útreikningar á atvinnuleysisbætum.

kokdos123 | 10. jún. '19, kl: 00:21:06 | 292 | Svara | Er.is | 0

Ég sótti um atvinnuleysisbætur í fyrsta skiptið á ævinni nuna í byrjun Mai, ég var að skoða samskiptasíðuna mína hjá vinnumálastofnun á fimmtudag & sá að umsókn mín hefði verið samþykkt en bótaréttur minn metin aðeins metin 93.7% þannig ég fæ ca 260.000 kr í bætur fyrir skatt í staðin fyrir 280.000kr.
Þegar ég spurði ráðgjafann minn hjá vinnumaálstofnun afhverju ég fæ ekki fullar bætur þá sagði hún mér að ég yrði að kæra ákvörðun greiðslustofu í gegnum úrskurðanefnd velferðatrygginga en það gæti tekið 3-6 mánuði að fá bara úrskurð. Það er víst ekki í þeirra verkahring að svara fyrir þetta,

Þar sem ég var að vinna sl. 4 ár var vinnutíminn 8-16 alla virka daga...Ætti eg ekki að vera með 100% bótarétt?

 

capablanca | 10. jún. '19, kl: 01:39:56 | Svara | Er.is | 0

Það þýðir voða lítið að spyrja vinnumalastofnun að neinu enda voðarlega ferköntuð stofnun. Þetta er örugglega útaf frádrátt vegna matarhlés, þú hefur sennilega verið með 0.5klst í frádrátt 0.5/8 = 93.5% bótaréttur. Þegar ég var á atvinnuleysisbótum þá var ég með 87.5% bótarétt og mér sagt að það væri vegna 1klst frádáttar vegna matarhlés á gamla vinnustaðnum þannig ég fékk ca. 191.000kr í atvinnuleysisbætur fyrir skatt í staðin fyrir 218.000kr.

Ludinn | 10. jún. '19, kl: 02:34:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig á fólk að lifa af 260.000 krónum á mánuði!!!???

stofuskapur | 10. jún. '19, kl: 03:21:14 | Svara | Er.is | 0

Pottþétt matarhle að skerða þig. Ég er búin að vera atvinnulaus síðan í byrjun árs og er með 94% bótarétt.
Var líka 8-16 með 0,5 í matarhlé þannig það lækkaði mitt hlutfall um 6% Fæ um það bil 210.000kr á mánuði eftir skatt (262.000kr fyrir)..

Þú verður síðan að passa þig að eyða ekki orlofinu, þú þarft að nota það til að lifa af á meðan þú er afskráður. Núna í byrjun Júní þá er ég afskráð sjálfkrafa af bótum á meðan ég nota uppsafnaða orlofsdaga frá síðasta orlofstímabili hjá vinnuveitanda þannig ég fæ ekki atvinnuleysisbætur í einhverja 14 virka daga í Júní
Þannig ég fæ 70000kr útborgað næstu mánaðarmót eða svo :/

Júlí 78 | 10. jún. '19, kl: 06:13:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er hægt að skerða atvinnuleysisbætur vegna þess að viðkomandi fór í mat? (matarhlé). Þurfa ekki allir að borða í vinnunni sem eru í fullu starfi?. Og ef það hefur staðið á launaseðlinum eða í ráðningarsamningi 100% starf hvernig er þá hægt að kroppa af fullum atvinnuleysisbótum? Er það kannski þetta sem fæst út úr nýgerðum kjarasamningum? Að fólk geti stytt vinnutímann ef það sleppir matar-eða kaffitíma, já geti þá farið heim hálftíma fyrr heim? Og svo þegar viðkomandi verður atvinnulaus þá fær það ekki fullar atvinnuleysbætur út af því?

kokdos123 | 10. jún. '19, kl: 14:44:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér sýnist þetta vera nákvæmlega það sem í gangi.

