Stuttur brúðarkjóll

brudur10 | 29. jún. '09, kl: 09:29:17 | 2224 | Svara | Er.is | 0
Stuttur/síður (í þessu tilviki)
Niðurstöður
 Stuttur 159
 Síður 32
Samtals atkvæði 191
 

Ég er að fara að gifta mig í lok árs og er ekki enn alveg búin að gera upp við mig í hvernig kjól ég vil vera. Málið er að ég ætlaði að vera í kjólnum sem mamma var í þegar hún og pabbi giftu sig en hann er of stór. Þetta hefur verið draumurinn minn síðan ég var lítil því að mamma lést þegar ég var 10 ára og því er þetta mér dálítið issue. Ég er búin að fara með hann hingað og þangað til að reyna að fá hann þrengdan á mig en það hafa allir sagt að það muni aldre koma vel út og það er reyndar alveg rétt en samt svo sárt að hugsa til þess að kjóllinn, skórnir og slörið er nánast það eina sem pabbi hefur aldrei viljað láta frá sér. Þanngi að nú er ég að spá hvort að ég eigi ekki bara að vera í skónum (sem eru MJÖG fallegir og fínir) en þá er vandamálið að þeir sjást ekki ef ég er í síðum kjól. ég nefndi þetta við systir mína og mágkonu og þeim fannst ekki fallegt að gifta sig í hálfsíðum kjól. Tengdamömmu aftur á móti finnst það mjög fallegt og sérstaklega þar sem að ég er svo ung (að verða 20 ára) að þá finnst henni ég vera heldur konuleg í gólfsíðum kjól. Ég er alveg sammaá því þegar að ég hugsa út í það að þá finnst mér bara svolítið stelpulegt og töff að vera í stuttum kjól og svo skónum hennar mömmu sem eru gylltir.
Ég fann þessa tvo kjóla á ebay,
http://cgi.ebay.com/Wedding-Dress-Bridal-bridesmaid-Gown-prom-Evening-Dress_W0QQitemZ160340033810QQcmdZViewItemQQptZUS_CSA_WC_Dresses?hash=item255502c112&_trksid=p3286.c0.m14&_trkparms=65%3A12%7C66%3A2%7C39%3A1%7C72%3A1205%7C240%3A1318%7C301%3A1%7C293%3A1%7C294%3A50
http://cgi.ebay.com/8441-Sweet-Wedding-Dress-Bridal-Gown-Vestido-de-Boda_W0QQitemZ320390256616QQcmdZViewItemQQptZUS_CSA_WC_Dresses?hash=item4a98bf57e8&_trksid=p3286.c0.m14&_trkparms=65%3A12%7C66%3A2%7C39%3A1%7C72%3A1205%7C240%3A1318%7C301%3A0%7C293%3A2%7C294%3A50
hvernig finnst ykkur þeir og finnst ykkur asnalegt að gifta sig ekki í hvítum síðkjól?

 

Að vera | 29. jún. '09, kl: 09:31:39 | Svara | Er.is | 6

Ég segi stuttur kjóll. Þig langar það, þetta er þinn dagur og þú átt að vera eins og þig langar til :)

Doritomax | 29. jún. '09, kl: 17:11:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nnnnnnááááákvvæmmlega!!
þinn dagur.. ykkar brúðkaup... do it !!

*******
Gaut í ágúst, á lítið stelpuskott :)

Swarovski | 29. jún. '09, kl: 09:31:49 | Svara | Er.is | 0

Hvaða allir hafa sagt við þig að það komi ekki vel út að þrengja kjólinn? saumkonur eða? ég hefði haldið að það ætti ekki að vera svo mikið mál, í versta falli að breyta honum þá bara svo hann passi

Lilith | 29. jún. '09, kl: 09:32:15 | Svara | Er.is | 0

Gerir bara algjörlega það sem þú vilt. Sjálf myndi ég velja skósíðan, en get alveg ímyndað mér að stuttur geti komið skemmtilega út. Mamma gifti sig nú í ministuttum kjól sko, algjör skvísa :P

Blah!

DarkAngel | 29. jún. '09, kl: 09:33:44 | Svara | Er.is | 0

mér fynnst báðir þessir kjólar alveg ofboðslega fallegir

-----------------------------------------------------------
Lífið er jafn langt hvort sem hlegið er eða grátið

boogiemama | 29. jún. '09, kl: 09:33:50 | Svara | Er.is | 0

Vá, þessir eru mjög flottir :) Ég er löngu búin að ákveða að vera í styttri kjól ef ég gifti mig einhvern tímann.

