Heitir brauðréttir vantar uppskriftir

holka88 | 20. nóv. '08, kl: 14:23:41 | 1515 | Svara | Er.is | 0

Heitir brauðréttir

 

Á fallegustu börnin
Prinsessan fædd 25.nóvember 2007
Prinsinn fæddur 14.júlí 2009

kis09 | 20. nóv. '08, kl: 14:34:40 | Svara | Er.is | 0

Finn brauðréttur:
Fyrir um 8-10.manns:
1. dl. (200gr) af sýrðum rjóma 36%.
1.dós(200gr) syrður rjómi 18%
1 1/2.dl. rjómi
1. dós(200gr) sveppir
1.dós.(300gr) spergill(aspas)
250gr. (ef vil) skelfiskur eða krabbakjöt
100gr. skinka
100gr. ostur
10.samlokusneiðar hvítt
1/2. tsk. karrí
1.tsk. laukduft
1.tsk. seson all krydd.
Blandið saman sýrða rjóma og rjóma og bætið safanum af sveppunum og aspasnum út í. kryddið með karri, laukdufti og seson all. Hreinsið skelfiskinn /eða krabbakjötið , smækkið og blandið út í rjómablönduna ásamt sveppum, aspasi, saxaðri skinku og rifnum osti. Skerið brauðsneiðar í teninga og blandið saman við. Setjið brauðblönduna í eldfast mót og bakið í ofni i um 20-30.min við 200c.

Zzx | 20. nóv. '08, kl: 14:42:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi er allataf vinsæll
1 aspasdós
1 dós af sveppa smurosti
1 skinkubréf
bruað eftir smekk

osturinn er bræddur í safanum af aspasnum, skinkan skorin í bita og sett útí sullið ásamt aspasnum (sumir vilja britja niður ferska sveppi með. Brauðið rifið og sett í eldfast bót og gusminu sturtað yfir svo er skelt osti yfir herlegheitin ogínn í ofn þar til osturinn fer að taka lit.

brúkí | 20. nóv. '08, kl: 15:46:22 | Svara | Er.is | 0

Hér er fullt af uppskriftum, bæði heitum og köldum :)

Fínn brauðréttur
1 dós sýrður rjómi (36%)
1 dós sýrður rjómi (18%)
1 ½ dl rjómi
1 dós sveppir (200 gr)
1 dós aspas (300 gr)
250 gr skelfiskur eða krabbakjöt (surim)
100 gr skinka
100 gr ostur (26%)
10 sneiðar samlokubrauð, hvítar
½ tsk karrý
1 tsk laukduft
1 tsk Season All
1. Blandið saman sýrðum rjóma og rjóma og bætið safa af sveppum og aspas út í.
2. Kryddið með karrý, laukdufti og Season All.
3. Hreinsip skelfisk/krabbakjöt, smækkið og blandið út í rjómablönduna ásamt sveppum, aspas, saxaðari skinku og rifnum osti.
4. Skerið brauð í teninga og blandið saman við.
5. Setjið blönduna í eldfast mót í ofni við 200°c í 20-30 mín.
Berið fram sem sjálfstæðan rétt eða á kaffihlaðborði.

Þúsundeyjabrauðterta
1 flaska Þúsundeyjasósa
2 dósir sýrður rjómi
1 bréf skinka, smátt skorin
½ dós maískorn
púrrulaukur, eftir smekk
1 skorið brauðtertubrauð

1. Blandið Þúsundeyjasósu og sýrðum rjóma saman. Takið frá u.þ.b. 2/3 bolla til að smyrja á brauðtertuna í lokin.
2. Blandið öllu nema brauðinu saman í skál.
3. Smyrjið salati á milli brauðlaga og smyrjið brauðtertuna að lokum.
4. Skreytið að vild.