Ég var að skoða launaseðla hjá mér og það eru dregnar 30mín af mér vegna matarhlés þannig ég er að fá laun að meðaltali fyrr 37-38 tíma per viku þannig ég er 2.5 klst undir fullri vinnu að meðaltali. Ógeðslega svekkjandi þar sem mér er engin kostur gefin á yfirvinnu + þetta er tímarkaup hja mér en ekki mánaðrlaun.
Ég hefði sennilega verið með 100% bótarétt ef þetta væri mánaðarlaun.

adrenalín | 13. jún. '19, kl: 00:18:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst þetta ekki meika sens. Ef maður er í 8-16 vinnu er 1 kaffitími 15 mín og matarhlé 20 mín og báðir borgaðir, svo sé ekki hvernig er hægt að draga þa frá

kokdos123 | 10. jún. '19, kl: 14:55:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Uff hvað þetta er lítið. Maður verður bara að vona að sumarfólkið fari að hætta sem fyrst til að maður fái einhverja vinnu...Það lifir engin á þessu.

Eg átti 23 virka daga í orlof & var settur í sumarfrí strax og eg skráði mig. Var að skoða greiðsluseðilin og sá þarna í reitnum ´Skerðing mán.peninga v/orlofs´ að þetta var allur Mai mánaður sem ég var skráður í sumarfrí þannig ég fékk 0kr fyrir fyrsta mánuðinn,

nixixi | 10. jún. '19, kl: 16:18:43 | Svara | Er.is | 1

Mér hefur aldrei fundist ég jafn niðurlægð og þegar ég var á atvinnuleysiskrá, kölluð á fundi eftir þeirra hentugleika og komið fram við mann eins og annars flokks og þessi skerðing vegna matarhlés er gjörsamlega út úr kortinu, enn ein niðurlægingin í garð atvinnulausra. Og nei það lifir enginn af þessu enda er þetta hugsað sem tímabundið ástand þó sumir þurfi að þiggja bætur í lengri tíma. 

stofuskapur | 10. jún. '19, kl: 21:31:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Framkoman þarna hja vmst er örugglega jafnslæm núna og þá. Hef verið kölluð niðureftir nokkrum sinnum með eins dags fyrirvara og send á námskeið í hinum ýmsum fræðum sem jafnvel að ég kann betur en leiðbeinandinn...t.d. send a viku namskeið í excel fyrir byrjendur þo ég hafi notað hann i 15 ár.

waxwork | 10. jún. '19, kl: 22:49:20 | Svara | Er.is | 1

Minnir að skilgreining á fullri vinnu sé 171klst á mánuði eftir frádrátt á matarhléum þannig ef þú hefur verið í 8-16 vinnu með 30mín matarhlé þá ertu að vinna ca 162klst a manuði  (21,67 * 7,5) þannig þér vantar 9klst á mánuði tl að vera skilgreindur í fullri vinnu.
Síðan reikna þeir út 12 mánaðar meðaltal hjá þér þegar atvinnuleysisbætur eru reiknaðar og þannig fá þeir úr bótaréttinn þinn.

TheMadOne | 10. jún. '19, kl: 23:41:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eruð þið að segja að vinnumiðlun sé að kroppa í atvinnuleysisbætur hjá fólki sem hefur verið í 100% vinnu af því að fólk tók matartíma?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 12. jún. '19, kl: 16:36:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er svo ríkt í okku Íslendingum að vera baunateljarar og ofur nákvæmir. og uppfullir af aukaatriðum  :)
 Þú þekkir sjálf dæmin vel :)(

TheMadOne | 12. jún. '19, kl: 16:47:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Endilega ekki svara ef þú veist ekki svarið

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 12. jún. '19, kl: 16:51:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eg veit alltaf svarið :)

TheMadOne | 12. jún. '19, kl: 18:24:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú svaraðir ekki spurningunni

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

rokkari | 13. jún. '19, kl: 07:29:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Miðað við umræðuna gerði fyrri vinnuveitandi þess sem setur inn umræðuna það líka, það er að segja dregur hálftíma af viðkomandi daglega vegna matartíma. Ef svo væri ekki fengi hann væntanlega fullar bætur. Ég fæ sem dæmi ekki þennan frádrátt af mínum 8 tímum og fengi því væntanlega fullar bætur.

