önnur boring gallsteina umræða

Helgust | 29. maí '11, kl: 22:35:26 | 772 | Svara | Er.is | 0

Ég fékk gallsteinakast í gær, gerði boring umræðu um það áðan og nú verð ég að gera aðra.
Stuttu eftir að ég kíkti hingað inn fékk ég annað kast sem var margfalt verra. Ég lá án gríns í gólfinu og öskraði og grét til skiptis og nágranna kona mín hringdi á sjúkrabíl. Ég kastaði upp, var komin með verki upp í öxl og dofin handlegg og stóð varla í fæturna þegar sjúkraflutningamennirnir komu.
Stuttu síðar gekk kasti yfir, og ég var orðin nokkuð góð uppi á spítala. Þetta er þriðja kastið á 3 vikum ca og það var hringt í skurðlækni í dag sem vill hitta mig í hádeginu á morgun og ómskoða mig og ég á allt eins von á að fara í aðgerð.

Nú spyr ég, hvað tekur þetta langan tíma frá því ég er svæfð og þar til allt er um garð gengið? Ég er með barn á brjósti og vil gera ráðstafanir. Er líklegt að maður fái að fara heim samdægurs? Hver eru eftirköstin af svona aðgerð? Er maður lengi að jafna sig?
Megið endilega segja mér allt sem ykkur dettur í hug, er í útlöndum svo tungumálaörðugleikar hindra það stundum að ég geti spurt eins og ég vil...

Takk :*

 

sumarsæla | 29. maí '11, kl: 22:40:51 | Svara | Er.is | 0

minnir að ég hafi farið heim samdægurs...bara gerð lítil göt á magann og þetta tekur ekki langan tíma

Dreifbýlistúttan | 29. maí '11, kl: 22:45:22 | Svara | Er.is | 0

Æi greyið mitt:( Bróðir minn fékk svona kast í fyrra og ég fékk einmitt lýsingar á því hvernig hann engdist um af kvölum:/ Hann þurfti reyndar ekki í aðgerð en vonandi ferðu bara í aðgerð og ert þá laus við þetta. Veit ekkert meira um þetta en óska þér alls hins besta og vonandi tekur þetta allt fljótt af:)
Knús

Helgust | 29. maí '11, kl: 22:48:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk :) Það er ekki séns að ég nenni svona köstum aftur, ég hugsa að ég neiti að fara þarna út með gallblöðruna með mér!

u k | 29. maí '11, kl: 23:04:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það getur samt gerst að maður fái köst þrátt fyrir að búið sé að fjarlægja blöðruna. Það gerist mjög sjaldan en getur þó gerst. Mamma mín lét taka blöðruna fyrir um 25 árum, en er síðan þá búin að fá köst örugglega um 15-20 sinnum, þar af hefur hún lent á spítala 10-15 sinnum og hefur eiginlega alltaf farið í aðgerð til að hreinsa út steina. Læknarnir hennar segja að það að taka blöðruna minnki líkur á kasti, en að það gerist einstaklega sjaldan að fólk fái köst svona oft eins og hún eftir að blaðran hefur verið tekin.

Vil ekki hræða þig, en það er gott að vita af þessu samt.

------------------------------------------------------------------------
Komdu og vertu með í brennó!
https://www.facebook.com/groups/innibrennohopur/

Helgust | 29. maí '11, kl: 23:10:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ef blaðran er farin, hvar myndast steinarnir þá? Eru einhver ráð við svona?
Ég finn til með henni, almáttugur!

u k | 29. maí '11, kl: 23:33:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef ég hef skilið þetta rétt þá geta þeir myndast í gallgöngunum. En þetta er MJÖG sjaldgæft, og enn sjaldgæfara að þetta gerist oftar en einu sinni og hvað þá 15-20 sinnum. Mamma mín er MJÖG óheppin með þetta því miður og það er mikið búið að skoða hana og reyna ýmislegt til að koma í veg fyrir þetta, en ekkert hefur virkað. Þótt þetta sé yfirleitt ekki hættulegt þá hefur hún 1-2 sinnum verið komin með blóðeitrun og nokkrum sinnum fengið gulu af því að þetta var allt stíflað þarna. Hún hefur líka passað mataræðið og prófað allt sem hægt er í þeim málum, en þar sem ekkert virðist virka þá reynir hún bara að passa vel að láta kíkja á sig við minnstu einkenni.

