Segir Byr ekki vilja kerlingar

Hannes Hólmsteinn | 30. mar. '08, kl: 14:15:38 | 3724 | Svara | Er.is | 0

Byr hefur gert starfslokasamning við fjórtán konur á miðjum aldri frá áramótum. Níu þessara kvenna eru á sextugsaldri og hafa lengi starfað hjá fyrirtækinu.


„Það er talað um að þessar konur hafi fengið starfsloka­saming en ég spyr nú bara hvað er það annað en uppsögn," segir Valgerður Marinósdóttir, sem í fjörutíu ár starfaði hjá sparisjóðunum sem nú eru sameinaðir undir heitinu Byr. Valgerður sagði sjálf upp starfi sínu seinni part árs í fyrra.

„Ég var átján ára þegar ég byrjaði hjá Sparisjóði vélstjóra og líkaði vel," segir Valgerður en bætir við að eftir sameiningu sparisjóðana hafi henni ekki liðið jafnvel og því ákveðið að segja upp störfum.

„Þessar uppsagnir voru í raun eins og aftaka fyrir margar af þessum konum. Þetta kom líka mjög í bakið á þeim því þegar titringur var að myndast í bankageiranum sannfærðu yfirmennirnir fólk um að það þyrfti engar áhyggjur að hafa og réðu inn ungt fólk í fyrirtækið þannig að allt virtist í lagi. Svo gerist þetta og mér þykir það sýna að þessir ungu menn virðast ekki vilja hafa svona kerlingar við störf sama hvað við gerum," segir Valgerður en tekur fram að hún hafi sjaldan haft það betra og sé ánægð með hafa hætt á réttum tíma. - kdk

Skilabodin eru,engar kerlingar her!!

 

* *

Linda líf | 30. mar. '08, kl: 14:18:36 | Svara | Er.is | 0

Ég var kúnni í sparisjóð sem síðan breyttist í BYR og er bara þvílíkt óánægð núna, var alltaf svaka ánægð áður. Þeir eru bara ekki tilbúnir að gera neitt fyrir mann hjá BYR en áður en þetta breyttist í BYR var ég alltaf mjög ánægð.

Kemur mér ekki á óvart að þeir séu að segja upp einhverjum konum af því að þeir vilja ekki kerlingar í vinnu hjá sér.

DirtyBlonde | 30. mar. '08, kl: 14:25:07 | Svara | Er.is | 0

Kannski vilja þeir bara hafa háan launakostnað....

-------------------
http://lefunny.net/wp-content/uploads/2012/11/How-girls-look-at-other-hot-girls-lefunny.net_.gif

mannaudsstjori | 30. mar. '08, kl: 14:40:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hæ hæ.

Ég er mannauðsstjóri Byrs og verð því miður að segja að fréttin í Fréttablaðinu í morgun og umfjöllun í fjölmiðlum og á bloggsíðum síðustu daga byggja á ansi miklum rangtúlkunum og rangfærslum og kemur í raun verst niður á þeim starfsmönnum sem nýlega hafa samið um sín starfslok við fyrirtækið og er nú að ósekju dregið inn í þessa neikvæðu umfjöllun.

Það að reyna að halda því fram að "Byr vilji engar kerlingar" er mjög rangt og þrátt fyrir starfslok þessara starfsmanna þá eru í dag 24% eða tæpur fjórðungur starfsmanna Byrs 50 ára eða eldri og erum við mjög stolt af þeim breytileika sem er í aldri og reynslu starfsmanna.

Um það bil 80% starfsmanna Byrs eru konur. Það verður því held ég aldrei þannig þegar eitthvað tímabil er skoðað að fólk sem hættir sé jafnt konur og karlar.

Kveðja, Herdís Pála, mannauðsstjóri Byrs

Linda líf | 30. mar. '08, kl: 15:07:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En getur þú sagt mér afhverju þjónustan hjá BYR er svona léleg? Sparisjóðurinn sem ég var hjá var mjög góður og síðan breyttist þetta í BYR og ég er bara ýkt óánægð núna.

Daisy Bell | 30. mar. '08, kl: 15:10:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já manneskjan getur örugglega svarað þessu ítarlega þegar þú setur spurninguna svona einstaklega gáfulega fram.

____________________________________________________________
How can I believe in God when just last week I got my tongue caught in the roller of an electric typewriter?

mannaudsstjori | 30. mar. '08, kl: 15:54:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég legg til að þú fáir að tala við útibússtjórann í því útibúi sem þú ert í viðskiptum við og ræðir þetta við þann aðila. Byr leggur mikla áherslu á góða og persónulega þjónustu og sért þú ekki að fá slíka þjónustu er best að ræða það við yfirmann útibúsins svo hægt sé að finna farsæla lausn á málinu.

kv, mannauðsstjóri Byrs.

Medister | 30. mar. '08, kl: 16:10:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En af hverju er þá svona mikill kurr í kringum þessar 14 uppsagnir á konum yfir fimmtugt, ef allir er glaðir og ánægðir?

mannaudsstjori | 30. mar. '08, kl: 16:24:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að skýringin á bak við það sé helst sú að æsifréttir selja meira en aðrar fréttir og svo hafa þeir sem fjallað hafa um málið ekki kynnt sér alla málavöxtu.
Skýrasta dæmið um það er kannski þegar er verið að tala um að Byr sé í einhverjum ímyndaraðgerðum og vilji losa sig við alla starfsmenn 50 ára og eldri. Það starfsfólk sem látið hefur af störfum frá áramótum hefur verið á aldrinum 29 ára og upp úr og fjórðungur alls starfsfólks er 50 ára og eldri.
Eins hefur oft vantað inn í umræðuna að um það bil 80% starfsfólks er konur og því verður það held ég aldrei svo að þegar eitthvert tímabil er skoðað að það verði jafnt hlutfall karla og kvenna sem láta af störfum.

