Leikskolakennarar eða aðrir starfsmenn leikskóla - hver er ykka reynsla á útifatnaði barna

nina655 | 30. okt. '11, kl: 15:20:10 | 3240 | Svara | Er.is | 2

Leikskólakennarar eða aðrir leikskólastarfsmenn hver er ykkar reynsla af útifatnaði barna

dæmi

útifatnaður sem lekur

útifatnaður sem er ekki nógu hlýr

Bestu útigallarnir

Bestu regngallarnir

Bestu vettlingarnir

Bestu skórnir

lélegutu skórnir

lélegustu útigallarnir

osvfrv

Endilega deilið með okkur hinum reynslu ykkar af útfatnaði barna almennt.

Með þakkarkv :)

 

LafðiGeðprúð | 30. okt. '11, kl: 15:29:41 | Svara | Er.is | 0

ég hef ekki stúderað þetta sérstaklega...  en ég veit að t.d. viking kuldaskórnir eru góðir.. en veit ekki hvort þeir séu endilega þeir bestu...  pollagallarnir frá RL eru góðir eins  frá Didrikson og útigallarnir líka... sama með OZON... ég átti TTH galla á stelpuna mína... mæli ekki með þeim.. alltof stífir...

ég held að hver og einn finni þetta svolítð hjá sér hvað þeim finnst virka vel og hvað ekki...

Reykjavíkurmær1 | 30. okt. '11, kl: 15:31:01 | Svara | Er.is | 1

Ómæ ég hef ekki fylgst með tegundum ! ætla kíkja á það ;)

En eina sem ég vil segja er að lambhúshettur (húfur) eru nauðsýn á veturna ásamt hlýrri vettlingum en bara fingravettlingum, þeir verða fljótt kaldir og blautir.

babymama | 30. okt. '11, kl: 15:31:24 | Svara | Er.is | 14

flest sem merkt er latabæ er DRASL

--------------------------------------------
Stolt mamma :D

Lljóska | 30. okt. '11, kl: 16:49:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

plús á það

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

KuTTer | 30. okt. '11, kl: 17:04:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ekki íþróttagallinn!

Eeeeelska gallan sem að mín litla á! Hann er að verða of lítill þannig ég ætla að kaupa annan, það er nú meira sem þessi galli þolir og lítur alltaf eins út!

____________________________________________________________
http://www.facebook.com/pages/USA-v%C3%B6rur-fyrir-%C3%BEig/357949677571733

Ladina | 30. okt. '11, kl: 17:18:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sum útifötin eru líka allt í lagi..

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

Lljóska | 30. okt. '11, kl: 17:19:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ertu að meina glans gallan. minn fékk svoleiðis gefins og 1.lagi eru buxurnar alltof stórar miðað við peysuna. 2.lagi þá datt merkið sem er á rennulásnum strax af(gerðist líka með flísvestið sem hann átti) og í 3. lagi fóru saumar fljótt að gefa sig á skálmunum.

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

KuTTer | 30. okt. '11, kl: 17:32:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Glans gallann?

Bara Latabæjargallann ...

____________________________________________________________
http://www.facebook.com/pages/USA-v%C3%B6rur-fyrir-%C3%BEig/357949677571733

nónó | 31. okt. '11, kl: 01:26:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er svo óánægð með gallann sem ég keypti! Má ekkert snerta buxurnar þá er bara kominn fastur blettur! Notaði buxurnar 3svar og eftir það voru þær orðnar of blettóttar og ljótar þrátt fyrir öll blettahreinsitrixin í bókinni

evitadogg | 31. okt. '11, kl: 09:56:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

uu jú þessi íþróttagalli er ógeðslegur - hann er kaldur (ógeðisgerviefni), buxurnar eru vansniðnar og alltof stórar miðað við peysuna - bara svona sem dæmi.

 

Mín reynsla er sú að öll latabæjarfötin eru léleg.

KuTTer | 31. okt. '11, kl: 15:25:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eitthvað hef ég verið heppin þá. Það er ekki keisið hjá okkur.

Annars er mín svo leggjalöng, þannig þetta hentar vel.

____________________________________________________________
http://www.facebook.com/pages/USA-v%C3%B6rur-fyrir-%C3%BEig/357949677571733

Ladina | 31. okt. '11, kl: 16:12:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og þetta fer henni mjög vel líka.. alger mús í þessu :) 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

KuTTer | 31. okt. '11, kl: 16:19:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Játs, hehe. Pabbi hennar gaf henni þetta daginn sem hún varð 7 mánaða. Hefur varla farið úr þessu síðan!

Og miða v ið hvað ég er mikið fatasnobb þegar kemur að henni (Englabörn, P.o. og svoleiðisföt) þá elska ég samt þennan galla.

____________________________________________________________
http://www.facebook.com/pages/USA-v%C3%B6rur-fyrir-%C3%BEig/357949677571733

þegar hann | 30. okt. '11, kl: 17:09:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

þú meinar LJÓTT DRASL

MUX | 31. okt. '11, kl: 10:31:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

skelfilega ljótt drasl á hún örugglega við.

because I'm worth it

xarax | 31. okt. '11, kl: 04:42:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá hef ég verið heppin, mín stelpa er búin að nota regngallann sinn í 18 mán og hann er í mjög góðu standi, engin göt og ekki neitt :o)

Tveggja gullmola mamma:)
15.05.09-01.03.11

asdis | 30. okt. '11, kl: 15:38:00 | Svara | Er.is | 3

Ég myndi alla vega aldrei mæla með Ecco skóm þar sem þeir eru allt of þröngir, mjúkir flísfóðraðir pollagallar eru bestir. Mér finnst loðfóðruð stígvél reyndar betri kostur en bæði stígvél og kuldaskór og aldrei kaupa stígvél með upphleyptu mynstri, þau rifna alltaf út frá því. Best er að fá regnhelda vettlinga með loðfóðri og alls ekki húfu með smellu eins og margar 66° norður húfur eru með. En kuldagallarnir eru margir og misjafnir en fyrir eldri börnin eru loðfóðraðir 66° norður æðislegir.

Reykjavíkurmær1 | 30. okt. '11, kl: 15:39:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það ekki útaf smellan verður svo köld eða??

Reykjavíkurmær1 | 30. okt. '11, kl: 15:40:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já heyrðu sammála einu þarna,

Stígvél sem eru með fóðri inní eru rosalega góð og þæginleg til að ganga í. Barnið getur verið svo líka í ullarsokkum á veturna og ætti ekki að vera kalt, þarf þá kannski ekki kuldaskó líka.

Felis | 30. okt. '11, kl: 16:00:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

reyndar myndi ég aldrei hafa bara loðfóðruð stígvél á barni á Íslandi - þau eru kannski í lagi hérna (dk) þar sem verður ekki alveg jafn kalt en loðfóðruðu stígvélin hreinlega frjósa bara í frosti (-5° eða meira) og verða ógeðslega hál og óþjál. 

ég hef líka góða reynslu af ecco kuldaskóm, fyrir utan hvað þeir eru dýrir. Gaurinn minn er reyndar mjög grannur, það hefur örugglega áhrif. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Máni | 30. okt. '11, kl: 17:50:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hm, þessi sem eru í boði hér eiga að þola -20°C.

Felis | 30. okt. '11, kl: 18:18:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

breytir því ekki að þegar ég var að vinna á leikskóla heima á Íslandi og kom smá frost (meira en -5° ca) þá voru það vesalings börnin í fóðruðu stígvélunum sem voru alltaf á hausnum því að þau voru svo stirð og sleip og svo kalt á fótunum þegar þau komu inn.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

sumarsæla | 30. okt. '11, kl: 19:19:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það eru trigger stígvélin...víking eru æði að mínu mati og verða ekki svona hál og stíf í frosti.

Felis | 30. okt. '11, kl: 19:43:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þetta átti nú bara við um öll þessi stígvél, það eru reyndar 5 ár síðan - kannski hefur eitthvað verið breytt í framleiðslunni á þessum stígvélum.

en ég reyndar breyti ekki áliti mínu á þeim, þau eru lokuð og anda ekki - eru þar af leiðandi ekki góð fyrir neinn að mínu mati

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Reykjavíkurmær1 | 30. okt. '11, kl: 21:41:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ok sammála því, ég hef náttlega bara séð þau börn í þannig stígvélum núna! (ekki þegar klakinn er kominn) en þau eru þó góð á haustin og sumrin :)

Svala Sjana | 30. okt. '11, kl: 20:01:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Minn pjakkur er alltaf í loðfóðruðum viking stigvélum og ALDREI kaldur á tánum, notar ekki einu sinni ullarsokka með. Bara SNILLD

Kv Svala

musamamma | 31. okt. '11, kl: 01:22:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki Vikingstígvélin, þau eru mjúk í frosti og aldrei hál.


musamamma

Felis | 31. okt. '11, kl: 08:59:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

einsog ég segi þá gæti þetta hafa breyst á undanförnum 4-5 árum síðan ég var að vinna á leikskóla. En þegar ég var að vinna þar þá var einmitt vetur þar sem var kalt og það var kalt í marga daga í röð, nánast alltaf -5°eða meira og það var dag eftir dag -10°.