Svo er það versta að svona gallvesen er mjög ættgengt þannig ég þarf að vera vel vakandi yfir þessu og hef nú þegar farið einu sinni í rannsókn til að athuga hvort væru nokkuð gallsteinar.. sem betur fer voru ekki neinir steinar þá.

En gangi þér vel með þetta, mér skilst að þetta séu ekki mjög stórar aðgerðir þannig þú ættir ekkert að hafa áhyggjur.

------------------------------------------------------------------------
Komdu og vertu með í brennó!
https://www.facebook.com/groups/innibrennohopur/

Elgur | 29. maí '11, kl: 22:46:21 | Svara | Er.is | 0

Ég fór í aðgerðina um 22 að kvöldi og heim í hádeginu daginn eftir. Tók verkjalyf þann dag og svo ekkert þann næsta og það var ekki mikill sársauki. Ég var líka með lítið barn á brjósti og þess vegna vildi ég taka eins lítil lyf og ég gat. Ég var ótrúlega fljót að jafna mig og þetta var alls ekki jafn mikið mál og ég hélt. Ég fann eiginlega mest til í öxlunum þegar loftið var að fara(ég kann ekki alveg að útskýra það, læknirinn dælir í mann lofti svipað og þegar konur fara í speglun á eggjastokkum).
Skurðirnir voru pínulitlir og þetta sést varla núna og ég er mjög fegin að vera laus við gallblöðruna og fá aldrei aftur kast.

Gangi þér vel:)

Helgust | 29. maí '11, kl: 22:49:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er eiginlega hræddust við loftið í öxlunum, fékk svoleiðis eftir keisarann hjá báðum börnunum og það var viðbjóðslegt... var send heim með morfín í dag og neyddist til að taka það og leið ferlega illa yfir því barnsins vegna þó svo að það eigi að vera í lagi :/
Hvar eru skurðirnir?

Halakartan | 29. maí '11, kl: 22:58:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hjá mér er einn ofarlega á maganum fyrir miðju, einn er í naflanum, einn svona sirka á miðjum maganum á hægri hliðinni (séð frá mér) og einn aðeins neðar en hann.

„Ég skil ekki hvernig það sé skárra að setja horklessuna út í andrúmsloftið þar sem hún þornar og það fara að svífa úr henni bakteríur en að draga vibbann lengra upp í nef þaðan sem hún kom.“
-Abbalabbalú

Elgur | 29. maí '11, kl: 22:59:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einn fyrir neðan naflann, einn fyrir neðan mitt bringubein og tveir pínulitlir á hægri hliðinni.

Ég var með barnið hjá mér á sjúkrahúsinu þar til ég var svæfð, svo gaf ég honum kvöldið eftir þegar var búið að gefa mér grænt ljós á það. Þannig að þetta var bara einn dagur sem hann fékk þurrmjólk. Þær á sjúkrahúsinu lánuðu mér mjaltavél og þetta hafði engin áhrif á brjóstagjöfina.

Helgust | 29. maí '11, kl: 23:01:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gott að heyra :)
Mig langar hinsvegar ekkert í fleiri ör! Eru þetta stór ör?
Finnst ég farin að safna ansi mörgum hehe...

Elgur | 29. maí '11, kl: 23:05:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alls ekki stór, ca 2cm (naflinn), 1 cm (efsta) og 1/2 cm (þessi tvö á hliðinni).

fornahvamms Herkúles | 29. maí '11, kl: 22:47:45 | Svara | Er.is | 0

lAttu karlinn koma með barnið strax á spítalann. Fáðu einka herbrgi þannig að þú getur haldið áfram með brjóstagjöfina. Fáðu lyf sem þú mátt gefa brjóst með

