Endalaus kvíði - lyf?

spunky | 22. júl. '12, kl: 16:30:08 | 3038 | Svara | Er.is | 2

Ákvað að fara í spariföt fyrir þessa umræðu.. en allavega, þið sem eruð með kvíða, eru þið að taka lyf við þessu? Hvaða lyf þá og líður ykkur betur?

Ég er að ströggla núna, hef verið með kvíða svo lengi sem ég man en hef lært að lifa með því bara. Síðan í vetur hef ég farið versnandi og í vor fékk ég í fyrsta skipti ofsakvíðakast sem var viðbjóður og hefur komið oft fyrir síðan þá. Ég er kvíðin alla daga frá morgni til kvölds, vakna á næturnar í kvíðakasti og er bara að gefast upp á þessu. Er hjá sálfræðing sem ég hef verið að hitta reglulega síðan í vor en hann vill ekki nota nein lyf helst, segir að við eigum að geta unnið á þessu bara svona.

Vill einhver deila reynslu sinni með mér? Allt í lagi í skilaboðum, er bara orðin svo þreytt á þessu og verð að finna leið til að líða betur :)

 

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 22. júl. '12, kl: 16:33:14 | Svara | Er.is | 0

Hvers vegna notar hann ekki lyf ásamt viðtölum? 

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

heimasalan | 22. júl. '12, kl: 16:37:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sálfræðingar ávísa ekki á lyf bara geðlæknar

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 22. júl. '12, kl: 16:38:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alveg rétt.  

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

spunky | 22. júl. '12, kl: 16:37:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann segir að það sé betra að gera þetta lyfjalaust, að ég þurfi að læra að stjórna hugsuninni og ble ble.. Það er bara rosalega erfitt. Ofsakvíðakast gerir ekkert boð á undan sér, það bara skellur á. Hann sagði að ég þyrfti að læra komast í gegnum það og leyfa því bara að ganga yfir. En almenni kvíðinn sem er alla daga er eiginlega verri því hann er alltaf til staðar.

heimasalan | 22. júl. '12, kl: 16:41:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ef þér finnst þú þurfa meira en viðtalsmeðferð væri ráð að tala við geðlækni líka , virkar oft vel saman lyf og viðtålsmeðferð

ert | 22. júl. '12, kl: 16:46:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þú lærir á þetta á endanum. Tekur tíma en virkar og virkar meira eða minna eftir það.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

safapressa | 22. júl. '12, kl: 17:14:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lyf er bara skammtímalausn, viltu vera á lyfjum alla tíð?

hefðurðu prófað hugleiðslu? dáleiðslu? jóga? einhverja slökun?

Galdramaður | 22. júl. '12, kl: 17:29:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Ég prófaði Hugleiðslu,Dáleiðslu, Jóka ,Nátturulyf og er snillingur í slökun. Það hjálpar bara ekki neitt. Slökun er samt ágætt en leysir ekki vandamálið. Svo er ekkert að því að vera á lyfjun "alla tíð" ef það hjálpar manni.

safapressa | 22. júl. '12, kl: 18:53:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

auðvitað eru lyf nauðsynleg í sumum tilfellum... en kvíði er í huganum í okkur... og hugarfarinu er hægt að breyta og stjórna.. það er auðvitað miserfitt og misjafnt hvaða aðferðir virka fyrir fólk..

ég var ekkert að meina illt með þessu innleggi, hefði kannski getað orðað það betur..

Galdramaður | 22. júl. '12, kl: 22:19:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Skildi að þú varst ekki að meina neitt íllt með þessu. Ég fékk endalaust að heyra þessi ráð áður með mín veikindi. Fór í þetta allt með opnum huga en þetta skilaði bara engu nema mögulega smá slökun fyrir stundina. En þvílíkur peningur sem maður var búinn að eyða í þetta. Maður verður svo desperat og svo vill maður ekki taka lyf nema í lengstu lög sérstaklega þegar maður hafði allrei verið á neinum lyfjum yfirhöfuð áður. Gott að það hafi skapast umræða um þetta hér. Mjög mörg góð ráð og mikill hlýhugur í fóki hér. Sýnir og sannar að fólk vill vel.

ert | 22. júl. '12, kl: 22:22:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var aðallega að útskýra forsendur sálfræðings hennar. Mér er almennt illa að fara gegn ráðleggingum sérfræðinga sem eru með fólk til meðferðar þar sem ég er hvorki sérfræðingur né hef ég haft viðkomandi nikk í viðtölum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 22. júl. '12, kl: 22:24:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sorrí hér hef ég svarað í einhverju rugli - þú varst ekki að svara mér sá ég núna

Ég hef því miður ekki áfengisneyslu eða þreytu sem afsökun. Mín eina mögulega afsökun er að mér hundleiðist.

Ég biðst afsökunar á þessu rugli í mér.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Auðkenndur | 22. júl. '12, kl: 22:31:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

*S* Mér finnst bara svo yndislegt að sjá hvað fólk er boðið og búið til að koma með góð ráð.

spunky | 22. júl. '12, kl: 22:38:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Tek undir þetta, það er mjög mikil hjálp í því að fá öll þessi ráð og reynslusögur frá fólki. Bara ómetanlegt alveg að fólk gefi sér tíma til að reyna leiðbeina og hjálpa til :)

Jólasveinninn minn | 22. júl. '12, kl: 17:43:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það getur verið gott að vera á lyfjum og í viðtalsmeðferð saman. Það virkar mjög vel. 

Lyfjanotkun við kvíða eða þunglynd eru engin ávísun á það að vera á lyfjum alla tíð. Ég þekki nokkrar konur sem hafa tekið kvíðalyf og allar nema ein hættu á þeim eftir ár eða minna, og gengur vel í dag. 

spunky | 22. júl. '12, kl: 18:40:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hef prufað jóga en ekki hitt. Nei, ég vil ekki vera á lyfjum alla tíð en ég vil heldur ekki vera eins og ég er núna.

safapressa | 22. júl. '12, kl: 19:22:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég mæli með að prófa dáleiðslu, vinkona mín var með mikinn kvíða og það virkaði mjög vel á hana.. hún er allt önnur.. svo er NLP líka sniðugt.. það er svo ótal margt í boði...

trjástofn22 | 29. júl. '12, kl: 04:55:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Lyf er ekki alltaf skammtímalausn. Sumir þurfa lyf alla ævi.

safapressa | 29. júl. '12, kl: 10:05:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég vil trúa því að þegar það kemur að huganum þá er ýmislegt hægt að gera til að vinna með hann án þess að taka lyf alla ævi... mismikil og erfið vinna, en ég trúi því að það sé hægt.

