Eftirréttur á aðfangadag

hellosmurf | 21. des. '10, kl: 12:12:48 | 5548 | Svara | www.ER.is | 0

Hvernig eftirrétt eru þið með á aðfangadag ?
Vantar svo hugmyndir

 

Kveðja
Harpa Hrund

Treehugger | 21. des. '10, kl: 12:14:54 | Svara | www.ER.is | 0

Créme brûlée :)

-----------------------------------------
I reject your reality and substitute my own.

buttadbangsakrutt | 22. des. '10, kl: 20:52:19 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

oh ég keypti mér form í þannig af því að mig langar svo að gera þannig, er alveg möst að vera með gasbrennarann eða eru til aðrar aðferðir?

Life is not about finding yourself, it's about creating yourself.

Showit | 22. des. '10, kl: 20:56:32 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

Getur sett allt í efstu hillu í ofnin undir grillið í nokkra mínútur..

buttadbangsakrutt | 22. des. '10, kl: 22:20:03 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

Takk:)

Life is not about finding yourself, it's about creating yourself.

ComputerSaysNo | 21. des. '10, kl: 12:15:13 | Svara | www.ER.is | 0

Heimagerður ís.
Búðingur/frómas.
Terta.

MissZeda | 21. des. '10, kl: 12:15:23 | Svara | www.ER.is | 0

Heimalagaðan ís og stóra Söru.

*****************************
Ég er feministi. :)
*****************************

Showit | 21. des. '10, kl: 12:20:42 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

Hvernig er stór sara?

MissZeda | 21. des. '10, kl: 13:03:52 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

Bara eins og lítil sara, bara gerð sem tertubotn. Uppskriftin var að mig minnir í Hagkaupsbókinni, en þar sem mamma sér um eftirréttinn (ég er farin að skammast mín, það er eins og ég geri ekki neitt sjálf) þá þyrfti ég nú bara að hringja í hana ef þú vilt uppskriftna.

*****************************
Ég er feministi. :)
*****************************

Showit | 21. des. '10, kl: 17:05:38 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

Hehe þarft ekki að skammast þín fyrir neitt, flott að eiga svona góða mömmu:)
Já það væri æði ef þú getur reddað henni.

MissZeda | 21. des. '10, kl: 23:39:23 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

Ok, var bara að sjá þetta núna, hringi í hana á morgun og læt þig vita.

Mér finnst mamma náttúlega best. :)

*****************************
Ég er feministi. :)
*****************************

MissZeda | 22. des. '10, kl: 13:25:22 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

Gjörðu svo vel. :)

Stór Sara.

6 eggjahvítur, 400gr flórsykur, 400 gr möndlur (hún notar flögur, ef maður notar hakkaðar þá verður kakan harðari).

Stífþeyta eggjahvítur og flórsykur saman, svo er möndlunum bætt varlega saman við.
Bakað við 150°C í miðjum ofni í ca 1 klukkustund.
Þetta eru 2 ca 25 cm botnar og einn er notaður í eina köku.

Kremið.
2 og 1/4 dl sykur, 1 og 1/2 dl vatn, 6 eggjarauður, 390 gr ósaltað smjör við stofuhita(mamma notar venjulegt smjör), 2 og 1/2 msk kókó og 2-2 1/2 tsl instant kaffi.

Vatn og sykur soðið saman þannig að það verði að sírópi, þegar það er að byrjað að hitna, þá eru kaffið sett út í, 6 eggjarauður þeyttar mjög vel, ljósar og léttar, sírópsblöndunni helt út í eggjarauðurnar í mjórri bunu og þeytt á meðan, smjörið er hrært saman smátt og smátt og kakóið síðast sett í og mamma siktaði það.
Kremið er látið kólna vel á borði áður en það er sett á kökuna.
Kremið er líka á 2 botna.

Nú er kakan sett í fyrsti eða út á svalir ef það er svona kallt eins og núna (mamma hafði hana í ca 3 klukkutíma úti/frysti).

Hjúpurinn.
3/4 bolli rjómi, 3 msk síróp= hitað að suðu, 250 gr af suðurskúkkulaði sett út í heita blönduna í bitum og hrært í þar til skúkkulaðið er bráðið og þá er þessu skipti ofan á báðar kökurnar.

Þessi kaka lítur út alveg eins og lítil Sara, bara stærri. :)

Hún er æðislega góð.