Sem sagt, skortur á upplýsingum til að skýra heildarmyndina og æsifréttamennska og vanhugsaðar fullyrðingar á blogi.

Held að þessi umræða bitni því miður verst á þeim sem síst skyldi, starfsfólki Byrs sem samdi um starfslok sín nú nýlega.

Medister | 30. mar. '08, kl: 16:30:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og semsagt enginn í áfalli eins og talað er um hér ofar og allir sáttir við starfslokin?
Jæja, það er fínt ef svo er.

jolamus | 30. mar. '08, kl: 16:58:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvad er buid ad gera starfslokasamninga vid marga karlmenn hja BYR?
Eg hef unnid hja einum af sparisjodunum og thetta er ekkert i fyrsta skiptid sem thetta gerist- radnir inn einhverjir smastrakar nyutskrifadir vidskiptafrædingar sem kunna ekki einusinni ad fylla ut vixil og konum med lengstan starfsaldur sagt upp. Eg by erlendis nuna og i landinu sem eg by i er thad gert thannig ad thegar tharf ad segja upp folki er thvi folki sagt upp sem their telja ad eigi mesta moguleika a ad fa adra vinnu ekki thvi folki sem hefur stadid med fyrirtækinu gegnum surt og sætt og eg segi bara skammist ykkar.

Brugsen | 30. mar. '08, kl: 17:13:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju var verið að segja upp eldri starfsmönnum, sem eru með mikla reynslu og oft(ast) með meiri þjónustulund en þeir sem yngri eru?

Af hverju var ekki notuð aðferðin síðastir inn (nýráðnir) fyrstir út?

Er hlutfall eldri kvenna í þeim hópi sem var sagt upp sem sagt ekki hærra en hlutfall eldri kvenna í starfsmannahópnum almennt?

Þú verður að afsaka, en þetta lyktar því miður af aldursfordómum og fordómum gagnvart eldri konum sérstaklega.

Hef sjálf unnið hjá fyrirtæki þar sem svipuð aðferð var notuð með "starfslokasamninga" og þar var alveg verið að losa sig við "kellingar" þó að það hefði ekki verið sagt upphátt. Ég var ung og sæt og hélt vinnunni, þó að ég hefði miklu minni starfsreynslu og þekkingu.

Ég var einmitt að velta því fyrir mér að skipta yfir í Byr, þar sem ég er hundóánægð með minn banka, en held að ég sleppi því núna. :(

Táldís | 30. mar. '08, kl: 17:19:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er nefnilega ótrúlega heimskulegt hjá bönkunum.
Eldri og traustari starfskröftum er sagt upp og teknir inn nýútskrifaðir einstaklingar sem hafa (eðlilega) engan áhuga á að starfa lengi sem gjaldkerar/þjónustufulltrúar. Þessir nýútskrifuðu líta í rauninni bara á þessi störf sem stutta stoppistöð.
Á meðan lendum við hin í því að missa gamla trausta þjónustufulltrúann okkar. Fá nýjan útskrifaðan sem vinnur í nokkra mánuði eða max ár og þá kemur nýr..og svo aftur nýr... þetta er auðvitað óþolandi.

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

Medister | 30. mar. '08, kl: 17:25:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara alveg útí hött. Og að reyna að klóra yfir þetta með að allir séu sáttir, hef bara enga trú á því.

Táldís | 30. mar. '08, kl: 17:29:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held þeir hafa bara hreinlega ekki gert ráð fyrir þessari umfjöllun. Reyndar finnst mér einkennilegt að það hafi ekki verið fjallað meira um þetta.
Mér finnst t.d. skipta miklu máli að hafa sama gamla þjónustufulltrúann. Einhvern sem ég get treyst. En ekki einhvern nýútskrifaðan sem ég þekki ekki. En sumar stofnanir virðast gleyma því hvað þetta skiptir miklu máli.

Fyrir þeim er þetta bara debet og kredit. Gleyma að hugsa um það hvaða áhrif þetta hefur á viðskiptavini.
Ég veit að vinahjón okkar skiptu t.d. um banka þegar þau voru búin að fá 4 mismunandi þjónustufulltrúa á fjórum árum. En þau voru búin að vera með sama þjónustufulltrúann þar áður í mörg ár en viðkomandi var látinn fara fyrir nýja og "ferskari" aðila.

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

miramis | 30. mar. '08, kl: 17:38:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við skiptum um banka (ekki útibú) eftir að hafa fengið 2 lélega þjónustufulltrúa í röð (sem klúðruðu óendanlega miklu).

Táldís | 30. mar. '08, kl: 17:42:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, þetta er nefnilega alveg óþolandi þegar það eru mannaskipti í þessum störfum. Það verða endalaus mistök og svo verða samskiptin alltaf vélræn í byrjun.
Svo er leiðinlegt að segja það en ég bara treysti þessu eldra starfsfólki miklu, miklu betur fyrir mínum upplýsingum heldur en þessum nýútskrifuðu.

Ég þekki engan viðskiptafræðing sem hefur t.d. stoppað í þjónustufulltrúastöðu lengur en 1 ár. Og hvaða þjónusta er það við viðskiptavininn?

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

visindaundur | 30. mar. '08, kl: 21:51:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt, eftir þrjá unga hrokafulla drengi sem voru hver á eftir öðrum þjónustufulltrúar í mínum banka gafst ég upp og skipti um banka, hef verið mjög ánægð með minn þjónustufulltrúa sem er kona um fimmtugt og öllum hnútum kunnug. Þetta skiptir akkruat gífurlegu máli fyrir viðskiptahollustu viðskiptavina bankans.