Campell´s brauðréttur

4-6 franskbrauðssneiðar
6-8 sneiðar beikon
1 laukur
100 gr ferskir sveppir
1 lítil dós ananaskurl
½ paprika
1 dós Campell´s Ham @ Cheese
2 dl rifinn Óðalsostur

1. Smyrjið eldfast mót og raðið brauði á botninn eða rífið það niður.
2. Steikjið beikon, lauk og sveppi.
3. Dreifið ananaskurli yfir brauðið og stráið paprikunni yfir það.
4. Blandið saman súpu, beikoni, lauk og sveppum og hellið yfir ananaskurlið.
5. Dreifið rifnum osti yfir og bakið í 15-20 mínútur við 180°c.




Einn bragðsterkur
1 piparostur
1 mexico-ostur
ca 100 rjómaostur
4-5 dl matreiðslurjómi
1 box af sveppum (250 gr)
100 gr pepperoni
1 beikonbréf
2 dósir sýrður rjómi
3/4 franskbrauð, skorpuskorið og tætt niður

1. Ostarnir og rjóminn eru settir í pott og bræddir, sýrða rjómanum síðan hrært saman við.
2. Rífið brauðið niður og setjið í eldfast mót.
3. Sveppir og beikon steikt á pönnu og raðað ofan á brauðið.
4. Pepperoni stráð þar ofan á og ostablöndunni hellt yfir.
5. Bakað í ofni við 200°c í u.þ.b. 20 mínútur.


Góður brauðréttur
Sætt sinnep
2 dósir sýrður rjómi
2 litlar dósir mæjónes
4 egg, harðsoðin
1 bréf skinka
2 litlar dósir ananas
1 stórt franskbrauð
Rækjur
Paprika
1. Smyrjið sinnepi inn í stóra skál og rífið brauðið í botninn. Blandið eggjum, skinku og ananas saman við sýrðan rjóma og mæjónes.
2. Setjið salat og brauð til skiptis í skálina þar til bæði salatið og brauðið klárast.
3. Setjið rækjur og smátt skorna papriku ofan á.
4. Kælið áður en rétturinn er borinn fram.




Brauðréttur ofan á ristað brauð

1 piparostur, smátt skorinn
1 mexico-ostur, smátt skorinn
1 dós ananaskurl
1-2 paprikur, smátt skornar
Blaðlaukur, smátt skorinn
Rækjur
½ dós mæjónes
½ dós sýrður rjómi

1. Öllu blandað saman og borið fram með ristuðu brauði.




Brauðréttur

1 brauð
1 stórt skinkubréf, skorið niður
1 dós grænn aspas
1 dós sveppir
1 dós Sveppa-Campell´ssúpa
1-2 dósir smurostur (beikon og/eða sveppa) ? í raun nóg að hafa einn smurost
Rifinn ostur

1. Rífið brauðið í eldfast mót, hellið slatta af safanum af bæði aspasnum og sveppunum yfir.
2. Hrærið saman skinkuna, aspasinn, sveppina, súpuna og ostana.
3. Hellið blöndunni yfir, setjið svo brauð aftur og svo safa, og endurtakið uns bæði blandann og safinn eru búin.
4. Dreifið rifnum osti yfir og bakið við 200°c þar til osturinn hefur brúnast.







Pepperonirúllutertubrauð

1 rúllutertubrauð
1 dós sýrður rjómi
2-3 msk mæjónes
100 gr pepperoni
1 rauðlaukur
½ -1 bolli ólífur
Ítölsk kryddblanda
Salt og pipar eftir smekk
Rifinn ostur


1. Skerið pepperoni, lauk og ólífur smátt niður.
2. Hrærið saman við mæjónes og sýrðan rjóma.
3. Kryddið eftir smekk.
4. Smyrjið blönduna á brauðið og rúllið því varlega upp.
5. Leggið brauðið á ofnplötu sem klædd hefur verið bökunarpappír og stráið rifnum osti yfir.
6. Bakið í 20 mínútur við 180°c.



