Samband - Hvað á að gera?

agustkrili2016 | 14. jan. '20, kl: 12:40:34 | 315 | Svara | Er.is | 0

Langloka. Ég hef verið með sama manninum í 6 ár og við eigum börn saman. Í þessi 6 ár hefur það nagað mig og dregið mig mikið niður að kærastinn minn sá mjög mikið eftir fyrrverandi kærustunni sinni. Þau hættu saman ári áður en við kynntumst. Ég var frekar ung þegar við byrjuðum saman og gekk of langt í að reyna að finna út afhverju hann sá eftir henni og skoðaði tölvupóst sem hann sendi henni eftir þau hættu saman (rangt i know it). Ég hefði átt að láta mig hverfa eftir að hafa lesið póstinn en taldi mig ekki verðskulda neitt betra en kærastann minn. Sem er auðvitað ekki rétt og ég veit það núna. Allavega þá vildi hann hana aftur, sagði hana vera sálufélaga sinn, að engin muni jafnast á við hana, aldrei og að hann muni alltaf elska hana. Hún sé besti vinur hans og já bara ímyndið ykkur þvilíka ástarjátningu. Í kjölfarið hafði hann alltaf samband annað slagið við hana og líka þegar hann og ég vorum nýbyrjuð saman. (ég vissi ekki staðreyndir máls þá). Ég skoðaði þennan tölvupóst þegar hann ákveður að hitta hana (án þess að ræða það við mig), en hann sagðist þurfa að biðja hana afsökunar á því sem hann gerði rangt í þeirra sambandi. Á þessum tímapunkti vorum við búin að reyna að eignast barn í nokkra mánuði og á þessum tíma var ég orðin ólétt en vissi það ekki. Hann vildi ekki segja mér hvað þau hefðu talað um eftir hann hitti hana. Næstu vikuna eftir fann ég að eitthvað var öðruvísi hjá honum og hann utan við sig. Ég kemst að því að ég sé ólétt og missi mig af ánægju. Hann var mjög þungur þegar ég sagði honum frá óléttunni og var heldur betur ekki glaður og sagði ekki orð heldur efaðist um að ég væri ólétt. (risa red flag en óörugga ég á þeim tíma sagði ekki neitt). Allavega að þá hefur hann aldrei nokkurn tímann sagt eftirfarandi hluti við mig sem hann sagði við hana og hefur sýnt mér litla nánd í sambandinu okkar og bara já talar lítið við mig og ég hef ekki þorað að ákveða að ég á betur skilið en að vera í öðru sæti og fara frá honum. Mér finnst nokkuð augljóst að hann sé bara með mér útaf því að við eigum 2 börn saman. Eftir mikla sjálfsvinnu hef ég komist að því að ég vil að sjálfsögðu vera nr 1 og að sambandið okkar hafi verið á röngum forsendum. Ég vil nánd og ég vil fá að heyra þessi orð sem hann sagði við hana. Mig langar mikið að fá annarra manna álit? Annað en að ég hafi gert rangt með að skoða þennan tölvupóst þar sem ég augljóslega veit það.

 

T.M.O | 14. jan. '20, kl: 13:02:16 | Svara | Er.is | 0

Þetta hljómar eins og hann sé ekki ástfanginn af þér, því miður. Ákvörðunin er þín og enginn getur sagt þér hvað þú átt að gera. Fólk býr saman í ástlausum samböndum vegna barnanna, það er líka erfitt að vera einn með börn. Svo verður þú líka að hugsa um þig, þú átt kannski miklu betra skilið og að eiga maka sem þú finnur að elskar þig. Börnin læra líka af foreldrum sínum hvað er eðlileg framkoma milli fólks svo að þú ert fyrirmynd þeirra í þeim samböndum sem þau fara í, í framtíðinni. Ef maðurinn þinn er að fara á bak við þig, þó það sé bara tilfinningalegur óheiðarleiki þá er það skemmandi og á varla eftir að skána. Svo er spurning um að fara til sambandsráðgjafa, hann getur hjálpað ykkur að tala saman og jafnvel hjálpað ykkur að skilja á góðu nótunum ef það er það besta í stöðunni. Gangi þèr vel!