Chaos | 22. júl. '12, kl: 19:11:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er samt svolítið magnað hvað allur þessi kvíði gerir í raun boð á undan sér, það tekur bara tíma að læra að þekkja merkin og enn lengri að læra að tækla þau. Óþolandi mikil vinna sem samt er algjörlega þess virði. Mín reynsla af lyfjum er reyndar sú að þau taka ekki allan kvíða burt heldur dempa hann og þú ættir því enn að geta æft þig í að takast á við hann. En kannski þau virki mismunandi á fólk...? 

spunky | 22. júl. '12, kl: 19:23:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef hann gerir boð á undan sér þá verð ég allavega ekki vör við það og sérstaklega ekki í svefni. T.d. eins og dagurinn í dag, ég vaknaði klukkan sjö í morgun með öran hjartslátt og byrja svitna í lófunum, líður eins og kokið þrengist eða það sé verið að herða að hálsinum á mér. Stanslaust síðan þá er ég búin að vera kvíðin, hjartslátturinn róast aðeins og en fer svo upp aftur. Ég á erfitt með að einbeita mér og ef ég sit verð ég að vera með lappirnar á fullu. Reyni að dreifa huganum með að lesa og horfa á þætti en næ ekki að einbeita mér að því og gefst upp. Fór í göngutúr og reyndi að slaka á en það virkar ekki..

Florentina | 22. júl. '12, kl: 19:51:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mín skoðun er sú þó hún þurfi ekki að vera rétt að þegar kvíðinn kemur upp úr þurru, engin ástæða fyrir endalausum kvíða, samtalsmeðferð dugar ekki því varla ert þú í slæmum aðstæðum þegar þú sefur þá er bara ekkert að því að þiggja lyf. Sumir eru með kvíðaraskanir sem eru meðfæddir eða áunnið vegna einhverra aðstæðna sem eru jafnvel ekki til staðar ennþá en samt étur kvíðinn þig lifandi.

Sé bara ekkert að því að reyna allt til þess að lifa lífinu til fullnustu ef ekkert annað dugar nema lyf þá er bara ekkert að því. Það er ekkert að því að prufa svo að taka kvíðalyfin út hægt og rólega ef það er mögulega hægt.

Aukaverkanir af kvíða getur komið fram með ýmsum hætti. Veit um eina sem var farin að missa sjón, dofnaði öll upp og fékk lömurnartilfinningnu en aldrei andnauð.

Ekki hefði þessi manneskja eða hennar heimilslæknir fattað að þetta væri ofsa kvíði fyrr en hún hitti rétt læknirinn.

Líkaminn er ótrúlegt batterí að voru þetta vaninar sem komu fram hjá þessari manneskju sem sagði að nú væri til til komin að fá hjálp og meðhöndlun og hjálpuðu lyfin. Þessi manneskja er orðin eins og hún var í gamla daga því hún var orðin eins og vofa og hélt maður að hún væri með krabbamein í höfði eða eitthvað verra.

Galdramaður | 22. júl. '12, kl: 22:14:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þú ert að lýsa minni lýðan fyrir nokkrum árum þarna. Haldu göngutúrunum. Sama hvað haltu þeim áfram. Góð hjálp í því. Þetta mun koma hjá þér.

órasteinn | 24. júl. '12, kl: 02:43:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef maður gengur og púlar nokkra tíma á dag , hlýtur það ekki að virka

órasteinn | 24. júl. '12, kl: 02:46:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og svo þarf víst að borða nóg líka

órasteinn | 24. júl. '12, kl: 02:47:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og nóg vatn

Píkan | 29. júl. '12, kl: 12:09:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég var í samtalsmeðferð hjá geðlækni og notaði lyf með henni. Var á lyfjum í ca. 2 ár og trappaði mig þá niður af þeim í samráði við geðlækninn minn og hef verið lyfjalaus síðan og gengið mjög vel að hafa stjórn á kvíðanum. Það var nauðsynlegt fyrir mig að fá lyfin á sínum tíma til að fúnkera á meðan ég var að vinna í að læra að stjórna kvíðanum.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

"Litla fallega lita sæta dísin, sem hefir hjá okkur öllum gleymst tildrögulega í þessari umræðu, já skömmust okkar, alla leiðina í bankann."
Sannleikanum samkvæmt | 26 jan. '12, kl: 18:58:34

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Karma is a bitch

órasteinn
Kókbíllinn | 30. júl. '12, kl: 03:40:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahahahahahaha

spunky | 9. ágú. '12, kl: 08:21:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Okei.. þetta er bara asnalegt hjá þér.

shamrock | 9. ágú. '12, kl: 16:56:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

guð hvað "órasteinn" átt mikið bágt, það er svona fólk einsog þú sem verður til þess að fólk þorir ekki að spyrja eða leita sér aðstoðar einosg t,d hér .. Farðu uppí fjöllin sem þú komst frá tröll...

órasteinn
shamrock | 9. ágú. '12, kl: 17:28:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þér eða öðrum kemur ekkert við hvaða notendanafn fólk notar eða af hverju ... þetta ert samt mjög óviðeigandi af þér ..

órasteinn
Arrtó | 8. ágú. '12, kl: 23:59:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég myndi fara á lyf, myndi ekki hugsa um það einu sinni, nema ég átti við ávanavanda að stríða, sé ekkert að því að taka kvíðastillandi ef það er notað skynsamlega

ert | 22. júl. '12, kl: 16:41:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er náttúrulegar erfiðara fyrir fólk að læra að eiga við kvíðvænlegar aðstæður þegar það er á lyfjum og finnur ekki fyrir kvíða. Til að læra á kvíða þarf fólk að finna fyrir honum.
Það er ástæða þess að margir sálfræðingar eru ekki hrifnir af lyfjum við kvíða.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

spunky | 22. júl. '12, kl: 16:46:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég skil það alveg en þetta er bara farið að stjórna mér alveg og ég reyni eins og ég get að hugsa rökrétt en næ bara ekki að stoppa þetta af. Það er ömurlegt að vera í hálfgerðu panikki alla daga, þó ég viti alveg að það er tilgangslaust.

ert | 22. júl. '12, kl: 16:49:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það tekur tíma að læra þetta og þetta gerist hægt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Autumn | 22. júl. '12, kl: 18:01:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Lyfin losa aðeins um hnútinn í maganum :)

Autumn | 22. júl. '12, kl: 18:01:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var á kvíðalyfjum í aðeins meira en ár og er hætt á þeim núna en ég tel lyfin hafa hjálpað mér ákveðið. Ég fann auðvitað fyrir kvíða þótt ég væri á lyfjum, var á vægum skammti. 

Chaos | 22. júl. '12, kl: 19:12:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru til lyf sem taka burt allan kvíða?

ert | 22. júl. '12, kl: 19:18:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, auðvitað er hægt að taka í burtu allan kvíða sama hversu kvíðið fólk er.

Ég myndi halda að þetta væri samspil af magni af kvíða og hversu sterkir skammtar eru gefnir.

