá skerið það í hvaða form sem er, endilega nota hugmyndaflugið aðeins.
þegar þið berið súpuna fram þá þarf bara að hita súpuna og sjóða núðlurnar í ca 3 mínútur í litlum pott og bæta svo út í súpuna. ekki sjóða núðlurnar í súpunni þar sem hveitið af núðlunum blandast súpunni.


Heitsúr (hot & sour) súpa - frá cafe sigrún
Uppskrift fyrir 4

60 gr BAUNIR, grænar, niðursoðnar
2 msk MAÍSMJÖL
250 gr NÚÐLUR, eggjanúðlur, þurrkaðar
125 gr SOJAHLAUP / TÓFÚ
4 stk SVEPPIR, hráir
800 ml Vatn
3 stk GRÆNMETISTENINGUR
2 msk EDIK, Hvítvíns

Aðferð:

Sjóðið eggjanúðlurnar eða hrísgrjónanúðlurnar ef þær eru notaðar, kælið og leggið til hliðar.
Skerið bambussprotana (ef notaðir) og tofuið.
Hellið sjóðandi vatni yfir grænmetiskraftinn og látið sjóða.
Bætið sveppunum, tofui, bambussprotum (ef notaðir) og baunum eða baby mais út í. Sjóðið í 2 mínútur og hrærið mjög varlega til að brjóta ekki tofouið.
Blandið saman tamarisósunni, edikinu og maísmjölinu með 2 msk af vatni.
Hrærið þessu saman við súpuna.
Látið sjóða og kryddið með salti og mikið af pipar. Hitið í 15 mínútur.
Bætið eggjanúðlunum saman við og 300 gr af soðnum/grilluðum kjúklingi ef þið viljið.
Setjið nokkra dropa af sesemolíu út á hverja skál.
Berið fram í kínverskum skálum með kínverskum skeiðum (fæst t.d. í versluninni Salti og Pipar, Skólavörðustíg).

Í staðinn fyrir grænar baunir er hægt að nota maísbaunir.

Það má sleppa tofuinu og nota meira af niðursoðnu grænmeti í staðinn t.d. baby gulrætur, baunaspírur o.s.frv.Gazpacho - köld súpa frá Spáni

12-15 tómatar
1 græn paprika
1/2 gúrka (taka hýðið af)
1/2 laukur
svolítið af brauðteningum
2 hvítlauks geirar
2 msk Balsamico edic
6-7 msk ólífuolía
salt

Allt skorið smátt og sett í blandara, sigtað gróft eftir blandarann og kælt.

Borið fram kalt.Gúllassúpa með kartöflum, pasta og kúmeni

600 gr nautagúllas
600 gr kartöflur
1 laukur
4 tómatar
1 líter vatn
1 teningur kjötkraftur - nauta
1 bolli pasta skeljar eða makkarónur
matarolía
2 tsk paparikurkydd
1 tsk kúmen
pipar
salt

Steikið laukinn í smá olíu í potti og stráið paprikudufti yfir ásamt salti. Steikið kjötið í olíunni og lauknum bætið 1/2 líter af vatn út í og sjóðið í 20-30 mín. Bætið öllu hinu í pottinn og sjóðið áfram 15-20 mín, njótið.


Uxahalasúpa Hildigunnar

1 1/2 kíló uxahalar (svona um það bil)
2 laukar
2-3 hvítlauksrif
2 gulrætur
1/2 sellerístöngull
50 g smjör eða olía
um 2 l vatn
1 msk tómatkraftur (purée)
1 tsk paprikukrydd
salt og pipar

Kryddvöndur:
steinselja
timjan
lárviðarlauf
bundið saman með sláturgarni

1/2 dl. sérrí eða þurrt madeira (ég sleppi þessu alltaf)

Gróffituhreinsið halabitana ef þeir eru mjög feitir. Hakkið laukana og hvítlaukinn smátt og skerið gulrætur og sellerí í fremur litla bita. Hitið smjörið eða olíuna í þykkbotna potti og brúnið kjötbitana á öllum hliðum. Takið upp úr pottinum og steikið laukinn þar til hann er gullinn, setjið þá hvítlauk, gulrætur og sellerí saman við og steikið í smástund í viðbót. Kjötbitarnir settir aftur í pottinn, kryddað með salti, pipar og papriku. Hellið vatni í pottinn svo fljóti yfir, setjið tómatkraft og kryddjurtir saman við. Hitið að suðu, hreinsið aðeins ofan af gromsið sem flýtur upp, lækkið hitann og látið súpuna malla í um 4 klukkutíma. Kjötið á að falla alveg af beinunum.

