brauð-skonsur-rúgbauð-brauðréttir

hugmyndalaus | 20. feb. '09, kl: 17:46:01 | 1772 | Svara | Uppskriftir | 0

Hveitikökurnar hennar Völlu Ömmu
(hvítar þykkar flatkökur)

1 kg hveiti
¼ bolli sykur
1 ¼ msk lyftiduft
1 tsk matarsódi
2 tsk salt
5-7 dl sjóðandi mjólk
vatn eftir þörfum (heitt)
smjörlíki á pönnu
----------------------

hnoðað og flatt út frekar þykkt, (5mm). Degið er mjög heitt, (amma notaði oft hanska til að hnoða það með) stungið út í hring með loki af potti jafnstórum pönnunni.

Kökurnar eru pikkaðar með gaffli og bakaðar á vel heitri pönnsupönnu og kökurnar eru settar beint í stóran pott og lokið á svo þær haldist heitar í dágóða stund, (klára að bakast þar)
Það getur komið svolítil bræla við bakstur.
.

Píta (grískt brauð)

2.5 tsk þurrger
3 dl volgt vatn
0,5 tsk sykur
1 tsk salt
u.þ.b. 500 gr hveiti

Látið volgt vatn í skál (37°c)
Stráið gerinu yfir og látið bíða í 5-10 mínútur.
Hrærið sykri, salti, hveiti saman við og sáið með sleif eða hrærið í hrærivél.
Breiðið yfir deigið og látið hefast um helming.
Hnoðið, skipt í 12 kökur, u.þ.b. 12 cm í þvermál.
Lyftist í u.þ.b. 10 mínútur
Bakað í miðjum ofni við 250°c í 7-10 mínútur.


Kryddbrauð frá Hullu í Hlíðskógum
(mjög gott, sérstaklega með miklu smjöri)

5 dl hveiti
3 ½ dl sykur
6 dl haframjöl
2 tsk negull
2 tsk kanill
2 tsk kakó
4 tsk natron
6 dl mjólk

Setjið mjólkina út í síðast og hrærið vel með sleif. Stundum bæti ég við kardimommum sem ég myl í mortéli. Mér finnst líka betra að nota engifer sem ég myl í mortéli. Þá verður brauðið bragðsterkara. Bakist við 180°c-200°c í 40-45 mínútur. Tvö form.

Flatbrauð

1 kg rúgmjöl+hveiti
2 msk sykur
2 bollar haframjöl
1 tsk salt
1 pakki þurrger (má sleppa)
heitt vatn
Nota gúmmíhanska. Hnoða, búnar til kökur, pikkaðar, sviðnar. Settar á stykki og skál yfir.


Limpa frá Farmor

400 gr rúgmjöl (7 ½ dl)
300 gr heilhveiti (5 ½ dl)
200 gr hveiti (4 dl)
2 dl síróp (leyst upp í ½ af vatninu)
salt
½ l vatn
1 msk fennel
1 msk anís
60 gr pressuger

Bakist við 180°c-200°c. saðsamt og bragðmikið brauð.

Smörtubrauð
(gert af Huldu í verkfallinu í sveitinni)

7,5 dl volgt vatn
1 bréf ger
3 msk olía
3 tsk salt
1200 gr hveiti
láta hefast í hálftíma. Brauð og bollur mótaðar.

Breskar Skonsur – scones

2 bollar hveiti
¼ bolli sykur
2 tsk lyftiduft
1/8 tsk salt
75 gr mjúkt smjör
1 egg
1 tsk vanilla
½ bolli súrmjólk, ab eða sýrður rjómi.

Egg og súrmjólk slegið saman, þurefni útí og hnoðað, flatt út í ca 15mm þykka köku, skorið íbita og lagt á plötu m smjörpappír,
hiti 200 c, tími ca 10-15 mín.

