jæja stelpur - súpuuppskriftir

Salkiber | 7. nóv. '11, kl: 22:37:07 | 2210 | Svara | Er.is | 0

nú er ég að fara að halda skírn bráðum og er hugmyndin að bjóða uppa súpu og svo kökur á eftir

lumiði ekki á einhverjum góðum súpuuppskriftum fyrir mig?? ;)

 

Taelro | 7. nóv. '11, kl: 23:03:33 | Svara | Er.is | 0



Tælensk kjúklingasúpa I 

2 kjúklingabringur skornar í strimla 
10 sveppir, saxaðir 
3 gulrætur, saxaðar 
Þetta er steikt uppúr 2 tsk olíu, saltað og piprað. 
5 dl vatn 
2 msk kjúklingakraftur, þetta tvennt hitað að suðu og kjúklingnum og grænmetinu bætt út í og leyft að sjóða í 5 mín. Því næst er eftirfarandi bætt út í... 
1 tsk engifer 
1 rautt chillí, saxað 
2 msk fiskisósa (Nam Pla) 
1 dós léttkókosmjólk 
safinn af 1 lime 
1-2 tsk kóríander (eða ferskt kóríander að vild). 
Leyft að sjóða aftur í 5-6 mín. 


Tælensk kjúklingasúpa II 

1 msk grænt currypaste (tælenskt) 
2 miðlungsstórir gulir laukar, þunnt sneiddir 
2 hvítlauksrif, pressuð 
1 þurrkað limeblað (eða börkurinn af 1 lime) 
1 líter vatn með kjúklingakrafti í 
150 g kjúklingakjöt sem búið er að skera í strimla og steikja á pönnu 
hnefafylli af rísnúðlum (ath að sumar tegundir þurfa að fá að liggja í bleyti í nokkrar mínútur áður en settar út í til suðu) 
1 dl létt kókosmjólk 
1 hnefafylli af ferskum kóriander 
salt og pipar 

Þykkbotna pottur er hitaður á hellu og currypeistið léttsteikt (30 sek), setja útí lauk, hvítlauk, limeblað og smávegis af kjúklingakraftinum. Leyft að sjóða í 5 mín eða þartil laukurinn er orðin mjúkur. 
Leggið í kjúklingin, hellið við afganginum af kraftinum og leyfið suðunni að koma upp. Setjið svo núðlurnar út í og leyfið að sjóða í nokkrar mínútur (cirka þann tíma sem núðlurnar þurfa til að fullsjóðast). Takið pottinn af hellunni veiðið uppúr þurrkuðu limeblöðin (ef þau voru notuð) og bætið við kókosmjólkinni, kóríander og saltið og piprið að smekk. 


Kjúklingasúpa af bestu gerð 

1 stk kjúklingur 
2 stk paprika 
1 púrrulaukur 
3 hvítlauksrif. 
1 askja rjómaostur(stór) 
1 flaska chili sósa frá Heinz 
1/2-1 tsk svartur pipar 
1 bolli vatn 
1 bolli mjólk 
1 peli rjómi 
1 kjúklingur af engri sérstakri stærð, soðinn eða steiktur brytjaður og látinn bíða betri tíma. 
3 hvítlauksrif, kreist og kramin. 1 púrrulaukur skorinn í þunnar sneiðar. 
2 paprikur, saxaðar. 

Allt þetta er steikt í potti. Svo bætist í: 
1 askja rjómaostur(án bragðefna) o 
1 flaska chilli sósa frá Heinz. 
Svartur pipar fer þá ofan í, magn eftir smekk og bragðvísi kokksins, sting upp á ½ til 1 teskeið. 
Súpan er þynnt með vatni, mjólk og rjóma og fer magn hvers vökva einnig eftir kokknum, miklu máli skiptir að hann sé í verulega góðu skapi. 
Þá fara út í súpuna tilvonandi 2 matskeiðar karri. Ekki láta þér bregða, þetta gerir gæfumuninn! 
Svo er að bragðbæta með salti og pipar. 
Þá er súpan tilbúin fyrir aðalatriðið. 
Nú er brytjuðu kjúklingunum sturtað út í og hrært af lyst. Þegar súpa og kjúklingabitar hafa samlagast og sæst er súpan tilbúin til átu. 
Gott er að hafa brauð með ósköpunum. 



Kjúklingasúpa 

4 kjúklingabringur, skornar í litla bita. 
3 paprikur, rauð, gul og græn skorin í bita. 
1 laukur, smátt skorinn. 
1 púrra skorin í fínar sneiðar. 
3 hvítlauksrif. 
Olía. 
1 askja rjómaostur. 
3/4 flaska af Chilli sósu frá Heinz. 
3-4 mtsk. súrsæt chilli sósa. 
3/4 lítri kjúklingasoð (vatn + teningur). 
1/2 lítri matreiðslurjómi. 
1 mtsk. Morocco kryddbland frá NOMU (í áldósum). 
Salt eftir smekk. 

Kjúklingabitarnir steiktir á pönnu og lagðir svo til hliðar. Paprika, laukur, púrra og hvítlaukur steikt í olíu við vægan hita í potti. Rjómaosti og chilli sósum bætt út í og látið malla í smá stund. Síðan er kjúklingasoði bætt út í og súpan látin sjóða í 15-20 mínútur. Matreiðslurjóma bætt úr í, kryddað með Morocco kryddblöndunni. Að lokum er kjúklingabitarnir settir út í súpuna. Berið súpuna fram með góðu brauði og pestó, einnig er gott að setja fersk koríander lauf út á súpuna. 


Rússnesk fisksúpa 

Höfundur: Jens Kristjánsson 

Samantekt: Þetta er einstaklega bragðgóð súpa, finnst mér, mild og með skemmtilega "sýrðu" yfirbragði frá kapers og gúrkum. Hún hentar vel í stórar súpur sem má bera fram í pott eða súpuskál. Eins er auðvelt að prjóna við hana. Uppskriftin er fyrir 4. 

Hráefni: 
50 gr. smjör 
1 stór laukur, sneiddur fínt 
1 sellerístilkur, sneiddur fínt 
5 msk hveiti (áætlun) 
2 msk tómatpúrra, e.t.v. aðeins meira 
1 lítri vandað fisksoð 
2 vænar (eða eftir smekk) súrar gúrkur, sneiddar fínt 
1 msk kapers (eða eftir smekk), skolað og vatn kreist úr (varlega) 
1-2 lárviðarlauf 
1/4 tsk ferskt múskat (meira ef þarf) 
600 gr. hvítur fiskur 
2 msk söxuð steinselja 
2 msk saxað dill + meira sem skraut 
sýrður rjómi ti skrauts 

Aðferð: Fisksoðið lagað. Ég nota gjarnan þau fiskbein sem ég á og blanda saman ýmsum tegundum fiskteninga og fljótandi krafts og krydda fram og til baka svo ég nái góðu bragði. 

Fiskurinn þrifinn, skorinn í bita, saltaður og pipraður. 

Smjörið brætt á pönnu. Lauk og sellerí bætt út í og steikt á vægum hita í 5-10 mín. Hveitið hrært saman við ásamt tómatpúrrunni, hækkað vel undir og hrært viðstöðulaust í 1/2 mínútu. Þá er fisksoðinu hellt út í og suðan látin koma upp. 

Nú er lækkað undir og gúrkum, kapers, lárviðarlaufi, og múskati bætt út í. Soðið á mjög vægum hita í 2-3 mínútur. Síðan er lækkað niður fyrir suðumark og fiskbitunum bætt út í og þeir seyddir í 5 mínútur eða svo. Þá ættu þeir að vera gegnsoðnir en samt vel stinnir. 

Þá er dilli og steinselju bætt út í, hrært varlega saman, og borið fram. 

Með "stórri" súpu væri hægt að bera sýrða rjómann fram í sér skálum og gæti þá hver fengið sér eins og vill. Í minni súpu er gaman að skreyta hvern disk með doppu af sýrðum rjóma og dálitlu dilli. En í öllu falli er sýrði rjóminn mikilvægur upp á bragðið - því feitari, því betri að mínu mati. 




Fiskisúpa fjölskyldunnar 

6-800gr lúða eða ýsa. 
7 dl. mysa 
5 dl. vatn 
1 tsk salt 

100 g sellerí 
100gr blaðlaukur 
4 gulrætur 
1 laukur 
70 gr smjör 
1 tsk karrí 
2 msk hveiti 
¼ tsk “season-all 
1-1 ½ tsk fiskkraftur 
¼ dl rjómi 
3 eggjarauður 
200 gr rækjur. 