*****************************
Ég er feministi. :)
*****************************

Showit | 22. des. '10, kl: 20:03:35 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

Æðislegt takk fyrir þetta:)

MissZeda | 22. des. '10, kl: 20:49:09 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

Ekkert að þakka.

*****************************
Ég er feministi. :)
*****************************

Catalyst | 21. des. '10, kl: 12:16:25 | Svara | www.ER.is | 1

Verð í mat hjá mömmu og þar verður sherry truffle

~Lítið skrímsli fæddist 12 júlí 2009~
~Lítið skrímsli fæddist 22 janúar 2012~

Elska að vera skrímslastráka mamma :)

Lakkrisbiti | 21. des. '10, kl: 13:29:03 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 1

hey sama og hjá okkur og ég verð líka hjá mömmu

---------------------------------------------------------------------------

Ársgömul irobot roomba til sölu, upplýsingar í skilaboðum

Stífelsi | 21. des. '10, kl: 15:10:30 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

eigiði sömu mömmu kannski? :)

Catalyst | 21. des. '10, kl: 15:25:27 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

hehe nei ég á bara bræður :)

~Lítið skrímsli fæddist 12 júlí 2009~
~Lítið skrímsli fæddist 22 janúar 2012~

Elska að vera skrímslastráka mamma :)

Lakkrisbiti | 21. des. '10, kl: 15:42:56 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 2

ég varð að tékka á því, hringdi í báðar systur mínar til að vera viss

---------------------------------------------------------------------------

Ársgömul irobot roomba til sölu, upplýsingar í skilaboðum

Spesían | 21. des. '10, kl: 12:18:30 | Svara | www.ER.is | 0

Vanalega er heimagerður jólaís en núna verður tvíréttað þar sem ég er ólétt og á að forðast hrá egg, þannig ég ætla að búa til súkkulaðimús. Verðum hjá foreldrum mínum og mér fannst alger óþarfi að biðja um að ísinn yrði gerður upp úr gerilsneyddum eggjum þetta árið, sérstaklega þar sem ég fæ ekki nóg af súkkulaði og þá prýðilegt að fá súkkulaðimús ;)

ardis | 21. des. '10, kl: 12:20:06 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

fromas

fatal | 21. des. '10, kl: 15:49:17 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 2

Hvernig súkkulaðimús geriru sem er án eggja?:)

presto | 21. des. '10, kl: 16:50:32 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

segi það líka.

Pillow | 22. des. '10, kl: 13:54:48 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

Ef heimagerður ís er rétt gerður þá eru ekki hrá egg í honum...

frilla | 22. des. '10, kl: 14:32:26 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

hvað meinarðu?

Pillow | 22. des. '10, kl: 14:34:39 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

Þegar kyrrfrystur ís er gerður þá er byrjað á því að legera eggin með sykri þar til blandan nær 80°C. Sykurinn og eggin eru sem sagt sett í vatnsbað og elduð.

frilla | 22. des. '10, kl: 14:42:07 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

og er það eitthvað réttara en hefðbundna aðferðin?

Pillow | 22. des. '10, kl: 14:43:48 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

nei, ég var bara að benda konunni á að það eiga ekki að vera hrá egg í ís.

Showit | 21. des. '10, kl: 12:20:10 | Svara | www.ER.is | 1

Vanillufrómas með perum,.
http://joifel.is/default.asp?cat_id=202

topz | 21. des. '10, kl: 14:29:21 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

mæli alveg með vanillufrómasinum hans Jóa Fel, bara góður :)

Svíagrýlan | 21. des. '10, kl: 12:20:25 | Svara | www.ER.is | 0

Tobleronemús

--------------------------------------------------------
Dillandi í Dilllandi

Stífelsi | 21. des. '10, kl: 15:10:43 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

mmmm

fossar | 21. des. '10, kl: 16:12:43 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

áttu uppskrift af svona tobleronmús?

litla rjúpa | 21. des. '10, kl: 12:23:31 | Svara | www.ER.is | 0

vanillufromas :)

22sept2009 | 21. des. '10, kl: 13:10:29 | Svara | www.ER.is | 0

Heimagerður sítrónu- og appelsínufrómas

tordisoglilo | 21. des. '10, kl: 13:14:59 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

Jarðaberja og karamellubúðingur með sítrónufrómas og jólaís með súkkulaðispænum og þeittum rjóma namm:D

tordisoglilo | 21. des. '10, kl: 13:15:41 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

já og blandaða ávexti;)

frilla | 21. des. '10, kl: 13:16:30 | Svara | www.ER.is | 1

ananasfrómas. get ekki hætt að hugsa um hann, er að hugsa um að taka forskot á sæluna í skjóli nætur.