Táldís | 30. mar. '08, kl: 21:52:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrir utan það að ég hugsa að fólk hugsi sig tvisvar sinnum um áður en það ræður sig til byr eftir þetta.

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

adler | 30. mar. '08, kl: 17:36:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var hjá sparisjóði vélstjóra í nokkur ár og annan eins djöfuls framsóknar glæpa banka hef ég aldrei kynnst á ævinni, flutti mig yfir í sparisjóð Hafnarfjarða sem hefur nú oft verin talinn frekar vafasamur í viðskiptum en þar var manni tekið mjög vel og hafa öll samskipti verið eðlileg frá upphafi,þar hef ég fengið þau lán og þá þjónustu sem ég hef þurft til að komast í gegnum tilveruna.

En eftir að sameiningin við Spv varð þá hef ég séð breytingar sem því miður eru ekki til þess fallnar að gera mann glaðann t.d þá var eitt af því fyrsta sem gerðist að fólk sem að þekkti mann var flutt til svo að maður var sem óskrifað blað í hvert skipti þegar að maður kom í bankann þangað til að maður gaf upp kennitöluna og þá voru samskiptin nánast vélræn og frekar leiðinleg en sem betur fer þá hef ég ekki lent ennþá í neinum árekstrum með mín mál.
En ég hef allann varan á mér og á alveg eins von á því að þurfa að flytja mig einhvern daginn eitthvað annað.

Það fólk sem að hefur alltaf verið hvað almennilegast í bönkum er einmitt eldra fólkið með reynsluna og eftir margra ára veru á sama vinnustað þá hefur oft skapast skemmtileg kynni við viskiptavinina sem eru bara til þess fallinn að gera öll viðskiptin ánægjulegri á allann hátt.
Þetta virðist ekki vera vel liðið hjá stjórnendum banka sem gjarnan líta bara á einstaklinginn eða viðskiptaaðilann sem kennitölu án persónuleika, sem sagt maður er bara viðskipta sagan og ekkert meira.

Þessi þróun er ekki bara bundinn við bankana.

******************************************

******************************************

KoJo1986 | 31. mar. '08, kl: 09:37:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hey, láttekkisvona, þetta var ýkt góð spurning! alveg ýkt sko!

_________________________

-If you fail to plan, you plan to fail

SmartgerðurGlimmerbrók | 30. mar. '08, kl: 21:07:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er eiginlega orðlaus yfir froðusnakkinu í þér og lélegum rökum.
Get ekki ímyndað mér að þú sannfærir neinn hérna inni með þessum máttlausum tilraunum þínum að réttlæta þetta.
Þetta mál er allt saman algjörlega til skammar.

-------------
Light travels faster than sound. This is why some people appear bright until you hear them speak.

Táldís | 30. mar. '08, kl: 21:07:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

heyr heyr

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

Antaros | 30. mar. '08, kl: 21:57:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hey!
Passa sig aðeins.
Þú ert nú að tala við mannauðsstjóra byrs

SmartgerðurGlimmerbrók | 30. mar. '08, kl: 22:01:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úúú
ég skelf

-------------
Light travels faster than sound. This is why some people appear bright until you hear them speak.

stúlkukind | 30. mar. '08, kl: 18:22:51 | Svara | Er.is | 0

Finnst merkilegt að hér er talað um að það sé verið að skipta út þjónustufulltrúum fyrir ungt og ferskt fólk.
Ég þekki reyndar bara til Byrs í borgartúni en konurnar þar eru með 20-25 ára starfsaldur fyrir sparisjóðana og enginn nýútskrifaður viðskiptafræðingur sem þjónustufulltrúi ?

---------------
NB ! Ég er ekki sú sama og STELPUkind!

Medister | 30. mar. '08, kl: 18:26:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þeir eru samt útum allt.

Táldís | 30. mar. '08, kl: 18:27:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, þessi kvikindi fjölga sér eins og gorkúlur.

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

Medister | 30. mar. '08, kl: 18:30:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alveg hreint. Og kannski er það bara ég, en mér finnst margt af þessu fólki hreinlega eins og það hafi varla í skóla komið.

Táldís | 30. mar. '08, kl: 18:32:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er svo ótrúlega rétt hjá þér. Þetta er tískufag sem margir velja sem vita í rauninni ekki hvað þeir vilja læra. Niðurstaðan er sú að það er ótrúlega mikið af fólki sem slefar í gegnum námið og endar með sama sem enga þekkingu.

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

stúlkukind | 30. mar. '08, kl: 18:37:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vá hvað þið systurnar eruð hressar í dag :)

þessi umræða snýst um Byr sýnist mér að mestu og því var ég að benda á hvaða starfsreynslu þjónustufulltrúarnir þar hafa :)

kv. Viðskiptafræðingurinn

---------------
NB ! Ég er ekki sú sama og STELPUkind!

Táldís | 30. mar. '08, kl: 20:11:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki ertu að taka þessu eitthvað persónulega?
Við erum ekkert að ræða eitthvað eitt tiltekið útibú eins og þú heldur okkar reynslu almennt. Þessi umræða snýst því ekki einungis um Byr núna heldur hegðun bankanna almennt.

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

stúlkukind | 30. mar. '08, kl: 22:02:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei síður en svo :)

Bara hissa á alhæfingunum.

Vona að þú sért ánægð í þínum banka og með góðan þjónustufulltrúa :)

---------------
NB ! Ég er ekki sú sama og STELPUkind!

Táldís | 30. mar. '08, kl: 22:40:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er alveg einstaklega heppin með þjónustufulltrúa.