Sjóðið fiskinn í blöndu af mysu, vatni og salti. (Ath. að ofstjóða ekki.) Saxið sellerí og lauk, skerið blaðlauk í þunnar sneiðar. Látið grænmetið og laukin krauma í smjörinu í u.þ.b. 5 mín. Í potti. Látið karrí út í. Skerið gulrætur í þunnar neiðar og snöggsjóðið. Látið hveitið yfir grænmetið í pottinum og bakið upp með 1 lítra af fisksoði. 

Bragðbætið með fiskkrafti og “season-all” og látið rjómann út í og hitið í suðu. Hrærið eggjarauðurnar í skál og jafnið súpunni út í , hægt fyrst. Látið súpuna aftur í pottinn og setjið rækjurnar, gulræturnar og beinlausan fiskinn út í. Hitið þannig að fiskurinn sé vel heitur en sjóðið ekki. Berið fram með volgu smábrauði og smjöri. Svona súpa er mjög góð sem sjálfstæður réttur. 


Fisksúpa Dísu frænku 

Höfundur: Frú Fiðrildi 

Samantekt: Það er skemmst frá því að segja að Dísa frænka er áttræð yndisleg kona sem hefur alltaf haft unun af því að elda, baka og prjóna. Uppskriftirnar hennar klikka aldrei! 

Hráefni: 
50 gr. smjör (má alveg nota olíu að hluta) 
1 laukur 
1 rif hvítlaukur 
1 gulrót 
2-3 stangir sellerí 
1 paprika 
2-3 meðalstórar kartöflur 
1 lítil dós tómatpúrra (ég nota 2 stórar dósir í stóran pott) 
1/2 tsk. basil 
1 tsk. salt 
2 bollar vatn (ég nota meira) 
1 teningur fiskkraftur (ég nota meira... ca 5-6 teninga í stóran pott) 
700-800 gr. fiskur (lúða hentar mjög vel) 
1/2 bolli matreiðslurjómi eða annar magur rjómi 


Aðferð: Smjörið/olían er hitað í potti. Grænmetið skorið niður og mýkt í olíunni. Tómatpúrru, basil, salti og fiskkrafti bætt við ásamt vatni og suðan látin koma upp. Þá er fiskurinn skorinn í munnbita og settur í pottinn, gætið þess að láta hann ekki sjóða lengi... ég hef miðað við ca 2 mín. og síðan slökkt undir pottinum og látið standa í smá stund. Að lokum er rjómanum bætt við og súpan smökkuð til (mér finnst betra að krydda hana meira en uppskriftin segir til um). 


Fiskisúpa 

Innihald 
2 Laukar 
3 hvítlauksrif 
Sæt kartafla, meðalstór 
Tómatpúrra 
Ólífuolía 
300g roðflett ýsuflök 
1,5-2 lítrar grænmetissoð 
Salt og pipar 
Kúmín 
Kóríander 

Aðferð 
Skerið sætu kartöfluna í sneiðar og saxið laukinn og hvítlaukinn. Steikið í olíunni. 

Bætið grænmetissoði, tómatpúrru og kryddi (eftir smekk) út í og sjóðið þar til allt er orðið vel meyrt. 
Ýsan er skorin í bita og sett út í tíu mínútum áður en súpan er borin fram. 


Tær fiskisúpa „bouillabaisse“ 

Hráefni 
500 g humarhalar í skel 
250 g surimi (krabbalíki) 
500 g risahörpudiskur 
500 g kræklingur 
250 g úthafsrækja 
500 g steinbítur 
1/4 tsk. saffran 
4 stk. ferskir tómatar 
250 g niðursoðnir maukaðir tómatar 
3 stk. skalottlaukar 
4 stk. hvítlauksgeirar 
1/4 búnt steinselja 
1/4 stk. grænt chilialdin 
400 ml hvítvín 
800 ml vatn 
salt og pipar 
ólífuolía til steikingar 

Aðferð 
Uppskriftin miðast við sex manns. 

Snyrtið fiskinn og gerið kláran fyrir matreiðsluna. Afhýðið og saxið skalottlauk og hvítlauk og mýkið í olíu í stórum potti, án þess að brúna. Bætið maukuðu tómötunum saman við saxaðan lauk og hvítlauk. Stráið saffrani út í tómat- og laukmaukið og bætið helmingnum af hvítvíninu og vatninu saman við. Setjið chili saman við maukið og kryddið með salti og pipar. Bætið fisktegundunum út í pottinn. Setjið þá tegund sem þarf lengstu eldunina fyrst. Bætið afganginum af hvítvíninu og vatninu saman við og látið suðuna koma hægt og rólega upp. Saxið steinselju og setjið út í rétt áður en fiskisúpan er borin fram. 

Berið súpuna fram með snittubrauði og spænskri hvítlaukssósu, aïoli. 


Íslensk fiskisúpa 

Hráefni 
600 g blandaður fiskur og skelfiskur; t.d. lúða, skötuselur, lax, bleikja, stein-bítur, rækja og hörpuskel 
1–2 stk. laukar 
2 stk. gulrætur 
1 stk. sellerístöngull 
2 greinar timjan 
2–3 stk. lárviðarlauf 
2 msk. smjör 
2 dl hvítvín 
1 lítri fiskisoð 
mjúk smjörbolla (75 g hveiti og 100 g smjör) 
2 dl rjómi 
salt og hvítur pipar úr kvörn 
koníak 

Kryddjurta-ólífuolía 
lítið búnt basilíka 
lítið búnt steinselja 
3–5 stk. hvítlauksgeirar 
2 msk. jómfrúarolía (Extra virgin ólífuolía t.d. frá Monte Vibiano) 

Aðferð 
Skerið fiskinn í litla bita og ræmur eftir tegundum og eftir því hvernig trefjarnar liggja í fiskholdinu. 

Afhýðið lauk og saxið smátt. 

Flysjið gulræturnar og skerið í smáa teninga ásamt sellerístöngli. Bræðið smjörið í potti við miðlungshita og mýkið lauk, gulrætur og sellerí ásamt timjan og lárviðarlaufum, án þess að grænmetið taki lit. Hellið hvítvíni yfir og sjóðið saman örlitla stund og bætið þá fiskisoði saman við og sjóðið vel saman. Kryddið með salti og pipar eftir smekk, þar til að bragðið er orðið þétt og kröftugt. Takið pottinn af hellunni og látið smjörbolluna renna út í pottinn og hrærið stöðugt í með þeytara, þar til að súpan er orðin flauelsmjúk. 

Svona þykktar súpur heita „veloute“ á kokkafrönsku, sem þýðir flauel. Látið súpuna aftur á heita helluna og látið suðuna koma hægt upp. Gætið þess sérstaklega vel að súpan bullsjóð i ekki og brenni ekki við. Bætið rjómanum út í, bragðið á súpunni og bragðbætið með salti og hvítum pipar ef með þarf. Hellið að lokum einföldum koníak, púrtvíni eða jafnvel góðu viskíi út í. Haldið súpunni við suðumark og setjið fiskinn út í rétt áður en súpan er borin fram. Hrærið varlega í með sleif í nokkrar mínútur þannig að fiskurinn soðni í súpunni. Bætið kryddjurta-ólífuolíunni út í súpuna um leið og hún er borin fram og hrærið varlega saman við. þetta er gert í lokin til þess að ferskleiki kryddjurtabragðsins og ólífuolíunnar haldist ásamt skarpleika hvítlauksins, sem á svo vel við svona fiskisúpur.




MULLIGATAWNY 

klassisk karrysúpa f. 4 pers. ( Upplagt að búa til ef maður á 
afganga af kjúklingakjöti og þar fyrir utan er þessi súpa alveg sérlega 
góð!) 

1-2 msk smjör eða matarolía 
1 saxaður laukur 
2 hvítlauksrif, söxuð 
1-2 msk milt karry 
1 matarepli, skrælt og rifið 
1 l hænsnasoð 
2 dl kókosmjólk 
2 stilkar sellerí 
1 púrra 
1 gulrót 
Soðið kjúklingakjöt í strimlum 
etv. sítrónusafi 
salt og pipar 

Laukur og hvítlaukur mýktur í smjörinu/olíunni. Karrýið sett í og 
'brennt', Eplið og hænsnasoðið sett í og suðan látin koma upp. Allt 
grænmetið skorið smátt og sett í súpuna, látið malla nokkrar mínútur. 
Kókosmjólkin og kjúklingurinn sett í. Hitað. Etv. smávegis sítrónusafi til 
að 'lyfta bragðinu', salt, pipar og karry eftir smekk! 