Þá var vandamál með öll fóðruðu stígvélin, líka vikingstígvélin, því að þau urðu bara hörð, stíf og hál. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

musamamma | 31. okt. '11, kl: 09:20:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, þau breyttust fyrir held ég 2 árum, hef keypt 2 tegundir á mína.


musamamma

DirtyBlonde | 30. okt. '11, kl: 16:03:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Alveg er ég ekki sammála þér.


Flísfóðraðir pollagallar eru svo lokaðir að þeir verða rakir að innan og þar af leiðandi kaldir. það sama má segja um þessi loðfóðruðu stígvél, þau anda ekki neitt þannig að fæturnir verða rakir og kaldir fyrir utan að oft eru þau fljúgandi hál því þau eru úr einhvers konar plastblöndu.


Ecco kuldaskór hafa það umfram allar tegundir sem ég hef prófað að þeir haldast þurrir í nánast hvaða veðri sem er, jafnvel þótt vaðið sé í pollum (hafi þeir verið sprautaðir með vatnsverjandi í upphafi) og eru með staman og góðan sóla.


Regnheldir vettlingar með loðfóðri eru óþolandi heftandi fyrir börn og því enda þau alltaf á að rífa sig úr þeim þannig það það er betra að kaupa fóðraða en lipra flísvettlinga.



66° N gallarnir finnast mér alltof stífir og óþægilegir og ótrúlegt en satt þá er besti gallinn sem ég hef fengið fyrir mín börn rúmfatalagersgallinn, lipur, hlýr og ótrúlega vatnsþéttur.

-------------------
http://lefunny.net/wp-content/uploads/2012/11/How-girls-look-at-other-hot-girls-lefunny.net_.gif

Ladina | 30. okt. '11, kl: 17:20:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er bara svo erfitt að troða þeim í Ecco dæmið.. voru til betri merki en þau hættu.. þessi með fílnum voru sömu gæði bara aðeins víðari.. sakna þeirra rosalega.. 
66 mjúku eru nú ekki stífir.. en guð hvað þeir eru orðnir lélegir.. ojjj.. rúmfó ábyggilega betri.. 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

DirtyBlonde | 30. okt. '11, kl: 17:24:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hef ekki lent í því með mín að það sé erfitt að koma þeim í Ecco skóna. Þau renna sér beint í þá þannig að ég hef aldrei fattað þetta með að þau séu of þröng. Er þó eitt þeirra með mjög þykkan fót og háa rist.

-------------------
http://lefunny.net/wp-content/uploads/2012/11/How-girls-look-at-other-hot-girls-lefunny.net_.gif

Ladina | 30. okt. '11, kl: 17:30:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já.. ég er að heyra hér að þei hafi víkkað með árunum.. sem er gott.. Þetta eru auðvitað geggjaðir skór.. En það þýddi bara ekki að kaupa þetta á mína.. 
Ég var oft með börn grátandi í fataklefanum, þau bara komust bara ekki í þetta.. endaði oft með að lána þeim ullarsokka og stígvél..
En ég vil endielga kaupa þetta handa nýju skottuni :) 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

DirtyBlonde | 30. okt. '11, kl: 17:33:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru þau þá í ullarsokkum líka? Þegar þau eru að reyna að komast ofan í skóna? Fyrir utan að það eru nú hægt að opna þá en það eru nú ekki öll sem nenna því *hóst*mínbörn*hóst*

-------------------
http://lefunny.net/wp-content/uploads/2012/11/How-girls-look-at-other-hot-girls-lefunny.net_.gif

Ladina | 30. okt. '11, kl: 17:37:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei.. bara komust ekki með fótinn í þetta.. hötuðum þessa skó.. :/.. alltaf svona 3 börn á deild sem stóðu eftir og við að troða og troða.. verra samt hjá strákum.. 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

Máni | 30. okt. '11, kl: 17:51:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

mörg íslensk börn eru með alltof háa rist til þess að komast í Ecco skó.  mín hafa alltaf passað í þá enda með mjónufætur.

hjordisah | 30. okt. '11, kl: 19:21:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Held að Ecco hafi víkkað upp á síðkastið allavega er ég með einn sem er með háa rist og mjög þykkan fót. Er í vandræðum að koma honum í flesta skó en Ecco kuldaskórnir eru mjög fínir og auðvelt að koma honum í þá.

AnitaBlake | 30. okt. '11, kl: 20:55:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég er hjartanlega sammála þér í öllu og bæti hér við:

Þoli ekki 66°N gallana. Það er eins og þeir sem hönnuðu gallana hafi aldrei séð börn. Mér finnst líka flíspeysurnar þeirra oft nokkuð flottar á fullorðnum en ómögulegar á börnum, sérstaklega kvenpeysurnar sem eru mjög aðsniðnar og með mjög löngum ermum. Annars er hlýjast fyrir börnin að vera í ullarpeysu frekar en flíspeysu.

Hvað aðra kuldagalla varðar þoli ég illa Didrikson kuldagalla og úlpur. Mér finnst mittisteyjan á kuldagallanum henta börnum illa, kraginn er einhvern veginn svo skringilega opinn og svo finnst mér rennilásinn oft leka niður þannig að mér finnst ég alltaf vera að koma að litlum börnum í Didriksson-göllum og úlpum með opið að framan. Ég er mjög hrifin af Reima-göllum sem fást reyndar ekki lengur á íslandi, Pop-gallar eru góðir og eins TTH en reyndar finnst mér eins og nýjasta týpan af þeim (með metalic-áferð) líta út fyrir að vera stífari. Lego-gallar hafa verið fínir og Lenne og sumir gallar úr búðinni sem hét Exit en ég man ekki hvað hún heitir núna.

Loðfóðruðu pollagallarnir eru alltof heitir á sumrin, óþjálir og oftast rakir. Ef þeir blotna að innan eru þeir lengi að þorna. Mun betra er fyrir börnin að vera í ullarbuxum og venjulegum pollabuxum. Margir pollagallar eru góðir en mér finnst böndin losna af smellunum á Didriksson-pollagöllunum og það þarf næstum masters gráðu til að þræða bandið rétt í aftur. Oftast endar maður á að binda bandið í smelluna í tímahraki. Rúmfatalagersgallar eru mismunandi en þeir með plastsmellum á jakkanum eiga það til að fara illa, þ.e. plastsmellurnar losna frá. Ef pollajakkar eru með rennilás átti alltaf að velja jakka með smellum líka því að rennilásarnir fara fljótt og þá er jakkinn ónýtur nema hægt sé að smella honum lokuðum. TTH-pollagallar eru góðir, einnig Pop, 66°N og margir fleiri.

Ég hef ekkert gríðarlega mikið á móti loðfóðruðum stígvélum nema að þau eru of heit á sumrin og of köld í miklum kulda. Ég er ekkert voðalega hrifin þegar þau eru notuð í staðinn fyrir kuldaskó. Það þyrfti að búa til svona loðfóðruð stígvél og leyfa fullorðnum að prófa að vera í þeim í kulda og frosti. Auðvitað verður einhverjum börnum ekki kalt í þeim en ég held satt best að segja að það sé frekar undantekning frekar en regla.
Mín dóttir á góð, heilsteypt stígvel og hlýja ullarsokka annars vegar og hins vegar ullafóðraða leðurkuldaskó sem að mínu mati eru bestu kuldaskór sem ég hef séð. Reyndar rándýrir en ég kaupi þá alltaf á útsölu eða afslætti. Annars hefur hún líka átt Ecco kuldaskó sem voru mjög góðir en einstaka barn er með of breiðan fót fyrir þessa skó.

Hvað vettlinga varðar vil ég bara ullarvettlinga fyrir mína stelpu og ég passa að hafa u.þ.b. fjögur pör í hólfinu hennar svo að hún geti skipt ef þeir verða blautir og kaldir. Oftast er hún með prjónavettlinga en hún á einnig Ruskovilla-vettlinga sem eru frábærir. Ég á einmitt eins og nota þá mikið í útiveru í leikskólanum og þeir eru lengi hlýir þótt þeir blotni. Ég hef alltaf pollavettlinga (ófóðraða) í hólfinu ef hún skyldi vilja vera í þeim yfir venjulega vettlinga sem hún stundum vill. Einstaka barn nennir að vera í lúffum en flest börn, a.m.k. yngri börn, geta ekki leikið sér að ráði í lúffum og taka þær alltaf af sér. Það er þess vegna skárra að vera í prjónuðum ullarvettlingum frekar en að vera berhentur úti af því að barnið gafst upp á lúffunum.