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

ronsla | 30. mar. '08, kl: 18:35:33 | Svara | Er.is | 0

það er verið að seija upp fólk í ræstingum
þetta fólk er oftast ekki með neina mentun
það fær kvergi vinnu þegar það er að verða 60ára
hjá ríkinu og háskólanum ekki bara Byr

mannaudsstjori | 30. mar. '08, kl: 20:02:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hæ aftur.

Hér að ofan hefur svolítið verið talað um að skipta út eldra reyndara fólki fyrir ungt háskólamenntað fólk - það er í raun mjög erfitt fyrir mig að gefa upp ástæður í einstaka málum en áður en þið fullyrðið of mikið þá er ágætt að hver og einn spyrji sig hvaðan þeirra heimildir eru komnar og hvort allir hafi örugglega rétt fyrir sér, eins og ég segi þá kemur þessi umræða kannski verst niður á þeim sem síst skyldi, margumræddum einstaklingum.

Ítreka svo bara það sem ég sagði fyrr í dag; þrátt fyrir starfslok þessara starfsmanna þá eru í dag 24% eða tæpur fjórðungur starfsmanna Byrs 50 ára eða eldri og erum við mjög stolt af þeim breytileika sem er í aldri og reynslu starfsmanna - hvert haldið þið að þetta hlutfall sé öðrum fjármálafyrirtækjum?

Um það bil 80% starfsmanna Byrs eru konur. Það verður því held ég aldrei þannig þegar eitthvað tímabil er skoðað að fólk sem hættir sé jafnt konur og karlar.

kveðja, mannauðsstjóri Byrs

Anteros | 30. mar. '08, kl: 20:06:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig getur umræða um uppsagnir komið niður á þeim sem er sagt upp?

Hvað er óeðlilegt við það að fólk velti fyrir sér og komist að niðurstöðum þegar að starfsmönnum með mikla reynslu er sagt upp?

Táldís | 30. mar. '08, kl: 20:18:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er bara ódýr leið til að klóra í bakkann..

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

Medister | 30. mar. '08, kl: 20:09:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef allir væru sáttir þá hefði þetta aldrei ratað í blöðin. Það er svo einfalt.
Auðvitað eru risaeðlur inná milli sem nenna hvorki eða geta unnið vinnuna sína og mega alveg missa sín.
Hef samt enga trú á því að allar þessar 14 konur falli í þann flokk.

Táldís | 30. mar. '08, kl: 20:19:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og að kalla það að reka einhvern starfslok er auðvitað bara hámark firringarinnar.
Notabene, það kom fram í einhverri fréttinni að þær hefðu fengið "starfslokasamning" gegn því að tjá sig EKKI við fjölmiðla um ástæður þess að þær hefðu verið látnar fara.
Dáldið loðið, eiginlega kafloðið.

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

Táldís | 30. mar. '08, kl: 20:17:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heldurðu að við förum þá að hrósa ykkur af því að þið leyfðuð einhverju eldra fólki að vinna áfram?
Held nú ekki.
Mér finnst þessar uppsagnir til skammar og að fara að kalla það að reka þessar konur starfslokasamninga finnst mér nú bara léleg tilraun til að slá ryki í augun á fólki.

Hingað til hef ég nú ekki heyrt um að aðrir bankar hafi stundað það að ráða inn nýtt fólk og reka stuttu síðar fólkið með mestu starfsreynsluna úr sömu deildum.

En, ég er velkomin að bakka með þetta ef þú svarar eftirfarandi spurningum:
1. Hversu langa starfsreynslu voru umræddar konur með að meðaltali?
2. Hver var meðalaldur þeirra kvenna sem var látinn fara?
3. Hversu langt er síðan nýtt fólk var ráðið í sambærilegar stöður og þessar konur voru reknar úr?
4. Var reynt að finna önnur störf innan bankans fyrir umræddar konur?
5. Hversu margir hafa verið ráðnir í störf innan bankans sem þessar konur eru hæfar til að sinna eftir að ákvörðun var tekin um að reka þær?

Og ég efast stórlega um að þú leggir í að svara þessu.
Þetta er einfalt, þið eruð nýbúin að ráða inn fólk í sambærilegar stöður en vilduð frekar reka þessar konur sem voru með mikla reynslu. Af hverju þið gerðuð þetta er eitthvað sem ég mun aldrei skilja...ef til vill vantar eitthvað upp á mannauðsstjórnunina hjá ykkur og tilfinningu fyrir því hvað það er sem skiptir viðskiptavini ykkar máli ;)
-Fyrir utan mannlega þáttinn...

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

Medister | 30. mar. '08, kl: 20:21:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bravó.

SillyLitla | 30. mar. '08, kl: 20:23:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bravissimo.

Táldís | 30. mar. '08, kl: 20:23:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veðja uppá 10þ að annað hvort kemur hún ekki aftur inn eða kemur inn og segir "því miður get ég ekki tjáð mig um þetta mál".
Búin að þvaðra um þetta og getur allt í einu ekki tjáð sig.

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

mannaudsstjori | 30. mar. '08, kl: 20:40:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei við erum ekki að biðja um hrós fyrir hvernig við rekum og mönnum okkar fyrirtæki, gerum það eins og við teljum best hverju sinni.

Á sl. 17 mánuðum hafa 4 sparisjóðir sameinast undir merkjum Byrs og í framhaldi hefur verið leitað leiða til að hagræða.
Í þeim tilvikum þar sem við höfum haft frumkvæði að starfslokum höfum við gert eins vel við fólk og við höfum getað og langt umfram það sem okkur ber samkvæmt kjarasamningum og í eins mikilli samvinnu og sátt og mögulegt er í tilfellum sem þessum.
Samkvæmt stéttarfélagi starfsmanna í fjármálafyrirtækjum kallast starfslok með þessum hætti ekki uppsögn.
Það hefur engin gaman af því að þurfa að eiga frumkvæði að starfslokum starfsmanna.