Helgust | 29. maí '11, kl: 22:52:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var að spá í að reyna gefa bara rétt fyrir svæfingu og hún fengi kannski eina ábót á meðan ég er að vakna og jafna mig og gæti svo tekið brjóst eftir það?
Brjóstagjöfin gengur súper vel hjá mér núna og er pínu heilög fyrir mér... gekk svo illa síðast :/ Vil helst ekki taka óþarfa áhættur með hana, enda dóttir mín bara 7 vikna.
Það er vonandi tekið tillit til þess, ég var annars send heim með morfínskyld lyf sem má taka og fékk voltaren sprautu í gær og lyf heim.
Vil bara losna vð þennan blöðrufjanda og þá þarf ég ekki að spá í þetta...

fornahvamms Herkúles | 29. maí '11, kl: 22:54:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það getur vel verið að þú þurfir að eiga ábót út af lyfnunum eftir svæfinguna. Segðu bara við þau að þú ætlir ekki að skemma brjóstagjöfina. Ef það verður eitthvað múður talar þú við næsta! Þau EIGA að leyfa þér að vera með stelpuna þarna.

Helgust | 29. maí '11, kl: 22:58:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jamm mér finnst það. Ég lenti í smá stappi við starfsmenn þarna í sængurlegunni. Ætli ég hafi ekki manninn minn með mér allan tímann svo við getum stjórnað þessu sjálf.
Get þá gert ráð fyrir 2 gjöfum kannski, hún hefur 2x þurft að fá pela hjá pabba sínum og það var vegna gallsteinakasta í bæði skiptin en það gekk svosem ágætlega. Hún var ekkert sátt en lét sig hafa það og var svo alsæl þegar hún fékk brjóstið :)

sumarsæla | 29. maí '11, kl: 23:16:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég fór í aðgerð þegar ég var með barn á brjósti (4 mánaða) gaf henni að drekka fyrir aðgerð sem var kl10 og hún mátti ekki fá að drekka hjá mér fyrr en kl 16 - var reyndar frekar löng aðgerð - fékk bara ábót þarna á milli gekk bara vel og hafði engin áhrif á brjóstagjöfina

Helgust | 29. maí '11, kl: 23:18:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Frábært að fá svona svör :) Takk!

fallegazta | 29. maí '11, kl: 22:55:59 | Svara | Er.is | 0

Ég var inniliggjandi í 4 daga eftir gallblöðrutökuna mína 2004 en svo fór ég í þindarslits aðgerð núna í mars sem að ég átti bara að ligggja yfir 1 nótt...mesta lagi 2 en ég endaði með að þurfa að vera i 9 nætur.

Ég leigði mér svona mjaltarvél sem að ég notaði til að halda mjólkinni en svo eftir 5 daga þá kom skottan til mín á hverjum degi til að fá sopa.

Þú skalt líka hafa það í huga eftir að þú kemur heim ef að þú þarft á verkjalyfjum að halda að athuga hvort að það megi gefa brjóst með þau.

Ég held að það sé mjög misjafnt á milli einstaklinga hvað aðgerðin sjálf taki langan tíma og líka hvernig svæfingin fer í fólk en ef að allt gengur vel þá er fólk yfirleitt farið heim samdægur eða dagin eftir.

Helgust | 29. maí '11, kl: 23:00:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

4 daga! Vá, ég hef ekki einu sinni tíma í svoleiðis :/
Annars hugsa ég að ég verði bara áfram með þau lyf sem ég fékk heim, voltaren og þessa morfín afleiðu sem ég man ekkert hvað heitir. Það á að vera í lagi að gefa brjóst, amk gerði ég það og reyndi að ýta samviskubitinu til hliðar. Skárra að gera þetta svona en láta hana fá þurrmjólkina.

fallegazta | 29. maí '11, kl: 23:10:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sum morfínskyld lyf eru ok með brjóstagjöf og ég er ekki að reyna að hræða þig neitt og skil alveg að þú viljir ekki að þetta taki of langan tíma en það geta alltaf komið upp erfiðleikar bæði í aðgerðinni sjálfri og eins eftir hana sem að verða til þess að þú þurfir að liggja lengur.....bara að hafa það í huga.