Skinkurúllutertubrauð

1 rúllutertubrauð
1 askja Sveppasmurostur
2-3 msk mæjónes
200 gr skinka
1 dós grænn aspas
Smá soð af aspasnum

1. Blandið öllu hráefni saman í pott nema brauðinu.
2. Smyrjið á brauðið og rúllið upp.
3. Bakið í ca. 15-20 mínútur.





Mexíkórúllutertubrauð

1 rúllutertubrauð
1 mexico-ostur
Smá rjómi
Pepperoni

1. Bræðið ostinn í rjómanum og bætið niðurskornu pepperoni við.
2. Smyrjið á brauðið og rúllið upp.
3. Bakið í ca. 15-20 mínútur.


Rækjurúllutertubrauð

3 ¾ dl soðin hrísgrjón
250 gr rækjur
2 ½ dl þeyttur rjómi
220 gr niðursoðinn aspas
1 ¼ dl rifinn ostur
2 tsk karrý
2 egg
1 lítil dós mæjónes

1. Blandið saman mæjónesi, rjóma og eggjarauðum.
2. Sjóðið hrísgrjónin og kælið.
3. Blandið öllu út í mæjónesblönduna og setjið á rúllutertubotn.
4. Þeytið eggjahvítur og smyrjið utan á.
5. Bakið við 200°C þangað til rúllan er orðin ljósbrún, eða í u.þ.b. 15 mínútur.


Íslensk ostasæla

4-6 brauðsneiðar
1 stór rauð paprika
1 dós grænn aspas
1-12 teningar fetaostur í kryddolíu
12 svartar ólífur, steinlausar
50 gr rifinn ostur
2 msk smátt saxað, ferskt basil (einnig gott að nota graslauk)
1 ½ dl rjómi
1 dl léttmjólk
Gráðostur eftir smekk

1. Rífið brauðið niður í eldfast mót.
2. Saxið papriku og aspas, og skerið ólífur í sneiðar.
3. Dreifið papriku, aspas, fetaosti og ólífum yfir brauðið.
4. Skerið gráðost í litla bita og dreifið yfir réttinn.
5. Stráið rifnum osti yfir.
6. Blandið saman rjóma & mjólk og hellið yfir réttinn.
7. Bakið við 200° í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til rétturinn hefur fengið fallegan lit.


Heitur brauðréttur
1 dós Campell´s súpa með sveppabragði
1 dós aspas
1 msk mæjónes
½ dl rjómi
Skinka
Brauð
Rifinn ostur

1. Setjið allt í pott nema brauðið og hitið.
2. Rífið brauðið í eldfast mót og blöndunni hellt yfir, og blandað vel saman.
3. Setjið rifinn ost yfir og bakið í ofni við 180°c í u.þ.b. 30 mínútur.





Ostaréttur

220 gr niðursoðinn aspas
200 gr ferskir sveppir
200 gr sýrður rjómi
180 gr brie með gráðostarönd
100 gr skinka, smátt skorin
2 msk mæjónes
½ franskbrauð, rifið niður án skorpunnar
Season all
Smjör til steikingar
Safi úr ½ ananasdós

Ofan á:
180 gr brie með piparrönd

1. Setjið 2/3 af brauðinu í vel smurt eldfast mót og setjið aspasinn ofan á.
2. Bleytið brauðið með aspassafanum.
3. Steikið sveppina í smjöri og dreifið þeim yfir brauðið.
4. Bætið síðan við skinku og kryddið með Season All eftir smekk.
5. Stappið saman brie með gráðaostarönd, sýrðan rjóma og mæjónes og smyrjið yfir.
6. Leggið afganginn af brauðinu þar ofan á og bleytið með ananassafanum.
7. Rífið brie með piparrönd yfir brauðið.
8. Hitið í ofni við 160°C í 15-20 mínútur.