Bjórbrauð Tómasar frænda (mjög gott)

½ l bjór (helst dökkur) eða 1/1 malt og bjór
2 dl brotnir rúgkjarnar
2 dl rúgmjöl
1 msk salt
2 msk sykur
örlítið ger (2-3 gr þurrger)
hvítt hveiti eftir þörfum

Blanda öllu saman (fyrst leysa upp gerið ef pressuger) í þunnan graut.
Loka skálinni og setja í ísskáp í 12-24 klst.
Bæta við hvítu hveiti og hnoða þar til meðfærilegt.
Láta lyfta sér aftur við stofuhita.
Slá niður og móta í brauð.
Skera rákir í, baka við 200ºc.


Focaccio með ólífum

20 g ger
250 ml vatn, ylvolgt
½ tsk sykur
5 msk ólífuolía
1 tsk salt
u.þ.b. 375 gr hveiti, helst brauðhveiti
24 grænar ólífur, steinlausar

Leysið gerið upp í volgu vatninu ásamt sykrinum. Setja 3 msk af olíunni hrært saman við ásamt saltinu og svo miklu hveiti sem þarf til að deigið verði hnoðunarhæft en þó fremur lint. Hnoðað vel og síðan sett í hveitistráða skál og látið lyfta sér í um 45 mínútur eða þar til það hefur tvöfaldast. Þá er það slegið niður, hnoðað svolítið og síðan mótað í 1-2 kringlótt brauð, 1-1 ½ cm á þykkt. Sett á bökunarplötu. Nokkuð djúpar holur gerðar í brauðin með fingurgómunum með jöfnu millibili og ein ólífa sett í hverja holu. Brauðin eru svo pensluð með ólífuolíunni sem eftir er og látin lyfta sér í 20-25 mínútur. Ofnin hitaður í 225ºc og bakað í u.þ.b. 25 mínútur.

Bananabrauð frá Lilju

2 þroskaðir bananar
1 egg
1,5 dl sykur
4 msk olía
3,5 dl hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1 msk vanilludropar.


Stappa bananana og setja í skál. Allt útí og þeytt með handþeytara, smyrja form og setja degið í. Baka við 190´ í ca 30 mínútur.
Gott Gerbrauð-eða bollur

7,5 dl hveiti
3 dl heilhveiti
1,5 dl hveitiklíð
1 tsdk salt
2 tsk púðursykur
6 tsk þurrger
3 msk olía
2,5 dl mjólk
2,5 dl heitt vatn


Maltbrauð:

4 tsk þurrger
3,5 dl malt
½ líter súrmjólk
½ dl sýróp (ljónadósin)
7 dl rúgmjöl
10-11 dl hveiti

Gerdeig, hnoðað saman í hrærivél eða hnoðskál, best að hafa maltið og súrmjólkina vel volgt, láta hefast tvisvar í ca 40 mín + 20 mín, passar í tvö stór jólakökuform, ég set smjörpappír í formið, má líka baka á plötu einn stóran hleif.
bakað við ca 170´c á blæstri.Skógarferðarsnúðar
(danskir frá Birgittu)

4 dl mjólk
1 bréf ger
4 tsk olía
1 tsk salt
3 dl heilhveiti
9 dl hveiti
hefast í 20-40 mín. .
Fylling:
1 laukur
Pizzusósa eða púrré.
Skinka ( og smá pepperóni er gott með)
Oreganokrydd
Rifinn ostur


Saxa laukinn mjög smátt. Og skinkuna líka.
Smyrja útflatt degið með pizzusósunni og
strá lauk, skinku, osti og kryddi yfir.
Rúlla upp og skera í snúða.
Hefast í 15-20 mín áður en þeir eru bakaðir.
200´c í ca 15 mín.Grillbrauð

5 dl hveiti
1 msk sýróp
1 tsk hjartarsalt
2 dl ab mjólk
krydd (t.d oregano og hvítlaukur)

hnoðað saman
fletja út í köku og skera í bita, ( égflet oftast út í lófanum á mér.. litlar kökur)
gott að hafa degið aðeins blautt en veltaþví svo uppúr hveiti þegar það er útflatt og tilbúið á grillið.

Bakað á grilli eða í vel heitum ofni. Það blæs út og brúnast vel,
Standa yfir þessu. Snúa við.