Grjona | 29. jún. '09, kl: 09:34:24 | Svara | Er.is | 0

Það er ekki asnalegt að gifta sig ekki í hvítum síðkjól enda gerði ég það ekki. Þessir kjólar eru báðir töff.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

hurðahúnn | 29. jún. '09, kl: 09:35:18 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst þessi fyrri alveg æði:) Stuttur, ekki spurning:) Þekki eina sem gifti sig í svona stuttum og mér fannst hún svo falleg í honum.....

komaso | 29. jún. '09, kl: 09:35:35 | Svara | Er.is | 0

mér finnst þú ættir að gifta þig í því sem þú villt
svo er kannski ekki vitlaust að skella inn myndum af kjólnum hennar mömmu þinnar það er fullt af mjög klárum saumakonum hér sem kannski sjá lausn sem hinir sem þú hefur farið til hafa ekki séð :)

35v
________________________________________________

skrimslamamma | 29. jún. '09, kl: 09:37:03 | Svara | Er.is | 0

Þinn dagur - þá veluru það sem heillar þig mest :) Mér finnst neðri kjóllinn æðislegur :D

* ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥*

þreytta | 29. jún. '09, kl: 09:41:59 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst þessir kjólar sem þú sendir inn link á vera mjög fallegir! Mér finnst stuttir brúaðarkjólar alls ekkert síðri heldur en síðir. Verð líka að vera sammála tengdamömmu þinni um að fyrst þú ert svona ung þá finnst mér stuttur kjóll passa enn betur.

Farðu á brúðakjólaleigur og fáðu að prófa stutta brúðakjóla með skónum, þá sérðu kannski sjálf betur hvað þér finnst.

dísbjörg | 29. jún. '09, kl: 17:52:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er svo sammála þér að ég nenni ekki að búa til nýtt svar..

KennyRogers | 29. jún. '09, kl: 09:48:16 | Svara | Er.is | 0

Finnst styttri kjólarnir alveg geggjaðir. Ef kjóllinn sem mamma þín gifti sig í er of stór og erfitt að fá hann til að passa að þá er ekkert sem þú getur gert í því. Fyndist frábært að vera þá í skónum og styttri kjól.

_______________________
Hi , I'm Kenny Rogers !

pink martini | 29. jún. '09, kl: 09:58:51 | Svara | Er.is | 0

rosalega flottir kjólar! Gerðu það sem þú vilt!!

Hullacallas | 29. jún. '09, kl: 10:07:41 | Svara | Er.is | 0

Þinn dagur! Þú gerir það sem þú villt! Og mamma þín verðu hjá þér allan tíman :) En ég fíla stutta brúðarkjóla. Ætla að vera í slíkum þegar ég gifti mig í kirkju því ég er aldrei í neinu skósíðu.

Þetta er þinn dagur, þitt líf og þinn kjóll!

En verð að segja að sá seinni er svo fallegur að ég á ekki aukatekið orð! Gangi þér vel með þetta skvísa!

Fallega prinsessan mín. Fædd 3. nóvember 2008.

** Ný mynd af skvísunni **
http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc3/hs527.snc3/29986_400589721099_534461099_4080431_4110777_n.jpg

Ulfsauga | 29. jún. '09, kl: 10:11:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst stuttir brúðarkjólar æðislegir!
Og sniðugt líka út af skónum!

Hér eru nokkrir flottir, mér finnst td. blöðrukjóllinn æðislegur:

http://images.teamsugar.com/files/users/0/3987/16_2007/short.jpg

Þessi er líka sniðugur og geggjað flottur , skáskorinn :

http://www.bridalwave.tv/YayNay30Jan.JPG

Og þetta snið er ótrúlega sniðugt líka, en ég myndi sleppa púffermunum ;):

http://www.partypop.com/Forums/images/130076.jpg

Vernita Green | 29. jún. '09, kl: 14:57:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst þessi neðsti jafnast á við hryðjuverk- með eða án púfferma.

Grjona | 29. jún. '09, kl: 17:56:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er eiginlega sammála.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Vernita Green | 29. jún. '09, kl: 19:55:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað.

Grjona | 29. jún. '09, kl: 20:05:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fliss

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Tanja | 29. jún. '09, kl: 18:16:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er eins og sængin mín hafi verið saumuð saman þarna.

_________________________

Vernita Green | 29. jún. '09, kl: 19:55:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha

MUX | 29. jún. '09, kl: 10:11:12 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst stuttur æði og var sjálf að velta því fyrir mér, en féll svo fyrir einum síðum.