Kaldur brauðréttur

1 franskbrauð, tætt niður án skorpunnar
3-4 msk mæjónes
2-3 bréf skinka, söxuð niður
250 gr rækjur
1 dós sýrður rjómi
1 lítil dós ananaskurl
3 harðsoðin egg (kurluð)
Vínber
Dill

1. Setjið brauð í eldfast mót
2. Hrærið saman sýrðan rjóma, mæjónes og ananaskurl og hellið yfir brauðið.
3. Setjið skinku ofan á blönduna, því næst egg og síðan rækjur.
4. Má skreyta með dilli og vínberjum sem eru skorin í tvennt.

Karrýrækjuréttur
500 gr rækjur
1 pakki hörpudiskur
1 dós sveppir
1-2 bréf Karrýhrísgrjón eða Golden rice
3-4 msk mæjónes
1 peli rjómi
1. Hrísgrjónin eru soðin eins og lýst er á pakkanum.
2. Hörpudiskurinn skorinn í bita.
3. Mæjónesið sett í skál og rækjunum, hörpudisknum, sveppunum og hrísgrjónunum blandað út í ásamt rjómanum.
4. Allt sett í eldfast mót og ostur yfir.
5. Bakið í ofni þar til osturinn hefur brúnast.
6. Borið fram með ristuðu brauði.
Athugið með hörpudiskinn að á honum er vöðvi sem þarf að taka af (hann er hvítari en hörpudiskurinn sjálfur og auðvelt að plokka hann af).

Gráðostabakstur

1 franskbrauð, rifið niður
2 piparostar
1 lítill gráðostur
1 Camembert
½ lítri rjómi

- sett í pott og brætt saman

1 pakki brokkólí
1 bréf skinka
1 paprika
sveppir

- sett yfir brauðið, svo sósan og rifinn ostur yfir. Bakað við 200°c í 30 mínútur í ofni.
- borið fram með rifsberjahlaupi



Stóri Dímon

1 brauð
Stórt skinkubréf
200 gr sveppir
½ dós aprikósur
1 ½ peli rjómi
1 Stóri Dímon
Rifinn ostur

1. Osturinn er bræddur við vægan hita í rjómanum.
2. Sveppirnir steiktir í örlitlu smjöri.
3. Brauðið rifið niður í eldfast mót.
4. Aprikósurnar brytjaðar niður og settar yfir brauðið ásamt safanum af þeim.
5. Sveppir og skinka sett yfir og að lokum rifinn ostur og svo inn í ofn.
6. Hitað þar til rétturinn er vel heitur í gegn.


Brauðréttur Ellu
1 Camenbert
¼ rjómi eða matreiðslurjómi
1 rauð paprika
1 græn paprika
1 bréf skinka
Brauð
1. Brauð er rifið og sett í botninn á eldföstu móti.
2. Ostur og rjómi brætt saman.
3. Paprikur og skinka skornar í bita og settar saman við.
4. Öllu hellt yfir brauðið og sett inn í ofn.
5. Borið fram með rifsberjahlaupi.

Brokkolíréttur

2 pakkar brokkóli
- eða sambærilegt magn af fersku, soðið og sigtað
1 ½ dós Sveppa-Campells´súpa
4-5 sneiðar skinka
4 msk hakkaður laukur
1 peli rjómi
Pipar
Salt
12-15 Ritzkex, mulið (má vera mikið meira af kexinu)

1. Öllu hrært saman og sett í eldfast mót og ostur yfir.
2. Hitað í ofni við 180°c í 30 mínútur.


Paprikurúlluterta

1 rúllutertubrauð
2/3 askja Paprikuostur
2/3 paprikuostarúlla
2 msk mæjónes
3 msk sýrður rjómi
1/3 græn paprika
1/3 rauð paprika
3 msk maískorn
Season all krydd
Rifinn ostur
Paprikuduft

1. Setjið paprikuostinn og ostarúlluna í pott og bræðið.
2. Blandið síðan mæjónesi og sýrðum rjóma saman við.
3. Skerið paprikuna niður í litla bita, blandið saman við ásamt maís og kryddið með Season all.
4. Smyrjið ostablönduna á rúllutertubrauðið og rúllið upp.
5. Smyrjið brauðtertuna með þunnu lagi af mæjónesi að utan og stráið osti og paprikudufti yfir.
6. Bakið rúllutertuna við 200°C í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til osturinn fer að brúnast.