Helgust | 29. maí '11, kl: 23:15:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er alveg rétt hjá þér, ég er heldur ekkert þekkt fyrir að eiga auðvelt með að jafna mig eftir aðgerðir. Kannski að ég salti þetta aðeins, er að fara til Íslands eftir nokkra daga og þetta má ekki setja strik í reikninginn.

fornahvamms Herkúles | 29. maí '11, kl: 23:04:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vinkona mín var á spítala í viku um daginn og læknirinn skipaði manninum hennar að faa heim og ná í barnið til að brjóstagjöfinn mundi ekki detta niður.
Það er um að gera að vera frekur í samb við þetta. Bgjöfin er svo mikilvæg

Helgust | 29. maí '11, kl: 23:12:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var það vegna gallsteina?
Það er nú ekki í myndinni annað en að hafa barnið bara hjá mér ef ég þarf að vera þarna í 2 daga eða eitthvað. Hlít að fá það, hún er svo lítil og háð mér.

Showit | 29. maí '11, kl: 23:14:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á íslandi ferðu heim samdægurs, mætir 8 um morgun og ferð um 3-4 um daginn ef allt gengur vel,

fornahvamms Herkúles | 29. maí '11, kl: 23:15:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei út af blóðtöppum í lungum eftir fæðingu....

Helgust | 29. maí '11, kl: 23:18:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff :/

Kammó | 29. maí '11, kl: 23:28:51 | Svara | Er.is | 0

Ég var á sjúkrahúsinu í 2 vikur eftir gallsteinaaðgerðina. Þeir lokuðu ekki lifrinni nógu vel og lak gall inní kviðarholið en gall er mjög ertandi. Ég var semsagt á morfíni þessar 2 vikur og var rosalega veik. En það er víst mjög sjaldgæft að þetta gerist.

Helgust | 29. maí '11, kl: 23:31:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ömurlegt að heyra, ég ætla að láta sem ég hafi ekki lesið þetta :(
Er samt farin að hallast að því að bíða með þetta, get ómögulega misst af skírn dóttur minnar á Íslandi!

Medister | 29. maí '11, kl: 23:33:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er ekki blaðran bara tekin í gegnum göt? Skilst að þetta sé ekki stórmál í dag.

Helgust | 29. maí '11, kl: 23:45:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held að sjálf aðgerðin sé lítið mál, bara spurning hvernig gengur að jafna sig.

Kammó | 29. maí '11, kl: 23:34:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú passar þig á brösuðum og feitum mat og eplum áttu geta frestað þessu um nokkrar vikur ;)
Ég var búin að fá nokkur köst á ca 1 og 1/2 ári áður en ég fór til læknis og var svo skorinn daginn eftir.

Helgust | 29. maí '11, kl: 23:46:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Borða sem betur fer lítið sem ekkert af slíkum mat svo ég ætti að vera seif hvað það varðar.
Í dag fékk ég mér grófa brauðsneið og AB mjólk 0,1 % feita og það var nóg til að allt færi af stað. Ég þori varla að fá mér að borða af ótta við að fá annað kast. Hef reyndar enga lyst heldur.

Kammó | 29. maí '11, kl: 23:52:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ ég finn virkilega til með þér, ég man að þegar ég fékk köstin þá sat ég í sófanum og réri fram og aftur en gat samt engan veginn verið og þegar ég loksins fór til læknis eftir mörg mörg köst þá var ég skorinn daginn eftir. Ég man samt að versta kastið var þegar ég var í Kanada og fékk mér bacon og egg í morgunmat og var veik í 2 daga ;(
Farðu vel með þig, ég myndi bara drífa í þessu en það er mjög sjaldgæft að fólk lendi eins illa í þessu og ég gerði.