Zagara | 14. jan. '20, kl: 13:18:57 | Svara | Er.is | 0

6 ár og tvö börn og þú ert á nálum út af tölvupósti sem hann sendi eftir sambandsslit? Getur verið að þarna sé óöryggi í þér að ofhugsa hluti sem eru löngu liðnir?


Hlutir sem fólk skrifar í tölvupósti eftir t.d. sambandsslit er alls ekki góður mælikvarði á hvernig þeirra samband raunverulega var. Sambandið gæti hafa veri ömurlegt en svo getur fólk skrifað brjálaðar ástarjátningar í uppnámi þegar sambandsslit gerast. Allavegana virðist þessi fyrrverandi ekki hafa þótt mikið till tölvupóstsins koma ef hún skipti ekki um skoðun og honum fannst hann síðar þurfa að biðjast afsökunar á einhverju sem gerðist í þeirra sambandi.


En þú talar svo um að hafa verið í sjálfsvinnu svo þú hefur kannski farið í gegnum þetta, en eitt sem getur gerst ef maður er mjög óöruggur er að þá getur maður sjálfur verið ástæðan fyrir skort á nánd í sambandi. Það er spurning hvort þú hleypir honum að þér ef þú ert enn ekki búin að komast yfir þennan tölvupóst. 

agustkrili2016 | 14. jan. '20, kl: 13:43:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Góður punktur. Þetta er mikið ég að bera saman- viðurkenni það. Miðað við það sem ég las á sínum tíma um þær tilfinningar sem hann bar til hennar o.fl. er okkar samband frekar “lélegt” í samanburði. En þeirra samband endaði eftir ca 5 ár og við ekki nálægt því að vera á þeim stað sem þau voru á. Ég veit alveg að hann elskar mig og hann er góður við mig. Svo hunsaði ég á sínum tíma marga svokallaða “red flags” til að verja mínar tilfinningar. Eins og þetta með þegar ég sagði honum að ég væri ólétt og hann varð orðlaus.. á neikvæðan hátt. Miðað við allar staðreyndir að þá þarf ég annað hvort að sætta mig að vera næstbest eða hætta í sambandinu, sem væri ömurlegt þar sem ég elska hann eins og hann elskaði hana :-)

leonóra | 14. jan. '20, kl: 17:36:02 | Svara | Er.is | 1

Bara það - að hann  sýnir þér litla nánd og talar lítið við þig væri næg ástæða fyrir mig að hlaupa hratt í burtu.  Hvernig sem svo þessi óhamingja ykkar er til komin skiptir engu máli.  Þið eigið bæði betra skilið.

BjarnarFen | 15. jan. '20, kl: 00:43:36 | Svara | Er.is | 0

Ef sambandið er þægilegt, then just roll with it. Ástin er hvort er eð bara lygi.

fólin | 15. jan. '20, kl: 10:31:29 | Svara | Er.is | 1

Það eru alveg sex ár síðan hann sá eftir henni og lét þessa hluti útur sér, ég mundi reyna að hætta lifa í fortíðinni og fókusera á lífið sem er núna og ef þér líður eins og hann elski þig ekki þá er alveg komin tími að endurskoða sambandið og setjast niður með sambýlismanninum þínum og mögulega fara í ráðgjöf til að reyna vinna úr hlutunum eða fá það á hreint hvort þið viljið vera saman. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
**casbcbpqeifyvbabcm MarcDeven 19.4.2024
dhvbisoqnwbnsvas** MarcDeven 19.4.2024
**cpJjndakBkkdvbsvlef MarcDeven 19.4.2024
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Síða 1 af 47632 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie, tinnzy123, annarut123, Bland.is