Þýsk sveitasúpa 

500 gr. hakk 
1 lítri vatn 
3 stórar gulrætur sneiddar 
1 laukur - saxaður 
3 teningar kjötkraftur 
3 litlar dósir Hunts tómatpúrra (2 garlic og basil, ein hrein) 
1 peli matreiðslurjómi 

Brúnið hakkið og kryddið að vild. Allt, nema rjóminn, látið malla saman, líklega í ca. klukkutíma. Rjómanum bætt út í síðast. Líka gott að bæta pastaskrúfum út í súpuna. Hægt að útbúa hana daginn áður en á að borða hana, en setjið þá rjómann út í þegar hún er hituð upp. Borið fram með snittubrauði. 




Grænmetissúpa 

1/4 haus blómkál 
4-6 stk gulrætur 
1/4 haus spergilká 
2 laukar 
1 sæt kartafla 
1 græn paprika 
4 kartöflur 
1-2 lítrar vatn 
1 dós sataysósa stór 
kjúklingakraftur 
salt og pipar 

Skerið grænmetið i litla bita og steikið. Hellið vatninu yfir og sjóðið i 30-35 mín. hellið sataysósunni yfir, setjið smá kraft og maukið með töfrasprota. Má setja meira vatn eða minna, eftir smekk. Svo bara helling af brauði, besta súpa í heimi 


Gúllassúpa 

700 gr nautagúllas 
2 laukar 
3 hvítlauksrif 
3 msk olía til steikingar 
1 1/2 msk paprikuduft 
1 1/2 l vatn 
2 msk kjötkraftur (eða 2 teningar ) 
1 tsk kúmenfræ 
1-2 tsk majoram 
700 gr kartöflur (8 meðalstórar) 
2-3 gulrætur 
2 paprikur 
4-5 tómatar eða 1 dós niðursoðnir (400 gr). 


Saxið lauka og pressið hvítlauksrif. Steikið kjötið í olíunni í potti ásamt lauk og hvítlauk. Stráið paprikuduftinu yfir kjötið og bætið vatni út í pottinn ásamt kjötkrafti,kúmeni og majoram. Látið sjóða við vægan hita í 40 mín. 

Flysjið kartöflurnar.Skerið kartöflur,gulrætur,papriku og tómata í litla bita. Bætið kartöflum,gulrótum og paprikum út í pottinn og látið sjóða við vægan hita í 30 mín. 

Kryddið meira ef með þarf. 



Rauðrófu- fiskisúpa 

250 gr rifin rauðrófa 
1 væn gulrót 
1 laukur smátt saxaður 
15 gr smjör 
8 dl soð af grænmetistening eða annað grænmetissoð 
300 gr rauðsprettu- eða smálúðuflök í litlum strimlum 
2 msk sítrónusafi1 dl smátt söxuð steinselja 
1 tsk hrásykur 
pipar - salt 
1 dl sýrður rjómi (18%) 

Smjörið hitað í potti og grænmetið mýkt í því. Hrært vel í því á meðan. Soðinu hellt út í og hitað að suðu. Soðið í 20 mín. Maukuð með töfrasprota. Smökkuð til með hrásykri, pipar, sítrónusafa og smávegis af salti. Og suðan látin koma upp aftur. 
Diskarnir sem bera á súpuna fram í, hitaðir. Fiskurinn látin á þá og snarpheitri súpunni hellt yfir. 

Matskeið af sýrðum rjóma sett ofan á, ásamt saxaðri steinselju. 

Meðlæti 
Gott brauð, smjör og pestó. 




Minestronesúpa 

2 msk. olía 
1 laukur 
2 hvítlauksgeirar 
3 gulrætur 
3 sellerístönglar 
2 paprikur 
500 gr. tómatar 
1 msk. timjan, 
250 gr. blómkál 
250 gr. spergilkál 
100 gr. pastaslaufur 
1 – 2 msk. grænmetiskraftur 
pipar og salt 
1 ltr. Vatn 

Saxið grænmetið nokkuð smátt. Hitið olíu í potti, laukur og hvítlaukur mýktur í henni síðan er öllu grænmeti nema blómkáli og spergilkáli, bætt út í og látið malla í nokkrar mínútur. Vatni og grænmetiskrafti bætt saman við, sjóðið í ca. 20 mín. Blómkáli, spergil og pastaslaufum bætt í pottinn, sjóðið áfram í u.þ.b. 10 mínútur eða þar til pastað er soðið. Kryddið að smekk með salti og pipar. Gott að rífa Parmaost yfir súpuna. 


Einföld fiskisúpa af café sigrún 

1/2 laukur, saxaður gróft 
175 gr sæt kartafla, afhýdd og söxuð gróft 
175 hvítur fiskur (ýsa, þorskur, steinbítur), bein- og roðhreinsaður 
50 gr gulrót, söxuð 
1 tsk oregano 
1/2 tsk kanill 
1 lítri vatn og 2-3 grænmetisteningar. Ef þið finnið lífrænt framleiddan fiskikraft, kaupið hann þá, annars má nota grænmetiskraft og fiskisósu 
3 msk fiskisósa (nam plah). Fæst í austurlensku hillunum í flestum stórmörkuðum 
75 ml léttmjólk (eða magur rjómi, spari) 

Aðferð: 
Setjið lauk, sæta kartöflu, fisk, gulrót , oregano, kanil og 800 ml af vatni (ásamt teningum og fiskisósu) út í stóran pott. Ef þið eruð með fiskiafganga (ekki ósoðinn fisk) þá skuluð þið ekki setja fiskinn út í strax. 
Látið sjóða þangað til kartöflurnar eru orðnar mjúkar. 
Kælið aðeins. 
Notið töfrasprota eða matvinnsluvél og maukið allt vel (ef þið eruð með matvinnsluvél, maukið þá í litlum skömmtum). Ef þið eruð með fiskiafganga þá má setja þá út í hér og mauka áfram. 
Setjið súpuna aftur í pottinn, bætið mjólkinni við og hitið upp að suðumarki. 
Berið fram með heitu, nýbökuðu brauði til að ná hinni fullkomnu hamingju. 



Graskerssúpa 

1 laukur, smátt saxaður 
1 hvítlauksgeiri 
600 gr graskerskjöt í teningum 
1 msk smjör eða olía 
4 dl kjúklingasoð 
1 tsk Maldon salt 
pipar 
smávegis rifin múskatrót 
1 msk ferkst tímjan smátt saxað 
2 dl léttmjólk 

Leiðbeiningar 
Feitin hituð í potti og grasker, laukur, hvítlaukur mýkt í henni smá stund.Soði, salti, pipar og múskatrót bætt í og látið sjóða í 20- 30 mín. Eða þangað til graskerið er mjúkt í gegn. Mjólkin sett saman við og hrært vel saman með þeytara eða töfrasprota. Suðan látin koma upp aftur. Smátt söxuðu tímjan stráð yfir ef vill. 

Meðlæti : Gott brauð. 



Bolabragð - nautakjötssúpa fyrrverandi þingmannsfrúar 

250 gr nautakjöt – fituhreinsaður vöðvi -bitar 
2 lítrar nautakjötssoð - heimatilbúið eða úr nautakrafti 
1 dl rauðbeðusaft - fæst í flöskum 
1-2 laukar 
100 gr hvítkál 
100 gr sellerí 
2 gulrætur 
1 púrrulaukur, notið aðeins hvíta hlutann 
1 rauðrófa - fersk 
1/4 dl matarolía 
2 tómatar 
1/2 msk tómatpúrre 
1/2 paprika 
1dl hrísgrjón 

Nautakjötið er skorið í bita. Það ásamt nautakjötssoðinu og rauðbeðusaftinni, er soðið í 15 mín. Því næst er allt hitt skorið niður og því bætt út í pottinn og soðið áfram í 60 mín. Setjið topp af sýrðum rjóma ofan á súpuna og berið fram með grófu brauði. 

