Stari og fló

torat | 13. apr. '12, kl: 22:52:17 | 480 | Svara | Er.is | 0

Var að lesa þessa grein:
http://vikudagur.is/vikudagur/adsendar-greinar/2012/04/09/starinn-og-ymsir-adrir-fuglar


Starinn er dæmigerður þéttbýlisfugl og er skyldur hrafninum ástærðvið þröst og dökkur á litinn og slær stundum skemmtilegum blásvörtum gljáa á búk hans innan um ljósar doppurnar.

Starinn hóf varp á Íslandi um 1940 á Suðausturlandi. Starinn er alæta
og nærist á fjölbreyttri fæðu úr dýra-  og jurtaríkinu, lifandi og
dauðri. Því hentar honumvelað búa i nábýli við manninn þar sem ýmislegt fellur til af
nægtarborðum. Starinn er félagslyndur fugl og á það til að nátta sig í
hópum fyrir nóttina oft í trjám eða háum mannvirkjum.

Smámsamanhefur hann dreifst um landið. Um 1960 fer hann að verpa í höfuðborginni
og dreifist þaðan um Suður og Suðvesturland. Hann er búinn að vera á
Norðurlandi vestra í nokkur ár og s.l. ár hafa 2 - 4 pör verið verpandi á
Akureyri og flestir fuglarnir hafa yfirgefið bæinn að vetrum til þessa,
þar til fyrir um þremur árum en þá byrjaði veruleg fjölgun starans hér í
bæ. Síðasta sumar gátum við staðsett 21 hreiður í húsum og öðrum
mannvirkjum. Nokkuð hefur verið um stara hér í bænum í vetur.  Ef
tíðarfar heldur áfram að batna má búast við að starinn sé kominn til að
vera hér í nokkuð miklum mæli.

Staraflóin umdeilda og andlegur hrellir viðkvæmra.

Flestum fuglum fylgja lýs og flær og er starinn engin undantekning
þar á. Hann er með fló sem lifir á blóði fuglanna. Staraflóin er reyndar
hin eina og sanna hænsnafló og eru hænsnfuglar í uppáhaldi hjá henni þó
hún leggist líka á ýmsa spörfugla og ýmsa aðra fugla og er starinn
engin undantekning.  Flóin verpir örsmáum eggjum í hreiður fuglanna og
síðan klekjast þar út lirfur sem lifa á ýmsum leyfum í hreiðrinu m.a.
skít úr fullorðnu flónum. Síðan púpa þær sig og bíða veturinn til næsta
vors en þá klekjast þær út og stökkva síðan á nýja stara sem ætla að
verpa næsta vor og eða unga þeirra og þannig hefst hringrásin að nýju.

Ef starinn hins vegar mætir ekki næsta vor í hreiðrið fer flóin að
ókyrrast og ekki verður flóarfriður í hreiðrinu og  á þá til að leita
inn í hita og veldur smávegis vandræðum hjá fólki þó mest andlegum en
auðvitað getur klæjað svolítið undan flóarbiti ef það á sér stað.
Staraflóin lifir ekki lengi á manninum þannig að við erum bara ekki í
neinni útrýmingarhættu þrátt fyrir flóna .

Kettir og hundar geta borið staraflærnar inn í hús.

Kettir og hundar sem ganga um í nágrenni starahreiðurs frá fyrra ári
og ekki er komið varp í  geta fengið á sig flóna og borið hana með sér
inn í híbýli mannanna. Þess vegna er víða mælt með að menn haldi dýrum
sínum einkum köttum inni við á vorin en þeim er gjarnt að sniglast við
hreiður fugla.  Sjálfsagt er að fólk athugi á húsum sínum hvort séu
glufur undir þakplötur, loftræstiop eða annar inngangur á húsunum, sem
starinn getur farið inn um. Eins þurfa arkitektar að hafa það í huga við
hönnun húsa að starinn er líklega kominn til að vera hérna og þvíbestað loka sem flestum götum fyrir þeim.

Varpkassar

Sniðugt ráð er að koma sér upp varpkössum í tré eða á staur, á
lóðinni sem fjærst húsinu og mega gjarnan vera  fleiri en einn kassi í
trénu og er þá líklegra að stararnir reyni að verpa þar frekar en inni í
híbýlum mannanna. Sumir eiga það til að hengja kassana á veggi húsa
sinna eða útihúsa s.s. garðskúra.

Staravarpkassar eru gjarnan nokkuð háir og fylgja hér mál á einum kassa.

Hæð 30cm á framhlið og 35 cm á bakhlið. Breidd gæti verið um 20cm og
dýpt um 20 cm. Gat er á framhlið 5cm breitt og staðsett nokkuð ofarlega
en þakið er framhallandi ,,skúrþak“.

Sniðugt er að hafa botnin opnanlegan þannig að þú getir fjarlægt
hreiðrið að loknu varpi beint ofan í plastpoka til að fækka flónum.

Starinn gefur frá sér skemmtileg hljóð og er glaðlyndur fugl. Hann
getur verið ágengur við aðra fugla í samkeppni um æti. Starinn er
snilldar eftirherma og á það til að herma eftir öðrum fuglum og ég hef
heyrt í fugli sem hermdi eftir farsímahringingum og svo svaraði hann
einnig á eftir hringingunni.

Eitt af einkennum starans er að hann gengur um en hoppar ekki jafnfætis eins og þrestirnir og ýmsir aðrir fuglar.

