Heklað ungbarnateppi og heklaður kantur?

Fjórða kríli | 10. jan. '11, kl: 17:59:52 | 2801 | Svara | Handavinna | 0

Jæja, þá fer ég að verða búin með zik zak ungbarnateppið sem var og er frumraunin mín í að hekla :) Kemur mjög vel út og ég er alveg ferlega montin með það :)

Vantar reyndar fínan kant á zik zak teppið, hvaða kant er auðvelt að hekla utan um teppið og er fallegur á þessa gerð af teppi?

En svo langar mig að gera annað teppi sem er álíka einfalt en samt ekki alveg eins. Er einhver sem veit um einfalda og skemmtilega uppskrift?

Skelli inn mynd af teppinu þegar það er tilbúið :)

 

______________________________________
Veiti almenna lögfræðiþjónustu
https://www.facebook.com/LogfraedithjonustaIrisar

rug | 10. jan. '11, kl: 23:04:04 | Svara | Handavinna | 1

Mér finnst ýmsir kantar koma til greina á svona teppi, kíktu á síðuna hjá þessum heklsnillingi:
http://handod.blogspot.com/
Til hægri á síðunni hennar eru tenglar á leiðbeiningar sem hún hefur gert fyrir nokkra kanta, margir fallegir þarna.
Hlakka til að sjá mynd, svona teppi eru alltaf svo krúttleg.

En hugmynd fyrir næsta teppi.....kannski einhverjir ömmuferningar? Þeir eru alltaf klassískir og sætir í mörgum litum. Ef þú vilt eitthvað sem er heklað í heilu lagi til að sleppa við frágangsvinnu þá dettur mér í hug "bylgjuteppi"....en það er kannski of líkt zikzak teppinu.
Ég gerði teppi með bylgjumynstri sem mér finnst koma mjög vel út, einfalt en fallegt. Bara gert úr fastapinnum, hálfstuðlum og stuðlum:
Þessi lýsing miðar við að notaðir séu 2 litir, A og B.
ll=loftlykkja
fp=fastapinni
hst=hálfstuðull
st=stuðull
Byrja með loftlykkjukeðju sem er mátuleg breidd fyrir teppið og gengur upp í 8 +1 (þ.e. mynstrið er 8 lykkjur svo þarf 1 auka til að byrja 1. umferðina), til dæmis 81 loftlykkja.
1. umferð: Með lit A. 1 fp í 2. ll frá þér. *1 hst í næstu ll, 1 st í næstu 3 ll, 1 hst í næstu ll, 1 fp næstu 3 ll*. Endurtekið frá *til* út umferð, endað á fp í síðustu 2 ll. Snúa.
2. umferð: 1 ll, sleppa fyrsta fp, 1 fp í hverja lykkju umferðina á enda, endað er á að skipta í lit B um leið og gerður er fp í ll umferðarinnar á undan. Ekki klippa lit A frá.
3. umferð: Með lit B. 3 ll, sleppa fyrsta fp, 1 st í næsta fp, *1 hst í næsta fp, 1 fastapinni í næstu 3 fp, 1 hst í næsta fp, 1 st í næstu 3 fp*. Endurtekið frá *til* út umferð, endað á 1 st í fp, 1 st í ll, svo snúið.
4. umferð: 1 ll, sleppa fyrsta st, svo fp í hverja lykkju út umferðina. Endað á fp í síðasta st og fp í 3.ll síðustu umferðar og skipt í lit A. (bara hafa slaka á A endanum á milli umferða svo að teppið hafi svigrúm til að teygjast.)
5. umferð: Með lit A. 1 ll, sleppa fyrsta fp, 1 fp í næsta fp, *1 hst í næsta fp, 1 st í næstu 3 fp, 1 hst í næsta fp, 1 fp í næstu 3 fp*. Endurtekið frá *til* út umferð, endað á 1 fp í síðasta fp og 1 fp í ll síðustu umferðar, snúa.

Umferðir 2-5 endurteknar þangað til teppið er mátulega langt.

Ég gerði mitt teppi úr grófu garni til að nota undir kerrupokann í vagninn. Það kemur örugglega mjög vel út með "barnagarni" (kæmi spes út að nota fleirtöluskömmina "görn").

rug | 10. jan. '11, kl: 23:07:12 | Svara | Fyrri færsla | Handavinna | 0

Ég er ekki viss um að ég kunni að setja inn myndir en reyni, þetta er svona teppi:

http://www.nino.is/myndir/7/9/mynd_192b42ad.jpg

MissZeda | 10. jan. '11, kl: 23:20:21 | Svara | Fyrri færsla | Handavinna | 0

Flott hjá þér, mjög flott.

*****************************
Ég er feministi. :)
*****************************

myg | 11. jan. '11, kl: 08:58:36 | Svara | Fyrri færsla | Handavinna | 0

tøff

Fjórða kríli | 11. jan. '11, kl: 16:32:41 | Svara | Fyrri færsla | Handavinna | 0

Mjög flott teppi :) Það virðist nú samt vera flókið að gera það en kannski þarf maður bara að prufa og sjá hvernig þetta virkar :)

Takk fyrir uppskriftina :)

______________________________________
Veiti almenna lögfræðiþjónustu
https://www.facebook.com/LogfraedithjonustaIrisar

saltkringla | 11. jan. '11, kl: 21:17:43 | Svara | Handavinna | 0

ég var að hekla svona teppi í haust og ég ætlaði að setja kant i kring
en þegar ég var búin með það þá fanst mér bara ekki passa að setja kant.