Pylsubrauð:
Gott að hita pylsur og vefja deginu utanum og baka svo á grillinu. ( helst hita pylsurnar aðeins áður enn degið er sett utanum, annars er það svo lengi að hitna í gegn. Svo er skorið í brauðið og sett í það pylsumeðlæti)

Ger snúðar einföld uppskrift.

150 gr brætt smjörlíki
1 1/2 dl sykur
750 - 800 gr hveiti
5 dl ylvolg mjólk
1 tsk salt
1 bréf þurrger
fylling:
smjörlíki til penslunar og sterkur kanilsykur

ofanábráð:
50 gr br smjörlíki
1 1/4 dl púðursykur
2 msk sýróp
1 msk vatn
saxaðar valhnetur, má sleppa

þurefni í hnoðskál + gerið líka.
mjólkinni hellt saman við brædda smjörið. hellt útí hnoðað í skálinni og látið hefast í
vaski með heitu vatni í amk. hálftíma. fletja út og strá kanil yfir. rúlla upp og skera í snúða.
baka í muffinsformum eða þétt á plötu.
taka út áður en fullbakað (eftir ca 8 mín) og smyrja bráð ofaná og full baka svo (í ca 4-5 mín.)

hiti ca 200. í miðjum ofni

Pizzasnúðar-skinkuhorn-pylsubollur

300 gr brætt smjörlíki
3dl sykur
1600 -1800 gr hveiti
1 l. ylvolg mjólk
2 tsk salt
2 bréf þurrger (7tsk)

þurrefni í Tupperware hnoðskál + gerið líka.
mjólk velgd og brædda smjörið útí. hnoðað í skálinni og látið hefast í 30-60 mín.


Góðir PízzuSnúðar: 2 pepperonibréf, 2 skinkubréf, rifinn ostur og pizzusósa.
Skinkuhorn: fylling: söxuð skinka og ca 1 tsk rjómaostur, fletja út í pizzu skera í 8 sneiðar og setja fyllingu á breiðari endann, rúlla upp í horn. baka.
Pylsubollur: SS pylsur skornar í bita, fletja út degið og skera í ferninga eða þríhyrninga, setja smá slettu ( 1/2 tsk) af frönsku sætu sinnepi í miðjuna og pylsubita ofaná, pakka inn.
Pensla með mjólk eða eggi,

Láta hefast á plötunni á hlýjum stað áður en bakað er.
baka í ca 8-15 mínútur, hiti ca 190. í miðjum ofni

Cinnabons-kanelsnúðar
Snúðadeig:
235 ml volg mjólk
2 egg (við stofuhita)
75 g bráðið smjörlíki
620 g hveiti
1 tsk salt
100 g sykur
10 g ger

Fylling í snúðana > 220 g púðursykur + 15 g kanill + 75 g smjör

Kremið
85 g rjómaostur
55 g mjúkt smjör
200 g flórsykur
1 tsk vanilludropar
½ tsk salt

Skella öllu efninu saman í skál og hræra saman, t.d. í hrærivél eða bara í höndunum.
Láta deigið svo hefast 40 mín eða svo. Þá skal skella því á borðið og fletja út í ferning og leyfa því að jafna sig í svona 10 mín.

Til að gera kanilsykurinn á snúðana er best að bræða smjörið, setja það svo í skál með púðursykrinum og kanilnum og hræra vel saman og dreifa svo yfir degið.
Rúlla öllu upp eins og snúðar eru gerðir (!)
Hita ofninn í 200°C og skera snúðana niður. Þetta gerir ca 12 snúða (stóra). Skella snúðunum á plötu á bökunarpappír og breiða yfir og leyfa þeim að hefast í 30 mín í viðbót.
baka svo í ca 10-15 mín.
Krem:Best er að bræða alveg smjörið og mýkja rjómaostinn samanvið og setja svo flórsykurinn, vanilludropana og saltið útí og hræra vel.
Rúgbrauð (addý)
3 1/2 bolli rúgmjöl
4 ½ bolli heilhveiti
1 bolli hveitiklíð
3 tsk salt
2 tsk natron
500 g sýróp
1 l. súrmjólk
Bakað í 4 mjólkurfernum í vatnsbaði í ca 7 klst 100.c
Rúgbrauð friðriks V.
5 bollar rúgmjöl
3 bollar heilhveiti
1 ½ l súrmjólk
4-5 tsk natron
2-3 tsk salt
500 g sýróp
Aðferð
Öllu blandað vel saman. Hrærið. Deigið er sett og í 4 fernur til hálfs og bakað við 90-100°c í 8-10 tíma