Kaldur brauðréttur
12 franskbrauðsneiðar rifnar niður
Hrært saman:
1 lítil dós mæjónes
1 dós sýrður rjómi
½ dós ananaskurl
1 Camenbert, brytjaður
Smábiti af mjólkurosti, brytjaður
Púrrulaukur (smábiti)
1 rauð paprika
1 græn paprika
2 bollar rækjur
Vínber ca. 20-30 stykki, brytjuð og stráð yfir

1. Öllu blandað saman og sett í skál eða fallegt fat.




Brauðréttur með fetaosti og ólífum

6 brauðsneiðar án skorpu
½ rauð paprika
½ græn paprika
1 dós grænn aspas
10-15 svartar ólífur (eða eftir smekk)
½ krukka fetaostur í kryddlegi
100 gr brieostur (til dæmis með gráðaostarönd)
1 dl rjómi
1 dl matreiðslurjómi
60 g feitur ostur, rifinn
þurrkað timjan og basilíka

1. Rífið brauðið niður og setjið í smurt eldfast form.
2. Skerið niður paprikuna, aspasinn og ólífurnar og setjið yfir brauðið.
3. Setjið fetaostinn yfir og látið örlítið af kryddleginum fylgja með.
4. Skerið brieostinn niður og setjið yfir.
5. Blandið saman rjóma og matreiðslurjóma og hellið yfir brauðréttinn.
6. Að lokum er rifnum osti dreift yfir og kryddað með timjan og basilíku.
7. Bakið brauðréttinn við 200°C í um 25-30 mín eða þar til osturinn er farinn að taka fallegan lit.



Kaldur brauðréttur með rækjum og Camenbert

¾ af niðurskornu brauði
1 lítil dós mæjónes
1 dós sýrður rjómi
1 stór dós ananas í bitum
500 gr rækjur
Sítrónupipar
Camenbert ostur
Vínber
Paprika

1. Rífið brauðið niður án skorpunnar og setjið í skál.
2. Blandið saman mæjónesi, sýrðum rjóma, sítrónupipar, rækjum, ananassafa og -bitum.
3. Þessu er hellt yfir brauðið og skreytt með Camenbertosti sem skorinn hefur verið í bita, vínberjum og papriku.

Gott er að gera réttinn kvöldinu áður en á að borða hann.



Papriku-vínarbrauð
Frosið smjördeig, þítt í ísskáp
1 rauðlaukur
½ gul paprika, söxuð
1 rauð paprika, söxuð
Salsasósa í krukku
Rifinn ostur
Salt og pipar
Olía, til steikingar
Egg, til penslunar

Fletjið smj.deigið út í u.þ.b. 2 mm þykkt og hafið það 17 cm á breidd.
Léttsteikið lauk og papriku í olíu, í stutta stund og kryddið með salti og pipar. Lækkið hitann niður á minnsta straum, setjið lokið á og látið grænmetið mýkjast vel.
Smyrjið salsasósu á smjördeigslengjurnar og látið síðan paprikumaukið í miðjuna, eftir endilöngu. Stráið svolitlum rifnum osti yfir og brettið upp hliðarnar, svo brúnirnar komi saman í miðju. Penslið m/ eggi og stráið osti yfir.
Bakið við 200°c í 10-15 mín. Kælið og skerið niður.

holka88 | 21. nóv. '08, kl: 09:30:59 | Svara | Er.is | 0

upp

Á fallegustu börnin
Prinsessan fædd 25.nóvember 2007
Prinsinn fæddur 14.júlí 2009

Dizana | 21. nóv. '08, kl: 19:24:59 | Svara | Er.is | 0

http://matarholan.blogcentral.is/sida/2089787/

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Síða 1 af 47890 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Paul O'Brien, Bland.is, annarut123, paulobrien, Guddie, tinnzy123