Varðandi hvort ég leggi í að svara spurningum frá Táldísi þá höfum við ekkert að fela, reyndar misauðvelt að svara vegna trúnaðar sem við verðum að viðhafa í svona málum og erfiðara fyrir okkur að tjá okkur um þetta en aðra en svör mín má sjá hér fyrir neðan.

Þú segist ekki hafa heyrt að aðrir bankar hafi stundað það að ráða inn nýtt fólk og reka stuttu síðar fólkið með mestu starfsreynsluna úr sömu deildum - það hefur ekki gerst hjá Byr þannig að ég get ekki svarað athugasemdinni.

1. Hversu langa starfsreynslu voru umræddar konur með að meðaltali? Starfsaldur þessara kvenna var á bilinu 1,5 ár til um það bil 30 ára.

2. Hver var meðalaldur þeirra kvenna sem var látinn fara?
Aldur kvennanna var á bilinu 29-64 ára.

3. Hversu langt er síðan nýtt fólk var ráðið í sambærilegar stöður og þessar konur voru reknar úr?
Það hefur ekki verið ráðið í þessar eða sambærilegar stöður og þessir starfsmenn fóru úr. Fjórir starfsmenn hafa verið ráðnir inn frá áramótum, allir í ný störf hjá Byr, flest á nýjum sviðum Byrs, s.s. inn á verðbréfasvið og svið áætlana og greininga.

4. Var reynt að finna önnur störf innan bankans fyrir umræddar konur?
Já. Á sama tíma var einmitt um einhverjar tilfærslur starfsfólks að ræða á milli eininga og eru fleiri slíkar tilfærslur á döfinni.

5. Hversu margir hafa verið ráðnir í störf innan bankans sem þessar konur eru hæfar til að sinna eftir að ákvörðun var tekin um að reka þær?
Enginn.

Kveðja, mannauðsstjóri Byrs

Medister | 30. mar. '08, kl: 20:55:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

„Þessar uppsagnir voru í raun eins og aftaka fyrir margar af þessum konum. Þetta kom líka mjög í bakið á þeim því þegar titringur var að myndast í bankageiranum sannfærðu yfirmennirnir fólk um að það þyrfti engar áhyggjur að hafa og réðu inn ungt fólk í fyrirtækið þannig að allt virtist í lagi. Svo gerist þetta og mér þykir það sýna að þessir ungu menn virðast ekki vilja hafa svona kerlingar við störf sama hvað við gerum," segir Valgerður en tekur fram að hún hafi sjaldan haft það betra og sé ánægð með hafa hætt á réttum tíma."

Er þetta þá bara tilbúningur og getgátur hjá Valgerði? Ætli hún þekki ekki einhverjar af þessum konum og fái þetta beint í æð frá þeim? Þessum sem eiga ekki að tjá sig við fjölmiðla? Gæti trúað því.

Brugsen | 30. mar. '08, kl: 20:59:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"2. Hver var meðalaldur þeirra kvenna sem var látinn fara?
Aldur kvennanna var á bilinu 29-64 ára. "

Þetta svarar reyndar ekki spurningunni, þar sem spurt var um MEÐALALDUR en ekki aldursbil. Ef t.d. ein kona sem sagt var upp er 29 ára og allar hinar yfir fimmtugu, þá segir það sig sjálft að meðalaldur er annar en ef aldur þeirra dreifist jafnt yfir þetta aldursbil.

Get ekki ímyndað mér að þú sért í raun mannauðsstjóri hjá þessu fyrirtæki. Það myndi engin heilvita manneskja í slíkri stöðu fara að tjá sig með þessum hætti á opnum vef eins og gert er hér.

Táldís | 30. mar. '08, kl: 21:01:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held reyndar að ef þetta væri ekki mannauðsstjórinn þá væri einhver búinn að koma inn og tilkynna það.

Ef þetta væri einhver annar þá væri viðkomandi kominn inná hættulega braut.

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

Medister | 30. mar. '08, kl: 21:02:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er örugglega hún. Sé ekkert athugavert við að hún svari svona almennt eins og hún gerir hér. Þetta er hvort eð er bara yfirklór.

Táldís | 30. mar. '08, kl: 21:03:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held það hefði nú verið betra fyrir hana að halda sé saman frekar en að koma með svona fáránleg rök hingað inn og neita svo að svara spurningum sem geta komið henni illa.

Hún er greinilega ekki starfi sínum vaxin að mínu mati.

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

Medister | 30. mar. '08, kl: 21:05:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þar fyrir utan hefði það verið best. En úr því sem komið er þá er svosem ekki búið að fremja glæp. Skulum vona að hún fái ekki starfslokasamning.

Táldís | 30. mar. '08, kl: 21:06:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahaha
Þá yrði myndi hún væntanlega kalla það að vera rekin annað en starfslok.

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

Medister | 30. mar. '08, kl: 21:08:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já eða það :þ

Ozzy | 30. mar. '08, kl: 20:24:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Herdís mín

Valla er að segja satt
þú ert ný hjá byr og það hefur ekki verið komið vel fram við starfsfólkið

Ozzy | 30. mar. '08, kl: 20:25:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vona að zorro verði ekki fúll við skrif þín
=Ragnar Z

tarantúla | 30. mar. '08, kl: 20:32:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sæl ég vil reyndar ekki trúa að þú sért í raun mannauðsstjóri hjá Byr þar sem mér þykir það mjög slæm vinnubrögð að ræða einstök mál á opnum vef.

Efast um að vinnureglur leyfi þetta og þætti ekki ólíklegt að það verði gerður starfslokasamningur við þig fyrir að segja að fréttin sé röng á þessum vefmiðli.

Táldís | 30. mar. '08, kl: 20:33:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki ef hún er ung og fersk.