Farfuglunum fjölgar.

Af öðrum farfuglum er það að frétta að álftum, gæsum, þröstum fjölgar
ört hér á Akureyri þessa dagana. Tjaldarnir orðnir um 70 á Leirunum og
blessaður hettumáfurinn er mættur en hettulaus að mestu en hettan kemur í
ljós næstu vikurnar þá er fuglarnir prýðast sínu fínasta fyrir
varptímann.

Jón Magnússon, meðlimur í Hinu íslenska hettumáfavinafélagi.


 

-------------
Ég fíla ekki kaldhæðni.

h.f. | 13. apr. '12, kl: 22:52:48 | Svara | Er.is | 0

gott hjá þér

torat | 13. apr. '12, kl: 22:55:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég gleymdi semsagt að segja eitthvað meira... óléttuþoka you know. Finnst þetta svolítið fyndin grein, en langaði að vita hvað fólki finnst. Ég hef aldrei lent í því að fá fló inn til mín en hef heyrt þvílíkar hryllingssögur.

-------------
Ég fíla ekki kaldhæðni.

tóin | 13. apr. '12, kl: 23:15:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kötturinn minn gerðist almenningsvagn fyrir starraflóna á sínum tíma - ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en ég vaknaði með 27 bit . . . . . og ég er með heiftarlegt ofnæmi fyrir bitunum.  Ég setti köttinn í flóabað og keypti á hann eituról, hann fór aldrei aftur inn í svefnherbergið, ég ryksugaði svefnherbergið frá A-Ö á hverjum degi í tvær vikur, setti sængur og kodda í annað herbergi í tvær vikur og við sváfum með teppi inn í sængurveri á meðan og ég setti eucalyptus olíu á öll fjögur horn rúmsins í alla gluggakarma með opnum fögum og í alla hurðakarma etc.

Ég tjúllaðist sum sé :)

Kötturinn var aldrei flóaólarlaus aftur (ekki heldur um vetur - jafn hallærislegt og það er) og það hefur reyndar ekki verið flóabit hjá mér síðan, ekki innandyra.

Þetta er vibbi - en það er hægt að verjast þessu - 7, 9, 13 og allt það :)

h.f. | 13. apr. '12, kl: 23:16:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

:)

 

ramm | 13. apr. '12, kl: 23:28:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hef fengið þessa fló inn til mín og vaknaði með 20 bit, ég hélt ég mundi klikkast úr kláða, allt var tekið í gegn, kisunni var meinaður aðgangur að svefnherberginu um sumarið, fór í flóabað, fékk flóaól og fær núna altaf flóaól á sumrin.

Myken | 13. apr. '12, kl: 23:51:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hló nú þegar ég las " veldur smávegis vandræðum hjá fólki þó mest andlegum en
auðvitað getur klæjað svolítið undan flóarbiti ef það á sér stað." ég er ekki viss um að þeir sem ég þekki og klóra sig til blóðs og eru jafnvel með þvílík sár undan þessum ófögniði séu sammála um að þetta séu smávegis óþægindi og aðalega andlegt hahahahaha

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Maddaman | 13. apr. '12, kl: 23:24:29 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst viss lítilsvirðingartónn í þessari grein gagnvart okkur sem erum með slæmt ofnæmi.

Tipzy | 13. apr. '12, kl: 23:28:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nkl algjörlega sammála, sérstaklega þetta smávegis kláða og aðalega andlegum óþægindum. Greinilega aldrei verið bitin illa. Svona eins og pabbi sem er búin að vera þræta við okkur hin um að það sé fló og hreiður við sólskálan hjá okkur, bara afþví hann fann ekki fyrir bitum. ÞArtil hann var bitinn!

...................................................................

Myken | 13. apr. '12, kl: 23:53:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sú sem er á milli okkar var alltaf illa bitin sem krakki...

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024
Estrategias para mejorar tu fluidez conversacional con ChatGPT en español ErnestaHelga 18.3.2024
There are benefits to using a biweekly timesheet calculator pixehaw958 18.3.2024
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 17.3.2024 | 21:12
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 17.3.2024 | 11:21
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 17.3.2024 | 10:54
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 16.3.2024 | 14:36
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 16.3.2024 | 12:12
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 14.3.2024 | 19:56
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 14.3.2024 | 04:15
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 10.3.2024 | 14:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 9.3.2024 | 18:09
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 8.3.2024 | 23:30
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Prufa Helloyou 28.2.2024
Virkar skráning á hugi.is? Dögun Ermine 27.2.2024
Sjónin komaso 28.10.2008 27.2.2024 | 19:52
Pappakassar fyrir flutninga marulla 27.2.2024
Brunasár Catalyst 27.10.2011 27.2.2024 | 12:05
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 27.2.2024 | 04:43
helsta verslun fyrir verkfæri í USA Felgulykill 30.12.2010 26.2.2024 | 09:38
Herinn !? officerdick 20.9.2010 24.2.2024 | 20:45
The main source of entertainment! Annarose1 23.2.2024 24.2.2024 | 18:16
The Desert Flower Tipzy 5.4.2010 23.2.2024 | 10:33
Hvaða skemmtistaða saknið þið? (0-99 ára) Golda Meir 13.8.2006 22.2.2024 | 17:14
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 21.2.2024 | 03:28
Síða 1 af 45812 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, paulobrien