Þessa súpu er kjörið að elda í tvöföldu magni, fyrst fyrir heimilisfólkið, saumaklúbbinn, veiðihópinn eða aðra gesti á köldu vetrarkvöldið og afgangurinn fer í ísskápinn og er dásamlegur upphitaður daginn eftir. 

Uppruni: Margrét Hauksdóttir landbúnaðarráðherrafrú Jórutúni Selfossi 

tekið af vefnum  www.kjot.is



Bauna- og linsusúpur 
Chili-linsubaunasúpa 

1 stór laukur 
2 msk matarolía 
¾ msk paprikuduft 
2 dl rauðar linsubaunir 
2 hvítlauksrif 
400 gr. Niðursoðnir tómatar (1 dós) 
2 rauðar paprikur 
4 gulrætur 
2 rauðir chilipipar belgir 
12 dl kjötsoð ( vatn og kjötkraftur) 
1 lárviðarlauf (heilt) 

Saxið laukinn smátt og steikið hann í olívuoliu og paprikudufti. 
Skolið Linsubaunirnar og bætið út í laukinn. 
pressið hvítlaukinn, saxið tómatana og skerið grænmetið í litla bita. 
setjið allt í pottinn og sjoðið í ca 35 – 40 mín. Eða þar til baunirnar eru soðnar. 
kryddið m/ pipar ef þarf. 


Linsubauna og engifersúpa 

Höfundur: ÁsdísJóh 

Samantekt: Mjög traustvekjandi súpa í kuldanum. Ekkert nema hollusta og gott stöff fyrir kroppinn. Þannig á það að vera. Svo er þetta líka frekar ódýrt og saðsamt svona í kreppunni. 

Uppskriftin kemur af belgískri matreiðslusíðu:  www.sensum.be  

Hráefni: 
300 g rauðar linsubaunir 
4 gulrætur, sneiddar. 
1 laukur 
1 hvítlauksrif 
smá biti af ferskum engifer 
1 tsk cumin 
1 tsk kóríanderkorn 
Grænmetissoð 
3-4 msk ólífuolía 
S&P 
Etv smá ferskur kóríander 

Aðferð: Hitið ólífuolíuna í potti og bætið söxuðum lauk og hvítlauk út í. Svitið í ca. 2 mínútur. 
Bætið svo rifnum engifer, cumin, kóríander og gulrótum út í og leyfið að malla í aðrar 2 mínútur. 
Bætið þá linsunum út í, skellið einum grænmetistening út í og svo slatta af vatni þannig að það sé yfir öllu. 
Saltið og piprið. 

Leyfið þessu að malla í um 20 mínútur og bætið vatni við eins og þarf. 

Maukið svo súpuna með töfrasprota og þynnið með vatni eftir þörfum. Stráið ferskum kóríander yfir súpuna þegar hún er borin fram. 


Fenníku og baunasúpa 

Hráefni: 

3 fenníkur 
olívuolía 
300 ml vatn 
grænmetiskraftur 
110 g haricot baunir 
4 msk rjómi 
salt og hvítur pipar 
Aðferð 

Baunirnar soðnar sér. 
Skerið fenníkuna í bita og léttsteikið í olíunni. 
Bætið vatni og grænmetiskrafti úti og látið malla í 10 mínútur. 
Baunirnar maukaðar í matvinnsluvél og bætt út í. 
Kryddið og bætið rjómanum út í rétt áður en hún er borin fram. 
Þynnt með vatni ef nauðsynlegt er 


Litrík baunasúpa 

Innihald: 

3 bollar blandaðar baunir (veljið baunir í mismunandi litum) 
3 msk olífuolía 
1 laukur, niðursneiddur 
3-4 hvítlauksgeirar 
1 gulrót skorin í sneiðar 
1 sellerístilkur, skorinn í bita 
8 bollar vatn+grænmetiskraftur 
1 tsk basil 
1 dós tómatar 
Aðferð: 

Baunirnar lagar í bleyti yfir nótt og vatninu síðan helt af. 
Hitið olíuna og létttsteikið lauk, hvítlauk, gulrót og sellerí þar til það er mjúkt. 
Bætið grænmetiskrftinum, baunum, tómötum og kryddi úti 
Látið suðuna koma upp, lækkið síðan undir og látið malla í 2 klst. 


Búlgörsk linsusúpa 

2 gulir laukar, smátt hakkaðir 
2 hvítlauksrif 
1 msk olía 
1 l vatn 
2 grænmetisteningar 
2 dl rauðar linsur 
1 msk paprikuduft 
1 tsk salt 
1 lárviðarlauf 
1 tsk timjan 
1 dós hakkaðir tómatar 
1/2 tsk sykur 
1/2 tsk balsamic vinegar (má sleppa) 
Klípa af sýrðum rjóma út í hverja skál og steinselja rifin yfir (má sleppa) 

Gera: 
Mýkið lauk og hvítlauk, skellið svo út í linsum og paprikudufti, síðan tómatana 
yfir, þar eftir vatn og teningar, svo lárviðarlauf og krydd, látið malla í 30-40 mínútur. Hellið í balsamic edikinu í endann. Því lengur sem þetta fær að malla, því betra, þetta verður svona þykk súpa, sniðugt líka að bara fram hrísgrjón með. 

Mæli með að gera tvöfalda og frysta! 


Rauð linsusúpa. 

Þessi er frá Sollu á Grænum kosti (eða hún var þar) og mér finnst hún mjög góð og svo er hún mjög næringarrík og holl. 

1 msk. ólífuolía (sú dökkgræna) 
1 blaðlaukur, þveginn og skorinn niður í sneiðar 
1-2 hvítlauksrif, brytjuð smátt 
1tsk. karrý 
¼ tsk. cuminduft 
1 lárviðarlauf 
1 sæt kartafla, afhýdd og skorin í litla bita 
200 g rauðar linsur 
1 lítri vatn og 3-4 gerlausir grænmetisteningar eða samsvarandi magn af jurtakraftinum frá Vetara (gerlaus fæst í Nettó, lífrænu hillunni) 
1 dós kókosmjólk (stór) 
smá sjávarsalt 

smá cayennapipar á hnífsoddi 

Ofaná: 3 msk. af ristuðum möndluflögum, smá kóríander, 2-3 blöð fersk mynta, smá klettasalat, nokkrir lime bátar eða sneiðar. Þetta er allt val en mjög gott að hafa möndluflögurnar og kreista lime yfir. 

Aðferð: Hitið ólífuolíuna í potti og setjið síðan hvítlauk, blaðlauk, karrý, cuminduft og lárviðarlauf útí. Mýkið í 1 mín. Bætið sætu kartöflunum og linsunum útí og látið mýkjast í um 2 mín. Setjið vatnið og jurtakraftinn útí ásamt kókosmjólkinni og sjóðið þar til linsurnar og sætu kartöflurnar eru soðnar, í um 20 mín. Bragðið að lokum til með sítrónusafa, cayennapipar og sjávarsalti. 


Linsusúpa Önnu G 

1 stór laukur 
1 msk paprikuduft 
2 msk matarolía 
2 dl rauðar linsubaunir 
2 hvítlauksrif 
1- 2 dósir niðursoðnir tómatar 
2 rauðar paprikur 
4 gulrætur 
2 rauðir chilipipar 
8- 10 dl vatn ( kjötsoð ef vill) 
1 lárviðarlauf 
svartur pipar 

1. Laukurinn saxaður smátt og steiktur í olívuolíu og paprikudufti. 
2. Linsubaunum og pressuðum hvítlauk bætt út í. 
3. Saxið tómatana og skerið grænmetið í litla bita. 
4. Setjið allt í pottinn og sjóðið í ca 30 – 40 mín, eða þar til baunirnar eru soðnar.