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

mannaudsstjori | 30. mar. '08, kl: 20:45:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef einmitt ekki verið að ræða einstök mál - hef ítrekað sagt að það sé erfitt fyrir mig að tjá mig um einstök mál, ég hef meira verið að svara athugasemdum sem virðast byggja á misgóðum upplýsingum.

Ég er ekki að svara í óþökk minna yfirmanna, við viljum einmitt frekar upplýsa, eins og við getum, um hvað er rétt og hvað ekki en það er auðvitað mun erfiðara fyrir okkur að tjá okkur en marga aðra, að því er virðist, út af þeim trúnaði sem við viðhöfum um einstök mál.

músí | 30. mar. '08, kl: 20:51:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst þessar uppsagnir frekar loðnar.
Mikið af mjög góðum starfskröftum sagt upp. Hver ákveður hverjum er sagt upp ? Og afhverju var þessum konum sem eru að nálgast eftirlauna aldurinn ekki leyft að vinna til enda ?

mannaudsstjori | 30. mar. '08, kl: 21:00:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver ákveður hverjum er sagt upp ?
- Þegar fyrirtæki á frumkvæði að starfslokum er það alltaf yfirmenn eininga sem taka ákvarðanir um við hvaða einstaklinga er rætt.

Og afhverju var þessum konum sem eru að nálgast eftirlauna aldurinn ekki leyft að vinna til enda ?
- Þetta get ég ekki tjáð mig um, vona að þið skiljið það, misjafnar ástæður í hverju tilviki, enda var aldur kvennanna ekki ástæða.

skosona | 30. mar. '08, kl: 21:08:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessar uppsagnir eru mjög loðnar og sumar á gráum svæðum.

Mér þykir þetta hálf skrítið afhverju konur sem eru að nálgast ellilífeyrinn fá ekki að klára sína vinnu.
Það hlýtur að vera e-r skýring á því að þessum konum sem áttu stuttan vinnuferil eftir hafi verið sagt upp. Afhverju? Það er það sem mig langar virkilega að vita.

Þesar uppsagnir voru gerðar 1-2 og bingó og flestar konurnar hættu að vinna daginn eftir uppsögn.

Finnst þetta loðið og ófagmennska hjá Yfirmönnum Byrs!!!!!

Táldís | 30. mar. '08, kl: 21:09:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nema einhverjar af þeim hafi fallið undir 90 ára regluna. Þá er það auðvitað mikill sparnaður fyrir bankann.
Þetta er skítlegt mál.

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

Brugsen | 30. mar. '08, kl: 21:09:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst þér þessi svör þín hér virkilega vera Byr sparisjóði til framdráttar?

Ég efast um að kynningar- eða markaðsstjóri fyrirtækisins yrði því sammála.

Táldís | 30. mar. '08, kl: 21:10:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að stjórnendur bankans vaði nú ekkert í vitinu ef það að reka konurnar með lengstu starfsreynsluna á að vera partur í betri ímynd bankans.

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

SmartgerðurGlimmerbrók | 30. mar. '08, kl: 21:11:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sammála þessu

-------------
Light travels faster than sound. This is why some people appear bright until you hear them speak.

SmartgerðurGlimmerbrók | 30. mar. '08, kl: 21:11:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Meira froðusnakk.. einkenni þeirra sem ekki hafa haldbær rök eða hreina samvisku.
Hingað til hefuru ekki svarað neinu vitrænu í þessari umræðu og svo sannarlega eru þessi skrif þín Byr ekki til framdáttar.

-------------
Light travels faster than sound. This is why some people appear bright until you hear them speak.

Táldís | 30. mar. '08, kl: 21:13:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei nei, þær voru bara ekki nógu ferskar fyrir hinu góðu ímynd sem þið eruð að reyna að skapa.
Hélduð þið virkilega að þetta yrði til þess að fólk myndi vilja eiga viðskipti við ykkur?
Ég held það hefði nú verið meira vit í að halda konunum og láta froðusnakk eins og þig gossa.

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

Táldís | 30. mar. '08, kl: 20:56:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þær spurningar sem ég spurði þig eru mjög almennar. Það eina sem þú vilt tjá þig um hérna er hvað þið eruð í rauninni góð.
Ef þið væruð svona "góð" þá gætirðu hæglega svarað spurningunum mínum. Ég var ekki að biðja um neinar trúnaðarupplýsingar heldur almennar upplýsingar.
Ástæðan fyrir því að þú vilt ekki svara þessu er af því að það kemur illa út fyrir ykkur.

Mér fannst þetta lélegt hjá ykkur en eftir að hafa lesið þín svör hérna þá finnst mér þetta skítlélegt hjá ykkur.
Ég get lofað þér því að ég mun aldrei og þá meina ég aldrei stunda viðskipti við ykkur og ég vona að fólk sýni samstöðu gegn svona vinnubrögðum með því að færa viðskipti sín annað.

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

Ozzy | 30. mar. '08, kl: 20:45:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hún er ekki að starfa hjá Byr
þetta er bara einhver að grínast

Táldís | 30. mar. '08, kl: 20:56:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held nú reyndar að ef þetta væri einhver sem væri að grínast þá væri komið svar frá einhverjum tengdum byr.
Ef ekki þá væntanlega kæra þeir viðkomandi.