Þriggja tíma rúgbrauð:
2 bollar rúgmjöl
2 bollar hveiti
2 bollar heilhveiti
2 tsk lyftiduft (kúfaðar)
2 tsk sódaduft (sléttfullar)
2 tsk salt (sléttfullar)
400 gr sýróp (ca 1 1/2 bolli)
4 bollar súrmjólk
láta í dunk klæddan bökunarpappír og lokið á. Bakað við 180 gráður neðst í ofni í ca 3 klst. Einnig má nota venjuleg jólakökuform og búa til lok úr tvöföldum álpappír (hafa lokið með kúf, ekki strekkja.


Brauðsúpa

rúgbrauð sett í pott í vatn yfir nótt.
hitað og marið i gegn um sigti
sítrónusafi,
maltöl
sykur
rúsínur
borið fram með þeyttum rjóma
Döðlubrauð langömmu

2 bollar púðursykur
4 egg
2 msk smjörlíki
3 bollar hveiti
2 tsk matarsódi
250 gr saxaðar steinlausar döðlur

Döðlur í pott með pínu vatni, sjóða í mauk, hræra vel á meðan.
allt í skál, heitar döðlur saman við.

baka í ca 1 klst, 150-160 c.
í miðjum ofni.


Örbylgjudöðlubrauð

225 gr saxaðar döðlur
2 dl vatn
1 tsk matarsódi
175 gr púðursykur
25 gr smjör
1 egg
225 gr hveiti
1 tsk lyftiduft

vatnið hitað, döðlur látnar standa í því í 10 mín strá matarsódanum yfir.
þeyta saman sykur og smjör, eggið þeytt saman við.
döðlum og vökva , hveiti og lyftidufti bætt í og hrært vel.
Hellt í smurðan örbylgjupott ( helst 2 lítra pott)

bakað í 10 mín, láta standa í 10 mín.
borið fram með smjöri.


Brauðbollur Gumma Kokks

2 kg hveiti
2 msk salt
5 msk sykur
5 msk ger
1 líter volgt vatn
1-11/2 dl olía

láta hefast í 1 klst
móta bollur - rúlla - skera
hefast 1/2 tíma
baka 12-14 mín við ca 200c.

stór uppskrfit. Þessar má hálfbaka. Þeas taka bollurnar út úr ofninum þegar þær eru mjög ljósar.
Frysta , svo má fullbaka þær í ca 4-6 mín þar til þær eru fallega ljós brúnar. Við ca 200 c.

Heilhveitibrauðið
hennar Steinu >gerlaust


5 dl hveiti
3 dl heilhveiti
4 tsk lyftiduft
2 tsk sykur
1/2 tsk salt
4 dl mjólk (má vera súr)
2-3 msk hveitiklíð*
3 msk hveitikím*
2 msk hörfræ*

(* = má sleppa)

þurrefnum blandað saman í skál
vökvinn settur útí. smurt jólakökumót

hiti ca 175-200 bakað i 40-60 mín.


Gulrótarbrauð frá svíþjóð

8 dl rúgmjöl
12 dl grahamsmjöl
8 dl hveiti
16 dl súrmjólk
4 dl sýróp
8 tsk natríum
1ö dl rifnar gulrætur

Öllu blandað saman. 3 stór form. Bakað við 175’C í ca 11/2 – 2 tíma.Sesambollur

6,5 dl mjólk
50 gr ger
65 gr sykur
200 gr smjör
20 gr salt
1,2 kg hveiti

Sesamfræ.Braud-rettir

Heitur camembert brauðréttur Góður

Hvítt formbrauð
Skinka
Paprika
Ananas og smá safi
Smá mæjónes
----------------saxað og blandað saman
Camembert og rjómi er sett í pott og hitað,
hellt yfir brauðréttinn.