Júlí 78 | 13. jún. '19, kl: 09:44:49 | Svara | Er.is | 0

Þetta las ég inn á attavitinn.is reyndar skrifað í febr. 2018: 

"Almennt eiga starfsmenn rétt á 5 mínútna pásu fyrir hvern klukkutíma í vinnu. Þannig geta sum ákveðið að taka sér 30 mínútur í mat og 10 mínútur í kaffipásu sé um fullt starf að ræða. Á sumum vinnustöðum er matartíminn 60 mínútur. Ólíkt er eftir vinnustöðum hvort að greitt sé fyrir matartíma eða ekki.

Ef vinnustaður fellur niður matartíma starfsfólks á það rétt á að hætta fyrr í vinnunni í staðinn."

Þannig að spurningin er: Fékkstu að fara fyrr heim eða kl. 15:30 af því þú slepptir matartímanum? Og ef þú fórst heim kl. 15:30 hvert var þá starfshlutfallið skráð í ráðningarsamningi? Eða varstu í vinnunni allan þennan tíma frá kl. 8-16?

kokdos123 | 13. jún. '19, kl: 22:51:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var allan daginn frá 8-16, fór í mat 12.00-12.30 og fékk pásu frá 9.30 - 9.50
Þetta er frekar spes.

Júlí 78 | 16. jún. '19, kl: 10:31:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Farðu með launaseðlana í stéttarfélagið og sýndu þeim. Spurðu þá hvort það hafi verið löglegt að daga af þér 30 mín þegar þú þurftir að vera í vinnunni frá kl. 8-16. Segðu þeim jafnframt að þú fáir ekki fullan bótarétt v/atvinnuleysis út af því þeir virðast hafa skráð hjá sér að þú værir ekki í fullri vinnu (100%) þó þú hafir verið það.

pepsitwist | 13. jún. '19, kl: 20:33:26 | Svara | Er.is | 0

Ég veit nú ekki hverng atvinnuleysisbætur eru reiknaðar en ég man fyrir 15 árum þegar ég var að vinna á kassa í Hagkaup þá vann ég 9-17 með hálftíma mat ´s tímarkaupi og þurfti að taka annanhvern laugardag til að vera skilgreindur í fullri vinnu. Nokkru síðar varð ég deildastjóri yfir sömu deild á mánaðarlaunum & þá þurfti ég ekki að taka ananhvorn laugardag.

ert | 16. jún. '19, kl: 15:24:08 | Svara | Er.is | 0

Leitaðu til stéttarfélags til að fá útskýringar

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Ágúst prins | 16. jún. '19, kl: 23:48:53 | Svara | Er.is | 0

Þetta er löglegt, 8-16 vinna með 30 min mat er i raun bara 7,5 klst s dag :/ Eg var að ath þetta fyrir áramót fyrir kallinn minn, og fékk þau svær frs stettarfelaginu ap svona væri þetta Og þeir hja vmst einmitt minnka % við það

