Félag eldri borgara og nýju íbúðirnar

Júlí 78 | 13. ágú. '19, kl: 14:15:42 | 92 | Svara | Er.is | 1

Ég bara veit ekki heimskulegra mál. Að ætla að skella á mörgum milljónum aukalega á íbúðirnar EFTIR að skrifað hefur verið undir kaupsamning. Síðan hvenær hefur það verið hægt? Svo kom sáttatilboð og í stað kannski 7 milljóna aukagreiðlu fyrir íbúð þá á hún að lækka og fara í um 4 milljónir ef ég heyrði rétt í fréttum. Það er ekki löglegt að koma svona með aukakröfu/greiðslu eftir að skrifað hefur undir kaupsamning, á þá það að vera eitthvað meira löglegra að lækka þessa aukakröfu/greiðslu?


En svo viðurkennir Félag eldri borgara að það er ekkert í rétti með þetta en virðist halda að fólk sem stóð í þessum kaupum ætli að vorkenna Félagi eldri borgara því þeir segjast fara á hausinn ef fólk borgar ekki meira en samið var um!!!  Síðan hvenær hefur einhver vorkennt einhverjum þegar búið er að skrifa undir kaupsamning og borga þá meira en þarf að borga?


Svo á það að réttlæta aukakröfuna/greiðsluna að Félag eldri borgara segir að íbúðirnar eru seldar undir kostnaðarverði þrátt fyrir að aukakrafan/greiðslan verði greidd! En svona til að koma nú friði á málin þá er fólki sagt það að það megi selja íbúðirnar á markaðsverði (sem ekki mátti áður skilst mér). En þarna er ein kona orðin 87 ára að kaupa íbúð, er hún eitthvað að fara að selja á næstunni eða standa í íbúðarbraski? Ætli hún sé ekki frekar á leið í sumarlandið?


Ég bíð spennt eftir framhaldsögunni á þessu máli. Þarna er augljóslega verið að reyna að þvinga fólk til þess að semja um þessar aukagreiðslur (skrifa undir það - samþykkja) því það er vitað að þetta fólk er búið að selja ofan af sér, já gamalt fólk (oft er nú níðst á öldruðum) sem núna liggur inn á ættingjum sínum býst ég við. Því ekki eru afhentir lyklar að íbúðunum þrátt fyrir gerða kaupsamninga nema þessar samþykktir séu komnar í höfn. Ég segi ef það er hægt að níðast svona á öldruðum þá mega þau skammast sín sem stjórna þessu félagi og segja öll af sér. Ekki einn stjórnarmaður heldur allir!! 


Mikið er nú gagnrýnt að það sé verið að níðast á öldruðum og öryrkjum (sem er satt), alþingismenn/ráðherrar hafa ekki leyfi til þess. Félag eldri borgara hafa heldur ekki leyfi til þess og það félag ætti einna helst að hugsa um þeirra hag en ekki sýna svona framkomu. Þeir verða að leysa málin á annan hátt! 
https://www.dv.is/frettir/2019/8/12/felag-eldri-borgara-bydur-fram-satt-kaupendur-thurfa-ad-borga-meira-en-uppsett-kaupverd-en-ekki-eins-mikid-og-adur-var-farid-fram/


 

Júlí 78 | 13. ágú. '19, kl: 14:34:23 | Svara | Er.is | 0

Ég er á alveg sömu skoðun með ríkisstjórnina, hún á að fara frá og það strax. Hún níðist á öldruðum og örykjum. Það vita allir hvernig. Flokkur fólksins og Sósialistaflokkur Íslands eiga að sameinast, þannig munu fólk í þeim flokkum haldast inn á þingi. Sameinaðir verða þeir sterkari, það á að líta á málefnin, hag þeirra sem virkilega þarf að berjast fyrir en ekki líta á einhverja stóla og taka þá áhættu að komast hvorki inn á þing (Sósialistaflokkur Íslands) og svo detta út af þingi (Flokkur fólksins). Annars segi ég að allt er betra en núverandi stjórn, ég vil breytingar, aðra flokka í stjórn.

jaðraka | 13. ágú. '19, kl: 16:09:15 | Svara | Er.is | 1

Er þetta ekki bara gott dæmi um það sem hefur verið kallað "óhagnaðrdrifið" félag.
Félagið hugsar hvorki um hag sjálfs síns né skjólstæðinga sinna.
Getur varla veri meira "óhagnaðardrifið" tapar öllu sínu fé og líka annara :) :) :)

Júlí 78 | 13. ágú. '19, kl: 16:43:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og svo segir í þessari frétt þar sem Daði Bjarnason hæstaréttalögmaður sem er verjandi Félags eldri borgara í málinu talar:  „Það er ákveðinn ómögleiki til staðar því minn umbjóðandi er ekki með lyklavöld yfir íbúðunum heldur verktakinn og svo fer fram ákveðið hagsmunamat. Þarna eru heildarhagsmunir, það þarf að gæta jafnræðis. Það er ekki hægt að hleypa sumum inn bara á verðinu sem kom  fram í kaupsamningi. Það verður að skoða þetta í samhengi við þann kostnað sem þarna er að baki og hvernig hann á að dreifast“ segir Daði."