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

uppalandi | 31. mar. '08, kl: 10:01:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég finn svona Alcan fnik hér eruð þið sammála.

mér finnst líka svo fyndið að vera að tönglast á því að þó búið sé að segja upp þessu starfsfólki séu þið enþá með háa prósentu tölu af fólki á þessum aldri. Blablabla
þetta er fólk þetta eru konur sem þið voruð að segja upp, ekki prósentur bara svo það sé á tæru.....

og ef þú ert eh smá treg þá er munurinn sá að prósentur hafa ekki tilfinningar og þurfa ekki að leita sér að nýrri vinnu en konurnar hafa tilfinningar, þurfa á vinnu og launum að halda og eru á þeim aldri að ekki er mjög auðvelt að fá vinnu. sérstaklega eins og staðan í þjóðfélaginu er í dag.

og hverjir voru það aftur sem ollu þessari stöðu í þjóðfélaginu? hmmm hverjir eru að græða 155 milljarða á gengisfalli krónunnar?

Ozzy | 30. mar. '08, kl: 21:13:07 | Svara | Er.is | 0

ég spurði hana að einu í skíló
hún er ekki búin að svara en ef hún svarar þessari spurningu rétt
er hún sú sem hún segist vera

læt ykkur vita

Táldís | 30. mar. '08, kl: 21:14:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bíð spennt.

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

Ozzy | 30. mar. '08, kl: 21:15:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

me to
hún svarar mér í skiló en ekki þessari spurningu
þetta er persónuleg spurning
ef hún vinnur hjá Byr á hún að geta sagt að
þar sem ég vann þarna í mörg ár

SmartgerðurGlimmerbrók | 30. mar. '08, kl: 21:16:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

láttu mig vita, ég vil líka alveg endilega vita þetta

-------------
Light travels faster than sound. This is why some people appear bright until you hear them speak.

Ozzy | 30. mar. '08, kl: 21:17:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


hún sendir mér starfsmannalista af netinu
get náð í hann sjálf
plús þekki alla þarna

einn er með séreinkenni og hún á að getað svarað því

SmartgerðurGlimmerbrók | 30. mar. '08, kl: 21:18:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nkl þetta verður fróðlegt

-------------
Light travels faster than sound. This is why some people appear bright until you hear them speak.

Táldís | 30. mar. '08, kl: 21:17:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert amk heppin að hafa skipt um vinnustað fyrir fimmtugt :)

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

Ozzy | 30. mar. '08, kl: 21:19:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

LOL

allavega svarar hún ekki

Baybee | 31. mar. '08, kl: 18:04:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er allavega kona með þessu nafni að vinna þarna. En mér finnst þetta mjög óprofessional....þó hún sé að svara hérna í þökk yfirmanna, mér finnst það bara segja þá margt um hvernig fólk þetta er sem er þarna í stjórnunarstöðum...

*¤*`·.¸¸.*¤*`·.¸¸.*¤*`·.¸¸.*¤*

Dont judge a book by its cover
Look inside, you will discover
With Baybee eyes and a childish look
She gets you locked with a hook!
__________________________________
ER-Skirteinið mitt:
[IMG] http://i37.tinypic.com/5cj29i.jpg[/IMG]

Ozzy | 30. mar. '08, kl: 21:23:31 | Svara | Er.is | 0

hún er að bulla
gat ekki svarað rétt:)

hvet ykkur að skipta um banka og fara yfir í spron
fallegt fólk sem kann sig þar

SmartgerðurGlimmerbrók | 30. mar. '08, kl: 21:26:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk, enda voru þessi svör hennar út í hróa

-------------
Light travels faster than sound. This is why some people appear bright until you hear them speak.

Ozzy | 30. mar. '08, kl: 21:27:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hún er svo mikið að vanda sig að leita af réttum orðum
ínt bull og náði mér
en þar sem ég vann hjá Byr var ég með efasemdir

Ozzy | 30. mar. '08, kl: 21:28:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er kaupingstarfsmaður

Ozzy | 30. mar. '08, kl: 21:28:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kaupþings

SmartgerðurGlimmerbrók | 30. mar. '08, kl: 21:29:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vá ruglið

-------------
Light travels faster than sound. This is why some people appear bright until you hear them speak.

Krabbadís | 30. mar. '08, kl: 21:29:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það hafa nú aldeilis verið uppsagnirnar þar...hjá Kaupþingi þeas.

Ozzy | 30. mar. '08, kl: 21:30:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Spron hefur verið að taka við glitnisstarfsmönnum veit ég

Ozzy | 30. mar. '08, kl: 21:34:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kaupþing hefur ekki verið að fastráða neinn

en þetta hef ég frá öðrum

jolamus | 30. mar. '08, kl: 21:42:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er hægt að fá nákvæmari upplýsingar um aldur kvennanna? Ég er búin að skoða starfsmannalistann og þær sem ég þekki og vantar á listann eru allar á aldrinum 58-62 ára. Svo það væri gaman að fá nákvæmari aldursskiptingu.

Ozzy | 30. mar. '08, kl: 21:44:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sendu mér skiló

jolamus | 30. mar. '08, kl: 21:49:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er soddan kerling hvernig sendi ég skilaboð?

Ozzy | 30. mar. '08, kl: 21:50:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég skal senda

Ozzy | 30. mar. '08, kl: 21:52:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sérðu þau?

jolamus | 30. mar. '08, kl: 21:54:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei eiga þau ekki að koma í skilaboðin uppi fyrir neðan þar sem stendur spjall?

jolamus | 30. mar. '08, kl: 21:55:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Okei komið!!

Medister | 30. mar. '08, kl: 21:59:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vinkona mín fékk nú vinnu þar fyrir c.a 3 vikum.

Ozzy | 30. mar. '08, kl: 22:00:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


´enda ódýr starfsmaður
henda dýrum út
og fá ódýra inn

Medister | 30. mar. '08, kl: 22:55:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha? Hvað veist þú um hvað hún er með í laun? Eða hver hún er yfirleitt?

Medister | 30. mar. '08, kl: 23:09:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

???

Medister | 31. mar. '08, kl: 09:03:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ozzy? Halló??