Alfa78 | 21. des. '10, kl: 13:18:21 | Svara | www.ER.is | 1

marengsrjómaber sukkulaðimarssósa

Viltu | 21. des. '10, kl: 13:43:50 | Svara | www.ER.is | 0

Heimagerð Toblerone ískaka :)

ilmbjörk | 21. des. '10, kl: 13:44:17 | Svara | www.ER.is | 1

Ananas frómas..

sigrun720 | 21. des. '10, kl: 13:56:25 | Svara | www.ER.is | 0

Heimagerður brjálaðslega góður ís!

_________________________________________________________________________
The pug is living proof that God has a sense of humor. -Margo Kaufman

Haffí | 21. des. '10, kl: 13:59:36 | Svara | www.ER.is | 1

möndlugraut

Haffí

Ígibú | 21. des. '10, kl: 14:31:08 | Svara | www.ER.is | 0

Ég er yfirleitt bara með einhvern góðan ís, er samt ekki með eftirréttinn fyrr en seinna um kvöldið, svona eftir pakkaopnunina :) er jafnvel að spá í að gera hvíta franska súkkulaðiköku núna líka.

BlerWitch | 21. des. '10, kl: 22:25:08 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

Ég hef það líka alltaf svoleiðis... og er líka með heimagerðan ís.

Leggjabrjótur | 21. des. '10, kl: 14:56:19 | Svara | www.ER.is | 1

Unaðsleg eplakaka og heimalagaður ís.

algeria | 21. des. '10, kl: 15:06:42 | Svara | www.ER.is | 0

jarðaberjaterta :)

Fannka | 21. des. '10, kl: 15:08:00 | Svara | www.ER.is | 0

kaffibúðing með rjóma

------------------------------------------------------------------
Allir eru góðir í einhverju, enginn er góður í öllu.

Stífelsi | 21. des. '10, kl: 15:10:07 | Svara | www.ER.is | 0

heimagerð ostakaka

svara | 21. des. '10, kl: 15:20:28 | Svara | www.ER.is | 0

Vonast til að fá mér góða fullnægingu i eftirrétt þar sem að hún er ekki fitandi .... ;)

KilgoreTrout | 22. des. '10, kl: 14:35:37 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 1

Skil ekki mínusinn og plúsa hann af þér.. !

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://www.sadanduseless.com/wp-content/uploads/2014/05/glamour5.jpg

piscine | 22. des. '10, kl: 14:45:46 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

Trútta... jesús! Haaallóó...

Rós 56 | 21. des. '10, kl: 15:24:10 | Svara | www.ER.is | 0

Það er rosalega gott og fallegt (jólalegt) að búa til hindberjahlaup (úr pakka) sem er þá fallega rautt, láta það stýfna í fallegri skál inni í ísskáp, þeyta svo ananasfrómas og setja hann ofan á hlaupið og lofa því að stýfna aðeins líka. Þetta er rosalega gott saman, svo er hægt að strá pínulitlu marglitu kökuskrautskúlunum yfir rétt áður en þetta er borið fram :)

disanna92 | 21. des. '10, kl: 15:30:40 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 1

Við erum alltaf með möndlugraut.Eins og grjónagrautur bara með möndluflýsum útí og hnn er kaldur með heitri karamellusósu:) Svo er alltaf ein mandla í honum:) Ég er svo heppin, fæ yfirleitt möndluna:)

Glow | 21. des. '10, kl: 15:32:24 | Svara | www.ER.is | 0

Súkkulaði-mokkafrómas, ómissandi partur af jólunum!

Glow

Á tvö yndisleg börn, eina skvísu fædda 2003 og svo kom litli gaurinn 2010 :)

angel92 | 21. des. '10, kl: 15:52:38 | Svara | www.ER.is | 0

Kvöldmaturinn okkar er svo geðveikur að við höfum aldrei neinn eftirrétt :D Hann er þannig séð eftirréttur ;) haha, segi svona..en mamma gerir alltaf svo gott rjómasalat með matnum sem er eins og eftirréttur !

zolon | 21. des. '10, kl: 17:01:01 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

áttu uppskrift að rjómasalatinu?

angel92 | 21. des. '10, kl: 20:29:45 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

Já það er í hausnum á mömmu :D og hún yrði brjál ef ég gæfi það upp ;)

Sensy | 21. des. '10, kl: 15:53:08 | Svara | www.ER.is | 0

möndlugraut , ís og fromas.