Taelro | 8. nóv. '11, kl: 14:49:05 | Svara | Er.is | 0

Flauelsmjúk humar- og aspassúpa

150 g humarhalar
1–2 stk. laukar
200 g nýr grænn aspas
1 stk. lítil gulrót
1/4 stk. blaðlaukur
2–3 msk. ólífuolía eða smjör
2 greinar timjan
2 stk. lárviðarlauf
1 lítri fiski- eða kjúklingasoð
smjörbolla (60 g hveiti og 100 g smjör)
1 dl rjómi
salt og nýmalaður hvítur pipar
1 dl hvítvín
sjerrí
graslaukur

Aðferð
Skelflettið humarhalana. Setjið fiskinn til hliðar, en notið skeljarnar í súpugerðina. Afhýðið lauka og flysjið aspas, næstum upp að toppi. Skerið um 2–4 cm neðan af hverjum stöngli, eftir því hversu langt trénaður endinn er. Geymið allan afskuð. Skerið gulrót, blaðlauk og lauk í grófa bita og létt steikið upp úr smjöri eða ólífuolíu, í potti, ásamt humarskelinni og afskurði af aspas, timjan og lárviðarlaufum.
Hellið grænmetissoðinu yfir og sjóðið við vægan hita í um 1 klst. Sigtið soðið tvisvar, fyrst í gegnum gróft sigti og síðan fínt. Pressið vel á allt grænmetið til að ná sem mestum krafti úr því. Setjið sigtað soð í annan pott og þykkið með smjörbollunni. Hellið rjóma út í og bragðbætið með salti og hvítum pipar úr kvörn. Ef humarinn er stór, skerið hann þá í tvennt eða þrennt. Skerið aspas í 2 cm langa bita, skerið aðeins á ská til að fá fallegra útlit. Látið smjörklípu í pott og létt steikið humar og aspas. Hellið hvítvíninu yfir og hitið að suðumarki.
Veiðið aspas og humar upp úr pottinum og leggið til hliðar. Hellið hvítvínssoðinu saman við súpuna. Bætið aspas og humri út í sjóðandi súpuna rétt áður en hún er borin fram og bætið einföldum sjerrí út í um leið. Gott er að klippa smá graslauk yfir.


Aspassúpa Sigurrósar

25 gr. smjör
2 1/2 msk hveiti
1,5 lítri kjötsoð (vatn + 1-2 súputeningur)
1/4 dós aspas
2 eggjarauður
ca 1/2 tsk salt
1-2 msk sherry

1. Smjörið brætt.
2. Hveitinu hrært út í og þynnt með heitu soðinu.
3. Aspassoðinu er blandað saman við.
4. Aspasinn er hafðu í 2-3 cm löngum bitum sem látnir eru út í
súpuna eftir að hún hefur soðið í 3-5 mín. og er orðin kekkjalaus. (Ef ekki þá má hella henni gegnum sigti og síðan aftur í pottinn).
5. Eggjarauðurnar hrærðar vel í skál með saltinu.
6. Lítið í einu af súpunni er hrært saman við eggjarauðurnar.
7. Þegar u.þ.b. helmingur súpunnar hefur verið hrærður þannig saman við má setja úr skálinni út í pottinn en gæta þess að það sjóði alls ekki eftir það út af eggjarauðunum.
8. Sherryið sett út í.
9. Smakka sig áfram til að vita hvort þarf annan súputening eða meira af salti eða sherryi.


Sveppasúpa Winston

2 stk Laukar, saxaðir
250 g Sveppir, saxaðir
50 g Smjör
2 msk Hveiti
1 l Kjúklingasoð (vatn + ten.)
1 dl Rjómi
1/4 tsk Múskat
Salt og pipar

Steikið grænmetið í smjörinu á lágum hita í 10-15 mín.
Stráið hveitinu yfir og hrærið vel í.
Bætið kjötseyðinu við og sjóðið súpuna á lágum hita í uþb. 20 mín.
Bætið að lokum rjóma og múskati út í. Bragðið súpuna til með salti og pipar.
Berið fram með góðu brauði.



Rjómalöguð sveppasúpa Jóa Fel.

60gr smjör
400gr sveppir
60gr hveiti
6 dl kjúklingasoð
1 dl mjólk
3 dl rjómi
1 msk steinselja
1 msk sítrónusafi
Salt og pipar
Steinselja í skraut

Sveppirnir eru steiktir uppúr smjöri og hveitinu er blandað saman við, þá er soðinu blandað saman við og hrært þar til kekkjalaust. Þá er mjólk og rjómi blandað saman við ásamt sítrónusafa og kryddi, látið krauma í c.a 5-6 mín við mjög vægan hita. Þegar súpan er kominn í skál er dass af þeyttum rjómatopp sett í súpuna ásamt steinselju skrauti yfir. Borið stax fram með brauði.
Ath: gott er að setja dass af koníaki eða sherry í sveppasúpu, en má auðvitað sleppa.


Blómkálssúpa fyrir 12 - að hætti Nönnu R.

1,5-2 kg blómkál
2-3 sellerístönglar
1 laukur
2 lítrar vatn
1 lárviðarlauf
safi úr ½ sítrónu
75 g smjör
75 g hveiti
1-2 msk kjúklinga- eða grænmetiskraftur
salt
hvítur pipar
e.t.v. svolítið múskat (ekki nauðsynlegt)
½ l rjómi eða matreiðslurjómi
Skiptu blómkálinu í kvisti (taktu nokkra fallega litla kvisti frá og geymdu) og skerðu stönglana í litla bita. Saxaðu selleríið og laukinn smátt. Settu allt í pott ásamt vatni, lárviðarlaufi og sítrónusafa og sjóddu þar til grænmetið er meyrt. Taktu það þá upp úr eða síaðu það frá, maukaðu það í matvinnsluvél og settu það svo aftur út í soðið (pressaðu það í gegnum sigti ef þú vilt fá súpuna alveg slétta). Bræddu smjörið í öðrum potti, hrærðu hveitinu saman við og láttu krauma í 1 mínútu. Hrærðu svo soðinu saman við smátt og smátt.
Bragðbættu súpuna með kjúklinga- eða grænmetiskrafti eftir smekk, pipar og salti (og e.t.v. múskati), hitaðu að suðu, settu fráteknu blómkálskvistina út í og láttu malla í 5-6 mínútur. Hrærðu þá rjómanum saman við og hitaðu hann en láttu súpuna ekki sjóða. Smakkaðu súpuna til með pipar og salti.



Himnesk humarsúpa

Humarsúpa fyrir 12 manns úr smiðju Úlfars Eysteinssonar matreiðslumeistara á ,,Þrír Frakkar hjá Úlfari'':

2 laukar, saxaðir
100 grömm sveppir, sneiddir
2.5 lítrar vatn
2 msk. fiskikraftur (bullion)
1 tsk. paprikuduft
250 grömm HumarBragð frá NorðurÍs
2 hvítlauksrif, söxuð
200 grömm smjörbolla
60 ml hvítvín
200 ml rjómi
1.0 dl koníak

Aðferð: Laukur og sveppir snöggsteikt og síðan er öllu nema smjörbollu,
hvítvíni, rjóma og koníaki blandað saman við og soðið í 20 mínútur.
Síað og þykkt með smjörbollunni. Rjóma bætt í og hitað. Hvítvíni bætt í og síðast koníaki.


Humarsúpa með guacamole brauði (stór uppskrift)

Hráefni
Guacamole brauð
1 stk avókadó, vel þroskað
1 msk fersk kóríanderblöð
1 msk limesafi
1 stk saxaður hvítlauksgeiri
1 stk shallottulaukur, fínt saxaður
1 stk tómatur, afhýddur
½ stk brie ostur
½ stk grænn chili (má sleppa)
baguette brauð
mulinn, hvítur pipar

Súpa
3¾ kg humarhalar í skel, pillaðir
1½ l smjörbolla (100 g smjör og 100 g hveiti f. 4)
2½ dl rjómi
2½ dl rjómi, léttþeyttur
30 g tómatpúrré
2 stk gulrætur
1 stk blaðlaukur

1 stk fennel
1 stk hvítlaukur
1 stk laukur
cayenna pipar
karrí
klípa af kjötkrafti
koníak (brandý) eftir smekk

Súpa - Brúnið skeljarnar í pottti með smá ólífuolíu og bætið tómatpurré út í. Skerið grænmetið gróft og brúnið örlítið með skeljunum; hellið vatni yfir. Sjóðið í tvo klukkutíma. Sigtið síðan skeljar og grænmeti frá soðinu. Þykkið humarsoðið með smjörbollunni og sjóðið í 30 mínútur. Bætið rjómanum út í og síðan karrý og cayenna pipar. Bætið kjötkrafti út í eftir smekk. Pönnusteikið humarhalana með smá smjöri og hvítlauk. Bætið þeytta rjómanum, humarhölunum og koníaki út í súpuna, rétt áður en hún er borin fram.