Táldís | 30. mar. '08, kl: 21:53:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig veistu?

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

Ozzy | 30. mar. '08, kl: 21:54:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ha?

nei bara getgátur
svona grín

skosona | 30. mar. '08, kl: 21:44:48 | Svara | Er.is | 0

Engar af þessum konum sem fengu starfslokasamning báðu um starfslokasamning. Það veit ég fyrir víst og er búin að kynna mér þetta þónokkuð.

Þessar 14 konur voru reknar.
Starfslokasamningur er nýyrði um þegar fólk er rekið samanber ályktun eftir dóm (sem var 1997)sem SA túlkaði að uppsagnir skyldu kallast starfslokasamningar.

Engar af þessum 14 fengu flutting í annað starf innan Byrs, þær voru einfaldlega reknar.

Á sama tíma voru 35 nýráðningar. Sumar af þessum konum sem voru reknar þjálfuði yngri konurnar til að geta unnið þeirra störf. Og voru síðan reknar þegar þær voru orðnar vinnufærar.


Táldís | 30. mar. '08, kl: 21:55:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

smart
Ég skil starfsloka samning reyndar þannig sem gagnkvæmar skyldur við starfsfólk. Basically ég borga þér t.d. laun án þess að þú vinnur út uppsagnartímann eða borga þér mánuð aukalega og þú heldur kjafti um það af hverju þú ert látinn fara.

Hef aldrei heyrt talað um þennan dóm sem þú ert að vitna í.

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

Antaros | 30. mar. '08, kl: 23:30:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jamm
komdu nú "mannauðsstjóri" og réttlættu þetta

Steina67 | 30. mar. '08, kl: 22:04:27 | Svara | Er.is | 0

Stofna banka með þessum kerlingum. Mótmælum þessari þróun.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

jolamus | 30. mar. '08, kl: 22:08:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sæki hér með formlega um vinnu!!

Táldís | 30. mar. '08, kl: 22:41:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eða segjum upp viðskiptum við bankann og gefum þetta upp sem ástæðu.
Held að það sé eina leiðin til að hafa einhver áhrif á svona fólk.

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

Amor Amor | 30. mar. '08, kl: 23:46:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef það er satt að það sé verið að veita þessum konum starfslokasamninga sem eru ríkulegri en almennar uppsagnargreiðslur gegn því að konurnar tjái sig ekki opinberlega um ástæður starfsloka sinna þá er um hreinar mútur að ræða.

Táldís | 31. mar. '08, kl: 07:41:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég meina það segir sig sjálft að fæstir hafa efni á að neita launum í kannski 6 mánuði þegar þeir eru reknir.
Byr græðir þar sem það kæmi mjög illa við þá ef þessar konur hefði mætt í viðtöl og sagt hvernig farið var með þær í raun og veru.
Klausurnar sem eru í svona samningum eru mjög skotheldar, þ.e. það er girt fyrir að þú getir svo mikið sem hóstað um fyrirtækið eftir að þú ert búin að skrifa undir.

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

uppalandi | 31. mar. '08, kl: 10:26:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já já svona gerir Alcan þetta líka.

Krabbadís | 30. mar. '08, kl: 23:32:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehe

hljóðkútur | 31. mar. '08, kl: 09:36:32 | Svara | Er.is | 0

Já mér finnst skrýtið að það sé verið að segja upp svona reyndum starfsmönnum, en þeir "nýrri" fá að vera

------------

****

Táldís | 31. mar. '08, kl: 11:00:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er skítlegt.
Og að gera þetta í þeirri von um að bæta ímynd bankans er auðvitað hámark heimskunnar.

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 10:33 23.4.2024 | 13:54
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024 | 19:07
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 | 18:25 22.4.2024 | 20:02
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024 | 03:03
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024 | 13:39
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 | 03:24 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 | 16:19 19.4.2024 | 16:11
New York Ròs 18.4.2024 | 09:19 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024 | 03:42
packers and movers rehousingindia 17.4.2024 | 06:31
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 | 03:27 17.4.2024 | 21:20
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 | 09:44 13.4.2024 | 23:39
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 | 16:08 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 | 15:20 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 | 13:20
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 | 07:24 13.4.2024 | 07:34
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024 | 19:03
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 | 20:22 11.4.2024 | 09:19
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 | 17:20 8.4.2024 | 07:56
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024 | 00:15
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 | 14:42 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 | 14:41 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 | 14:40 5.4.2024 | 19:37
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024 | 01:15
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 | 09:15 5.4.2024 | 14:33
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 | 07:49 4.4.2024 | 14:48
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024 | 15:53
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 | 21:55 1.4.2024 | 20:57
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 | 12:56 5.4.2024 | 21:33
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024 | 23:21
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 | 14:32 28.3.2024 | 09:52
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 | 13:03 28.3.2024 | 10:44
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 | 11:49 1.4.2024 | 18:50
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 | 11:09 1.4.2024 | 21:02
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024 | 10:47
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 | 12:40 29.3.2024 | 16:52
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 | 13:23 27.3.2024 | 18:01
Berlín Ròs 25.3.2024 | 08:25
Tinder olla2 23.3.2024 | 14:52 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024 | 18:39
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 | 21:43 22.3.2024 | 03:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024 | 17:22
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 | 16:27 22.4.2024 | 09:36
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 | 16:37 24.3.2024 | 20:53
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024 | 16:21
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 | 13:29 11.3.2024 | 19:57
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 | 19:42
Facebook 12strengja 5.3.2024 | 15:55 7.3.2024 | 03:34
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 | 12:32 17.3.2024 | 23:24
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 | 14:18 28.3.2024 | 10:20
Síða 1 af 47832 síðum
 

Umræðustjórar: paulobrien, Hr Tölva, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, tinnzy123, annarut123