Eitthvað hef ég heyrt þetta orð áður, ómöguleiki - var það ekki Bjarni Ben sem sagði það um eitthvað? Kannski er orðið fínt að nota það orð þegar enginn vilji er til einhvers?


En þessi blessaði hæstaréttalögmaður hlýtur nú samt að vita að hann ætlar að reyna að hjálpa þessu Félagi eldri borgara að brjóta lög því það er lögleysa að ætla að semja um annað verð eftir að skrifað hefur verið undir kaupsamning.
 

 

jaðraka | 13. ágú. '19, kl: 18:50:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þetta mál er þannig vaxið að FEB kaupir íbúðinar af verktakanum og endurselur til félagsmanna þá er FEB auðvitað gjaldþrota ef félagið getur ekki borgað það verð sem félagið samndi við byggjandann um að greiða. Tómt klúður allt saman af hendi stjórnar FEB og þeirra sem sáu um framkvæmina fyrir félagið. Enn meira klúður sennilega ef hluti felagsmanna FEB borgar "yfirverð" en hinn hlutinn borgar annað verð. Einnig furðulegt ef FEB getur aflétt kvöðum um "endursölu" til þeirra sem "ofgreiða" enn ekki þeirra sem greiða rétt verð. Hver er í raun að borga þann "greiða" a' aflétta endusöluskilmálum ?

Júlí 78 | 13. ágú. '19, kl: 20:18:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta las ég í einni frétt: " Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá verk­tak­an­um MótX sem stóð að bygg­ingu 68 íbúða í Árskóg­um fyr­ir hönd Fé­lags eldri borg­ara í Reykja­vík og ná­grenni (FEB) skýrist mik­il hækk­un á kaup­verði íbúðanna ekki af kostnaðar­auka, eins og FEB hef­ur haldið fram.

„Það er mis­skiln­ing­ur að það sé ein­hver kostnaðar­auki. Kostnaður­inn hef­ur alltaf legið fyr­ir en það sem þeir gera er að van­reikna verðmætið. Þeir reikna of lágt verð frá upp­hafi þar sem þetta er óhagnaðardrifið hjá þeim,“ seg­ir í svari MótX."

Sem sagt sökin liggur hjá FEB en ekki hjá MótX sem byggði húsið. Já kannski sömdu þeir hjá FEB við MótX um eitthvað X verð og seldu svo félagsmönnum íbúðirnar á verði sem þeir töldu vera óhagnaðardrifið. Vissu greinilega ekkert hvernig þeir áttu að reikna þetta svokallaða "óhagnaðardrifna verð" út eða hvernig á maður að skilja þetta???

Svo segir MótX: "Fari FEB í þrot vegna máls­ins mun það koma niður á MótX. „Það seg­ir sig sjálft að 400 millj­óna tap í þessu verki kem­ur við rekst­ur­inn hjá okk­ur.“" Sem sagt allir munu þá tapa! Svo segir þarna líka: "Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fyr­ir­tæk­inu er óvíst hvort MótX geti selt íbúðirn­ar án aðkomu FEB ef fé­lagið fer í þrot."!! Þetta er orðið ein hringavitleysa! Og sumir komnir inn en aðrir ekki!

Svo er mjög skrýtið að einhverjir sömdu um viðbótarkostnaðinn t.d. rúml. 7 milljónir en svo var allt í einu hægt að breyta þeim samningi í rúml. 4 milljónir. Er kannski von þá á nýjum samningi eftir viku? Er hægt að hringla svona með hlutina? Auðvitað ekki því kaupsamningi sem hefur verið þinglýst skal standa og því ekkert hægt að hringla með neitt eftir það!