Það getur allur kvíði farið hjá sumum við skammt X en bara hluti hjá öðrum við sama skammt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Chaos | 22. júl. '12, kl: 19:24:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er þá meira að hugsa um lyf sem gera þér kleift að vera sæmilega fúnkerandi andlega þrátt fyrir að þú takir þau inn - þá með kvíðaröskun í huga. Sem eru ekki of mikið inngrip. En jú auðvitað er þetta persónubundið, var eiginlega bara að hugsa á spesifískan hátt upphátt. 

ert | 22. júl. '12, kl: 19:28:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi halda að það væri hægt í einhverjum tilfellum, sér í lagi í almennum kvíða sem byggir ekki svo mikið á styrkleika eins og felmtursröskun. En vissulega verður kvíðinn alltaf  sterkari eftir því sem fólk bregst oftar vitlaust við honum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Autumn | 22. júl. '12, kl: 22:02:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei, en ert sagði að maður gæti ekki lært á kvíðann á lyfjum. Ég held að það sé alveg hægt að læra á kvíðann þrátt fyrir að vera á lyfjum :)

ert | 22. júl. '12, kl: 22:08:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég sagði það aldrei - ég sagði að til þess að læra á kvíðann þarf hann að vera til staðar

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

mirja | 22. júl. '12, kl: 16:53:13 | Svara | Er.is | 3

Lyf eru einmitt oft nauðsynleg til þess að koma manni af stað, samhliða samtalsmeðferð. Ég var á esopram, virkaði fínt á minn kvíða. Eiginlega bjargaði mér alveg, var búin að láta reyna á sálfræðing eingöngu en það var bara ekki nóg.

spunky | 22. júl. '12, kl: 17:02:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er einmitt það sem ég er búin að vera hugsa. Bara tilhugsunin um að vera ekki með stanslausan kvíða alla daga.. þetta er svo lýjandi til lengdar.

ert | 22. júl. '12, kl: 17:06:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er alveg möguleiki að fara á lyf og í sumum tilfellum er að nauðsynlegt en mundu bara að kvíðinn kemur aftur ef þú lærir ekki á hann.

Þú gerir þér grein fyrir að hugsunin um að það sé svo erfitt að vera með kvíða alla daga er kvíðahugsun?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

spunky | 22. júl. '12, kl: 17:11:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég veit enda fer þetta bara í hringi. Þær nætur sem ég vakna við kvíðann veit ég bara að dagurinn fer í að ströggla við þetta. Þær nætur sem ég næ að sofa, þá vakna ég og fyrsta hugsunin er að ég ætla ekki að vera kvíðin og þá byrjar strax strögglið. Orkan fer í stanslausa baráttu við sjálfa mig.

burrarinn | 22. júl. '12, kl: 17:13:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vertu hreinskilin við sjálfa þig og spurðu þig hvað veldur þér áhyggjum og kvíða? Er það eitthvað?

spunky | 22. júl. '12, kl: 17:23:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Bara allt og ekkert. Morgundagurinn, gærdagurinn, kvíðinn, annað fólk.. you name it. Ég get ekki einbeitt mér því hausinn á mér er fastur í þessu bulli.

Það er bara ekkert sérstaklega mikið að hjálpa mér að tala við sála og horfa á hann teikna skýringarmyndir og segja mér hvernig ég á að hugsa. Ég reyni það en líkamlega vanlíðanin fer ekkert.

Autumn | 22. júl. '12, kl: 18:02:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekki bara spurning um að skipta um sála, hann á að vera þarna til að hjálpa þér ekki dæma þig :) Getur kannski prófað geðlækni, kannski er það meiri hjálp :)

ert | 22. júl. '12, kl: 17:15:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Æi, ertu í því að reyna að vera ekki kvíðin? Það gengur aldrei upp. Það vonlaust að ætla að vinna á ´kvíða með slíku - kvíðinn kemur um leið og maður ætlar ekki að vera kvíðin. Ég hefði haldið að sálfræðingurinn hefði sagt þér það. Maður á bara að leyfa kvíðanum að koma og láta hann ekki stjórna sér. Þú átt ekki að berjast við kvíðann, bara leyfa honum að koma en láta hann ekki stjórna þér.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

burrarinn | 22. júl. '12, kl: 17:17:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega!

spunky | 22. júl. '12, kl: 17:21:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vanlíðanin sem fylgir þessu er bara ömurleg. Hræðslan magnar allt annað upp, svo kemur svimi og ógleði, hjartsláttur, sviti... allt þetta skemmtilega. Ég veit ekkert hvað ég á að gera, þetta er bara alltaf þarna.

burrarinn | 22. júl. '12, kl: 17:26:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gott ráð að anda í bréfpoka, eða einhvernpoka og láta sig hafa það að vera í kvíðanum, leyfa honum bara að koma og vera ef hann vill. Það gerist ekkert, ég veit að þetta með hjartsláttinn er mjög óþægilegt, mjög mjög mjög. En ég mæli með því líka að einfalda lífið, sleppa hlutum sem þú þarft ekki á að halda, en samt halda því sem gefur þér ánægju og fyllingu. Maður þarf ekki að fylgjast með öllu og eiga allt og vita allt og lesa allt, ok ég er bara að hugsa upphátt. Ekki víst að þetta eigi við um þig. :)

spunky | 22. júl. '12, kl: 17:30:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei ég er svo sem ekki að eltast við neitt, langar bara að líða vel. Dót og drasl skiptir mig engu máli enda lætur það mér ekki líða betur ;)

Vildi bara óska að ég fengi frið frá þessu því þetta dregur frá manni alla orku og maður nær ekki að njóta lífsins almennilega. Þreytandi að vera svona steiktur í hausnum B-)

burrarinn | 22. júl. '12, kl: 17:33:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, ég þekki það :) Ég bíð eftir undralyfinu sem leysir allt. Ég meina, það veit enginn neitt hvað hann er að gera hér og hvað þessi heimur snýst um. Þetta kemur samt smám saman, maður þroskast, en er ekki að segja að þú sért ekki þroskuð, alls ekki. Hvað ertu annars gömul ef ég má spyrja?

spunky | 22. júl. '12, kl: 17:40:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

33.. og hef enn ekki lært að stjórna hausnum á mér.. frábært.

burrarinn | 22. júl. '12, kl: 17:41:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég er að verða 32 og hef ekki lært það heldur. Það lærir það enginn algjörlega held ég. En ég meina, þetta er lífið og hver sagði að það yrði auðvelt.

ert | 22. júl. '12, kl: 17:16:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þarf svo aðeins að sinna því að skrifa tölvupóst sem ég hef kviðið að skrifa. Auðvitað fær maður kvíða ennþá en maður lætur hann bara stjórna sér sem minnst.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Leiga111 | 22. júl. '12, kl: 17:05:14 | Svara | Er.is | 3

Panntaðu þér tíma hjá Geðlækni
Kvíði og ofsakvíði getur verið stórhættulegur.
Ég sj´laf hef verið að ströggla við þennan fjanda í mörg ár og er að tvennskonar lyfjum veggna þess.
Mæli með að þú byrjir bara niðri á geðdeild og þeir hjálpa þér að finna þér lækni

Sometimes I wish I was smarter... But most of the time I just wish other people were.

ert | 22. júl. '12, kl: 17:07:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er hættulegt við að vera með kvíða?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

burrarinn | 22. júl. '12, kl: 17:08:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er bara tilfinning. Í sumum tilfellum er ástæða fyrir henni þó og þá þarf maður að finna ástæðuna.

ert | 22. júl. '12, kl: 17:13:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En kvíði er ekki hættulegur. Virkilega óþægilegur en ekki hættulegur

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

burrarinn | 22. júl. '12, kl: 17:14:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það veit ég líka.