Efsta lag:
1 dós grænn aspas og smá safi
Rifinn ostur
Hitað ca 30 mín.

Gamli góði brauðrétturinn

Formbrauð
Skinka, grænn aspas og ananas,
Mæjónes,sýrður rjómi og safi.
Öllu blandað í salat sem á að vera vel blautt.
Hellið rjóma í botninn á eldföstu móti. Brauð og salat í 2-3 lögum og rjómi yfir. Rifinn ostur yfir og hitað c.a. 30 mín.
Fersk Addýar Brauðterta

1 stórt Myllu brauðtertubrauð
mæjones og syrður rjómi
1 stórt skinkubréf
4-5 harðsoðin egg
4 tómatar (skrældir)
4 ferskjur (úr dós) ma sleppa
1 dós ananas + smá safi
1 dós aspars
1/2 agúrka
blá vínber (í skraut ofaná)


Skorpan tekin af brauðinu. og raðað 2 sneiðum hlið við hlið á bakka.
Grænmeti og ávextir saxað smátt og blandað í stóra skál, mæjonesi hrært saman við. smá aromat.
Salatinu smurt á brauðin í lögum, líka efst og skreytt með vínberjum.Heitt rúllutertubrauð

Beikonostur
Sveppir
Paprika
Blaðlaukur
Skinka
4 msk majónes
ananas og safi
aromat krydd

Öllu blandað saman og smurt á rúllutertubrauð.
Ostur yfir.
Hitað ca 30 mín í ofni.

---------------------------------
sveppasmurostur
aspasdós
skinka
3 msk majones

Öllu blandað saman og smurt á rúllutertubrauð.
Ostur yfir, hitað.

Karrýgrjónaréttur

soðin Mild Currý hrísgrjón (1 pakki)
½-1 dós sveppir
200 gr rækjur (skola þær vel)
1/2 peli rjómi
3 msk mæjónes + sveppavökvi
2 tsk karry


Sett í eldfast mót og bakað í 20 mín við 200.c.
Borið fram með ristuðu brauði. Eða snittubrauði.

tortilla snúðar með salsa (pinnamatur)
einn rjómaostur (400gr)
einn sýrður rjómi
hálfur maribo ostur
partur af blaðlauk
byrjað á að mýkja rjómaostinn í matvinslu vél svo er maribo osturinn setur út í og maukaður og svo sýrði rjóminn og að endingu blaðlaukurinn.
blöndunni er smurt á tortillakökkur og þeim rúllað upp. Skorið í munnbita og tannstönglar hafðir til hliðar til að stinga í, Salsasósa borin fram með þessu til að dýfa ofaní.

Ofnréttur frá Snúllu

Setjið brauð í botninn á eldföstu móti og smyrjið þunnu lagi af majonesi á það.
3 eggjarauður
2 msk rjómi
Þeyta saman
½ tsk salt
smá hvítlaukssalt
2 msk ananassafi Þetta er sett ofan á jukkið.
4 hringir ananas skorinn í bita
½ bolli rækjur
½ bolli sveppir
½-1 bolli paprika
Sett ofan á brauðið.
1 ½ - 2 bollar rifinn ostur
Setja ostinn síðast yfir
Þrjár eggjahvítur þeyttar og settar ofan á ostinn. Setja síðan ½-1 tsk sítrónusafa og smá paprikudurt til að gefa smá lit.