Eitt enn, fingravettlingar eiga ekki heima í leikskóla nema barnið geti klætt sig í þá sjálft. Það er svakaleg kennslustund í þolinmæði að klæða kannski timm 2 ára börn með lina fingur í fingravettlinga. Algjör horror. Og svo eru þeir ekki einu sinni hlýir.

Ég held að ég sé núna búin að segja allt sem ég þarf að segja um útiföt barna á Íslandi.

magzterinn | 31. okt. '11, kl: 09:46:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

SAMMÁLA  Þoli ekki þessa flísfóðruðu regngalla. Og það eru sumir sem vilja nota þá bara sem kuldagalla... ÞEssir gallar anda ekkert, efnið í þeim leiðir kuldan vel svo þeir eru alls ekki nógu hlýjir í snjó.  Þau börn sem hafa verið í svona þar sem ég vann, voru þau börn sem komu oftast blaut inn. Og þeir eru endalaust lengi að þorna. Svo virtust foreldrar ekki læra því þeir komu nánast undantekningarlaust blautir á mánudegi. Hafa þá líklega verið settir í þvott á sunnudeginum og fólk fattar ekki að snúa þeim við þegar ytra byrðið er orðið þurrt (þrátt fyrir ábendingar) 
Miklu sniðugra að vera með venjulegar regngalla og ullarföt undir (eða flís). Það er líka allt of heitt að vera í þessum flísfóðruðu á sumrin í rigningu, þau koma rennsveitt inn. 
Regnheldir vettlingar eru langflestir ótrúlega óþjálir og leiðinlegir, sérstaklega fyrir þessi minnstu og þau rífa þá bara af sér.  Mér finnst lopavettlingar lang bestir. Fínt að þæfa þá líka, þá eru þeir skotheldir.  Ef fólk vill regnlúffur þá er betra að kaupa þá ófóðraða og setja yfir vettlinga. En mér finnst það samt eiginlega ekki virka fyrir þessi yngstu.  Og já það er mjög gott fyrir þau yngstu að hafa stroffið mjög hátt svo þau eigi ekki eins auðvelt með að rífa þá af sér og líka sniðugt að hafa þá í bandi svo þeir týnist síður. 
Flestir 66 gallar stífir, þrögnir og leiðinlegir 
Svo voru einhverjir gallar, mig minnir didrikson eða jafnvel zo on, sem voru með rosa þrönga mittisteygju sem var ekki að gera sig.  Mér finnst líka tvískiptir gallar ekki góðir fyrir þau yngstu en fínir fyrir eldri krakkana. 
Ecco skór eru algjört no no  fyrir börn með breiðan fót. Mér finnst þeir samt alveg í lagi fyrir þau fíngerðu. Þeir eru nefnilega mjög góðir en bara rosalega þröngir.  En mér skilst reyndar að þeir hafi e-ð verið að víkka. 

Latibær = drasl. 

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Mehh

Felis | 31. okt. '11, kl: 10:03:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég er sammála með að kaupa ófóðraða regnvettlinga og setja yfir þá vettlinga sem börnin nota venjulega - það kom ágætlega út

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

evitadogg | 31. okt. '11, kl: 09:59:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sammála þér! Nema lang langbesti kuldagallinn áð mínu mati er didrikson. Mín notaði sinn sem var nr 90 í 2 ár og það sást ekki á honum - hann er nánast eins og nýr.

Treehugger | 31. okt. '11, kl: 15:34:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála öllum punktum hjá þér. Nema ég hef ekki reynslu af RL-göllum.

-----------------------------------------
I reject your reality and substitute my own.

Tipzy | 30. okt. '11, kl: 17:01:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér fannst loðfóðruð stígvél ekki góð, því þau eru of heit oft og ef þau blotna að innan til dæmis snjór sem bráðnar þá eru þau forever að þorna. En stígvél og hlýir þykkir ullarsokkar finnst mér góð.

...................................................................

Innkaupakerran | 30. okt. '11, kl: 17:08:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var á alveg sömu skoðun með Ecco skóna fannst þeir alltaf svo þröngir (tók eftir því 2006 þegar ég var að vinna á leiksk.)
Svo var ég að spá í kuldaskó fyrir mitt barn og sé eina svoleiðis á leiksk hjá barninu og sé að þeir virðast ekki vera eins þröngir og voru áður, heldur svipaðir og viking kuldaskórnir sem ég var búin að kíkja á í Hagkaup (kosta held ég bara það sama) svo ég fór með minn í Ecco í kringlunni og prófaði þá með ullarsokkum og þeir voru bara vel rúmir svo það varð fyrir valinu og þeir eru mjög góðir! :)

Ladina | 30. okt. '11, kl: 17:20:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jæja.. það er gott að heyra.. :) 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

Treehugger | 31. okt. '11, kl: 15:32:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við elskum Eco kuldaskó! Þeir passa svo vel og auðvelt fyrir krakkana að fara í og úr sjálf. Samt eru krakkarnir mínir með frekar þykkan fót og oft vandamál að fá skó á þau sem eru nógu háir yfir ristina.

-----------------------------------------
I reject your reality and substitute my own.

bjútíbollan | 30. okt. '11, kl: 15:39:07 | Svara | Er.is | 2

Bestu útigallarnir finnst mér vera Ketsh eða eitthvað svoleiðis.  Bestu pollavetlingarnir eru vetlingar sem eru bara gúmmí (ekki með áföstu flísefni).

Reykjavíkurmær1 | 30. okt. '11, kl: 15:39:25 | Svara | Er.is | 0

Hef heyrt að dora stigvél td í hagkaup (Ef ég man rétt) séu ekki góð.

magzterinn | 31. okt. '11, kl: 09:57:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Flest fígúru stígvél eru léleg. Koma fljótt göt á þau. Sérstaklega ef það eru svona upphleyptar myndir. Þá koma sprungur í samskeytin. 

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Mehh

zibra | 30. okt. '11, kl: 15:41:59 | Svara | Er.is | 1

Ég mæli yfirleitt með rúmfatalagerspollagöllum eða þessum sem eru fóðraðir að innan. Bara ódýra galla sem auðvelt er að endurnýja vegna þess að krakkarnir eru skríðandi um í görðunum og það koma oft göt. Myndi aldrei mæla með 66° vegna þess að þeir eru allt of dýrir og bara ekkert betri en hinir, eru oft stífir og leiðinlegir fyrir börnin að leika sér í.

Hef ekki mikla skoðun á merkjum á kuldagöllum, þurfa bara að vera hlýjir og alls ekki stífir.

Vera með flíspeysur og flísbuxur fyrir krakkana, oft gott að fara í það innanundir.

Ég mæli með fingravettlingum og þunnum pollavettlingum yfir. Þoli ekki lúffur..... þó þær séu hlýjar eru þær svo heftandi fyrir krakkana þegar þau eru að leika sér og alltaf maus að koma þeim í þá. Ég vil þá frekar að börnin séu með nokkur pör af vettlingum með sér til skiptana.

Stígvel og ullasokkar eru alltaf klassi. Alls ekki kaupa stigvel sem eru fjólublá með Barbapabbamynd á (man ekki hvaða merki þau eru) þau eru algjört drasl. Stígvelin sem eru fóðruð að innan eru mjög endingargóð en dýr og ég hef líka heyrt að göngugreiningarsérfræðingar mæli ekki með þeim.

Ekki kaupa reimaða skó fyrir leikskólann, óþarfa vesen fyrir starfsfólk. Helst að kaupa með frönskum rennilás sem krakkarnir geta sjálfir komið sér í,


Aðalatriðið er að fötin þeirra séu ekki heftandi fyrir þau og VEL MERKT.

brekihelga | 30. okt. '11, kl: 18:30:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

göngugreiningarsérfræðingar mæla ekki með því að börn séu í stígvélum nema bara þegar þau eru úti að leika sér ekki of lengi í einu.

kira | 30. okt. '11, kl: 19:52:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef bara keypt 66° norður pollabuxur á minn og þær hafa dugað í 2 ár í senn, eða þar til þær eru orðnar of litlar. Fyrstu buxurnar fóru til næsta barns sem notaði þær í um 2 ár líka. Buxur nr. tvö skemmdust eftir 2 ár en voru þá hvort sem er orðnar of litlar og svo er hann í buxum nr. 3 núna og eru þær 1 1/2 árs gamlar og sér ekki á þeim.
Samkvæmt minni reynslu þá eru þetta bestu pollabuxurnar. (þá er ég að miða við endingu á öðrum pollabuxum í kringum mig)

zibra | 30. okt. '11, kl: 19:57:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

oke, ég er líka bara að segja mína reynslu á þessu.

Felis | 30. okt. '11, kl: 20:03:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mín reynsla af rúmfó pollagöllunum er að þeir endast að eilífu, þola hvað sem er og það sést ekki á þeim - svo eru þeir margfallt ódýrari en aðrir pollagallar

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

gangbraut | 30. okt. '11, kl: 20:34:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fúlt, ég hef þá verið óheppin með galla þaðan því hann fór að leka á rassinum á þriðja degi :|

--------------------------------------------------------------------------------------
fokkjú

Lljóska | 30. okt. '11, kl: 20:40:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þeir eru misjafnir eftir árum.