Allegro | 21. des. '10, kl: 15:57:25 | Svara | www.ER.is | 0

Heimagerður jólaís með heitri karamellusósu og ferskum ávöxtum. Frönsk súkkulaðikaka með rjóma og jarðaberjum og ekki má gleyma sörum.

Koldís | 21. des. '10, kl: 16:10:30 | Svara | www.ER.is | 0

Ég er að spá í að gera ís, hef aldrei gert það áður.

Kammo | 21. des. '10, kl: 16:44:25 | Svara | www.ER.is | 0

Hef verið með litlu syndina ljúfu undanfarin ár en er að spá í Jóa Fel vanillufrómas, veit samt ekki hvort ég þori að skipta ;)

Kv.Kammó


________________________________
Vantar Lego Star Wars 1 og Lego Indiana Jones leiki fyrir PS2.

presto | 21. des. '10, kl: 16:51:29 | Svara | www.ER.is | 0

Möndlugrauturinn að sjálfsögðu og heimalöguð karamellusósa með. Fannst hún eins vond í gamla daga og mér þykir hún hrikalega góð í dag!

Treehugger | 21. des. '10, kl: 17:22:52 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

Var einmitt að pæla hvort möndlugrauturinn væri dottinn út sem jólaeftirréttur allra landsmanna ;) Í minni fjölskyldu er samt hefð fyrir að borða möndlugrautinn í hádeginu á aðfangadag.

-----------------------------------------
I reject your reality and substitute my own.

presto | 21. des. '10, kl: 19:07:17 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

Já, amma var reyndar með þá hefð- held hann hafi verið heitur á með möndlu. Reyndar erum við stundum svo södd að við höfum varla lyst á grautnum;) Er vön að hafa forrétt á aðfangadagskvöld.

Haffí | 22. des. '10, kl: 13:27:25 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

mmmmmm karamellusósan.

Haffí

Máni | 21. des. '10, kl: 17:03:37 | Svara | www.ER.is | 0

frönsk súkkulaðikaka eða litla syndin ljúfa og heimagerður vanilluís. hef stundum haft panna cotte líka.

blobbedíblobb | 21. des. '10, kl: 17:16:01 | Svara | www.ER.is | 0

heimagerður ís og heimagert konfekt

klóglingur | 21. des. '10, kl: 19:20:27 | Svara | www.ER.is | 0

Ís og perur/blandaðir ávextir namm namm

En við verðum samt með súkkulaði búðing og setjum möndlu í og svo það möndlugjöf :)

** Stolt þriggja stráka mamma **

miss Alvia | 21. des. '10, kl: 19:41:17 | Svara | www.ER.is | 0

ætla að vera með góðan heimagerðan ís og góða íssósu =) mögulega kokteilávesti með eða svoleiðis.

get ekki ákveðið mig hvort ég ætli að setja ísinn í skamtaform eða hafa hann í stærri dalli bara.

kv. Alvia

---

abbalabbalú | 21. des. '10, kl: 19:42:57 | Svara | www.ER.is | 0

Ég er að spá hvort ég eigi að gera ís, marengstertu eða bæði og sjá til hvort fólk er frekar til í.

Hugsa að ég kaupi líka konfekt til að eiga.

----------------
http://www.damncovers.com/wp-content/uploads/2012/11/always-be-yourself-fb-cover.jpg

alwaysshoutnever | 21. des. '10, kl: 19:45:05 | Svara | www.ER.is | 0

sérrí trifflé
ýmist ávaxta frómas
heimatilbúinn ís með heimagerðri sósu eins og hér er dökkt pipp sósa, s.s. dökkt súkkulaði pippið með myntukremi inní

---------
those who mind don't matter and those who matter don't mind

VilliViðutan | 21. des. '10, kl: 19:46:35 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

hefur vanalega verið fromage með blönduðum ávöxtum en veit ekki hvað verður í ár.

Golíat | 21. des. '10, kl: 20:31:41 | Svara | www.ER.is | 0

Heimagerðan toblerone ís

pisa | 21. des. '10, kl: 22:16:41 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

á einhver skothelda uppskrift af ananas frómas, langar að koma mömmu á óvart sem kemur í mat til okkar og hefur alltaf talað um frómasinn sem amma gerði á jólunum en enginn hefur lagt í að gera eftir að hún dó fyrir um 15 árum síðan

Atlantis | 21. des. '10, kl: 23:42:11 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

Mmmm,já endilega ef einhver á svona ala'ömmu uppskrift.