Fjórða kríli | 11. jan. '11, kl: 21:43:16 | Svara | Fyrri færsla | Handavinna | 0

Já er það :) Ætli það komi bara betur út að setja ekki kant?? Gæti vel verið :)

______________________________________
Veiti almenna lögfræðiþjónustu
https://www.facebook.com/LogfraedithjonustaIrisar

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
uppskrift af hekluðum slefsmekk? gudlauganna 15.3.2009 23.8.2014 | 11:28
Prjónablaðið Ýr nr. 41 Celestial 1.7.2014 22.8.2014 | 02:52
Vantar svo! Silja garn, appelsínugult! SecretWish 18.8.2014 18.8.2014 | 10:33
Prjónasamfestingur fyrir börn nc 16.8.2014 16.8.2014 | 21:42
ístex hestamynstur fancy pants 15.8.2014
Var að klára haddys 9.8.2014 14.8.2014 | 00:18
Eitt sett....baby blue fallegazta 11.8.2014 12.8.2014 | 22:05
2 lykkjur sl saman vinstri??? glerbrot 12.8.2014 12.8.2014 | 18:58
knit picker? nerdofnature 28.7.2014 12.8.2014 | 14:59
vantar hjálp við verðleggingu heyyou 7.8.2014 11.8.2014 | 23:40
Smá mont :=) fallegazta 2.4.2014 8.8.2014 | 08:38
hvaða garn notið þið þegar þið prjónið úr öðru en lopa vinylplata 31.7.2014 6.8.2014 | 21:40
flott lopapeysa tinkerninja 28.7.2014 6.8.2014 | 20:25
stytting á buxum avr 6.8.2014 6.8.2014 | 12:04
Að Teikna hestamunstur, HJÁLPIÐ MÉR. andvari123 29.7.2014 6.8.2014 | 10:45
Peysa og Pony Knitter 26.6.2014 3.8.2014 | 11:37
Hárlengingar harpabjarna 2.8.2014
2ja þráða Snældugarn Fimmurnar 2.8.2014 2.8.2014 | 14:23
Var að sauma... SvandisRos 6.7.2014 1.8.2014 | 23:59
Kaupa garn Harpagulla 30.7.2014 30.7.2014 | 20:47
Stækka krummapeysu PinkLink 23.7.2014 29.7.2014 | 14:28
Heklaðar eldhúsgardínur Twisteria 3.3.2013 28.7.2014 | 14:42
Saumarvel berglindgudm 16.4.2014 26.7.2014 | 09:37
Heklunálar - hagstæðustu kaupin Messuvín 18.7.2014 23.7.2014 | 14:13
Hvernig garn er þetta? Miss★Mom 15.7.2014 21.7.2014 | 18:07
djöflahúfa/hjálmhúfa??? flurby 15.7.2014 19.7.2014 | 23:50
veggfóður sokkur samuel 27.5.2014 18.7.2014 | 14:47
Hugur og hönd? gjöll 14.7.2014 18.7.2014 | 10:27
Vouge vs. Álnabær? HunangsTungl 16.7.2014 16.7.2014 | 11:28
bolero/ermar á 8 ára stelpu Gunna stöng 14.7.2014
Freyja uppskrift á ísl. elin69 13.7.2014 14.7.2014 | 12:18
aðstoð óskast Fru Orma 11.7.2014 13.7.2014 | 00:39
Hvar fæst hampþráður/garn? Hlédís 22.9.2011 12.7.2014 | 20:59
Tjull á rúllu dekkið 11.7.2014
Vantar uppskrift anitaj 10.7.2014
Freyja frá Knitting Iceland uvetta 7.7.2014 7.7.2014 | 21:45
Varalitamont Hanahakk 28.4.2014 6.7.2014 | 19:58
Lopabuxur á fullorðna iot 26.6.2014 6.7.2014 | 13:49
Leggings OnLyMe 1.7.2014 3.7.2014 | 19:01
Hvaða garn? Miss★Mom 27.6.2014 3.7.2014 | 11:22
Rico design bækur eakm 1.7.2014
Jólagjafir!!! kjellan24 28.6.2014 1.7.2014 | 14:38
Er einhver sem prjónar heimferðarsett Heidjo77 26.6.2014 30.6.2014 | 19:12
swapp!! kjellan24 28.6.2014 28.6.2014 | 15:26
Heimferðarsett og teppi Heidjo77 26.6.2014 28.6.2014 | 12:49
Vantar uppskrift af hjálmhúfu úr silkigarni Katrin Thora 4.5.2014 28.6.2014 | 06:44
Kanarí eða Tenerief um jólinn? blandar 9.6.2014 26.6.2014 | 14:15
Hvar get ég fengið gínu-haus? dark-stardragon 19.6.2014 24.6.2014 | 18:16
getur e-h þytt fyrir mig frikka maja 20.6.2014 22.6.2014 | 23:57
Hekluð milliverk mybabyboy 20.6.2014
Síða 5 af 387 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, krulla27, superman2, rockybland, Bland.is, mentonised, Krani8