PCOS og ekki í yfirþyngd - hvað er til ráða

lala146 | 21. ágú. '18, kl: 11:10:16 | 79 | Svara | Þungun | 0

Hæhæ,

Ég greindist með PCOS fyrir einu og hálfu ári síðan, var þá hjá kvensjúkdómalækni sem gerði ekkert fyrir mig en núna í maí hitti ég annan sem setti mig á metformin, 850mg 2x á dag.

Ég fór á blæðingar í júní en ekkert síðan þá, metformin fer illa i mig, alltaf óglatt og lystarlítil og líklegast búin að missa einhver kíló, sem ég má ekkert endilega við.

Hvað eruð þið pcos konur sem eruð ekki í yfirþyngd að prufa? Nær undantekningarlaust á netinu og á spjallþráðum er talað um að léttast og missa kg og hversu nauðsynlegt það er að létta sig og metformin eigi að hjálpa við það. En ég þarf ekkert að léttast - er eitthvað sem ég get gert til þess að ýta undir frjósemi eða að blæðingarnar mínar byrji aftur?

Takk fyrir :)

 

helgarnar | 28. ágú. '18, kl: 20:06:19 | Svara | Þungun | 0

Ég er ekki í yfirþyngd en ég fer samt aldrei sjálf á blæðingar, var greind með pcos fyrir mörgum árum.

Í mínu tilfelli þá fer ég ekki á blæðingar því ég fæ ekki egglos, og ég hef farið á tvö mismunandi lyf síðastliðin tvö ár, 3 hringi á Letrozole sem er krabbameinslyf og svo 3 hringi á Clomid, til þess að reyna koma af stað egglosi en það hefur ekki virkað. Hef alltaf þurft að fá Primolut sem er er lyf til þess að starta blæðingum áður en ég byrja að taka hin lyfin því maður tekur þau oftast á sirka 3-7 degi tíðahrings.

Ef þú ert að reyna verða ólétt þarftu að tala við kvennsjúkdómalækninn þinn um það og hann setur þig mögulega á eitthvað af þessum frjósemislyfjum, og svo kemur í ljós hvort þau virki eða ekki :)

Kvennsjúkdómarlæknirinn minn gafst eiginlega bara upp og sagði að ég yrði ekki ólétt á neinum frjósemislyfjum og ég þyrfti bara að fara í glasa ef ég ætlaði að verða ólétt. Ég ákvað að fara í rannsóknarvinnu sjálf og fann náttúrutöflur sem heita Vitex og fór að taka þær og ég fór á túr alveg sjálf tveimur vikum seinna :) sem hefur ekki gerst í meira en 2 ár.

Vona að þetta svari einhverju, ef þú hefur einhverjar spurningar máttu senda á mig.

lala146 | 30. ágú. '18, kl: 23:10:48 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Kvensjúkdómalæknirinn minn einmitt setti mig á metformin til þess að fá hringinn vonandi reglulegann til þess að ég gæti orðið ólétt .. ég semsagt vil verða ólétt og þetta var hans lausn.

Ég er að klára primolut skammt ofaní metforminið núna á næstu dögum, en á svo bara að halda áfram á metformini. Ég hugsa ég minnist á hin tvö lyfin næst þegar ég tala við hann, takk fyrir :)

Hvar keyptir þú Vitex? ég er búin að finna það á netinu, en veit ekkert hvort það sé eitthvað eitt betra en annað .. keyptir þú það í töfluformi eða einhvernegin öðruvísi :)?

Murron | 30. ágú. '18, kl: 13:24:19 | Svara | Þungun | 0

Hæhæ,

ég var greind með pcos fyrir um 14 árum. Ég var ekki í yfirþyngd en ofarlega í kjörþyngd og læknirinn sagði einmitt að það gæti hjálpað til að missa kannski 1-2 kg... En annars var ekkert gert annað en að segja mér að ef ég ætlaði að verða ólétt seinna þá gæti ég komið aftur til hans.

Nokkrum árum seinna byrjum við svo að reyna að eiga barn og það tók okkur 1 og hálft ár, maðurinn minn var búinn að fara í rannsókn en ég var á leiðinni í rannsóknir. En þetta tókst hjá okkur áður en til þess kom að fara út í einhvað annað.

Mitt pcos var kannski ekki mjög "alvarlegt" annað en langir og óreglulegir tíðahringir og sársauki þegar að blöðrur voru að springa (sem er auðvitað hræðilegt).

En allavega... fyrir þremur árum síðan breyti ég um mataræði og gerist vegan af siðferðisástæðum. Á fyrsta mánuði tek ég eftir miklum líkamlegum breytingum, krónískir hausverkir farnir, engir magaverkir, bakflæði horfið o.s.frv. Svo þremur mánuðum seinna fatta ég að ég hef ekki fundið blöðru springa í nokkurn tíma og tíðahringurinn minn var orðinn 28 dagar!

Ég fór svo í tékk til kvennsjúkdómalæknis og nefni þetta við hana, hún kíkir og sér engin ummerki um pcos hjá mér... Engin!!

Og þá sagði hún "Já mataræðið hefur svo rosalega mikið að segja í þessu". Það hefði nú alveg verið næs að heyra það fyrir 14 árum... en ok ég veit það allavega núna.