Helgust | 29. maí '11, kl: 23:57:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk, já ég reyni að fara vel með mig :) Þarf bara að passa mataræðið til að halda mjólkinni, hef lítið nærst frá því á föstudag :(

Vonarnisti | 29. maí '11, kl: 23:33:06 | Svara | Er.is | 0

Ég fór í aðgerð um morguninn og heim sama dag fyrir ári síðan, þú þarft að gera ráðstafanir ef þú ert með lítið barn, örugglega ekki gott að halda mikið á barninu nema þá liggjandi í rúminu. Ég gat gengið um, en gerði ekki mikið í eina viku, var orðin góð eftir 2 vikur. Varðandi "köst" eftir aðgerðina þá eru það ekki gallsteinaköst, heldur getur maður fengið í magann og fengið einkenni sem líkjast gallsteinakasti (í mínu tilfelli, vægu), ef maður borðar mjög kryddaðan eða reyktan mat, einnig ef maður borðar stórar feitar máltíðir, ég er lítið fyrir svoleiðis þannig að ég hef nánast ekkert fundið fyrir þessu og bara fegin að vera laus við gallblöðruna. Gangi þér vel :)

Almeida | 30. maí '11, kl: 14:00:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki rétt hjá þér. Það er hægt að fá gallsteinaköst eftir að gallblaðran er fjarlægð, þá eru það yfirleitt steinar í gallgöngunum sem koma öllu af stað aftur.
Ég er tómu rugli núna eftir gallblöðrutökuna mína sem var fyrir 2 mánuðum. Ég fór heim samdægurs en rúmri viku seinna var ég komin inn á spítala með svæsið verkjakast og var greind með brisbólgu. Þeir héldu að þetta væri gallsteinar í göngunum og eftir verkjakast númer 2 (eftir gallblöðrutökuna) ákváðu þeir að skera mig aftur til að hreinsa út. Það sáust aldrei steinar á MRI myndatökunum en þeir héldu samt að þeir væru þarna. Eftir að þeir skoluðu út úr gallgöngunum hef ég fengið verkjaköst 2 sinnum og þeir eru að fara að skera mig í þriðja sinn og núna á að skera á einhvern vöðva sem er neðst í gallgöngunum. Ég fæ brisbólgur í hver skipti sem ég fæ þessi verkjaköst og ég hef verið lögð inn á spítala 5 sinnum síðan ég fór í gallblöðrutökuna.
Þeir hafa ekki getað tengt þetta við matarræði og vita ekkert hvað er að valda þessu.
Þetta er sem betur fer mjög sjalgjæft þannig að Helgust, ekki fríka út :)
Yfirleitt er þetta bara heim samdægurs og orðin þokkalega góð eftir viku.

Gangi þér sem best.

u k | 30. maí '11, kl: 14:29:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jújú, það er alveg hægt að fá gallsteina eftir að blaðran er tekin. Eins og ég segi hérna ofar hefur mamma mín fengið gallsteinaköst um 15-20 sinnum síðan blaðran var tekin. Í stórum hluta af þessum skiptum hefur hún þurft að fara í aðgerð til að fjarlægja steina. Í eitt skipti voru steinarnir meira að segja svo stórir að ekki var hægt að ná þeim venjulega heldur þurfti að nota sambærilega tækni og er notuð þegar maður fær nýrnasteina til að sprengja þá og svo voru þeir fjarlægðir. Hún hefur líka farið í ýmsar aðgerðir til að reyna að koma í veg fyrir að gallsteinarnir myndist.. en ekkert virðist virka. Var síðast lögð inn og send í aðgerð í fyrra...

En sem betur fer er þetta mjög óalgengt.

------------------------------------------------------------------------
Komdu og vertu með í brennó!
https://www.facebook.com/groups/innibrennohopur/

Vonarnisti | 30. maí '11, kl: 21:22:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

o.k. sorry, ég hélt bara að þegar gallblaðran væri farin þá kæmu engir gallsteinar!! Ég vona að ég þurfi ekki að upplifa það aftur að fá gallsteina og þið eigið mína samúð. Allavega líður mér vel eftir aðgerðina núna rúmu ári seinna, fyrir utan að ég finn stundum einkenni, smá vanlíðan eftir að hafa borðað hangikjöt eða mjög kryddaðan mat. Gangi ykkur öllum vel :)

Helgust | 30. maí '11, kl: 13:20:34 | Svara | Er.is | 0

Sorry að ég skuli uppfæra þessa annars leiðinlegu umræðu en ég fór upp á spítala í dag í skoðun og það fundust þó nokkuð margir steinar hjá mér og læknirinn vill láta taka gallblöðruna. Hinsvegar telur hann of stutt frá því að ég átti og vill að ég ráðfæri mig við annan lækni uppá hvenær ráðlagt sé að gera aðgerð.