Smakkið til með salti, pipar og víni ef vill og látið sjóða í 10 mínútur til (ef þið notið vín)

Takið kjötbitana úr pottinum og hreinsið kjötið af beinunum, setjið það aftur í pottinn. Hitið aftur að suðu og berið fram sjóðheita. Ekki er verra að hafa heitt brauð með.
Ungverska gúllassúpan

600 gr nautakjöt í teningum
500 gr kartöflur í teningum
4-5 gulrætur í teningum
1 laukur - saxaður
1 paprika - rauð - söxuð
1 stór tómatur - heill
2 msk matarolía

2 tsk paprikuduft
1 lárviðarlauf
vatn
Salt
Pipar


Steikið laukinn í olíunni í súpupottinum uns mjúkur. Setjið þá paprikuduftið og kjötið út í og steikið við mildan hita í smá stund. Setjið salt, pipar, lárviðarlauf og vatn í pottinn og látið malla uns kjötið er farið að mýkjast. Bætið þá meira vatni í pottinn ásamt gulrótunum og papriku og einum stórum heilum tómati sem er svo veiddur upp úr áður en súpan er borin á borð, sjóðið áfram. Þegar gulræturnar eru farnar að mýkjast er kartöfluteningunum bætt í og soðið áfram rólega uns allt er tilbúið og mjúkt undir tönn.

 

bkó | 11. mar. '10, kl: 08:25:08 | Svara | Uppskriftir | 1

Ummmm..... Takk fyrir að deila þessu :)

Zooper7 | 19. feb. '11, kl: 11:43:53 | Svara | Uppskriftir | 0

glæsilegt :)

browneyegirl | 28. feb. '11, kl: 11:09:30 | Svara | Uppskriftir | 0

vá geðveikt :D

En ég kann ekki að merkja umræður.
Getur einhver útskýrt það IDIOT PROOF ;D

171819 | 1. mar. '11, kl: 21:56:36 | Svara | Fyrri færsla | Uppskriftir | 0

Klikkar bara á stjörnuna fyrir framan nafnið á þræðinum. Þá verður hún gul og þú getur farið inn í "merktar síður" hér til vinstri og séð allar síður sem þú hefur merkt.

browneyegirl | 28. feb. '11, kl: 11:09:35 | Svara | Uppskriftir | 0

vá geðveikt :D

En ég kann ekki að merkja umræður.
Getur einhver útskýrt það IDIOT PROOF ;D

MUX | 2. mar. '11, kl: 12:56:02 | Svara | Uppskriftir | 0

Æðislegt, takk fyrir þetta :)