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Þegar tölvan segir JÁ. Dómharka eða staðreyndir? spikkblue 22.7.2019 22.7.2019 | 19:45
Tannsteinshreinsun Grassi18 22.7.2019
er ég sú eina í heiminum sem hef ekki séð Game of Thrones Twitters 15.7.2019 22.7.2019 | 17:05
Krakkar, reynið nú að læra af Lúkasarmálinu. Sérstaklega þú þarna hysteríska kona spikkblue 19.7.2019 22.7.2019 | 11:02
Sofia í Búlgaríu Logi1 21.7.2019 22.7.2019 | 00:21
Kynlífsfíkn? agustb 21.7.2019 21.7.2019 | 21:56
Þunguð Loomisa 21.7.2019 21.7.2019 | 21:05
Er lúsmý í hveragerði? Emmellí 19.7.2019 21.7.2019 | 20:24
Má tala um offituvandamálið? BlandSkessurEruHeimskar 21.7.2019 21.7.2019 | 18:27
Varðandi fólk sem er að verða mjög feitt? O__o King Lýðheilsustofa 7.6.2019 21.7.2019 | 17:18
Umgengni við pabba?? ergodergo 18.7.2019 21.7.2019 | 12:24
MJÖG MIKILVÆGT normalboy 21.7.2019
Martraðir - ráð Twitters 17.7.2019 21.7.2019 | 02:54
Getið þið hjálpað mér, hvar fæ ég eiðublað til að gera leigusamning ég er eigandinn? isbjarnaamma 7.7.2019 21.7.2019 | 00:12
góða fólkið sem berst fyrir réttindum kvenna adaptor 21.5.2019 21.7.2019 | 00:04
Skrásetningargjald í HÍ hh19 3.7.2019 20.7.2019 | 23:49
Siðleysi síðustu daga. Dehli 25.6.2019 20.7.2019 | 23:45
gömul íslensk orðatiltæki eða sérstök :) leiftra 10.2.2012 20.7.2019 | 23:39
Stóri bróðir fylgist vel með, mjög vel! Þetta er ótrúlegt helvíti. Hafið þið lent í svipuðu? spikkblue 20.7.2019 20.7.2019 | 23:35
Verkstæði fyrir bíla Mrslady 8.7.2019 20.7.2019 | 23:08
Amalgam fyllingar Superliving 10.7.2019 20.7.2019 | 22:53
Interpartar.is cambel 18.2.2019 20.7.2019 | 22:39
Flytja úr æskuheimili blue710 20.7.2019 20.7.2019 | 22:30
Gleðilegan föstudag dúllurnar mínar Twitters 19.7.2019 20.7.2019 | 21:47
Frankfurt bergma 17.7.2019 20.7.2019 | 21:11
spurning, ráðlegging og pæling? madda88 20.7.2019 20.7.2019 | 18:52
Jæja ! Dehli 17.7.2019 20.7.2019 | 15:38
Hver talsetur betra bak auglysingarnar? fridafroskur88 20.7.2019 20.7.2019 | 08:22
Tenging á dimmer fyrir led ljós SigurðurHaralds 19.7.2019 20.7.2019 | 00:22
Pikacu Pókerman dýr francis 19.7.2019 19.7.2019 | 21:50
Óboðnir gestir. kaldbakur 29.4.2019 19.7.2019 | 21:47
Hvað ætli sé langt þangað til að spikkblue 12.6.2019 19.7.2019 | 18:03
Hámarkshraði á Hringbraut Gylfikonungur 18.7.2019 19.7.2019 | 17:17
Tölvuverkstæði Torani 17.7.2019 19.7.2019 | 11:32
Piratar - rýtingurinn í bakinu á Birgittu ? kaldbakur 16.7.2019 19.7.2019 | 10:25
Bílar rainbownokia 18.7.2019 18.7.2019 | 23:13
Leita að mynd, hjálp! cherrybon 17.7.2019 18.7.2019 | 07:07
næringardrykkir kisukona75 17.7.2019 17.7.2019 | 20:32
Iðnaðarmenn - Laun ofl 2019 Ástþór1 14.4.2019 17.7.2019 | 20:28
Hvernig mynduð þið tækla svona? Santa Maria 16.7.2019 17.7.2019 | 13:40
Gamlir þræðir og comment NIB 29.10.2012 17.7.2019 | 05:23
Comment á umræður ekki í tímaröð? sársaklaus 8.9.2011 17.7.2019 | 05:21
Axlarspeglun RiceAndCurry 15.3.2018 17.7.2019 | 05:16
WELLPUR DÝNUR og yfirdýnur reynsla ykkar?? Helga31 13.2.2017 17.7.2019 | 03:28
Gjaldþrot chri 15.7.2019 16.7.2019 | 23:08
Fjárhagslegt áfall Gunnhildur4 15.7.2019 16.7.2019 | 19:32
RÓLEG LÍKAMSRÆKTARSTÖÐ? H2019 16.7.2019 16.7.2019 | 19:19
hjálp vantar vinkonur ayahuasca 16.7.2019
Frumubreytingar sjabbalolo 14.7.2019 16.7.2019 | 12:35
Ísbúðir á landsbyggðinni? Fm957 12.7.2019 16.7.2019 | 11:53
Síða 1 af 19704 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, TheMadOne, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, anon, MagnaAron