En ef kjóllinn sem er af mömmu þinn er of stór og ekki hægt að þrengja hann, er ekki hægt að nota hann og sauma upp úr honum kjól á þig?

because I'm worth it

TKG | 29. jún. '09, kl: 10:17:56 | Svara | Er.is | 0

veitu ég verð að segja að mér finnst báðir kjólarnir sem þú fannst á Ebay sjúklega fallegir.. og mér finnst að þú ættir að fara í það sem ÞIG langar að vera í, Þetta er þinn dagur og það er ekkert nauðsinlegt að vera í gólfsíðum kjól. sér í lagi þegar þú ert svona ung. Þetta á bara eftir að verða töff, Systir þín og Mágkona hafa sinn smekk og ættu þá að vera í síðum kjólum í sínu brúðkaupi. varstu búin að sína þeim kjólana sem þú ert með þarna?
Kannski voru þær að sjá eitthvað annað fyrir sér (eins og ég gerði áður en ég sá myndirnar)
Gangi þér vel.

Elgur | 29. jún. '09, kl: 10:21:00 | Svara | Er.is | 0

Mér fannst stuttur brúðarkjóll hljóma frekar illa þangað til ég sá þessar myndir. Þessir eru gullfallegir báðir og sérstaklega sá efri. Ef þú hefur fallega fætur þá myndi ég segja skelltu þér á það!

emma1234 | 29. jún. '09, kl: 10:23:40 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst þeir báðir æði. Ég er að fara að gifta mig e mánuð og ég lét sauma á mig stuttan sem ég er ótrúlega ánægð með. Hann er stelpulegur og ótrúlega sumarlegur. Ég fór á leigurnar flestar og þar eru varla til neinir stuttir- þessir kjólar þar eru allir eins- síðir og flegnir.

trilla77 | 29. jún. '09, kl: 10:24:11 | Svara | Er.is | 1

mér finnst seinni kjólinn (sá styttri) ótrúlega fallegur

sassí | 29. jún. '09, kl: 10:43:39 | Svara | Er.is | 0

Ég gifti mig í stuttum kjól núna í febrúar s.l. og það kom öllum á óvart þar sem hann var líka gylltur en ekki hvítur

en mikið er ég fegin að hafa gert það því ég vildi gifta mig í svona kjól og það virtu það allir í kringum mig... mamma var með mér þegar ég valdi hann og nánast táraðist þegar ég mátaði hann

_____________________________
Tveggja barna stolt móðir :-)

babyborn og fl | 29. jún. '09, kl: 10:55:30 | Svara | Er.is | 0

Átu ekki mynd af kjól mömmu þinnar? Mér finnst skrýtð ef alvöru saumakonur ráði ekki við breytingar nema kjóllinn sé þá kannski 10 númerum of stór.

-------------------------------------------------------------

Ulfsauga | 29. jún. '09, kl: 11:10:17 | Svara | Er.is | 0

Saumakonurnar í Faxafeni (keyrir upp á plan) man ekki hvað þær heita.. eru SNILLINGAR og geta allt!! Þær hafa breytt ótrúlegustu flíkum hjá mér, meira að segja þrengt lopapeysu!
Tékkaðu á þeim :). (vonandi veit einhver hvað stofan þeirra heitir)

GeorgJensen | 29. jún. '09, kl: 14:33:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alveg sammála..þær eru frábærar..í raun alveg ótrúlegar.

Heita Saumastofan - Fákafeni 9 - 108 Reykjavík Sími: 581 1415

Hljómaði vel sem að einhver talaði um - ef það er ekki hægt að breyta kjólnum.. er þá kannski hægt að sauma úr honum?? Þinn kjóll úr hennar kjól.. finnst að fallegt.

----------------------------------------------------------------------------
Sjúddírallirei

Þönderkats | 29. jún. '09, kl: 13:49:06 | Svara | Er.is | 2

Ég fíla ekki gólfsíða kjóla og ætla ekki að gifta mig í slíkum.

Mirella | 29. jún. '09, kl: 13:52:08 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst þessir báðir æðislegir! Vertu bara í kjól sem þú vilt vera í, ekki spá í hvað öðrum finnst, þetta er þinn dagur!!