Autumn | 22. júl. '12, kl: 18:03:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Kvíði getur nú samt ná ansi miklum tökum á lífi manns sem getur endað með magasári eða bólgum :) Þó að kvíðinn sé ekki hættulegur í sjálfum sér :)

ert | 22. júl. '12, kl: 18:27:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru viðbrögð manns við kvíða sem valda vandræðum ekki kvíðinn sjálfur.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

graenaedlan | 23. júl. '12, kl: 16:58:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Kvíði getur orðið það slæmur að fólk fær fleiri geðrænar raskanir. OCD og þunglyndi getur oft fylgt með ef kvíðinn er mikill.

Leiga111 | 22. júl. '12, kl: 17:20:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ja sko veit bara með sjálfa mig og út af ofsakvíða þá reyndi ég að drepa mig fyrir mjög stuttu síðan og ef þetta er ekki meðhöndlað á réttan hátt þá getur Það endað svoleiðis.

Sometimes I wish I was smarter... But most of the time I just wish other people were.

ert | 22. júl. '12, kl: 18:27:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var það ekki þunglyndi sem olli sjálfvístilrauninni?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Leiga111 | 22. júl. '12, kl: 18:50:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sem og kvíðinn

Sometimes I wish I was smarter... But most of the time I just wish other people were.

ert | 22. júl. '12, kl: 18:54:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef aldrei lesið um sjálfsvíg tengd kvíða einum og sér. Ég hef lesið um sjálfvíg þunglyndi. Ég held að engar rannsóknir sýni fram á að kvíði einvörðungu valdi sjálfsvígum eða sé hættulegur.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Eskarina | 22. júl. '12, kl: 19:31:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Hún er að tala um sjálfsvígstilraun, geturðu ekki sýnt smá virðingu og sleppt því að þræta manneskja,  svona einu sinni.

ert | 22. júl. '12, kl: 19:35:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

ég get ekki horft upp á að kvíði fólks sé aukin með því að telja því trú um að kvíði sé hættulegur.

Fólk reynir sjálfsvíg - ég hef gert það, hottandsexy hefur gert það. Það er ekkert sem bendir til þess að hottandsexy þoli ekki þessi ummæli mín.

Ef það að fólk hafi reynt sjálfsvíg gerir það að verkum að maður má ekki rökræða við það viltu þá ekki kúpla þig úr umræðum við mig?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

z0r | 29. júl. '12, kl: 16:18:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nákvæmlega :)

Autumn | 22. júl. '12, kl: 22:03:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég held að þunglyndi og kvíði haldist svolítið í hendur oft :)

ert | 22. júl. '12, kl: 22:09:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er alveg rétt en kvíði er ekki hættulegur. Þunglyndi getur hins vegar verið það.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

spunky | 22. júl. '12, kl: 20:03:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef alveg hugsað stundum að það væri fínt að vera dauður bara en hef aldrei reynt sjálfsvíg og held ég muni aldrei gera það. . kvíðinn lætur mig verða hrædda um að deyja og svoleiðis dót, en lætur mig ekki langa til þess.

burrarinn | 22. júl. '12, kl: 17:06:14 | Svara | Er.is | 2

Þú getur sigrast á þessu, ég gat það. Hvernig er matarræðið hjá þér? Veistu hvað veldur þér kvíða? Hvernig gengur þér að ráða við sjálfan þig? Læturðu flest eftir þér en færð svo kannski samviskubit á eftir? Reyndu að fylgjast með hvaða aðstæður og hvaða athafnir og hugsanir magna upp kvíðann og ef þú gerir hluti sem valda þér kvíða þá mun þér líða betur ef þú nærð að hafa stjórn og neita þér um þá og gera eitthvað annað sem þú veist að er uppbyggilegt. Ég er ekki að ásaka þig um neitt eða gera ráð fyrir því að hlutirnir séu svona hjá þér, en bara að velta fyrir mér hvort þetta eigi við þig?

spunky | 22. júl. '12, kl: 17:16:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Matarræðið er bara svona týpískt, haframjöl í morgunmat þá daga sem ég hef matarlyst. Borða skyr, hrökkbrauð eða flatkökur í hádeginu, og svo kvöldmatur. Sjaldan skyndibiti en stundum eitthvað sætt.
Kvíðinn veldur mér kvíða, allt veldur kvíða, hef áhyggjur af öllu og öllum og hugsa endalaust um það sem mögulega gæti gerst og svo gerist eitthvað sem er ekki normið og þá fer allt í vesen í hausnum á mér. Ég reyni að stjórna þessu, rökræði við mig að þetta sé tilgangslaus kvíði en líkaminn er bara kominn í panikmode og þá fer hausinn til fjandans. Ég byrjaði í ræktinni í vor og finnst það mjög gaman, reyni að hugsa um mig en það er bara hausinn sem lætur ekki að stjórn.

burrarinn | 22. júl. '12, kl: 17:20:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ok, hljómar eins og maturinn sé í lagi. Já ég skil þig, ég var svona og er enn, hef áhyggjur af öllu en er farinn að sjá að það er tilgangslaust og reyni bara að njóta og hugsa ekkert um afhverju þetta og hitt er svona. En það er gott ráð að leyfa kvíðanum bara að koma og vera, hann fer á endanum. Hvað er það versta sem gæti gerst?

spunky | 22. júl. '12, kl: 17:25:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég veit það ekki.. fer yfirum af svefnleysi eða eitthvað. Mig langar bara ekki að líða svona.. langar svo að vera bara eðlileg því þetta er glatað og skemmir allt.

burrarinn | 22. júl. '12, kl: 17:28:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ok og ef þú ferð yfir um af svefnleysi? Þá eru til svefnlyf sem hægt er að nota til að fá örugglega svefn. Það er reyndar mjög ólíklegt að þú farir yfir um.

spunky | 22. júl. '12, kl: 17:34:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég veit að þetta er allt rétt sem þú ert að segja, það gerist ekkert slæmt, ég dey ekkert úr kvíðakasti en það stoppar ekki heilann í mér í að hugsa allan fjandann og hræðslan og panikkið kemur bara. Vantar OFF-takka ..

burrarinn | 22. júl. '12, kl: 17:35:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já skil þig, ég er kannski svipaður, get ekki hætt að hugsa um allt, hvað gæti gerst og hvað mun kannski gerast og og og og.

burrarinn | 22. júl. '12, kl: 17:35:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stundum væri ágætt að vera bara svoldið vitlaus held ég :) Og pæla ekki í neinu.

spunky | 22. júl. '12, kl: 17:41:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ahh já! það væri þvílíka frelsið ;)

burrarinn | 22. júl. '12, kl: 17:43:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ó já! :)

gudlauganna | 22. júl. '12, kl: 17:12:54 | Svara | Er.is | 3

ég þurfti lyf meðan ég var sem verst, tli að geta einfaldlega mætt í viðtalsmeðferð og nýtt mér það sem þar fór fram svo lyf eru ekkert alslæm. 