Taelro | 22. des. '10, kl: 13:36:26 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 1

Þessi kemur frá Nönnu Rögnvaldardóttur


Ananasfrómas

Fyrir 6

7 matarlímsblöð
4 egg
4 msk. sykur
1 sítróna
1 dós ananas í sneiðum (8 sneiðar)
400 ml rjómi

Matarlímið lagt í bleyti í kalt vatn.

Eggin þeytt mjög vel með sykrinum.

Safinn kreistur úr sítrónunni, settur í skál ásamt 5 msk. af leginum úr ananasdósinni, og matarlímsblöðin brædd í vökvanum.

Látið kólna ögn og síðan hrært smátt og smátt saman við eggin; best er að hræra ekki í hringi, heldur frá botni, svo matarlímið
hlaupi ekki í kekki á botninum.

Sett í kæli nokkra stund og rjóminn stífþeyttur á meðan. Þegar búðingurinn er svolítið byrjaður að þykkna er rjómanum blandað
gætilega saman við með sleikju.

Fjórar ananassneiðar teknar frá en hinar skornar í litla bita og hrært saman við búðinginn.

Hellt í fallega glerskál, sett í kæli í nokkrar klukkustundir og skreytt með ananassneiðunum sem teknar voru frá og e.t.v dálitlum þeyttum rjóma.

Black Angel | 21. des. '10, kl: 23:45:04 | Svara | www.ER.is | 0

Ís, cremé brulee, sherryfrómas...

Cucumber | 21. des. '10, kl: 23:45:35 | Svara | www.ER.is | 0

Alltaf heimagerður ís eftir að við hættum að fara til ömmu og afa, en hjá þeim var alltaf frómas.

guess | 22. des. '10, kl: 13:42:48 | Svara | www.ER.is | 0

heimagerður ís
marengsterta
döðluterta

seinna um kvöldið er svo brauðterta og kakó

Grjona | 22. des. '10, kl: 13:44:25 | Svara | www.ER.is | 0

Ís eða ekki neitt.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

piscine | 22. des. '10, kl: 13:55:09 | Svara | www.ER.is | 0

Heimatilbúinn jólaís :)

kannan | 22. des. '10, kl: 14:26:53 | Svara | www.ER.is | 0

NB thad eru kalfabein i matarlimi....

Arthemis | 22. des. '10, kl: 14:34:07 | Svara | www.ER.is | 0

Avocado súkkulaðibúðing fyrir sykursjúklinginn hann föður minn
Sherry Frómas
Súkkulaði mús
Ís og kokteil ávexti

Við erum reyndar ofboðslega mörg saman á aðfangadagskvöldið og því nóg að úrvali og nóg af öllu

247259 | 22. des. '10, kl: 20:51:16 | Svara | www.ER.is | 0

Ætlum núna að vera með after-eight ostaköku, höfum stundum verið með súkkulaðimús, ístertu (úr búð) eða heimagerðan ís.

_____________________________________________________________________

http://i.telegraph.co.uk/multimedia/archive/02627/POTD-POLAR_2627401k.jpg

Alfa78 | 22. des. '10, kl: 20:58:02 | Svara | www.ER.is | 0

Púðursykurmarengs með kornflexi. Þeyttur rjómi, ýmis ber. Brætt Mars með rjóma sullað yfir herlegheitinn