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

garpur76 | 30. okt. '11, kl: 20:09:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sama hér, minn strákur er göslari og hefur farið í gegnum ótrúlega margar pollabuxur... og það tók hann nokkra daga að fara í gegnum rúmfatalagersdraslið!! 66°duguðu í 2 ár ca

Kveðja Garpurinn

mars | 31. okt. '11, kl: 10:00:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín börn hafa átt 66°galla, Didriksen og Rúmfatalagers og þeir hafa allir enst mjög vel.

evitadogg | 31. okt. '11, kl: 10:05:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

66° pollagallarnir eru sko ekki með þeim dýrustu. Dýrasti pollagallinn sem ég fann var í ELLOS sem á að vera ódýr búð er það ekki? Hann var margfalt dýrari en allir aðrir pollagallar sem ég fann.

 

Ég endaði á að kaupa 66° pollagalla í ár e nég er ekki alveg viss um hvað mér finnst um hann.

nina655 | 30. okt. '11, kl: 15:49:32 | Svara | Er.is | 0

En hvernig veit maður hvort útigllinn se nógu hlýr ?

zibra | 30. okt. '11, kl: 15:55:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú finnur það á fóðrinu, passaðu bara að gallinn sé mjúkur og rúmgóður, þá er alltaf hægt að fara í flýs undir gallann.

LitlaSkvís | 30. okt. '11, kl: 16:54:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Myndi frekar mæla með ull innanundir en flísógeði.

--------------------------
Ég vill bara ýtdreka nótabeðnina sem að veit ekki hvað hún á til taks að gera.

zibra | 30. okt. '11, kl: 16:56:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já ég gleymi alltaf ullinni, hún er náttúrulega lang best.

Black Angel | 31. okt. '11, kl: 01:30:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Flís er dásamleg uppfinning. Það getur enginn í þessari fjölskyldu (nema maðurinn minn) notað ullarvörur og okkur væri hrikalega kalt ef það væri ekki til flísfatnaður.

Þegar ég var barn þá vildi ég aldrei leika mér úti í kulda því að þá var manni troðið í ullarfatnað og það þýddi bara tvennt: Annað hvort að rífa sig úr honum og vera skítkalt eða hanga einhversstaðar reynandi að klóra sér og koma allur upphleyptur af kláðabólum inn. Ull er alls ekki hentug fyrir viðkvæma húð og því miður eru margir með mjög viðkvæma húð.

LitlaSkvís | 31. okt. '11, kl: 01:37:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er til ull sem að stingur ekki. Ég er ekkert endilega að tala um íslenska lopann eða hálandsull.

--------------------------
Ég vill bara ýtdreka nótabeðnina sem að veit ekki hvað hún á til taks að gera.

Black Angel | 31. okt. '11, kl: 01:41:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er ekki til ull sem að ertir ekki verulega viðkvæma húð. Er búin að prufa allar gerðir sem ég hef fundið þæfðar og ekki þæfðar og ég þoli enga þeirra. Sérstaklega ekki ef ég svitna eða það kemur smá rigningarúði á hana. Þá fyrst ærir hún mig. En ég er reyndar með mjög viðkvæma húð.

LitlaSkvís | 31. okt. '11, kl: 01:44:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Búin að prófa merino, alpaca, mögulega með silki líka? Þetta er reyndar rándýrt svo að ég skil þig alveg. Enda var innleggið mitt alhæfing, ég átta mig alveg á því. 
Mér finnst samt flís ógeð, en ég þoli líka lopanærföt þess vegna :)

--------------------------
Ég vill bara ýtdreka nótabeðnina sem að veit ekki hvað hún á til taks að gera.

Black Angel | 31. okt. '11, kl: 01:48:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég er búin að prófa endalausar gerðir af ull. Get notað mjög "mjúka" ull yfir þykkan klæðnað en hún má ekki snerta mig. Grófari ull stingst alltaf í gegn um fatnaðinn og ertir mig.

Ég þoli reyndar ekki alveg allt flísefni og ekki alltaf acrýl.

LitlaSkvís | 31. okt. '11, kl: 01:53:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég nánast samhryggist þér. ég elska ull og þoli ekki gerviefni.
Hlýtur að vera erfitt að vera með svona viðkvæma húð.

--------------------------
Ég vill bara ýtdreka nótabeðnina sem að veit ekki hvað hún á til taks að gera.

Black Angel | 31. okt. '11, kl: 01:58:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það er erfitt. Get nánast engar snyrtivörur notað og fæ meira að segja kláðaköst í kringum augu við það eitt að fá hreint vatn framan í mig.
En með ágætis ofnæmislyfjum, lyfjum sem hjálpa mér að sofa (svo ég sofi fyrir m.a. kláða) og jurtakremum sem innihalda engin svona aukaefni þá er lífið bærilegt.

EmmaZ | 30. okt. '11, kl: 15:59:12 | Svara | Er.is | 1

Hvað sem þú kaupir þá skaltu ekki kaupa útiföt frá Latabæ og því merki. Ótrúlegt drasl.

nerd | 30. okt. '11, kl: 16:00:33 | Svara | Er.is | 3

Hér kemur mitt álit, sambland af áliti foreldris og leikskólastarfsmanns....


Varðandi vettlinga þá eru lúffur alveg OFF, börnin ná engu gripi í þeim en samt er fólk alltaf að kaupa þetta. Ullarvettlingar eru málið og helst þettir og nettir. Ullin helst hlý þó hún blotni og mér finnst þeir langbestir sérstaklega fyrir litlu börnin. Maður sér mikinn mun á leik barnanna sem eru með ullarvettlinga og þeirra sem eru með risastórar lúffur. Þunnir fingravettlingar eru fínir á vorin, sumrin og haustin en alls ekki yfir vetrartímann og gerviefni eru gagnslaus þegar kemur að vettlingum.

Ég hef mjög góða reynslu af Diðriksson vörunum, bæði úlpum og snjóbuxum og líka vindgöllunum frá þeim (fyrir eldri krakka). Fyrir minnstu krílin skiptir máli að gallarnir séu liprir og þægilegir hvort sem það eru pollagallar eða snjógallar, alveg ómögulegt þegar gallarnir eru svo þykkir að börnin ganga um eins og spýtukarlar og geta ekkert gert. Ég hef séð að sum börn geta ekki einu sinni sest í rólu af því að gallinn er svo þykkur.

Ég kaupi fyrir mín börn Ecco götuskó, viking stígvél og viking eða sorel kuldaskó. Ecco kuldaskórnir eru ágætir en þeir geta verið þröngir og sleipir í hálku. Sorel skórnir eru virkilega góður en þeir eru svolítið þungir og henta kannski frekar eldri börnum. Með stígvél þá eru þessi svörtu gömlu góðu fín, ég vil helst ekki kaupa fígúrustígvél og alls ekki stígvél sem eru ekki úr heilu gúmmíi því samskeytin losna alltaf í sundur. Ég hef ekki reynslu af loðfóðruðum stígvélum því að mín börn vilja ekki ganga í þeim en ég get ímyndað mér að þau séu frekar heit t.d. á sumrin þegar það er rigning en samt heitt úti.

Húfur, ekki kaupa stórar og fyrirferðarmiklar húfur, Þær enda yfirleitt alltaf ofan í andlitinu á börnunum. Ég myndi nota léttar og þægilegar húfur sem eru samt hlýjar, til góðar húfur í Janus á litlu krílin, Kivat lambúshettur eru líka ágætar en eiga það til að síga niður ef maður bindur ekki saman dúskana.

Svo að lokum, ég elska Janus ullarfötin og er alltaf að verða minna og minna hrifin af flísfatnaði. Ullin er svo hlý og góð og andar þannig að börnin svitna síður.

DirtyBlonde | 30. okt. '11, kl: 16:08:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Sammála með ullarfötin, miklu betra að láta börnin vera í ullarfötum en þessum gerviefnum.

-------------------
http://lefunny.net/wp-content/uploads/2012/11/How-girls-look-at-other-hot-girls-lefunny.net_.gif

Ladina | 30. okt. '11, kl: 17:24:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ertu að grínast með Didrikson .. ég er búin að vera á leikskóla forever og hata þessi föt.. mér finnst þeir einmitt vera gallarnir sem þú geta ekkert gert í ... sérstaklega loðfóðraði pollagallinn .. alveg ógeð.. 

Svo gema sum börn bara alls ekki veirð í ullarvettlingum.. alveg sama hvað við kaupum mörg pör :) 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

glámur | 30. okt. '11, kl: 21:30:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

það er búið að breyta didrikson kuldagöllunum þannig að það er stillanlega teygja í mittinu, skrilljónsinnum betri gallar eftir það.