Mér sýnist augljóst að Sigurður Kári lögmaður og hinn lögmaðurinn (kona) sem flytja málið fyrir hönd einhverra kaupenda (eldri borgara) að þeir munu vinna málið. 


jaðraka | 14. ágú. '19, kl: 09:05:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það sýnir eitthvað skrítna útreikninga að það sé allt í einu hægt að lækka "yfirverðið" (Kostnaðaraukkann) úr ca 450 milljónum í langtum minni upphæð þ.e. ca 350 millj. (mínus 37% ) - hver fjármagnar þá lækkun ?
Eða var þessi 450 milljóna tala bara rangt reiknuð líka ?
Byggingarnefndin hleypur í felur og skýrir málið ekkert - enda öll vitleysan óhagnaðardrifin og ábyrgðarlaus með öllu.

Júlí 78 | 14. ágú. '19, kl: 10:37:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reyndar segir í DV fréttinni fyrir 2 dögum (12. ág.): " Eins og fram hefur komið var vanreiknað kostnaðarverð framkvæmdanna um 401 milljón króna. Í kjölfar viðræðna sem staðið hafa yfir síðustu daga við framkvæmdar- og fjármögnunaraðila verkefnisins, hefur félagið samið um að fá afslátt af kostnaðarverði íbúðanna. Þá leggur félagið einnig sjálft til fjármuni til sáttarinnar en samtals eru það 149 milljónir króna sem dreifast á kaupendur í formi afsláttar.  Þetta þýðir að hver kaupandi greiðir 37% minna en áður hafði verið gerð krafa um "


Samdi þá félagið við MótX um lækkun á kostnaðarverði íbúðanna? Eigum við að trúa því? Mér finnst það ótrúlegt. Hversu mikil lækkun var það ef satt er? Og á Félag eldri borgara einhverja milljónir í handraðinum til að leggja pening í þessa "sátt"? En gott að vita að félagið er ríkara en þeir láta líta út fyrir svo þeim er enginn vorkunn. 


Svo segir þarna: " Þeir kaupendur sem sátu í byggingarnefnd eða gegndu trúnaðarstörfum hjá félaginu á byggingartímanum hafa lýst því yfir að þeir afsali sér rétti til afsláttarins. Þeirra hlutur í afslættinum dreifist því til hækkunar á hlut annarra kaupenda sem ganga að þessu sáttaboði og er inni í heildarlækkuninni sem fram kemur hér að framan."


Voru þeir þarna í bygginganefndinni sem sagt líka að kaupa þarna íbúðir? Hversu margar íbúðir voru það? Gengu þeir kannski fyrir öðrum um kaup þarna og gátu valið um íbúð á undan öllum öðrum? Gott að vita, þeir hafa þá sjálfsagt hugsað um að hafa gott útsýni hjá sér og líklega hafa þeir þá valið blokkina sem er fjær mestu umferðaræðinni. Það er aldeilis munur að vera í "klíkunni".

jaðraka | 14. ágú. '19, kl: 14:26:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já þetta er allt hið furðulegasta mál.
Hvaðn kemur afsláttur uppá 149 millj. er það eitthvað sem félagið getur útdeilt úr eigin sjóðum ? Eða afslattur MótX eða hvaðan kemur féð ?
Klúðrið heldur endalaust áfram.....
Byggingarnefndin ... sem er að kaupa fyrir sig sjálfa persónulega leggur fé í púkkið ? Stórmerkilegt nokk ... +
Það þarf bara opinbera rannsókn á þessu máli öllu.
Nú hefði verið gott að hafa embætti "Umboðsmanns aldraðra" það embætti þarf a ð stofna til að gæta réttinda þessa hóps sem níðst er svona freklega á - já af samtökum aldrðra FEB - hræðilegt mál.