Galdramaður | 22. júl. '12, kl: 17:23:40 | Svara | Er.is | 7

Ég var með svona stanslausan malandi kvíða daginn út og inn og fékk hræðileg kvíðaköst mörgum sinnum á dag og vaknaði líka upp á nóttunni. Reyndi fyrst öll nátturulyf sem til voru því ég vildi einmitt vinna úr þessu með sálfræðinig en þau gerðu ástandið undartekningarlaust verra. Svo prófaði ég dáleiðslu, Reiki já, nefndu það. Hjálpaði ekkert. Loksins lét ég af oflætinu og fór á geðlyf. Cipralex og tafil. Það hjálpaði mikið og ég gat byrjað að fúkna nokkurnveginn innan um fólk. Samhliða lyfjagjöf vann ég í því að setja mig í aðstæður sem ég áður hafði forðast. Það gekk betur og betur og nú er ég ekki lengur á cipralex síðan 3 ár tilbaka en tek einstöku sinnum tafil ef kvíðinn gerir vart við sig og þá bara í litlum skammt. Það sem hjálpaði mér allra mest samhliða lyfjagjöf var sjálfshjálpar prógramm sem ég fann á netinu. Eftir það tók mín líðan STÓRUM breutingum og ég er 90 laus við einkennin. Mæli með að þú pantir þér tíma hjá geðlækni sem fyrst og fáir lyf við þessu. Sálfræðingurinn minn var yndisleg en, hjálpaði bara ekki neitt. Einning hef ég heyrt að kvíðamiðstöðin sé góð. Gangi þér sem best með þetta og hafðu ekki áhyggjur. Þetta mun batna.

Rövardotter | 22. júl. '12, kl: 17:41:04 | Svara | Er.is | 2

knús. Kaffi, reykingar og sykur hafa slæm áhrif. Prófaðu að taka það út, ef það er inni þ.e.a.s.
Annars myndi ég biðja um vægar kvíðastillandi töflur sem heita sobril 15mg. Þær gera alveg kraftaverk þegar kemur að kvíða.

Galdramaður | 22. júl. '12, kl: 17:58:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þetta eru góð ráð hjá þér. Er samt ekki sammála þessu með að taka reykingar út, ég gerði það og leið 1000 verr. Betra að bíða þar til manni lýður betur og þá takast á við reykingarnar þ e ef viðkomandi reykir yfirhöfuð. En út með kaffið og eins mikið af sætindum og hægt er, inn me´Kamilluté, banana,ávæexti yfirhöfuð ,grænmeti, fiskt, B-vítamin ,hnétur ,makrill osv. kv.
http://www.anxietynomore.co.uk/food_and_anxiety.html

Autumn | 22. júl. '12, kl: 17:58:58 | Svara | Er.is | 0

Ég tók lyf við þessu en er hætt á þeim núna. Var á Cipralex, ég mæli með því að þú spjallir bara við heimilislækni til að fá kvíðalyf. Lyfin hjálpuðu mér upp úr ákveðnu kvíðafeni þannig að ég fékk smá start til að koma mér upp úr því. Nú er ég hætt á þeim og kann frekar að takast á við kvíðann sjálf, sem ég hefði kannski ekki getað án lyfjanna. Eina sem læknirinn ítrekaði við mig væri að ég mætti alls ekki ákveða að hætta að taka þau ef það væri eitthvað meiriháttar í gangi í lífinu hjá mér, kannski próf eða skilnaður og þess háttar. Ég gerði það svo auðvitað, aulinn ég og það gerði allt mun erfiðara. En ég held að það sé gott að rífa sig upp úr kvíðanum með því að fara á lyf. Annars hef ég alltaf eina mynd til hliðsjónar: 
http://www.google.is/imgres?q=do+you+have+a+problem+in+your+life+flowchart&hl=is&biw=1366&bih=667&tbm=isch&tbnid=4M2eRyp8Pr5rSM:&imgrefurl=http://boingboing.net/2011/06/17/do-you-have-a-proble.html&docid=fcdr78Lxq9h-AM&imgurl=http://www.boingboing.net/filesroot/_oKsGl-1.jpg&w=941&h=542&ei=Mj8MUPCqHqWX0QXBqvzuCg&zoom=1&iact=rc&dur=330&sig=103861426663661313825&page=1&tbnh=103&tbnw=178&start=0&ndsp=19&ved=1t:429,r:0,s:0,i:65&tx=57&ty=41 

spunky | 22. júl. '12, kl: 18:39:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fór til heimilislæknis í vor eftir að ég fékk fyrsta ofsakvíðakastið. Hún lét mig hafa Sobril, en mjög treglega þó þar sem hún sagði að þetta væri svo ávanabindandi að hún vildi helst ekki láta fólk hafa þetta og sagði mér að nota það bara í algjörri neyð. Hún hræddi mig svo mikið með sögum um að fólki verði svo húkkt á þessu að ég er enn með lyfin óopnuð uppi í skáp. Of kvíðin til að taka kvíðalyfin.. er hægt að vera ruglaðri?

Eskarina | 22. júl. '12, kl: 19:29:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Róandi lyf eins og sobril ætti aldrei að nota til að meðhöndla langvarandi ástand. Það eru til miklu betri lyf sem hægt er að nota til langframa, t.d. þunglyndislyf, ýmis anti-histamin (phenergan, atarax) og síðan eru geðrofslyf oft notuð, og þá í mjög vægum skömmtum, til að meðhöndla kvíða.

Það sem gerist með lyf eins og sobril t.d. er að þú ert rosalega fljót að mynda þol ef þú tekur þau að staðaldri, þarft jafnvel að hækka skammtinn eftir 2-3 vikur. Þegar þú hættir síðan að nota þau er mjög hætt við því að þú versnir, þar sem að kvíðinn er auðvitað ennþá til staðar, en þá þarft þú að takast á við kvíðann aftur PLÚS fráhvörfin af róandi lyfinu (ef þú hefur tekið það nógu lengi). Getur lesið aðeins hérna  en.wikipedia. org/wiki/Rebound_effect 

Ég myndi í þínum sporum athuga með þunglyndislyf ef að rótina að kvíðanum er að finna þar. Ég myndi líka reyna að nota ekki róandi lyfið nema algjörlega spari... ef þú þarft að gera eitthvað sem veldur þér miklum kvíða t.d. eða ef þú ert ekki búin að ná góðum svefni í lengri tíma.

spunky | 22. júl. '12, kl: 20:00:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei enda ítrekaði læknirinn það að ég ætti bara að nota lyfið í algjörri neyð. Ég hef samt ekki tekið það inn þótt ég hafi fengið mörg ofsakvíðaköst síðan þá. Ég er bara að hugsa um hvort það sé eitthvað lyf sem gæti hjálpað mér að vinna á þessu því þetta er algjörlega að fara með mig :(

Eskarina | 22. júl. '12, kl: 20:03:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held að þú ættir að prófa að rabba við geðlækni sem getur skoðað þetta með þér. 

Rövardotter | 23. júl. '12, kl: 16:54:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

sko í alvöru. Prófaðu sobril.  Þarft ekki að hafa áhyggjur af því að verða háð. Í versta falli ef þú verður háð, þá finnurðu ekki fyrir kvíða á meðan :P

Rövardotter | 23. júl. '12, kl: 16:53:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

svo þú vitir það að þá eru nánast engin fráhvarfseinkenni af Sobril. Sérstaklega ef maður tekur þetta ekki reglulega heldur bara við kvíðaeinkennum. Ég hef oft þurft að hætta að taka sobril. t.d á meðgöngu og brjóstagjöf og fann aldrei fyrir neinum fráhvarfseinkennum. Og ég þekki líkama minn mjög vel.