Ladina | 30. okt. '11, kl: 21:38:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er gott að þetta þróist allt :) .. en ég hata samt loðfóðrarða pollagallann frá þeim í minnstu stærðunum.. þau bara datta á rassinn og sitja þar föst.. börn sem eru annars frekar fær í gangi :/.. 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

glámur | 30. okt. '11, kl: 21:42:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já ferlegt þegar þessi grey staulast um garðinn eins og mitshelin maðurinn og geta ekki gert neitt, liggja svo afvelta ef þau verða fyrir því að detta.

nerd | 31. okt. '11, kl: 15:21:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef ekki reynslu af Didrikson snjógöllum á lítil börn en ég tala um úlpu og snjóbuxur það að minnsta kosti virkaði vel fyrir mig, stelpurnar mínar áttu svoleiðis úlpu og snjóbuxur frá þriggja ára ca. Þekki heldur ekki flísfóðruðu pollagallanna, reyndar á stelpan mín svoleiðis galla frá 66°N og ég er ekkert brjálæðislega hrifin af honum. Hefði frekar viljað venjulegan pollagalla.

Spurning um að prófa kambgarnið í vettlinga, þeir verða léttir liprir og hlýir.

Felis | 30. okt. '11, kl: 16:03:24 | Svara | Er.is | 1

flísfóðraðir pollagallar finnst mér leiðinlegir, þeir anda líka voða lítið. Frekar myndi ég kaupa pollagalla og þá hlý föt til að hafa undir (td. lopapeysu því að ég vil frekar nota lopa heldur en flís).

Ég myndi frekar hafa stígvél og svo góða kuldaskó, fóðruðu stígvélin verða skelfilega hörð, óþjál og sleip í frosti. 

Fyrir eldri börnin (elstu deild leikskóla og eldra) finnst mér best að hafa útibuxur og úlpu frekar en heilan galla.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Pandóra | 30. okt. '11, kl: 16:10:09 | Svara | Er.is | 1

Tek undir margt sem hefur komið fram hér.
Latabæjarútigallar reynast illa.   Heilir gallar þægilegri en tvískiptir á lítil börn, aðalatriðið að þeir séu hlýjir og liprir.  Didriksson eru ágætir, 66norður líka.
Gömlu svörtu gúmmístígvélin endast best, litskrúðugu stígvélin fara frekar í sundur.   Nóg af ullarsokkum. Lambhúshettur eru þægilegastar, svo er gott að hafa mjúka ullarkraga fyrir veturinn - allsekki trefla.
Og þykkar snjólúffur eða skíðahanskar eru ekki þægileg fyrir börnin, þau geta ekki leikið sér í þessu og rífa lúffurnar af sér til að geta náð taki á skóflum oþh.   Góðir ullarvettlingar eru bestir, sérstaklega ef þeir eru með háu stroffi.

jak 3 | 30. okt. '11, kl: 16:51:57 | Svara | Er.is | 0

mæli ekki með RL pollagöllunum og alls ekki flísfóðruðm sérstaklega ekki buxur en allt í lagi með flísfóðraða jakka. didrikson allt gott frá þeim ...viking skórnir er góðir

zibra | 30. okt. '11, kl: 16:55:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

bara að spurja, hvað finnst þér að RL pollagöllunum?

jak 3 | 30. okt. '11, kl: 17:37:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þeir eru undarlegir í sniðinu og byrja að leka mjög fljótt og ef að fólk snýr þeim ekki við þegar þeir eru blautir þá koma myglublettir í þá

garpur76 | 30. okt. '11, kl: 20:14:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

minn spændi upp buxunum á nokkrum dögum

Kveðja Garpurinn

Ladina | 30. okt. '11, kl: 21:38:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er gott að þetta þróist allt :) .. en ég hata samt loðfóðrarða pollagallann frá þeim í minnstu stærðunum.. þau bara datta á rassinn og sitja þar föst.. börn sem eru annars frekar fær í gangi :/.. 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

Ladina | 30. okt. '11, kl: 21:38:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

haha.. svaraði á vitlausum stað :) .. en ég keypti alltaf þykkar buxur og þunna jakka..dugði ekkert minna  á mína útistráka.. 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

nónó | 31. okt. '11, kl: 01:36:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minn var í RL pollagalla í fyrra sem var á 4.árinu sínu og alveg eins og nýr! Fannst sá galli eiginlega þæginlegri líka en 66°N gallinn sem hann á núna.

mars | 31. okt. '11, kl: 10:02:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sonur minn á Didrikson pollagalla og Rúmfatalagers sem voru keyptir á svipuðum tíma, það sér minna á Rúmfatalagersgallanum en þeim frá Didrikson og þeir hafa verið í álíka mikilli notkun, krakkinn búinn að nota þá í um 1,5 ár.

Lljóska | 30. okt. '11, kl: 17:11:45 | Svara | Er.is | 0

ég er ekki hrifin af didrikson á leikskólakrakka. ekki loðfóðraða pollagalla, frekar pollagalla og flísföt eða ullarföt innan undir.ég er hrifnust af pollagöllum með rennilás og heilgöllum á þau yngstu.
pollagalar frá RL eru fínir og flísfötin líka.
á kuldagöllum finst mér mikilvægt að skoða skálmarnar að tegjan sé ekki of þröng bestir finst mér semu eru með tvöfaldar skálmar og jafnvel rennilás. sama með ermarnar passa að tegjan sé ekki of þröng og best ef það er tvöfalt með stroffi innan undir. og að þeir séu víðir í mittið og ekki of stífir.
bestu vettlingarnir eru ullarvellingar alls ekki þykkar lúfur eða fóðraðir pollavettlingar, börnin verða að geta tekið upp hluti. ullarvetlingar(þæfðir jafnvel) og gömlu víðu pollavettlingarnir finst mér góðir.
lambúshettur finst mér mjög góðar en passa að þær passi vel. eða góðar húfur sem ná vel yfir eyrun og hálskragi á veturnar(hef notað bæði prjónað og puff)

ég hef verið hrifnust af 66° og TTH kuldafötunum.

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

Ladina | 30. okt. '11, kl: 17:27:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Loksins einhver sem ég er sammála  :) ..  pop útifötin hafa líka reynst mér vel.. og þeir eru með langbestu lúffurnar ef maður verður að nota þær.. liprar og alveg vatnsheldar.. :) 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

Óðagot | 30. okt. '11, kl: 17:57:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Pollagallarnir eru fínir frá RL og 66 gráður norður. Gott að hafa jakkana rennda.

Didrikson, POP og ZO.ON kuldagallarnir góðir

Ullarvettlingar bestir og svo venjulegir pollavettlingar yfir ef þarf.

Flísföt innann undir ef þarf.

Lambúshetta.

Ullarsokkar.

Viking kuldaskór og svo venjuleg stígvél.

Janus fötin eru líka góð og svo hálskraginn frá þeim.

Mæli ekki með:

Latabæjargallar

Húfur með smellu

Loðfóðruð stígvél

Flísfóðrarðir pollagallar og vettlingar

Fingravettlingar

Lljóska | 30. okt. '11, kl: 18:19:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ahh ég gleymdi pop fötunum,þau eru góð.

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

nikkí | 30. okt. '11, kl: 17:48:49 | Svara | Er.is | 7

Ég svara sem leikskólastarfsmaður og síðar leikskólakennari í 20 ár og foreldri

KULDAGALLAR:
Kuldagallar sem eru ekki vatnsheldir eru algerlega off í íslenskri veðráttu
Bestu kuldagallarnir sem ég man núna eru; Didrikson, Ticket, Fix, P.op og Name it gallarnir hafa oft verið góðir og eru ekki dýrir. 66° eru alveg góðir líka en ekki betri en hinir, dýrir og þeir henta ekki yngstu börnunum, eru of stífir.
Tvískiptir snjógallar í lagi fyrir eldri börnin en betra að hafa þá í einu lagi. Líka leiðinlegt fyrir foreldra að koma og sækja og geta ekki sett barnið í úlpuna því hún varð of blaut sem snjógalli.

REGNGALLAR:
Margir regngallar eru góðir. Mæli alveg með RL göllunum en ekkert sem bestu göllunum, margir eru góðir. Það er langt síðan ég hef tekið eftir einhverju ákveðnu merki sem losnar alltaf á límingunum. Mér finnst ófóðrarðir gallar betri. Því ef þeir blotna í gegn eru þeir oft lengi að þorna og stundum koma þeir líka rakir eftir þvott helgarinnar og þá verður börnunum auðvitað ískalt í þeim. Betra að hafa bara góð föt undir t.d. ullina eða flísið.
Mikilvægt að skipta um teygjurnar sem fara undir stígvélin, þegar þær slitna - mig minnir að didrikson og p.op pollagallarnir séu með auka teygjum. Það er svo mikilvægt að hafa teygjurnar til að buxurnar tolli yfir stígvélunum.