Júlí 78 | 14. ágú. '19, kl: 14:55:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég get ekki verið meira sammála þér. Fínt að fá opinbera rannsókn á þessu öllu. Mér finnst að almenningur eigi rétt á að fá sannleikann um þetta mál allt upp á borðið.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hvað get eg gert?? Daisy999 16:20 16.9.2019 | 20:40
Hvað er Apple tv og hvað er svona merkilegt við það? GullaHauks 09:20 16.9.2019 | 11:27
Sölumaður Lanke51 15.9.2019 | 22:44 16.9.2019 | 21:01
Iphone 6s Gabriela4 15.9.2019 | 20:31
Barnabætur export 15.9.2019 | 14:22 15.9.2019 | 15:39
Mömmuhópur á FB 2019 bumblebee 15.9.2019 | 08:54
Nú fer að hausta og það þarf að hugsa um kisu sem hefur ekki lengur fugla til að borða. kaldbakur 14.9.2019 | 17:37 16.9.2019 | 16:19
Einangra og klæða bílskúr að utan BrowNiE8 13.9.2019 | 16:12
Flota golf BrowNiE8 13.9.2019 | 16:08 15.9.2019 | 01:59
Tilvistarkrísa Gurragrísla 13.9.2019 | 05:26
NOVA-DÓNASKAPUR OG RANGAR UPPL Shjana 12.9.2019 | 13:11 12.9.2019 | 18:29
Leki frá þvottavél Nornaveisla 12.9.2019 | 07:39 12.9.2019 | 11:57
Er strætó mesta draslfyrirtæki landsins? Hr85 12.9.2019 | 00:27 15.9.2019 | 09:18
hryllingsmyndir fyrir 13 og eldri? gudrunmaria2222 11.9.2019 | 22:08 13.9.2019 | 15:09
Pin up ljósmyndari Biggaboo 11.9.2019 | 21:44 16.9.2019 | 11:51
sogskálar á spegil RauðaPerlan 11.9.2019 | 21:32 12.9.2019 | 22:49
Selja erlenda mynt baldurjohanness 11.9.2019 | 14:55 16.9.2019 | 09:24
Hvar fæ ég almennilegt karrý Twitters 10.9.2019 | 22:57 11.9.2019 | 17:39
buy sleeping pills/buy sleeping pills online/where to buy sleeping pills/insomnia treatment Healthmedsdispensary 10.9.2019 | 21:30
Salir fyrir brúðkaup(Vesturlandi) aarondan 9.9.2019 | 22:58
Tannréttingat Flower 9.9.2019 | 22:27 12.9.2019 | 00:39
Skóli fyrir einhverfa-unglingur Einhverheima 9.9.2019 | 21:37 13.9.2019 | 19:06
Fróðleikur tengdur orkupakkanum Kingsgard 9.9.2019 | 18:03
Landsréttarmálið fær nýja umfjöllun hjá Evrópudómstólnum. kaldbakur 9.9.2019 | 15:41 15.9.2019 | 13:29
Lág í járni - ráð ???? Ljónsgyðja 9.9.2019 | 14:50
þekkir einhver góða spákonu eims og amý Engilberts í gamladaga looo 8.9.2019 | 20:18 8.9.2019 | 23:16
Karlmannsígildi. kaldbakur 8.9.2019 | 17:26 11.9.2019 | 21:03
Býrðu í öruggu umhverfi ? Dehli 8.9.2019 | 12:25
Ættartré siggathora 8.9.2019 | 11:25 11.9.2019 | 15:26
Bráðamóttaka LSH og ríkisstjórnin Júlí 78 8.9.2019 | 09:42 9.9.2019 | 13:58
er einhver hér vakandi Twitters 8.9.2019 | 00:43 9.9.2019 | 14:58
Íslenskur + border collie hundur ashan 7.9.2019 | 21:09 8.9.2019 | 01:18
B12 og Melotan 2 erndott 7.9.2019 | 20:49
Rifsber klettur100 7.9.2019 | 18:22
Rifsber klettur100 7.9.2019 | 18:22
Fataskápar verty 7.9.2019 | 13:50 7.9.2019 | 15:41
Volvo xc90 2015 hlúnkur 7.9.2019 | 00:54 9.9.2019 | 20:32
Jæææja áróðinn í að vinna ALLT Floridagella 6.9.2019 | 22:51 7.9.2019 | 10:21
Jæja kallinn bara hress! valdi59 6.9.2019 | 21:03
Jæja kallinn bara hress valdi59 6.9.2019 | 20:41
White light teeth einhver prófað ? Kristín86 6.9.2019 | 20:26 6.9.2019 | 23:44
Urrrrrrrr leonóra 6.9.2019 | 10:56 6.9.2019 | 17:22
amitriptyline apsur madda88 5.9.2019 | 18:53 5.9.2019 | 21:42
Breyta 54FM Bílskúr í íbúð BrowNiE8 5.9.2019 | 17:59 13.9.2019 | 16:27
Reykjarnesbær sérstakar húsaleigubætur?? Santa Maria 5.9.2019 | 17:28
Leikskólaleiðbeinandi A og B og leikskólaliði - Munur??? Babygirl 5.9.2019 | 14:32 5.9.2019 | 19:55
Íbúð til leigu Garðblóm 5.9.2019 | 14:20
Hjúkrunarheimili bakkynjur 5.9.2019 | 07:00 12.9.2019 | 00:13
getur einhver bent mer a goðan tannlæknir ekki allt of dyran Dísan dyraland 5.9.2019 | 01:32
Rainbow djúphreinsun þaþað 4.9.2019 | 23:20
Síða 1 af 19709 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, TheMadOne, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, anon, MagnaAron