Þið sem hafið fengið svona eftir fæðingu og farið í aðgerð, hvað voru börnin gömul?

kjanakolla | 30. maí '11, kl: 13:38:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég fór í þessa aðgerð með 5 vikna barn fyrir rúmum 2 árum, hún var bara hjá mér lillan og pabbinn var mikið líka til að hjálpa mér, átti erfitt með að halda á henni fyrsta daginn en svo var ég eiginlega orðin góð.
En ég var komin með sýkingu í gallblöðruna þegar ég loksins fór til læknis.

Qtipper | 30. maí '11, kl: 22:15:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

minn var 8 mánaða.

ég fór upp á spítala kl 8 og ég fór heim rétt fyrir kl 15. ég var fljót að jafna mig og get borðað allt.

DarkAngel | 30. maí '11, kl: 22:38:58 | Svara | Er.is | 0

Ef þú færð annað svona kast prófaðu þá að láta berja svoldið hressilega á bakið á þér.
Það bjargaði mér alveg í mínum köstum, í staðinn fyrir að vera með kast í lágmark klukkutíma þá gekk það yfir svona 5 mín eftir að ég lét manninn "berja" mig aðeins hehe

-----------------------------------------------------------
Lífið er jafn langt hvort sem hlegið er eða grátið

Helgust | 31. maí '11, kl: 06:21:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar í bakið þá? Gott að vita af þessu hehe...

DarkAngel | 31. maí '11, kl: 10:17:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ofarlega, eiginlega beint á beinin, þetta kemur oftast steininum af stað og þess vegna hætta köstin :D

-----------------------------------------------------------
Lífið er jafn langt hvort sem hlegið er eða grátið

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
New York Ròs 09:19
Orðhlutafræði austurland1 03:42
packers and movers rehousingindia 17.4.2024 | 06:31
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 | 03:27 17.4.2024 | 21:20
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024 | 05:49
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 | 09:44 13.4.2024 | 23:39
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 | 16:08 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 | 15:20 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 | 13:20
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 | 07:24 13.4.2024 | 07:34
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024 | 19:03
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 | 20:22 11.4.2024 | 09:19
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 | 17:20 8.4.2024 | 07:56
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024 | 00:15
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 | 14:42 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 | 14:41 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 | 14:40 5.4.2024 | 19:37
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024 | 01:15
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 | 09:15 5.4.2024 | 14:33
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 | 07:49 4.4.2024 | 14:48
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024 | 15:53
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 | 21:55 1.4.2024 | 20:57
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 | 12:56 5.4.2024 | 21:33
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024 | 23:21
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 | 14:32 28.3.2024 | 09:52
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 | 13:03 28.3.2024 | 10:44
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 | 11:49 1.4.2024 | 18:50
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 | 11:09 1.4.2024 | 21:02
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024 | 10:47
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 | 12:40 29.3.2024 | 16:52
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 | 13:23 27.3.2024 | 18:01
Berlín Ròs 25.3.2024 | 08:25
Tinder olla2 23.3.2024 | 14:52 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024 | 18:39
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 | 21:43 22.3.2024 | 03:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024 | 17:22
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 | 16:27 8.4.2024 | 10:47
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 | 16:37 24.3.2024 | 20:53
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024 | 16:21
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 | 13:29 11.3.2024 | 19:57
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 | 19:42
Facebook 12strengja 5.3.2024 | 15:55 7.3.2024 | 03:34
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 | 12:32 17.3.2024 | 23:24
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 | 14:18 28.3.2024 | 10:20
Omeprazole isaac 4.3.2024 | 12:13
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024 | 12:36
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 | 18:32 4.4.2024 | 22:01
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 | 16:06 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024 | 11:40
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024 | 09:25
Síða 1 af 47549 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Bland.is, paulobrien, Hr Tölva, Kristler, annarut123, Paul O'Brien, Guddie