STÍGVÉL:
Eins með fóðruðu stígvélin, mér hefur fundist betra að hafa börnin bara í ullarsokkum í venjulegum stígvélum. Líka hægt að nota þau allt árið. Ömurlegt að vera í fóðruðum pollagalla og stígvélum á blautum en heitum sumardegi. Mér hefur samt fundist kostur við fóðruðu stígvélin að þau eru steypt í eitt stykki. Oftast eru hin stígvélin að fara á límingunum og leka meðfram þeim, eða þá að gúmmíið er svo lélegt að þau morkna. Ekki velja stígvélin með flottustu myndinni, skoða frekar límingarnar, passa að botninn sé grófur og að gúmmíið sé gæðalegt.

VETTLINGAR:
Heimaprjónaðir ullarvettlingar finnst mér í raun bestu vettlingarnir. hafa samt nokkur pör til skiptanna. Lúffurnar virka ekki vel amk. ekki fyrir yngri börnin. Þau ná varla gripi t.d. á skóflu og fötu því þær eru yfirleitt svo stífar. Fyrir eldri börn eru lúffur í lagi, bara passa að þær séu þjálar.

KULDASKÓR:
Hef alltaf verið hrifin af Ecco skónum, en upp á síðkastið hef ég séð nokkrar útgáfur af þeim skóm sem hafa ekki verið að virka vel. Líka eins og sniðið á þeim sé að þrengjast með árunum og þá henta þeir ekki börnum með breiðan fót. Viking skórnir hafa verið að koma vel út og líka eitthvað þýskt merki, þekkt, en ég man ekki nafnið núna.

HÚFUR:
Mikilvægt að húfurnar sitji vel á höfðinu og á veturna er auðvitað algjört möst að þær tolli yfir eyrunum, hvort sem þær eru með böndum eða lambhúshettur eru líka góðar. T.d. Kivat húfurnar, fóðrið í þeim er úr ull og yfirleitt eru börnin ekki að svitna undan þeim.

ALMENNT:
Ekki freistast til að kaupa aaallt of stór útiföt til að þau dugi lengur. Þá er barnið yfirleitt búið að ganga á buxunum og gera á þær göt þegar þetta passar loksins á barnið. Það er líka óþægilegt fyrir börnin að vera í allt of stórum fötum og það heftir þau í hreyfingum, allt í lagi ef þau eru bara rétt rúmleg.

Líka mjög mikilvægt að börnin hafi alltaf réttan klæðnað meðferðis og nóg af aukafötum.

nikkí | 30. okt. '11, kl: 18:12:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Gleymdi Pollavettlingunum. Þessir sem eru ekki með fóðri og eru settir utnayfir venjulegu vettlingana, eru mjög góðir í slabbinu og svo eru líka húfur frá einhverjum íslenskum framleiðanda "Dórukot" þær eru að reynast mjög vel.

Sarabía | 30. okt. '11, kl: 17:54:56 | Svara | Er.is | 0

Bestu útifötin eru frá didrikson og bestu stigvélin frá viking og nokian.

Litill strákur fæddur 08.09´16
-------------------------------------
Facebook spjall síða fyrir foreldra gleraugnabarna
https://www.facebook.com/groups/222457807904141/

Undirskriftalisti um hækkun styrks til foreldra barna með gleraugu.
http://www.ipetitions.com/petition/haekkum-gleraugnastyrk-til-barna-og-unglinga/?utm_medium=social&utm_source=facebook&utm_campaign=butt

Sarabía | 30. okt. '11, kl: 17:55:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og ticket to heaven er lika gott merki

Litill strákur fæddur 08.09´16
-------------------------------------
Facebook spjall síða fyrir foreldra gleraugnabarna
https://www.facebook.com/groups/222457807904141/

Undirskriftalisti um hækkun styrks til foreldra barna með gleraugu.
http://www.ipetitions.com/petition/haekkum-gleraugnastyrk-til-barna-og-unglinga/?utm_medium=social&utm_source=facebook&utm_campaign=butt

donnaL | 30. okt. '11, kl: 17:56:29 | Svara | Er.is | 0

Við erum nú misjafnar eins og við erum margar!

Mín reynsla er að 66°N gallarnir eru bestir, polla og kulda- og ef EITTHVAÐ gerist- þá fæ ég það lagað bara í næstu 66 búð. Kuldastígvélin þar kosta reyndar sitt- en þau þola -20 og eru "heilsteypt" eða eitthvað álíka. Mín reynsla er you get what you pay for....

Wurtzite | 30. okt. '11, kl: 19:59:18 | Svara | Er.is | 3

ohh bara ekki flísfóðruð regnföt..

♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥

lilja88 | 30. okt. '11, kl: 20:20:32 | Svara | Er.is | 0

mér finnast bestu regngallarnir vera þeir sem eru flísfóðraðir að innan....
bestu vettlingarnir finnst mér vera lopavettlingar - alls ekki vettlingar sem eru puttavettlingar
mer finnst fólk oft gleyma að koma með flisbuxur og fflispeysu eða lopapeysu til að vera í innan undir pollagöllum...

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Á eina keisaraynju fædda 28.11.2011 :) 2.888 gr og 48 cm :) Fullkomin í alla staði :D
Á von á annarri prinsessu 10.01.2013 :)

Wurtzite | 30. okt. '11, kl: 20:59:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En þegar það er sumar og rigning? Þá er flísfóðraða dótið of heitt :)

♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥

lilja88 | 30. okt. '11, kl: 21:00:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já það er það... en þá er lika hægt að hafa barnið bara á sokkabuxum og pollabuxum og svo þunnum jakka eða eitthvað

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Á eina keisaraynju fædda 28.11.2011 :) 2.888 gr og 48 cm :) Fullkomin í alla staði :D
Á von á annarri prinsessu 10.01.2013 :)

Ladina | 30. okt. '11, kl: 21:39:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í bullandi hita.. nei.. þetta er veðbjóður ... þoli ekki þegar  börn eiga bara svona.. 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

Wurtzite | 30. okt. '11, kl: 22:23:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sammála :)

♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥

magzterinn | 31. okt. '11, kl: 10:02:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það virkar ekki, þau svitna samt og þetta helvíti andar ekki rass. Mér leið alltaf illa þegar ég klæddi börnin í þetta.  Og þunnur jakki virkar ekki í rigningu (nema polla og þá er alveg eins gott að sleppa því að eiga bæði ;p

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Mehh

aligator | 30. okt. '11, kl: 22:18:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég átti svona galla fyrir eldri dóttur mína 2 eða þrjá vetur, mér fannst þeir æðislegir í veðri eins og hefur verið undanfarið, kalt en blautt og enginn snjór. en ég keypti alltaf venjulegu pollagalla á vorin sem hún notaði yfir sumarið og fram á haustið og þangað til það varð kalt aftur, áttum svo líka kuldagalla til að nota þegar kom snjór, flesta vetur notaði hún flísfóðraða gallan miklu meira en kuldagallann því þar sem við búum er sjaldan snjór en ansi oft rigning yfir vetrartímann. ef gallinn hennar blotnaði í útiverunni var hann ansi oft þræddur upp teina í þurrkskápnum og ef það dugði ekki tók ég hann heim, snéri honum við og lagði á ofn yfir nótt og hann var alltaf þurr að morgni.

Ladina | 30. okt. '11, kl: 22:28:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er fínt þegar þau eiga tvo.. allavega þá svona létta galla einhverja á móti.. 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

nibba | 30. okt. '11, kl: 21:12:23 | Svara | Er.is | 0

Öll stígvél með einhverjum myndum eða fígúrum á endast mun skemur en önnur og eru dýrari Langbest finnst mér að nota prjónavettlinga, prjónahúfur og lopapeysur Minn gutti er hlýr og þurr í Viking kuldastígvélum Alls ekki kaupa THH með lausu fóðri í það þvælist bara fyrir þeim Mér finnst Didrikson endast vel
PS ég er ekki leikskólakennari eða starfsmaður á leikskóla, bara mamma 5 ára gaurs auk margs annars.

glámur | 30. okt. '11, kl: 21:37:27 | Svara | Er.is | 0

mæli með : ullarvettlingum, kivat húfum sem eru ekki með dúskum, ef húfurnar eru prjónaðar að setja fóður inn í svo ekki blási í gegn, ullarsokkar og gúmmístígvél, ullarbuxur innanundir pollabuxurnar og galla sem barninu líður vel í. (á t.d gaur sem fílar sko ekki svona galla sem eru rosa víðir eins og tth hann vill teygju í mittið og skálmar sem ekki er hólkvíðar hann þolir ekki að sjá ekki á sér fæturnar) mæli líka með því að ef barnið er með húfu sem er ekki lambhúshetta þá sé það með kraga með sér.