Baka þetta á 200°c í 30-40 mín. Nota minni hita í blástursofni (-20°c)Skinku og aspas ofnréttur

Skorpulaust franskbrauð
Dijon hunangssinnep
1 stk piparostur
1 stk Dala-Yrja
2 dl rjómi eða matreiðslurjómi 15%
150 gr skinka
1 lítil dós grænn aspas
Aromat krydd og svartur pipar

Smyrjið franskbrauðið með hunangssinnepinu. Gætið þess að nota ekki of mikið. Látið brauðið fylla vel út í botninn á smurðu eldföstu móti. Serið piparostinn og Dala-Yrjuna niður og setjið yfir brauðið. Osturinn þarf ekki að þekja brauðið. Hellið rjómanum yfir þannig að brauðið rétt blotni. Meiri rjómi þýðir blautari réttur. Saxið niður skinkuna og aspasinn og dreifið yfir. Kryddið lítillega, til dæmis með aromati og svörtum pipar. Gott er að setja rifinn ost yfir að lokum. Bakið við 190°c í um 20 mín. eða þar til rétturinn hefur fengið fallegan lit.Fyllt brauð með hrísgrjónum og skinku
2 dl vatn, ylvolgt
½ pakki þurrger
1 msk olía
1 egg
½ tsk salt
6 dl hveiti
1 egg til penslunar

1 lítill laukur, smátt saxaður
½ msk smjör
2 dl ósoðin hrísgrjón og 4 dl vatn
1 grænmetisteningur (kraftur)
200 g skinka (söxuð)
100-150 g grænar baunir, frosnar
100 gr óðalsostur, rifinn
2 msk fersk steinselja, söxuð
1 dl vatn
½ tsk pipar
Leysið gerið upp í vatninu. Hrærið olíu, eggi og salti saman við. Bætið hveitinu út í smátt og smátt. Látið lyfta sér undir viskastykki í 20 mínútur. Sjóðið grjónin í vatninu (4 dl) og setjið grænmetisteninginn út í. Kælið grjónin. Mýkið laukinn í smjörinu. Blandið skinku, baunum, osti, steinselju, lauk og vatni (1 dl) saman við grjónin. Kryddið. Hnoðið degið og fletjið það síðan út í ferhyrning, u.þ.b. 40 cm. á kant. Dreifið fyllingunni yfir annan helming ferhyrningsins, penslið kantana með þeyttu eggi og leggið hinn helminginn yfir. Þrýstið köntunum saman með gaffli. Látið lyfta sér á bökunarpappír í 10 mínútur. Bakið í u.þ.b. 30 mínútur við 200°c.

Fyllt snittubrauð

1 smjörvi
2 smálaukar
7 tsk sætt sinnep
4 tsk sítrónusafi
500 gr skinka
6 smáar gúrkur
3 hvítlauksgeirar ( 2 tsk mauk)
fersk steinselja
ostur í sneiðum


Allt saxað mjög smátt, ( eða hakkað)
hrært saman við smjörvann,
brauðið skorið eftir endilöngu, ( 2 raufar) eða í sneiðar)
fyllingu smurt i raufarnar og osti á eftir.
pakkað í álpapír, bakað í ofni þar til osturinn hefur bráðnað.

önnur fylling,
tómatsneiðar, ostur og skinka.rauðlaukur

Brauð-Sullréttur

1 franskbrauð skorpulaust, skorið í teninga
2 paprikur t.d. rauð og græn
1 skinkubréf (stórt Búrfells)
400 ml mæjones
1 dós sýrður rjómi
2 tómatar
1/2 púrrulaukur
1/2 dós ananas kurl
rækjur til að strá yfir (má sleppa)


Allt skorið smátt og sett í skál.
Mjög gott daginn eftir orðið vel djúsí.

Pastasalat

Soðið pasta ( td. slaufur)
1/2 haus Iceberg salat
1/2 Rauðlaukur (sneiðar þunnar)
skinka (skorin í strimla)
ferskir sveppir sneiðar.
tómatar í bátum
gúrka
Feta ostur í kryddolíu
harðsoðið egg ef vill

Saxa iceberg salatið, laukinn og sveppina og skinkuna,
setja allt saman í skál og pastað, hella smá kryddolíu yfir, skera
ostateninga í tvennt og strá yfir,
( egg skorið á báta og raðað ofaná)

Borið fram með frönsku snittu brauði eða ristuðu brauði.