because I'm worth it

zargbat | 28. mar. '11, kl: 22:55:08 | Svara | Uppskriftir | 0

júhú takk Taelro! :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
vantar uppskrift af eggjalausum mömmukökum gahh 12.12.2014 | 22:07 8.1.2015 | 09:46
Heilsubotninn á Hofflanssetrinu lilly17 6.12.2014 | 22:47
Hjálp: Möndlu gottið hjá Local eplacider 28.11.2014 | 11:32
á einhver uppskrift af sérbökuð vinabrauð lullix 27.11.2014 | 19:27
þið sem bakið hveit- og sykurlaust.. ending ny1 26.11.2014 | 18:29
Kant olía frá dominos? birnamargret 24.11.2014 | 23:30 25.11.2014 | 15:49
pönnukökupannan mín drg12 19.11.2014 | 23:45 2.7.2015 | 21:37
Jólasmákökur! kleinster 18.11.2014 | 14:32 18.11.2014 | 14:32
Marmelaði bingovöðvi 15.11.2014 | 09:46 19.11.2014 | 07:23
kvikklunsj ljosmyndanemi 13.11.2014 | 10:26
Vantar uppskrift með Nóa marsipankonfektmolum Nessihressi 11.11.2014 | 17:00 18.12.2014 | 09:59
Skúffukaka/súkkulaðikaka fyrir 15-20 LittleMuffin 10.11.2014 | 19:27
Kristallaður engifer gunnsa90 9.11.2014 | 19:46 19.11.2014 | 07:24
Sodium Alginate og Calcium Lactate (Gluconate) Nurgisersek 29.10.2014 | 22:08 10.11.2014 | 17:58
Æðisleg regnbogakaka með frosting - uppskrift Ingabeib99 27.10.2014 | 17:51 18.11.2014 | 18:44
Vantar auðvelda uppskrift EinarArnar 23.10.2014 | 17:30 19.11.2014 | 23:56
Spagettí West Side 21.10.2014 | 13:06 18.12.2014 | 05:16
brúna hvítlaukssósan á Fjöruborðinu *HÓMÍ* 19.10.2014 | 16:46 25.11.2014 | 21:24
Slátur Ziro 17.10.2014 | 22:48 19.10.2014 | 12:04
Nýji MONGO BONGO rétturinn að gera góða hluti flatkakan 8.10.2014 | 17:54 5.11.2014 | 12:51
Tómatpurra mike 3.10.2014 | 15:21
Grísahnakka fille hestaskvísa 27.9.2014 | 19:26
Hjálp, brauðvél?! finnzella 24.9.2014 | 17:55
Rabbarbari tgsars75 17.9.2014 | 08:57 22.9.2014 | 21:01
siao pao ka1985 15.9.2014 | 11:27
HJÁLP.. hanna55 8.9.2014 | 15:50 12.9.2014 | 10:59
Rósa og Sykur skrúbb Rakelgauja 7.9.2014 | 21:04 7.9.2014 | 22:08
pæ deig Askedal 17.8.2014 | 19:08 12.9.2014 | 10:59
hvar??? 100*** 12.8.2014 | 18:34 16.8.2014 | 00:21
Kökubók disney addys 2.8.2014 | 10:41 16.8.2014 | 00:25
Kaupa frosin kjúklingaspjót og fleira? lady 31.7.2014 | 17:44 6.9.2014 | 16:12
Molasses rakello 28.7.2014 | 19:09 14.11.2014 | 19:10
Òska eftir emiliecamille 8.7.2014 | 21:47 12.7.2014 | 10:22
Sroganoff á pönnu spurning Diane32 27.6.2014 | 20:24 28.7.2014 | 14:48
uppskrift af kleinum rammi123 1.6.2014 | 13:51
Kransa(köku)massi? Ljufa 31.5.2014 | 23:49 18.12.2014 | 05:17
Hvaða ost langar þig MEST að læra að búa til? taekjaodur 27.5.2014 | 18:01 28.9.2014 | 22:19
Rabbabarapæ siggathora 11.5.2014 | 22:07 22.8.2014 | 17:37
stalker 2 Agrímur 8.5.2014 | 22:44
Bounty og banana snittu - kremið Thorgrimsson 8.5.2014 | 02:26
Uppskrift dagsins er á Heilsutorg.is? heilsutorg 5.5.2014 | 18:50
Á einhver Leiftur mcqueen kökuform? Emmayr 29.4.2014 | 15:17
Pizzabotn? nb077 27.4.2014 | 23:40 26.5.2014 | 22:37
Olía til að steikja með teppi123 26.4.2014 | 13:54 11.9.2014 | 22:50
Kleinujárn ?? Scroll 24.4.2014 | 01:00 24.4.2014 | 17:13
Vantar lögfræðing toyota20 22.4.2014 | 18:21
Vantar góða köku uppskrift skúlptúr 21.4.2014 | 19:05
Hvernig eldiði kalkúnabringu??;)) Rósalindaa 19.4.2014 | 14:58 20.4.2014 | 20:13
Kransakökubitar hjálp krúttlína 19.4.2014 | 12:16 25.4.2014 | 20:48
Vanilla í rabarbarasultu? Klessa 13.4.2014 | 15:58
Síða 2 af 75 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, krulla27, superman2, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8