þegar hann
þegar hann | 29. jún. '09, kl: 13:58:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

finnst þessi styttri þó aðeins fallegri :)

Anímóna | 29. jún. '09, kl: 13:58:20 | Svara | Er.is | 0

þetta eru ótrúlega fallegir kjólar, myndi hiklaust velja stuttan kjól :)

ég er íka búin að finna kjól sem mig langar að gifta mig í sem er ennþá styttri og gylltur, ætla ekki að láta neinn segja mér í hvernig kjól ég ætti að vera... þ.e.a.s. ef ég gifti mig í bráð

sófaklessa | 29. jún. '09, kl: 14:41:17 | Svara | Er.is | 0

Seinni kjóllin er geggjaður. Gerðu bara það sem þú vilt annars væri ég nú til í að fá að sjá mynd af kjólnum hennar mömmu þinnar.

parís666 | 29. jún. '09, kl: 14:58:34 | Svara | Er.is | 0

mér finnst báðir kjólarnir mjög flottir...allt í lagi að hafa hann stuttan og bara flott að sjá skóna frá mömmu þinni

getur ekki notað slörið líka???

sophie | 29. jún. '09, kl: 15:00:53 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst þessi síðari alveg geggjaður og frábær brúðarkjóll. Mér finnst þetta líka bara góð hugmynd hjá þér. Gangi þér vel.

Halliwell | 29. jún. '09, kl: 17:05:03 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst þessi tveir, sérstaklega þessi seinni, alveg geðveikt flottir!

Hundastelpan | 29. jún. '09, kl: 17:08:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég merkti við "síður" og taldi stuttan vera fyrir ofan hné, en þessir kjólar á myndunum eru rosa flottir.

Hush Puppies | 29. jún. '09, kl: 17:14:09 | Svara | Er.is | 0

Eins og margar hérna hafa sagt þá er þetta þinn dagur og þú hefur hann eftir því sem þú vilt.
Mér finnst báðir kjólarnir sem þú linkaðir á mjög fallegir, sérstaklega sá efri.
Skil þig mjög vel að vilja vera í einhverju frá mömmu þinni og finnst það góð lausn að vera í stuttum kjól og skónum hennar.

Ploverly | 29. jún. '09, kl: 17:15:34 | Svara | Er.is | 0

æðislegir kjólar!

*********

anitapanita | 29. jún. '09, kl: 17:20:35 | Svara | Er.is | 0

Mér fynnst seinni kjóllin geðveikt flottur! Ég segi stuttur!:)

♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥
.::Aníta::.
♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥

bruneygd | 29. jún. '09, kl: 17:25:05 | Svara | Er.is | 0

vá hvað þeir eru flottir!!! ég hef aðeins verðið að skoða mér svona kjóla (þó að það sé ekki búið að festa daginn, en það má láta sig dreyma) og ég hef einmitt séð svona stutta kjóla sem mig langar til að vera í!

malukita | 29. jún. '09, kl: 18:10:58 | Svara | Er.is | 0

þessir kjólar eru geðveikt flottir báðir tveir =)

Nornaveisla | 29. jún. '09, kl: 18:52:09 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst fyrri kjóllinn mun flottari en mér finnst hann líka geðveikt flottur! Alveg hreint æðislegur :D

Hiklaust velja sér stuttan kjól í þessu tilfelli! Sérstaklega ef skórnir passa á þig og við hann :)

stjanan | 29. jún. '09, kl: 18:56:42 | Svara | Er.is | 0

Vertu bara alveg einsog þú villt. Ég var í síðum kjól en ekki með slóða því mér fannst það fallegt á mér, vinkona mín var í rosa stuttum kjól þegar hún gifti sog og það fór henni ÆÐISLEGA:) Hún var svo falleg í honum, ég hefði aldrei trúað því að stuttur kjóll gæti virkað.

Go for it:D og til hamingju með ákvörðunina:)

EmmaOfugsnuna | 29. jún. '09, kl: 19:35:46 | Svara | Er.is | 0

Eg gifti mig i fyrra og akvad thad med viku fyrirvara! Eg var i stuttum tigerkjol ur OASIS sem mer fannst ogedslega flottur!

Thannig ad eg segi - veldu thad sem ther finnst fallegast ekki odrum ;)

________________________________________________________________________________________________
Viltu panta föt frá versluninni H&M ?

http://www.facebook.com/pages/Verslun-Emmu-%C3%96fugsn%C3%BAnu-St%C3%B3rasta-verslun-%C3%AD-heimi-/132515380100899

jobba | 29. jún. '09, kl: 19:39:25 | Svara | Er.is | 0

Geðveikir kjólar!

heilsutvenna | 29. jún. '09, kl: 19:39:34 | Svara | Er.is | 0

ég get ekki valið :)

bridezilla | 29. jún. '09, kl: 19:54:22 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst ekkert að því að vera í styttri kjól og finnst einmitt þessir báðir alveg æðislegir.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Síða 1 af 47857 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, Guddie, paulobrien