 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Rifsber. vorblomið 17.8.2016
rjómaostur með appelsinubragði tryppalina 4.8.2016
Chilli Sulta - uppskrift? perlublom 30.7.2016
Hafrafitnesskökur (Jói fel) AnítaOsk 21.6.2009 25.7.2016 | 12:42
Hvar fæst brúnt hrísmjöl? Sandra08 11.7.2016
Vantar hugmyndir og uppskriftir af kvöldmat jona82 29.8.2010 8.7.2016 | 11:18
Hugmyndir af kvöldmat fyrir 2!! VANTAR smá hjálp! baram 3.10.2010 8.7.2016 | 11:13
Sjófrystur fiskur !!! goada 7.5.2010 30.6.2016 | 01:22
crepes fylling Chuahua 25.6.2016
hjónabandssæla - hver á uppskrift? pisa 13.6.2009 22.5.2016 | 11:32
Pizza deig frá upphafi Snjókornastelpa 18.1.2016 2.3.2016 | 13:53
Strong brown flour? mikkan 18.2.2016 23.2.2016 | 00:33
Karamellukrem/glassúr salka10 16.2.2016 17.2.2016 | 10:32
Gúrku og avókadó "rolls", nýja hollustu uppáhaldið flatkakan 17.2.2016 17.2.2016 | 10:32
Lambalæri gjöll 27.12.2014 14.1.2016 | 15:36
Fransar vöfflur stefaniahrund 11.12.2015 8.1.2016 | 22:23
Galaxy Carmel 2223 12.12.2015 24.12.2015 | 23:52
Á einhver uppskrift af rabarbara-chutney? krissa65 13.7.2011 22.12.2015 | 21:46
Forréttur á aðfangadag? rj10 20.12.2015
Uppskrift kjúklingaréttur mileys 16.12.2015
Skúffukaka Flottt 27.6.2015 15.12.2015 | 18:51
Danskar smákökur Skrúfa 6.12.2015
MJÓLKURDUFT LísaIUndralandi 2.12.2015
Steiktar hrísnúðlur netbanki 22.11.2015
pizzusmurostur madda88 1.10.2015 21.10.2015 | 12:16
HJÁLP. harður púðursykur. 85módel 20.12.2011 21.9.2015 | 20:44
forðast grófar trefjar ? molinnn 18.8.2015 21.8.2015 | 21:35
PAN maísmjöl Dullen 2.8.2015
Kókoskúlur ?? sokkur samuel 7.7.2015 22.7.2015 | 22:45
pönnukökupannan mín drg12 19.11.2014 2.7.2015 | 21:37
rafstöð 3 kW Furukot38 10.6.2015
Fiskisúpa siggathora 8.6.2015 10.6.2015 | 12:58
Tupperware 1523 18.5.2015
Neon lopapeysa Prelip 30.4.2015 16.5.2015 | 03:28
zinzino kaffi bakki 9 13.5.2015
Margarita Mix LSLS 2.5.2015
möndludropar vs almond extract ? nanslespins 21.3.2015 19.4.2015 | 23:50
Að búa til lakkrís sigga valla 17.4.2015 18.4.2015 | 08:21
Formkökur likklakk 11.2.2015 17.4.2015 | 12:57
Brauðuppskriftir í brauðvél Sinni 12.1.2015 10.4.2015 | 22:57
Hvít kaka með vanillukremi spotta 31.3.2015 10.4.2015 | 13:51
Hvít kaka með vanillukremi spotta 31.3.2015
Bleikur glassúr Nunu 10.3.2015 31.3.2015 | 10:11
Bleikur glassúr Nunu 10.3.2015
grænn boozt fot1212 3.11.2013 7.3.2015 | 21:24
Hvað er Kesella? Allegro 1.3.2015 1.3.2015 | 23:02
Rúgbrauð acd 11.2.2015
Frappó Akur4 10.2.2015 10.2.2015 | 17:30
kit-kat mjókurhristingur stinaragga 30.1.2015
Rauma 214 Lottuskott 26.1.2015
Síða 1 af 75 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, krulla27, superman2, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8