órasteinn | 24. júl. '12, kl: 02:51:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

´sobril er día sepam , valíum skaðar meira en það hjálpar er sagt vegna ávana.

órasteinn | 24. júl. '12, kl: 02:52:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já og skemmir heilann líka, eða varanleg breyting . minnir mig.

z0r | 29. júl. '12, kl: 16:24:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei er ekki díasepam, er líkt því en miklu sterkara. Virkar líka styttra

órasteinn | 30. júl. '12, kl: 02:55:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sobril, sem inniheldur virka efnið oxazepam, er róandi og kvíðastillandi lyf. Það tilheyrir flokki lyfja sem kallast benzódíazepín , ég meinti lyfjaflokkinn

Galdramaður | 22. júl. '12, kl: 22:07:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það var sama hér, mikill fyrirlestur um hversu ávanabindandi Bensolýfin geta verið. Eg leystu út lyfin en þorði ekki að snerta þau í marga mánuði af hræðslu við ávanahættu. Prófaði allt sem hægt var að prófa í nátturlyfjum og dáleiðslu osf sem ég nefndi áður. Svo loksins þegar ég tók inn Bensolyfið þá dauðsá ég eftir að hafa ekki gert það bara um leið ístaðinn fyrir þessar sk nátturulækningar og Sálfræðiviðtöl sem skiluðu ekki árangri. Ég tók tafil á bilinu 0.25-0.5mg í tæp tvö ár daglega , stundum minna og í dag tek ég kannski .0.25 einu sinni á mánuði eða svo . Ég gerði bara plan að hætta að velta þessu svo mikið fyrir mér, taka lyfin og vinna mig útúr því versta áður en ég minnkaði skammtin sem telst ekki hár miðað við hvað maður hefur heyrt, og vann með þessu ´´i sjálfshjálparprógrammi með. Þú lýsir mjög slæmri líðan, ég skil þig fullkomlega. Mitt ráð er að þú talir við geðlæknir og leggið upp plan saman ásamt td HAM eða sjálfshjálparprógrammi sem þú fylgir og svo þegar versti hjallinn er afstaðinn dragir úr lyfjunum. Ekki velta þessu of mikið fyrir þér, ég gerði það og dauðsé eftir því. Tókst að næla mér í félagsfælni á meðan ég gerði ekki neitt. Þetta getur semsagt þróast í td þunglyndi og fælni ef þú tekur ekki strax á þessu. Afsakaðu langlokuna. Veit bara hverning helvíti þetta er.

spunky | 22. júl. '12, kl: 22:18:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já þetta er algjörlega ömurlegt og ef það er einhver möguleiki á betri líðan, þótt það sé með lyfjum til að byrja með, þá er ég tilbúin til þess að prufa það.

órasteinn | 24. júl. '12, kl: 02:54:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

prófaðu ssri lyf fyrst, serótónín lyf, þau ættu að vera skaðlausari

Sveimhuga | 29. júl. '12, kl: 12:01:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefur þú prófað að halda dagbók? Skrifa niður þær tilfinningar sem þú færð þegar kvíðinn kemur? Það er með ólíkindum hversu mikið það hjálpar við að kortleggja vandann ef þú leyfir þér að vera eins hreinskilin og hægt er í skrifunum, það þarf enginn að sjá það nema þú. Ef þú prufar að halda dagbók í smá tíma þá get ég næstum lofað þér því að þú ferð á endanum að sjá mynstur í því sem þú upplifir og nærð kannski þannig smám saman að takast á við kvíðann. Ég mæli líka með því að þú prufir að tala við geðlækni og fá lyf, það er ekkert að því að taka þeirri hjálp sem í boði er, gerir þig ekkert að minni manneskju fyrir vikið.

safapressa | 29. júl. '12, kl: 19:51:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er rosalega góð sálfræðimeðferð að halda dagbók....

spunky | 9. ágú. '12, kl: 08:24:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég átti að halda svona hugsanadagbók. Skrifa alltaf niður aðstæður, hugsanir ofl þegar ég fengi kvíðakast og svo fór sálfr. og ég yfir þetta saman. Vandamálið er samt að þegar ég vakna á nóttunni í kvíðakasti var ég ekki að hugsa neitt (svo ég muni amk), ég bara vakna í panikki og þá er erfitt að reyna greina hvaða hugsun (ef einhver) kom því af stað.

En ég er sammála, að skrifa dagbók almennt séð getur hjálpað og ég þarf að vera duglegri við það :)

Rövardotter | 23. júl. '12, kl: 16:50:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég er búin að fá þetta hjá lækni í 5 ár við kvíða. Ég finn ekki fyrir að þetta sé ávanabindandi. Ég tek eina og eina töflu og þarf ekki að nota þær daglega. Hef tekið í mesta lagi 3 töflur á dag. En svo á ég vinkonur sem hakka þetta í sig eins og smartís. En þær eru líka fíklar. 
Ég tek engin önnur lyf.

Chaos | 22. júl. '12, kl: 19:07:11 | Svara | Er.is | 1

Hefur þú prófað mindfulness? Mér finnst það ásamt HAM ótrúlega fínn pakki. Gæti hjálpað þér í að sleppa tökunum (finnst kvíði oft m.a. vera örvæntingarfull tilraun til að hafa stjórn á aðstæðum). Ég hef farið í gegnum kvíðavesen og er með nokkra kvíðabangsa í kringum mig og mér hefur fundist þetta ásamt mögulega lyfjum mjög fín leið. Mér finnst lyf engin endanleg lausn en oft eru þau ótrúlega fínar tímabundnar/ótímabundnar hækjur - til að komast í gegnum tímabil eða yfir aðstæður. 

Strika ut | 22. júl. '12, kl: 19:28:22 | Svara | Er.is | 1

Var með vægan kvíða á tímabili og prófaði þá Jóhannesarjurt. Skilst samt því miður að það fáist ekki lengur á Íslandi. Myndi kaupa þannig aftur ef ég færi til útlanda og finndist ég þurfa á því að halda. En depredix eru líka ágætar, allavega fyrir depurð og framtaksleysi.
Gangi þér vel.