mæli gegn: loðfóðruðum pollagöllum börnin eiga erfitt með að klæða sig í þá, þeir eru lengi að þorna, lykta því eins og kattarhland, verða óþolandi þungir og rakir og börnin svitna í þeim og og og... mæli semsagt ekki með þeim. Lúffur eru líka eitthvað sem er algjört nónó að mínu mati, þeim er kalt í þeim, geta ekki gert neitt ekki einu sinni haldið sér í rólunni, það er erfitt að klæða börnin í lúffur og hvað þá að þau fari í þær sjálf. Fingravettlingar þau eru ísköld í þeim alltaf.

icyspicy | 30. okt. '11, kl: 23:13:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er sammála mörgum hér sem mæla á móti flísfóðruðum pollagöllum - tala sem móðir þriggja barna og sem leikskólastarfsmaður. Ef þeir blotna eru þeir lengi að þorna og það er bara staðreynd að foreldrar taka þá ekki alltaf heim til að þurrka þá og þeir fara að lykta mjög illa. Ef verður er gott eru þeir lika of hlýir fyrir börnin og þau svitna bara í þeim. Mér finnst mikið betra að notast bara við venjulega pollagalla og eiga hlý föt innan undir - ég er yfirleitt með lopapeysu og svo aðra þynnri og svo góðar hlýjar buxur. Eins kemur það fyrir að forledrar ætli sér að nota flísfóðruðu pollagallana sem vetrargalla og það er bara alls ekki nóg.
Eins mæli ég á mót flísfóðruðum pollavettlingum að sömu ástæðum og með gallana - mikið betra að kaupa bara pollavettlinga og nota lopavettlinga eða aðra innan undir.
Ég semsagt er alls ekki hrifin af flísfóðruðu dóti... ;)

Reflex | 30. okt. '11, kl: 23:09:53 | Svara | Er.is | 2

Skil ekki alveg þessa fordóma gagnvart flísfóðruðum pollagöllum. Ég keypti einn frá Didriksson og ég elska hann. Leikskólakennararnir voru einmitt að hæla þessum galla um daginn, blotnar aldrei í gegn og verður því aldrei blautur að innan. Ég myndi svo sem ekki setja barnið í þetta á sumrn en mér finnst þetta snilld á haustin og í slabbinu í vetur.

Maluettan | 31. okt. '11, kl: 01:29:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætli þetta komi þá ekki frá þeim sem hafa ekki efni á að kaupa 2 pollagalla á ári? Ég man allavega hvað ég vorkenndi börnunum sem voru í þessu á sumrin, voru svo sveitt!

Black Angel | 31. okt. '11, kl: 01:38:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar ég var að vinna á leikskóla var ein stelpa í svona didrikson flíspollagalla. Hún var alltaf rennandi. Annað hvort vegna þess að þeir blotnuðu í gegn í miklu vatnsveðri eða þá að hann var of heitur. Stundum var hún bara í buxunum af því að það voru pollar en ekki rigning en undantekningarlaust þurfti hún að skipta um buxur þegar hún kom inn í hádegismat og gat ekki farið út eftir hádegismat því hún átti ekki þurran galla. Já eða var troðið í rennandi galla og send út og var þá oft bara á sokkabuxum inni eftir seinni útiveruna því að aukafötin voru búin.

Þetta var hrikalegt og við vorkenndum greyinu alltaf. Oft var það bara hún sem kom blaut inn!

Lljóska | 31. okt. '11, kl: 16:35:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eru það fordómar ef fólk hefur ekki góða reynslu af einhverju?

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

Maluettan | 31. okt. '11, kl: 01:26:16 | Svara | Er.is | 0

Bestu vettlingarnir finnst mér ullarvettlingar sem ná langt upp og eru með smá þröngu um úlnliðinn og svo pollavettlingar yfir þá. 
Bestu húfurnar finnst mér lambúshetturnar frá 66

Maluettan | 31. okt. '11, kl: 01:27:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

What hvernig gerðist þetta!


En já bestu húfurnar eru lambúshetturnar frá 66° norður og Janus.
Mér finnst auðveldast að klæða börnin í pollagallann frá 66

Maluettan | 31. okt. '11, kl: 01:28:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

HVAÐ ER Í GANGI, AFHVERJU ÝTIST ALLTAF Á ENTER ÞEGAR ÉG ÝTI Á GRÁÐU TAKKANN!!
Mér finnst auðveldast að klæða börnin í pollagallann frá 66° norður en veit ekki hvort hann sé bestur endilega.
Best innanundir snjó, - og pollagalla er þunnur ullarfatnaður.

Drapp | 31. okt. '11, kl: 04:19:24 | Svara | Er.is | 0

útifatnaður sem lekur
Vindgallar = ekki vatnsheldir.

útifatnaður sem er ekki nógu hlýr
Vindgallar = Ekki vetraföt

Bestu útigallarnir
66° Norður

Bestu regngallarnir
Allir nema Latabæjagallarnir (detta í sundur)

Bestu vettlingarnir
66° Norður og þeir sem eru ekki polyester.

Bestu skórnir
Ohh þykkir með skinni inní og reimum. Held að það sé 66° norður....

lélegutu skórnir
Hálf plast, með rennilás og eitthvað... Man ekki nafnið á þeim....

lélegustu útigallarnir
Latabæjagallarnir. Boltna í gegn og eru ekki mjög einangrandi í vindi meðfram rennilásnum að framan og alls ekki góðir gallar = gallar úr europris!

Niðurstaða.

Ekki láta krílin nota vindgalla frameftir vetri, þeir eru ekki hannaðir til að vera notaðir sem vetragallar.
Ég er ekki að vinna fyrir 66° norður haha!
+ besta húfan hands down : http://www.66north.com/us/shop/pc-1756-466-magni-childrens-hat.aspx
+ Krem sem verndar húðina þeirra fyrir kuldanum er mjög gott að hafa í leikskólanum.

Munið bara að merkja rosalega vel og hafa band á vettlingum :)

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
God made mud, God made dirt, God made boys so girls can flirt.

Drapp | 31. okt. '11, kl: 04:20:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ecco kuldaskórnir!!!!

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
God made mud, God made dirt, God made boys so girls can flirt.

iceglory | 31. okt. '11, kl: 08:35:34 | Svara | Er.is | 0

veit ekki með það versta en
pop gallarnir nátturulega bestir að mínu mati ;) svo eru líka didriksen gallarnir rosalega góðir
didriksen pollagallarnir GÓÐIR, og líka pop og 66°norður auðvitað.
Loðfóðruðu pollagallarnir frá RL eru DRASL sem lekur
latabæjar föt = drasl (kalt og verða gegnum blautir "oftast")
veit ekki með stígvél hef ekkert tekið eftir því að einhver séu verri en önnur,
Mín stelpa á viking kuldastígvél og búin að gera það í 1 ár (hún er 2 og hálfs) og þau eru stráheil og rosalega þægileg, þá að koma henni í þau og henni er hlýtt.
Mæli allavega með þeim, reynslan mín á ecco kuldaskóm er að það er oft erfitt að koma börnunum í þau ;)

♥♥░(¯`:´¯)░♥ ♥ ♥ Eyddu ekki tímanum
░.(¯ `•.\|/.•´¯)♥ ♥ í að horfa aftur....
░(`♥•.(۞).•´¯)░(¯`:´¯)♥Þú ert ekki
░ (_.•´/|\`•._)(¯ `•.\|/.•´¯) ♥ ♥ á leiðinni þangað.

piscine | 31. okt. '11, kl: 09:01:40 | Svara | Er.is | 0

Er í alvöru ásættanlegt að það megi ekki koma með reimaskó eða fingravettlinga af því að það er of mikið vesen fyrir starfsfólk?

Pandóra | 31. okt. '11, kl: 09:22:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hefur einhver sagt það?
Aðalástæðan fyrir því að fingravettlingar eru ekki sniðugir fyrir lítil börn á veturna er sú að þeir eru engan vegin nógu hlýjir.

piscine | 31. okt. '11, kl: 09:26:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, á nokkrum stöðum í umræðunni taka leikskólastarfsmenn (I presume) fram að það eigi ekki að koma með þessa hluti af því að það sé svo mikið vesen að klæða þau í þetta. Ekki það, börnin mín eru hvorki með fingravettlinga né reimaskó. Þetta bara stakk mig í umræðunni.

Pandóra | 31. okt. '11, kl: 09:30:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, ég tók ekkert eftir slíku.
En auðvitað er mjög gott að börnin geti að mestu klætt sig sjálf, ýtir undir sjálfstæði og við leggjum áherslu á að þau klæði sig sjálf eftir getu - held að enginn sé samt að kvarta yfir að þurfa að aðstoða börn ;) Fingravettlingar eru samt ekki sniðugir fyrir allra yngstu börnin, þeir eru kaldir og þau geta alls ekki klætt sig sjálf í þá.