Guacamole brauð - Takið steininn úr avókadóinu og skafið aldinkjötið úr hýðinu. Maukið ásamt öllu hinu; setjið tómatinn út í síðast ásamt kóríanderinu og lauknum. Smyrjið maukinu á baguette brauð og setjið brieost yfir; gljáið í ofni þar til osturinn er bráðinn.


 

Paprikusúpa

2 msk ólífuolía

1 laukur, stór, saxaður

2 gulrætur, saxaðar

1 kg paprikur, rauðar

1,2 l kjúklingasoð, grænmetissoð eða vatn

200 ml hvítvín, þurrt (eða meira soð)

4 msk arboriohrísgrjón

¼ tsk chiliflögur, eða eftir smekk

pipar, nýmalaður

salt

3-4 msk ferskar kryddjurtir, blandaðar (t.d. basilíka, rósmarín, marjoram)

Helmingurinn af olíunni hitaður á pönnu og laukur og gulrætur látið krauma við fremur hægan hita í um 10 mínútur án þess að brúnast. Á meðan er grillið í ofninum hitað. Paprikurnar skornar í fjórðunga, fræhreinsaðar og lagðar á grind með hýðið upp. Penslaðar létt með olíu og grillaðar þar til hýðið er svart. Teknar út, látnar kólna ögn og síðan afhýddar og skornar í ræmur. Soðinu og víninu hrært saman við og hitað að suðu. Papriku og hrísgrjónum bætt út í, kryddað með chili, pipar og salti, og látið malla við hægan hita í um hálftíma. Þá er súpan látin kólna dálítið og síðan sett í matvinnsluvél eða blandara og maukuð í nokkrum skömmtum. Sett aftur í pottinn, hituð að suðu, kryddjurtunum hrært saman við og súpan smökkuð til. Borin fram með brauði, t.d. hvítlauksbrauði.

Í staðinn fyrir fersku kryddjurtirnar má nota þurrkaðar, um 1 msk, en þá eru þær settar í um leið og soðið.

Blómkálssúpa

1 l kjötsoð eða grænmetissoð

350 g blómkál, skipt í greinar

salt (ef soðið er ósaltað)

2 msk smjör, lint

1½ msk hveiti

100 ml rjómi

pipar, nýmalaður

Soðið hitað í potti og þegar það sýður er blómkálið sett út í ásamt salti. Látið malla við fremur hægan hita í 3-4 mínútur. Á meðan er smjör og hveiti hrært saman í skál. Sett út í súpuna, hrært og hún jöfnuð. Látið malla við hægan hita í um 5 mínútur, eða þar til blómkálið er meyrt. Rjómanum hrært saman við, hitað að suðu, smakkað til með pipar og e.t.v. meira salti og borið fram strax.

Sveppasúpa

3 msk smjör,´

  1 blaðlaukur, saxaður (þ.e. hvíti og ljósgræni hlutinn),

250 g sveppir, skornir í þunnar sneiðar,

3 msk hveiti,

7 dl gott grænmetissoð,

1-2 msk þurrt sjerrí eða brandí,

klípa af timjan,

nýmalaður pipar,

salt,

1 dl kaffirjómi

Smjörið brætt í potti og blaðlaukurinn látinn malla í því við vægan hita í um 5 mínútur. Sveppirnir settir út í og látnir malla í nokkrar mínútur í viðbót. Hveitinu stráð yfir, hrært vel og síðan bakað upp með soði. Sjerríi, timjan, pipar og salti bætt út í og hitað rólega að suðu. Látið malla í 2-3 mínútur, rjómanum hrært út í og borið fram.

Hvannasúpa

1 stór handfylli hvannablöð,

  25 gr. smjör,

20 gr. hveiti,

1 1/2   l.kjöt- eða jurtaseyði,

1 teskeið sykur,

2 egg.

Hvannablöðin eru þvegin úr köldu vatni. Síðan er sjóðandi jurtaseyði hellt yfir þau og blöðin soðin í seyðinu í 5 mín. Þá eru hvannablöðin tekin úr (það má t.d. hella súpunni í gatasigti) og skorin mjög smátt á skurðarfjöl. Hveitið er hrært út í nokkrum matskeiðum af köldu jurtaseyði og látið saman við hvönnina og hvannarseyðið. Suðan síðan látin koma upp. Súpan er framreidd með skornum eggjum.

Íslensk kjötsúpa

c.a 3 L vatn

2.5 kg kjöt á beini

400gr rófur

400gr kartöflur

200gr gulrætur

40gr hrísgrjón

1 stk lítill laukur

c.a 5 c.m púrrulaukur

c.a 5 msk súpujurtir

c.a 2 msk salt

svartur pipar

Leiðbeiningar

Setjið vatnið í pottinn, skerið kjötið niður í bita og fituhreinsið ef þið viljið.

Setjið kjötið í pottinn og látið suðuna koma upp.

Fleytið mest allan soran ofan af kjötinu og látið suðuna koma upp.

Skerið niður grænmetið niður eins smátt og þið viljið.

Setjið svo allt saman í pottinn og sjóðið í c.a 60 mín frá því kjötið fór í pottinn.

Chorba, kjötsúpa frá Marrokkó - Gestgjafinn, 2. tbl. 2011, bls. 26

fyrir 4 - 6

500 g lambakjöt, skorið í litla bita

Salt

Nýmalaður pipar

3 msk olía

1 laukur, smátt saxaður

300 tómatmauk (purée)

3 msk chili-mauk

1 1/2 dl vatn

2 sellerístilkar, skornir niður í þunnar sneiðar

2 dl bygg

2 msk steinselja, smátt söxuð

1 sítróna, skorin í 6 báta

Kryddið lambakjöt með salti og pipar og steikið í olíu í vel heitum potti í 3-4 mín. eða þar til kjötið er fallega brúnað. Bætið lauk og tómatmauki í pottinn ásamt chili-mauki og látið krauma í 1 mín., hrærið stöðugt í með sleif á meðan. Hellið vatni í pottinn og bætið selleríi út í, látið sjóða við vægan hita í 20 mín. Bætið þá byggi í pottinn og sjóðið í 25 mín. Smakkið til með salti og pipar og bætið steinselju út í súpuna. Berið fram með sítrónubátum og grófu brauði.

Skosk kjötsúpa

Hefðbundin skosk kjötsúpa er að sumu leyti býsna svipuð hinni íslensku en þessi hér inniheldur meðal annars sveskjur og blaðlauk.

6-700 g lambaframhryggjarsneiðar

nýmalaður pipar

salt

2 msk olía

2 laukar, saxaðir

2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt

300 g gulrætur, skornar í bita

100 g bygggrjón

2 lárviðarlauf

2 l vatn

1 blaðlaukur (hvíti og ljósgræni hlutinn), skorinn í sneiðar

12 sveskjur, steinlausar

150 g hvítkál, skorið í mjóar ræmur

Kjötið kryddað með pipar og salti. Olían hituð á pönnu og kjötið brúnað vel á báðum hliðum en síðan tekið af pönnunni og sett í pott. Laukurinn og hvítlaukurinn settur á pönnuna og látinn krauma við meðalhita þar til laukurinn er mjúkur. Hellt yfir kjötið og síðan er gulrótum, byggi, lárviðarlaufi og vatni bætt í pottinn, hitað að suðu og látið malla í um hálftíma. Blaðlauk og sveskjum bætt út í og soðið í um hálftíma í viðbót. Þá er kálið sett í pottinn og soðið í 4-5 mínútur. Súpan smökkuð til með pipar og salti. Best er að búa súpuna til daginn áður en bera á hana fram og hita hana svo upp, en þá er kálið ekki sett út í fyrr en síðari daginn.

Gulrótarsúpa með kókos

1 laukur, saxaður

3-4 sm engiferrót, flysjuð og rifin

10 gulrætur, flysjaðar og skornar í grófa bita

1 msk karrí-krydd

1 tsk chili-flögur

5 dl grænmetissoð

1 dós (400 ml) kókosmjólk

ólívuolía

Hitið olíuna í þykkum potti og steikið laukinn ásamt engifer þar til hann byrjar að brúnast. Bætið þá karrí og chiliflögum saman við og hrærið saman. Bætið gulrótarbitunum við og steikið áfram í 4-5 mínútur. Helliið heitu grænmetissoði út í pottinn. Hrærið vel saman og leyfið að malla við suðupunkt í um korter.