Svo reyndum við að eignast annað barn, og ég varð ólétt í fyrstu tilraun (ég veit að sjálfsögðu að það gæti verið tilviljun, en eftir svona mörg ár með pcos datt mér ekki í hug að það yrði svona auðvelt).

Ég mæli allavega með að prófa í 2-3 mánuði og sjá hvort þú finnur breytingar, gangi þér vel!

lala146 | 30. ágú. '18, kl: 23:11:34 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ókei snilld! Ég vissi að mataræðið hefði mikið að segja um þetta, en ímyndaði mér ekki svona mikinn árangur kannski :)

Ég klárlega prufa þetta í nokkra mánuði og athuga hvort ég finni ekki mun á mér!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
SVO spennt ! DreamDay 8.5.2010 8.11.2023 | 07:13
Hvernig á ég að hámarka frjósemi? karny 2.9.2012 8.11.2023 | 03:11
Seiðingur farþeginn 12.12.2006 20.7.2023 | 08:22
???? um þungun binasif 24.1.2022 31.1.2023 | 16:34
Lína eða ekki?? ungi2012 18.12.2020 21.1.2022 | 20:24
Snemmsónar allian 17.11.2021
Að reyna að eignast barn naladina 4.9.2021 8.10.2021 | 22:19
Mörg eggbú en engin egg Undraland1996 22.5.2021
Egglos- og þungunarstrimlar til sölu elisabjorg91 20.8.2020
Hópur fyrir þær sem eru að reyna hmmm89 23.2.2020 17.5.2020 | 22:38
ekki enn byrjuð á blæðingum kaninustelpa 3.9.2018 13.12.2019 | 11:02
Hæhæ, ég var.. Daisy999 11.12.2019
Frjósemisvörur huldablondal 21.11.2019
Egglosstrimlar á íslandi?? hsh00 20.7.2019 12.11.2019 | 23:19
Hvenær sáu þið hjarslátt hjá ykkar fóstri ? gunnzo 13.9.2019 4.10.2019 | 08:59
Einkenni þegar hætt er á pillunni carmo 2.10.2019
Brjóstaspenna Mamma2020 26.9.2019
Egglospróf donnasumm 29.1.2019 9.9.2019 | 14:39
Hjartamagnýl Ingolfsdottir 14.8.2019 14.8.2019 | 15:10
MJÖG MIKILVÆGT normalboy 21.7.2019
Hormónalykkjan fjarlægð - engar blæðingar - aum brjóst amigos 12.1.2019 8.5.2019 | 13:20
Þarftu skoðun þína aallex 3.5.2019
HVERNIG VERÐ ÉG ÓLÉTT? ThelmaAría 13.12.2017 12.3.2019 | 17:11
Biðin MommyToBe 15.1.2019 11.3.2019 | 19:12
Trying to concive Iceland hópur á FB Kristín86 25.9.2018 2.2.2019 | 23:10
smá pæling. froskavör 7.1.2019 22.1.2019 | 20:33
Spjall fyrir konur í frjósemimeðferð? Fruin09 5.2.2018 19.1.2019 | 19:30
What is the PlayStation Network ? KelvinNox 19.1.2019
Spurning VordísMjöll 21.11.2018 5.1.2019 | 00:06
Erum að reyna... KrusaLitla 12.11.2018 5.1.2019 | 00:04
Reynerí MommyToBe 4.1.2019
Hópur á facebook um reynerí? pinkgirl87 16.2.2018 4.1.2019 | 12:58
Gallaðir þungunarstrimlar? Kg24 30.11.2018 30.11.2018 | 09:23
Pre seed eða conceive plus á Íslandi Daydreamer1 18.9.2018 22.11.2018 | 15:41
þungunar strimlar krilamamma 30.10.2018
kvensjúkdómalæknir......? litladulla 1.12.2009 22.10.2018 | 22:48
hversu löngu eftir getnað pandii 13.10.2018 15.10.2018 | 12:06
First Response Early Result Pregnancy Test Kristín86 25.9.2018 26.9.2018 | 13:22
Jákvæð og neikvæð próf Butterfly109 12.9.2018 14.9.2018 | 13:09
Fósturmissir hannarunan 4.3.2018 12.9.2018 | 22:12
woman looking for man Faithfulfairy 11.9.2018
Bumbuhópur fyrir maí 2019 honey85 3.9.2018 4.9.2018 | 10:47
Hjálp einhver sem hefur reynslu af Primolut og letrozol starrdustt 10.4.2018 31.8.2018 | 14:21
PCOS og ekki í yfirþyngd - hvað er til ráða lala146 21.8.2018 30.8.2018 | 23:11
Mjög mikilvægt agentos777 19.8.2018
Þungunarpróf myrkva1 13.8.2018 18.8.2018 | 01:10
útlenskur faðir kokomjolk123 3.7.2018
LESTU ef þú ert að reyna vera ólétt og ert með pcos hobnobkex 3.12.2017 2.7.2018 | 10:10
reyna vera ólétt guggan89 29.6.2018 1.7.2018 | 10:05
Vöðvahnútur í legi Mariamargret 16.6.2018
Síða 1 af 4805 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Hr Tölva, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie, tinnzy123