AnitaBlake | 31. okt. '11, kl: 19:03:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst allt í lagi að reyma skó og er eldsnögg að því en eiginlega er maður jafnlengi að klæða tveggja ára barn með lina putta í fingravettlinga eins og að klæða barnið í öll hin útifötin. Eitt og eitt barn með fingravettlinga er svo sem allt í lagi en ef það eru kannski tíu eða fimmtán börn börn með fingravettlinga þá getur þetta tekið óratíma. Það er ekki eins og maður sé neitt eldsnöggur að koma 16-20 tveggja ára börnum út þótt engir séu fingravettlingarnir.

Ég hef hins vegar haft börn sem kunna að fara í fingravettlinga með smá hjálp (kunna að glenna út fingurna) og þá er þetta ekkert mál.

Lúffurnar eru svipaðar að því leyti að það getur verið hell að koma börnunum í þær.

Foreldrar gleyma stundum að spá í það hvernig er að klæða börnin í fötin. Það getur verið rosalega erfitt þegar börn eru t.d. með uppháa converse-skó eða aðra skó sem erfitt er að komast í. Mjög þröngar ermar á úlpum og útigöllum eru leiðinlegar.

Felis | 31. okt. '11, kl: 09:47:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég skil ekki alveg af hverju fingravettlingar ættu að vera of mikið vesen - minn gaur hefur amk klætt sig hjálparlaust í sína fingravettlinga síðan hann var 3 ára. 

Skil betur ef þeir eru of kaldir, minn gaur vill samt helst bara vera í þunnum fingravettlingum og ég leyfi honum það mest allan veturinn - en ég er líka í dk. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

magzterinn | 31. okt. '11, kl: 10:08:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er það bannað einhversstaðar?  En mín reynsla er sú að fingravettlingar eru bara drullukaldir. Og svo er annað að ef að þessi yngstu væru öll í fingravettlingum, þá hefði starfsfólk lítinn tíma í annað en að klæða þau í vettlinga. Litlu stýrin eru flest mikið í því að rífa af sér vettlingana úti og jú auðvitað klæðum við þau í aftur en ef að það fer að taka mjög langan tíma þá getur þetta hreinlega farið að vera hættulegt því við erum líka að passa upp á að þau fari sér ekki að voða. Hugsa að flestir vilji frekar að starfsfólkið nái að einbeita sér betur að því að passa upp á börnin en að raða puttum í fingravettlinga.  
En reimaðir skór eru ekkert vesen að mínu mati. Ég geri bara tvöfalda slaufu og þá haldast þeir á alla útiveruna ;p 

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Mehh

litlaskotta | 31. okt. '11, kl: 10:31:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

held að það sé hvergi bannað - en mín stelpa átti reimaða ecco skó sumarið 2010 og ég ætla ekki að kaupa aftur reimaða leikskólaskó því henni fannst ömurlegt sjálfri að geta ekki farið í og úr skónum sjálf svona þegar sjálfstæðisbaráttan var í hámarki ;)

Hún er 4 ára núna og vill helst ekki vera í reimuðum skóm - jah eða neinum skóm sem hún getur ekki farið í sjálf ;)

_______________________________________________________
2 stelpna mamma !!!

magzterinn | 31. okt. '11, kl: 10:37:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já mér finnst sjálfri persónulega þægilegra þegar þeir eru ekki reimaðir og einmitt líka betra upp á að þau læri fyrr sjálf að bjarga sér.  En ég hef svosem ekkert á móti þeim heldur. En ég myndi sjálf ekki kaupa reimaða fyrr en barnið er búið að læra að reima sjálft. 

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Mehh

kommon | 31. okt. '11, kl: 09:26:53 | Svara | Er.is | 0

Þar sem ég hef svo sem enga reynslu af þessu ennþá þá ætla ég ekki að tjá mig um þetta en langar bara að benda á að á leikskólanum hjá stráknum mínum (búum í Noregi) þá er regngöllunum snúið við þegar þau koma inn til að rakinn sem hefur náð að myndast inn í gallanum nái að þorna og þá verða þeir ekki svona grænir eins og vill gerast :) Ég hef aldrei tekið eftir þessu á Íslandi og langaði bara að deila þessu.

_____________________________________
When God Greated Man.....
She Was Only Kidding :D

Black Angel | 31. okt. '11, kl: 09:35:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við gerðum þetta á þeim leikskólum sem ég vann á. Og settum blaut föt í þurrkskápinn á milli útivera. En það voru samt alltaf sömu börnin blaut.

kommon | 31. okt. '11, kl: 09:44:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þau setja gallana ekki í þurkskáp bara hengja þá upp á röngunni og þeir þorna á no time, hérna virðist samt ekki vera eins vinsælt að vera með börnin í þessum flýsfóðruðu eins og heima á Íslandi.

_____________________________________
When God Greated Man.....
She Was Only Kidding :D

Felis | 31. okt. '11, kl: 09:50:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ohh... hérna (dk) þá eru fötin bara einsog börnin ganga frá þeim og ég HATA þegar sonur minn nær að snúa við pollagallanum sínum (sérstaklega buxunum) og hengir hann þannig upp. Það er svooooo ógeðslegt þegar hann nær ekki að þorna að utan og maður þarf að teygja sig inn í skálmarnar og snúa honum við. 

En minn gaur hefur reyndar alltaf á pollagalla úr rúmfó og ég hef aldrei tekið eftir því að hann hafi verið rakur að innan. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

vontrapp | 31. okt. '11, kl: 16:57:11 | Svara | Er.is | 1

ég er að vinna á leikskóla og hef gert það síðastliðin 12 ár

útifatnaður sem lekur ???? 66 norður er það sem er mest að leka af pollagöllum.

útifatnaður sem er ekki nógu hlýr ???? hettupeysur eru ekki "hlýjar" peysur til að nota undir pollagallan,

Bestu útigallarnir didrikson og rúmfó eru ótrúlega segjir :)

Bestu regngallarnir rúmfatalagerinn gamla týpan, og þeir sem fást í europris

Bestu vettlingarnir prjónaðir ullarvetlingar með háu stroffi og svo þegar það er blautt þá þunna pollavetlinga yfir.

Bestu skórnir kuldaskór þá er það ecco og timberland það virðist engin bleyta fara í gegn um þá.

lélegutu skórnir rúmfó kuldaskór

lélegustu útigallarnir latibær og weather??? einhvað úr hagkaup veit ekki á hvaða geimverubörn þeir voru hannaðir á.

og ömurlegustu lambhúsetturnar eru frá kivat þetta er svo óglögulegt að það hálfa værihellingur svo eru dúskarnir svo þungir að húfan hallar fram á ennið og þar af leiðandi kippist húfan upp að aftan og þá blæs inn á hálsinn.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
**casbcbpqeifyvbabcm MarcDeven 06:47
dhvbisoqnwbnsvas** MarcDeven 06:46
**cpJjndakBkkdvbsvlef MarcDeven 06:45
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 03:24
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 | 16:19 18.4.2024 | 16:32
New York Ròs 18.4.2024 | 09:19 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024 | 03:42
packers and movers rehousingindia 17.4.2024 | 06:31
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 | 03:27 17.4.2024 | 21:20
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024 | 05:49
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 | 09:44 13.4.2024 | 23:39
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 | 16:08 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 | 15:20 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 | 13:20
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 | 07:24 13.4.2024 | 07:34
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024 | 19:03
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 | 20:22 11.4.2024 | 09:19
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 | 17:20 8.4.2024 | 07:56
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024 | 00:15
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 | 14:42 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 | 14:41 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 | 14:40 5.4.2024 | 19:37
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024 | 01:15
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 | 09:15 5.4.2024 | 14:33
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 | 07:49 4.4.2024 | 14:48
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024 | 15:53
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 | 21:55 1.4.2024 | 20:57
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 | 12:56 5.4.2024 | 21:33
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024 | 23:21
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 | 14:32 28.3.2024 | 09:52
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 | 13:03 28.3.2024 | 10:44
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 | 11:49 1.4.2024 | 18:50
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 | 11:09 1.4.2024 | 21:02
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024 | 10:47
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 | 12:40 29.3.2024 | 16:52
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 | 13:23 27.3.2024 | 18:01
Berlín Ròs 25.3.2024 | 08:25
Tinder olla2 23.3.2024 | 14:52 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024 | 18:39
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 | 21:43 22.3.2024 | 03:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024 | 17:22
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 | 16:27 8.4.2024 | 10:47
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 | 16:37 24.3.2024 | 20:53
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024 | 16:21
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 | 13:29 11.3.2024 | 19:57
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 | 19:42
Facebook 12strengja 5.3.2024 | 15:55 7.3.2024 | 03:34
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 | 12:32 17.3.2024 | 23:24
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 | 14:18 28.3.2024 | 10:20
Omeprazole isaac 4.3.2024 | 12:13
Síða 1 af 47611 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Bland.is, paulobrien, Paul O'Brien, annarut123, tinnzy123, Guddie