Galdramaður | 22. júl. '12, kl: 21:54:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ugh.. ég tók einmitt Jóhannesejurt við kvíðanum og ég helt ég myndi hreinlega drepa mig svo ílla fóru þau í mig. Þraukaðií næstum mánuð á þeim. Passaði mér alls ekki og ég myndi ekki mæla með því við nokkurn mann sem er með meira en vægan kvíða. Ekki að ég sé að reyna gera lítið úr þínu svari heldur fór þetta nátturulyf einna verst í mig. Einnig er ekki mælt með notkun jóhannesarjurtar ef þú ert að taka td þunglindislyf ( sem ég var reyndar ekki að gera á þeim tíma)

maggaengill | 28. júl. '12, kl: 02:29:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað með hugan hefur þú flokkað hugsanir þínar og krufið til mergjar svo þú komist að óttanum og afhverju þú ættir að leifa huganum að láta þér líða svona hefur þú prufað að biðja almættið um stirk og að taka óttann frá þér hljómar kanski gömul klisja en hefur þú einhverju að tapa prufaðu næst þegar þú finnur óttann nálgast að biðja góðan Guð að blessa þig og vernda og filla herbergið ljósi og frið eg bið þess her og nú fyrir þig og mig og þú fáir hjartað þitt fillt upp með kærleika guðs og hlíu og að þú fillist öryggi og frelsis frá hviðanum í jésú nafni AMEN <3<3<3

Dísa89 | 29. júl. '12, kl: 03:57:50 | Svara | Er.is | 0

Ég hef þjáðst af kvíða síðan ég man eftir mér, ég hlóp fram og tilbaka og gat bara ekki setið kyrr, og ofandaði.. svona var þetta í mörg,mörg ár og það komu alltaf vissir tímar að ég fékk þennan ofsakvíða, gat ekki lesið neinar greinar í morgunblöðum því ég gerði alltaf svo mikið úr því og varð kvíðin, síðan tók ég eftir að ef breytingarnar hafa orðið of snöggar þá fæ ég kvíðaköst og þau hrikalega slæmu köst gerðust alltaf á kvöldin. En þegar ég var 6 ára var ráðlagt mér lyf, því ég gat ekkert sofið á næturnar og grét bara, ég prófaði það, síðan var alltaf að láta mig prófa ýmisskonar lyf sem áttu að láta mér líða betur en ekkert gerðist og hef verið svefnlaus meira og minna í 13 ár og þetta er ömurlegt og stundum bara líður mér eins og ég geti ekki meira. En núna síðustu 3 mánuði hef ég verið að taka Seroxat á morgnana og fer 1 sinni í viku til sálfræðings og það hefur hjálpað mér rosalega og núna hef ég ekki upplifað neinn kvíða í rúmar 3 vikur :) ekki hengja þig alveg á lyfin, farðu og fáðu þér góðan sálfræðing og þótt að maður haldi að þeir geri ekki neitt fyrir mann þá er það rangt.

Gangi þér vel! :)

spunky | 29. júl. '12, kl: 11:10:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Takk fyrir þetta :) Ég fór til læknis í síðustu viku og fékk lyf en ég er svo hrædd við aukaverkanirnar að ég þori ekki að taka þau. Líður bara ömurlega og finnst ég vera algjör aumingi :( Vona bara að ég nái að sigrast á þessu einn daginn, hvernig svo sem ég fer að því.

vanlíðan | 29. júl. '12, kl: 11:23:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

gefðu lyfjunum séns :) viss um að þér fari að líða betur smátt og smátt.

órasteinn | 30. júl. '12, kl: 03:04:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvaða lyf

maísóley | 29. júl. '12, kl: 12:05:04 | Svara | Er.is | 0

Ég tók einu sinni propranolol (hjartalyf) sem er fyrirbyggjandi fyrir mígreni.. og það er betablokkari sem slekkur á virkni adrenalíns... það varð til þess að ég fann engin líkamleg einkenni kvíða.. fann áður oft mikin svita, aukin hjartslátt jafnvel flökurtleika við allskyns aðstæður vegna kvíða.. þetta hjálpaði mikið við kvíða þar sem maður fann ekki fyrir þessum áhrifum... hef heyrt um að propranolol er líka notað fyrir fólk með kvíða

Hotnes | 29. júl. '12, kl: 14:50:17 | Svara | Er.is | 0

Hefurðu látið athuga skjaldkirtilinn?
Kvíði og ofsakvíði getur verið einkenni af vanvirkum skjaldkirtli.
Vildi bara benda þér á þetta svo þú getir útilokað það. Ég var farin að fá ofsakvíðaköst þegar ég fór til heimilislækni og send í blóðprufu.
Eftir að ég fór á lyf hef ég verið alveg laus við kvíðann.

Hotnes | 29. júl. '12, kl: 14:55:59 | Svara | Er.is | 1

Annars sagði læknirinn minn mér að "henda frá mér" þegar ég fann að ofsakvíðinn var að koma og ég var farin að ná oftast að gera það með því að verða reið og blóta upphátt svo það komi ekki. Það getur virkað að nota reiðina.
Fyrir suma virkar það að vera með jákvæðar hugsanir og þegar það finnur að kvíðinn er að koma að segja upphátt hvað allt er gott og yndislegt og svoleiðis.

Svo er að muna að anda sig í gegnum þetta hægt og djúpt eins og í slökun.
Úff hvað ég finn með þér því þetta er það erfiðasta sem ég hef þurft að ganga í gegnum. Það tekur á andlega.
Vona að þú finnir leið í gegnum þetta og þú fáir alla þá hjálp sem hægt er.
Gangi þér vel.

Hotnes | 29. júl. '12, kl: 14:58:22 | Svara | Er.is | 0

Og eit enn.
Læknirinn ávísaði þér sobril ef ég gæti ekki hrint frá mér kvíðanum og fengi ofakvíðakast til að ná að slaka á.

Helgust | 29. júl. '12, kl: 20:09:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sobril hjálpaði mér rosalega mikið, ekki bara með kvíðann heldur lagaðist ég mjög mikið í kroppinum líka en ég er búin að vera mikill verkjasjúklingur lengi. Er einmitt að hætta á sobril núna o ( fór úr 3 töflum á dag niður í 1 ) og finna ð verkirnir eru að byrja koma aftur :/

órasteinn
Helgust | 30. júl. '12, kl: 07:21:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Til hvers ertu að segja mér það?
Ég þoli ekki þetta "comeback" ef fólk þarf að taka lyf. Ekki skrítið að fólk þori ekki að ræða svona mál.

órasteinn | 1. ágú. '12, kl: 02:49:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég var ekki bara að segja þér það, heldur var ég aðallega að segja öðrum það. sem hafa ekki tekið það, og þá ætti tilgangurinn að vera augljós, vara fólk við , það borgar sig ekki að byrja að nota lyf sem veldur svona sterkri fíkn.

Helgust | 1. ágú. '12, kl: 08:30:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ert þú læknir?
Ég held að þeir sem fari á lyf ráðfæri sig alltaf við lækni og þurfa ekki "einhvern út í bæ" til að ota að sér mögulegri sektarkennd og hræðslu vegna inntöku þess. Þegar manni líður nógu illa fyrir að ÞURFA að taka ákveðin lyf er þetta eins og að hella olíu á eld.
Bara hafa það í huga :)

spunky | 9. ágú. '12, kl: 08:25:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég fékk Sobril í vor en hef ekki þorað að snerta það. Læknirinn hræddi mig svo mikið með að fólk yrði svo háð þessu, að manni liði svo vel að maður vildi ekki fara aftur í gamla farið og fleira í þeim dúr. Pakkinn er enn óopnaður uppi í skáp.