Setjið í matvinnsluvél og maukið. Hellið aftur í pottinn og bætið kókosmjólkinni saman við. Hitið upp að suðu og leyfið að malla hægt í 2-3 mínútur.

Setjið í skálar og skerið smá graslauk yfir til skreytingar. Berið fram með heitu naan-brauði.


 

Lauksúpa með kartöflum og beikoni
 
150 g beikon , feitt, skorið í litla bita
1 kg laukur , skorinn í þunnar sneiðar
pipar , nýmalaður
salt
1 l kjötsoð eða vatn
500 g kartöflur , afhýddar og skornar í bita
10-12 basilíkublöð , skorin í mjóar ræmur
Beikonið sett í þykkbotna pott, hitað rólega og látið krauma við fremur vægan hita þar til mikill hluti fitunnar er bráðinn. Þá er það tekið upp með gataspaða og geymt. Laukurinn settur út í og látinn krauma við mjög vægan hita í feitinni í um hálftíma; hrært öðru hverju. Þegar hann er nærri orðinn að mauki er hann kryddaður með pipar og salti og soði eða vatni hellt yfir. Kartöflurnar settar út í og látið malla áfram undir loki í um 20 mínútur við vægan hita. Basilíkuræmunum hrært saman við ásamt beikonbitunum og látið malla í um 10 mínútur í viðbót. Smakkað til og borið fram.
Einnig má gratínera súpuna og þá er ofninn hitaður í 200 gráður, skorpan skorin af nokkrum brauðsneiðum og hluta þeirra raðað á botninn á eldfastri súpuskál eða potti. Nýrifnum parmesanosti og dálitlum rjóma dreift yfir brauðið, súpunni hellt yfir, meira brauði, osti og rjóma dreift ofan á hana og sett í ofninn í 6-8 mínútur


 

vontrapp | 9. nóv. '11, kl: 23:10:23 | Svara | Er.is | 0

uppáhaldssúpan mín :D
skólastjórasúpa:

3-4 msk olía
1 og hálf msk karrý
heill hvítlaukur (má líka vera eftir smekk) ég set ekki heilan.
1 púrrulaukur
1 rauð paprika
1 græn paprika
blómkál og brokkolí eftir smekk.
Þetta er steikt á pönnu í smástund (ég steiki þetta bara í pottinum sem ég geri súpuna í)

Síðan fer útí þetta:
1 askja rjómaostur 400 gr
1 flaska Heinz chillisósa
3-4 teningar kjúklinga/grænmeti (ég set bæði)
1 og hálfur líter vatn
1 peli rjómi
salt
pipar
Hrært vel í á meðan suðan kemur upp.


Að lokum eru settar í súpuna rétt áður en hún er borin fram 4 kryddaðar og steiktar kjúklingabringur skornar í hæfilega bita svo ekki standi í mannskapnum. (líka sniðugt að elda bara heilan kjúlla og skera hann bara í súpuna og líka bara ódýrara)

Þetta er frekar stór uppskrift, ca.5 lítrar svo það er upplagt að geyma afganginn því súpan er að sjálfsögðu betri daginn eftir og enn betri 2 dögum eftir að hún er búin til.

Með þessu er gott að hafa doritos, ost og brauð og að sjálfsögðu kælt hvítvín;)

superbest | 10. nóv. '11, kl: 19:51:50 | Svara | Er.is | 0

Eg ELSKA tessa herna http://cafesigrun.com/austur-afrisk-graenmetissupa-med-hnetum-og-saetum-kartoflum
Eina er ad hun vill verda full tykk fyrir krakkana sem vilja fa hana tynnta med grænmetisseydi.

slef....

bjer | 16. nóv. '11, kl: 01:55:47 | Svara | Er.is | 0

Ein æðisleg !

Húsasúpa

olía

svartur pipar

smá salt

6-8 lærissneiðar eða annað gott lambakjöt

4 laukar

4 tsk. karrí

1/2 höfuð hvítkál

6 gulrætur meðalstórar

1/1 dós ananas

1 pk. þurrkaðar apríkósur

4-5 grænmetisteningar

1/2 tsk. fennel

Olían er sett á pönnu og svartur pipar mulinn í, ásamt salti. Kjötsneiðarnar eru skornar í tvennt, léttsteiktar í olíunni og settar í pott. Karríið er hitað í olíu áður en grænmetið er sett á pönnuna og léttsteikt. Allt sett í pott með vatni og soðið í um það bil 1 og 1/2 tíma. Súpan er gulleit á lit og súrsæta bragðið vegur vel á móti kryddinu. Hún er borðuð með heimabökuðu grófu brauði.

lemongrass | 8. des. '11, kl: 13:19:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æðislegt, það er síða á facebook sem heitir súpugerðarfólk með fullt af uppskriftum, endilega bætið við hana

Taelro | 8. des. '11, kl: 14:10:21 | Svara | Er.is | 0

Sjávarlöður Kristjönu – fiskisúpa

2 msk. smjör
¼ dós sveppir
¼ púrrulaukur
2 gulrætur
2 kartöflur
2-3 msk. hveiti
10 humarhalar
½ dós sveppaostur
1 ½ teningur fiskikraftur
2 tsk. Aromat
1 tsk. sætt sinnep
1 tsk. HP-sósa
½ tsk. karrý
1 ½ dl rjómi

Humarinn er soðinn í ósöltuðu vatni í 4-5 mínútur. Síðaner hann færður upp og látinn til hliðar. Grænmetið er brytjað og hitað í potti ásamt smjöri og látið linast. Hveitinu er stráð yfir og súpan bökuð upp með humarsoðinu. Sveppaosti ásamt kryddinu hrært út í og rjómanum bætt í. Loks er humarinn tekinn úr skelinni og settur í súpuna. Þessi súpa er góð sem sjálfstæður réttur með brauði og smjöri.



Fransk-íslensk fiskisúpa

450 g ýsuflök
4 meðalstórar kartöflur
2 laukar
1 tsk. fennelfræ
2 msk. smjiir
1 dós niðursoðnir hakkaðir tómatar
1 lítri vatn
1 teningur fisk- eða grænmetiskraftur
2 tsk.salt
hvítur pipar ef tir smekk
1/2 tsk. timian
2 hvítlauksrif
saf i úr 1 appelsinu
hökkuð steinselja

Byrjið á því að skræla kartöflurnar og skerið þær í teninga afhýðið laukinn og hvítlaukinn og saxið smátt. Kartöflurnar, laukurinn og fennelfræ er kraumað í smjörinu í potti. Þegar laukurinn er orðmn mjúkur er vatninu hellt í pottinn, ásamt kryddinu, tómötunum og grænmetis- eða fiskkraftinum (teningi eða dufti). Þá er súpan látin malla í u.þ.b. 25 mín. Skerið ýsuflakið niður í bita (hver svipaður að stærð og vænn sykurmoli), fiskurinn settur út í súpuna og látinn sjóða í henni í 4 mín. Hræriö ekki í súpunni á meöan. Slökkvið þá á hellunni en látið pottinn standa á henni. Kryddið
súpuna ef með þarf. Þá er appelsinusafanum hrært út í súpuna og hnefa af hakkaöri steinselju stráð yfir. Súpan er borin fram í pottinum ásamt góðu brauöi, t.d. hvítlauks-
brauði.



Fiskisúpa Jóhönnu:

1 lítill skötuselshali
1 laxaflak
1 ýsuflak
2 bollar rækjur
1/2 lítill laukur
50 g smjör
2 lítrar fisksoð
1 fiskiteningur frá Knorr
1 dl þurrt hvítvín eða mysa
1 dl rjómi (má vera meira)
salt, hvítur pipar, fennel og steinselja eftir smekk.

Laxinn er roðdreginn og skötuselurinn hreinsaður og skorinn í bita. Roðið af laxinum og brjóskið og roðið af skötuselnum er soðið í 15- 20 mínútur í u.þ.b. 2 l af létt-
söltu vatni. Soðið er síað vel.

Laukurinn er sneiddur í þunnar sneiðar og steiktur í smjörinu á pönnu þar til hann er glær. Fisksoðið og laukurinn er sett í pott og suðan látin koma upp. Þá er fiskiteningurinn mulinn út í soðið og það síðan kryddað með salti, hvítum pipar og fennel að vild. Fiskbitunum er bætt út í og súpan látin sjóða við vægan hita í u.þ.b. 5-8 mínútur, en þá er hvítvíni og rjóma bætt út í. Þegar súpan hefur verið bragðbætt að vild er rækjunum bætt út í (þær eiga ekki að sjóða) og að síðustu skreytt með fínsaxaðri steinselju.
Fiskisúpan er borin fram með góðu brauði (t.d. ólívu- eða tómatabrauði), smjöri og pestó.