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
kaupa gjaldeyri. ? og hve mikið njallan 12:10
Er pláss fyrir nýjan stjórnmálaflokk á Íslandi fyrir unga fólkið? KolbeinnUngi 11:53
umferðarslys - hvaða fyrirtæki varðandi ráðleggingar ? óe 11:32 31.3.2015 | 11:47
Nýtt rúm og lak. Þjóðarblómið 11:28 31.3.2015 | 11:59
Viltu prófa Instantly Ageless ? (Bótox án nála - virkar vel á bauga og poka undir augum) Tímon1 11:16
Tilbúinn hádegismatur flal 11:07 31.3.2015 | 11:45
VIð erum allar illa gefnar barnalandskellingar!!! Blandís 10:09 31.3.2015 | 11:41
Hvernig er þetta með konur? Steina67 10:02 31.3.2015 | 12:03
Jæja! SantanaSmythe 10:01 31.3.2015 | 11:30
Led v uv lampa haddys 09:18 31.3.2015 | 09:24
TAbasco súkkulaði Masali 09:09 31.3.2015 | 10:45
Húsnæðismálafrumvörpin ... bogi 08:22 31.3.2015 | 10:57
Biluð þvottavel? Hvert a að fara?! LeahRos 02:21 31.3.2015 | 11:58
Hvar get ég keypt alvöru vítamín c? nutritionhelp 01:21 31.3.2015 | 10:35
RÚV QI 00:13 31.3.2015 | 01:59
Uppeldis- og menntunarfræði serenaa 30.3.2015 | 23:45
Það eru nú einusinni að koma páskar. fálkaorðan 30.3.2015 | 22:57 31.3.2015 | 09:26
Fáið ykkur pillu. Geðlyf eru þau hættulaus hlutur? maggideep 30.3.2015 | 22:34 31.3.2015 | 07:45
Vantar smá aðstoð áeá 30.3.2015 | 22:25 31.3.2015 | 11:27
Var einhver að tala um að Danir dæmdu alltaf sínum í hag? Medister 30.3.2015 | 22:20 31.3.2015 | 09:38
Sá einhver andamálaþáttinn í kvöld? Skreamer 30.3.2015 | 21:58 30.3.2015 | 22:40
HVar fæ ég Wasabi tape? Pox222 30.3.2015 | 21:37 30.3.2015 | 22:29
Talvan mín er flak Steina67 30.3.2015 | 21:27 30.3.2015 | 22:00
unglinga geðlæknir krisma 30.3.2015 | 21:10
Sálfræðiþjónusta á Akureyri og/eða Al-Anon halabalubb 30.3.2015 | 21:10 31.3.2015 | 12:06
Djúphreinsivél mars 30.3.2015 | 21:09
Bitur Óralampi 30.3.2015 | 21:05 31.3.2015 | 09:12
tradonal miðað við tramadol? blandsukk 30.3.2015 | 20:50 30.3.2015 | 22:10
verð á páskaliljum dagsetning 30.3.2015 | 20:49 30.3.2015 | 21:10
Brestir á stöð 2 Pox222 30.3.2015 | 20:46 30.3.2015 | 21:05
bakflæði hjorsey 30.3.2015 | 20:40 31.3.2015 | 08:27
glermálning ? bhs 30.3.2015 | 20:39 31.3.2015 | 07:01
Ferðast til USA johnnygogo 30.3.2015 | 20:38 30.3.2015 | 21:46
Hlutavinna aska04 30.3.2015 | 20:35 30.3.2015 | 21:56
brjosta stigagjof GuardianAngel 30.3.2015 | 20:14
að selja honnun? konukon 30.3.2015 | 19:58 31.3.2015 | 00:28
Mál á IKEA MYDAL koju babyfever11 30.3.2015 | 19:50
leiðsögn fyrir smekklausa manneskju saedis88 30.3.2015 | 19:44 31.3.2015 | 10:03
D-vítamín skortur Kopf 30.3.2015 | 19:16 30.3.2015 | 19:50
miðar á ísland got talent úrslit saedis88 30.3.2015 | 18:32 30.3.2015 | 20:12
Skattur og skráning í sambúð mullan 30.3.2015 | 18:26 30.3.2015 | 20:02
Barnabætur superkrutt 30.3.2015 | 18:01 30.3.2015 | 20:17
Hálstognun Biggaboo 30.3.2015 | 17:38 31.3.2015 | 10:37
Úff þetta hefur jafnvel verið asnalegra en ég hélt lillion 30.3.2015 | 17:26 31.3.2015 | 10:28
Endurnýja debetkort asthildureir 30.3.2015 | 17:23 30.3.2015 | 17:29
Sálfræði HÍ Katja 30.3.2015 | 17:14
Að láta taka fæðingarbletti á meðgöngu UngaDaman 30.3.2015 | 17:08 30.3.2015 | 17:30
Stórafmæli, tillögur að skemmtun? cutzilla 30.3.2015 | 16:39 30.3.2015 | 23:01
Hvurnig eridda TINDER? kisasegirmja 30.3.2015 | 16:23 31.3.2015 | 09:27
Henda slökkvitæki kristjanbjarni 30.3.2015 | 14:05 30.3.2015 | 21:49
Síða 1 af 16981 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, krulla27, superman2, rockybland, Bland.is, mentonised, Krani8