Helgust | 9. ágú. '12, kl: 08:29:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það verða ekki allir háðir þessu og jú fólki líður oftast vel á lyfinu því það hjálpar til og fólk losnar við kvíðann.
Til þess er nú lyfið. Ég hef aldrei átt í vandræðum með að hætta á því, en get vissulega ekki talað fyrir aðra.

spunky | 9. ágú. '12, kl: 08:34:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, einmitt sem ég hugsaði. Þetta lætur manni líða betur en samt vildi hún helst ekki láta mig hafa það. Ég hef aldrei átt í vandræðum með nein lyf eða áfengi, svo ég á ekki von á að þetta yrði vandamál. En möguleikinn á því og hvernig hún talaði hræddi mig. Svo er það bara kvíðinn sem gerir þetta verra og ég blæs þetta upp miklu meira en þarf :/

Helgust | 9. ágú. '12, kl: 08:38:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En að fá álit hjá öðrum lækni? Ég er meira að segja með barn á brjósti ( nánast fjarað út og hún er 16 mánaða ) og ég fékk grænt ljós á þetta lyf frá öllum mögulegum fagaðilum. Ekki sýnir barnið nokkur merki um skaða og ég hef rætt við fjölda mæðra í sömu stöðu. Smá útúrsnúningur kannski en þó ábending um að þetta lyf er ekki eitur heldur mjög gott lyf til að hjálpa þegar við á.

spunky | 9. ágú. '12, kl: 08:46:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fór og talaði við annan og sagði honum frá Sobrilinu og það allt. Hann vildi helst ekki láta mig hafa neitt fyrst en lét mig svo hafa Alprazolam Mylan sem ég á að taka 2-3x á dag. Vandamálið er það sama, ég þori ekki að taka þetta inn. Ég er búin að vera í 2 vikur að mana mig upp í það með tilheyrandi kvíða og ógeði. Ég er svo vita vonlaus að það er grátlegt.

órasteinn | 9. ágú. '12, kl: 16:51:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

. Alprazólam raskar að einhverju leyti eðlilegu svefnmynstri á þá leið að draumsvefn minnkar hlutfallslega. Þetta er skammtaháð, röskunin verður meiri eftir því sem teknir eru stærri skammtar.

ég hélt að draumsvefninn væri svo mikilvægur til að fá góðan svefn, mér líður svo vel þegar ég vakna og man drauma .

þetta er lyf í sama flokki og sobril, valíum , díasepam. þessi flokkur veldur mikilli fíkn hjá mörgum,. eða of erfitt að hætta vegna vanlíðunar lengi, erfiðara en heróín sagði læknir. og svo er sagt að það skaði heilann: http://www.psychologytoday.com/blog/side-effects/201011/brain-damage-benzodiazepines-the-troubling-facts-risks-and-history-minor-tr

ertu ekki að taka nein þunglyndislyf,=ssri, td serol, þau eru mun meinlausari er sagt.

Fixxxer | 30. júl. '12, kl: 02:35:41 | Svara | Er.is | 0

það hljómar eins og þú sért með slæma kvíðaröskun, það er eðlilegt að fá kvíða en stanslaus kvíði yfir hverju sem er, er ekki eðlileg líðan. Þú virðist vera búin að vera að vinna í þér og ef það er enganvegin að ganga þá eru til lyf sem geta hjálpað þér mjög mikið. Lyf eins og subril og díasepam eru bara svona "quick fix" lyf ef að þér finnst þú vera að fá kvíðakast, þá er gott að taka þau.
en lyf sem þú getur tekið að staðaldri sem geta hjálpað þér mjög mikið eru t.d. fluoxetín(prozac) og zoloft. þetta eru mjög algeng lyf. ég veit um fólk á þessum lyfjum og þau virka mjög vel.
þau hafa fáar aukaverkanir, en það tekur svona 4-6 vikur að finna fulla virkni af þeim, misjafnt eftir fólki.
svo er auðvitað hreyfing, rétt matarræði, vítamín og steinefni og vatn og góður svefn rosa mikilvægt. HAM meðferð væri líka rosa góð fyrir þig og tala við geðlækni...Pétur Hauksson t.d.

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 30. júl. '12, kl: 03:59:30 | Svara | Er.is | 1

Hvað með að lesa bókina:mörg líf, margir meistarar? 

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

spunky | 9. ágú. '12, kl: 08:27:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var að athuga og sé að hún er til á bókasafninu, renni eftir henni á morgun :)

Um hvað er hún annars?

Olan | 8. ágú. '12, kl: 23:01:28 | Svara | Er.is | 1

Lýsi (stóran skammt - búið að hækka viðmiðun D-vítamína)
Omega-3 (alltaf að koma niðurstöður rannsókna um gagnsemi Omega-3 fyrir "taugar og geð"
B-vítamín (með ÖLLUM B-vítamínum (líka til með C-vítamíni og Magnesíum))
Magnesíum (róar, bætir svefn, dregur úr fótaóeirð m.m.)

Reyna að draga úr (ef við á)
Kaffidrykkju,
reykingum og
SYKURÁTI (sérstaklega á kvöldin)

Gúgglaðu þig áfram. Eins og þú sérð berst ég við svipað :(

ES: Það GÆTI verið ráð að fá "eitthvað kvíðastillandi" til að nota sem hækjur, en þá bara til að nota til að geta "tekið á" vandanum.
Stöðugur kvíði drepur allt niður, jafnvel sjálfsbjargarviðleitnina, þannig að maður jafnvel gerir þveröfugt við það sem væri manni
fyrir bestu.

Gangi okkur vel
<3

spunky | 9. ágú. '12, kl: 08:29:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er að taka B-vítamín, magnesíum, D-vítamín og Q10. Þyrfti að bæta inn lýsinu og omega-3.
Drekk ekki kaffi en reyki því miður :( Því kvíðnari sem ég verð, því meira reyki ég sem gerir þetta enn verra. Er með í hausnum að ég VERÐ að hætta en tilhugsunin um það setur mig í panik og þetta fer bara í hring.

órasteinn | 9. ágú. '12, kl: 16:54:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

stutt sólbað gefur meira d en húðlæknir var á móti sólböðum, íslenskur

Lillyann | 9. ágú. '12, kl: 00:09:46 | Svara | Er.is | 2

ég er  með kviða og þunglyndi og var á lyfjum því en núna er ég bara á einu lýfi .ég er hætt á kviðalyfinu í samráði lækna mína og það er eitt ár siðan hætti á því og það hjálpar mér þegar ég fæ kviðakast (ég æli þegar ég fæ kviðakast) þá hjálpar það mér koma hér inn á bland og biðja ykkur að gefa mér netknús .það er svooo gott að fá netknús

_________________________________________________
horfðu á björtu hliðarnar
heimurinn gæti verið verri

spunky | 9. ágú. '12, kl: 08:29:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Netknús hjálpar alltaf :) Það er líka bara yndislegt hvað fólk er tilbúið að hjálpa og leiðbeina manni hérna inni. Allar þessar ábendingar og öll ráðin eru ómetanleg :D

órasteinn | 9. ágú. '12, kl: 16:54:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já við erum svo mikil góðmenni hér sko

shamrock | 9. ágú. '12, kl: 17:29:32 | Svara | Er.is | 0

Er einhver með nafn á góðum sálfræðingi hér ?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 29.3.2024 | 12:46
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 28.3.2024 | 10:53
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 20.3.2024 | 13:10
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 19.3.2024 | 19:14
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 17.3.2024 | 11:21
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 17.3.2024 | 10:54
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 16.3.2024 | 14:36
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 16.3.2024 | 12:12
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Síða 1 af 46397 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, tinnzy123, Guddie