Fiskisúpa með pernod


800 g smálúða hörpudiskur, rækjur eða annað sjávarfang (í því magni
sem menn vilja)
1 - 1 ½ l fisksoð (vatn +teningur)
1 msk. pernod
2 dl hvítvín
2 dl rjómi
2 gulrætur
1 stöngull sellerí
½ kúrbítur
1 laukur
4-6 hvítlauksrif
1 msk. smjör
örlítið salt og pipar

Einnig hægt að nota aðrar tegundir grænmetis, eftir því hvað er til. Byrjið á að mýkja
grænmetið í smjörinu. Bætið fisksoðinu út í. Sjóðið í 10 mínútur.
eð pernó Bætið þá út í hvítvíninu og smálúðunni, skorinni í bita, og kryddið með salti og pipar. Sjóðið í fimm mínútur. Skömmu áður en súpan er borin á borð skulu rækjurnar og hörpudiskurinn sett út í, hún bragðbætt með örlitlu pernod og rjómanum hellt út í.

Skreytið með steinselju og berið fram með góðu brauði




Fiskisúpan hennar Erlu

50 g smjör
1 stór laukur
1 – 2 hvítlauksrif
1 stór gulrót
2-3 sellerístönglar
1 græn paprika
2-3 meðalstórar karföflur
1 1 /2 tsk. basilikum
2 bollar fiskisoð eða teningar
1 lárviðarlauf
7-800 g fiskur
1/2 bolli rjómi
1 litil dós tómatkraftur

Kraumið lauk, hvítlauk, selleri, papriku og gulrætur. Blandið tómatkrafti, basilikum og lárviðarlaufi saman við, svo og kartöfiunum og soðinu. Látið sjóða í 5-10 mínútur. Skerið fiskinn í munnbitastærð og setjið hann út í og sjóðið í stuttan tíma (2-3 mínútur). Blandið rjómanum að síðustu saman við. Ekki hræra í súpunni eftir að fiskurinn er kominn út í.

 

Líbönsk kjötsúpa

Matarmikil norður-afrísk kjötsúpa, krydduð með kanel og negul. Nota má ýmislegt annað grænmeti út í súpuna.

Hráefni

1 kg súpukjöt, fituhreinsað að nokkru
1.2 l vatn
1 laukur
3-4 negulnaglar
1 kanelstöng
250 g gulrætur, skornar í bita
2 kúrbítar, skornir í bita
100 g strengjabaunir, skornar í bita
4-5 tómatar, saxaðir, eða 1 dós niðursoðnir
4 msk hrísgrjón, helst stuttkorna
nýmalaður pipar
3-4 msk steinselja, söxuð

Leiðbeiningar

Kjötið sett í pott ásamt vatninu, hitað rösklega að suðu og froða fleytt ofan af. Hitinn lækkaður. Laukurinn afhýddur, negulnöglunum stungið í hann og hann settur í pottinn ásamt kanelstönginni. Látið malla við fremur vægan hita undir loki í 35-40 mínútur. Þá er grænmetið sett út í ásamt hrísgrjónunum, kryddað með pipar og látið malla áfram í 15-20 mínútur, eða þar til grænmetið er hæfilega soðið og hrísgrjónin meyr. Laukurinn og kanelstöngin veidd upp úr, steinselju stráð yfir og súpan borin fram.



Marokkósk lambakjötssúpa með kjúklingabaunum

Afar matarmikil súpa, eiginlega frekar pottréttur. Súpan er ekki sterkkrydduð en það mætti líka nota meira af kryddi og e.t.v. eitthvað af chilipipar til að gera hana meira krassandi.


175 g kjúklingabaunir
1 kg lambakjöt (súpukjöt eða framhryggur)
1 msk. olía
1 laukur, saxaður
2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
1 tsk. túrmerik
1 tsk. engifer (duft)
0.5 tsk. kanill
nýmalaður pipar
salt
2 dósir saxaðir tómatar
150 g rauðar linsubaunir
1 l vatn
e.t.v. steinselja til skreytingar


Leiðbeiningar
Leggið kjúklingabaunirnar í bleyti yfir nótt. Hellið svo af þeim vatninu, skolið þær vel og látið renna af þeim. Takið lambakjötið af beinunum, fituhreinsið það að hluta og skerið það svo í munnbitastóra teninga. Hitið olíuna í potti og brúnið kjötið vel í 2-3 skömmtum. Takið það upp með gataspaða og setjið á disk. Setjið lauk og hvítlauk í pottinn (bætið e.t.v. við svolítilli olíu ef þarf) og steikið við meðalhita í nokkrar mínútur. Hrærið túrmeriki, engifer, kanil, pipar og salti saman við og setjið svo kjötið aftur í pottinn, ásamt tómötum, kjúklingabaunum, linsubaunum og vatni. Hitið að suðu og látið malla í um 1 1/2 klst, eða þar til kjötið er vel meyrt og súpan þykk. Bætið við svolítið meira vatni ef hún er of þykk. Smakkið og bragðbætið eftir þörfum, skreytið e.t.v. með saxaðri steinselju og berið fram.

Sætkartöflusúpa

Ólífuolía
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 msk söxuð engiferrót
1 tsk möluð kóríanderfræ
700g sætar kartöflur, afhýddar og skornar í sneiðar
1 lítri grænmetissoð
2dl kókosmjólk
1 msk tómatmauk
Lárviðarlauf
Sjávarsalt
Timían
Svartur pipar

Laukur, hvítlaukur, engifer, kóríander og sætar kartöflur steikt saman í olíunni
Soð og kókosmjólk sett út í og soðið í 20-30 mínútur
Súpan maukuð í matvinnsluvél

Timían, lárviðarlauf og tómatmauk sett saman við og smakkað til með salti og pipar

 

 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024 | 13:39
**casbcbpqeifyvbabcm MarcDeven 19.4.2024 | 06:47
dhvbisoqnwbnsvas** MarcDeven 19.4.2024 | 06:46
**cpJjndakBkkdvbsvlef MarcDeven 19.4.2024 | 06:45
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 | 03:24
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 | 16:19 19.4.2024 | 16:11
New York Ròs 18.4.2024 | 09:19 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024 | 03:42
packers and movers rehousingindia 17.4.2024 | 06:31
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 | 03:27 17.4.2024 | 21:20
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024 | 05:49
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 | 09:44 13.4.2024 | 23:39
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 | 16:08 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 | 15:20 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 | 13:20
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 | 07:24 13.4.2024 | 07:34
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024 | 19:03
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 | 20:22 11.4.2024 | 09:19
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 | 17:20 8.4.2024 | 07:56
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024 | 00:15
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 | 14:42 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 | 14:41 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 | 14:40 5.4.2024 | 19:37
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024 | 01:15
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 | 09:15 5.4.2024 | 14:33
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 | 07:49 4.4.2024 | 14:48
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024 | 15:53
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 | 21:55 1.4.2024 | 20:57
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 | 12:56 5.4.2024 | 21:33
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024 | 23:21
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 | 14:32 28.3.2024 | 09:52
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 | 13:03 28.3.2024 | 10:44
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 | 11:49 1.4.2024 | 18:50
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 | 11:09 1.4.2024 | 21:02
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024 | 10:47
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 | 12:40 29.3.2024 | 16:52
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 | 13:23 27.3.2024 | 18:01
Berlín Ròs 25.3.2024 | 08:25
Tinder olla2 23.3.2024 | 14:52 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024 | 18:39
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 | 21:43 22.3.2024 | 03:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024 | 17:22
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 | 16:27 8.4.2024 | 10:47
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 | 16:37 24.3.2024 | 20:53
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024 | 16:21
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 | 13:29 11.3.2024 | 19:57
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 | 19:42
Facebook 12strengja 5.3.2024 | 15:55 7.3.2024 | 03:34
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 | 12:32 17.3.2024 | 23:24
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 | 14:18 28.3.2024 | 10:20
Síða 1 af 47640 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Guddie, tinnzy123, Bland.is, paulobrien, annarut123, Paul O'Brien