Nokkrar góðar súpur í forrétt um jól eða allt árið

Taelro | 10. des. '09, kl: 10:17:29 | 2616 | Svara | Er.is | 0

Flauelsmjúk humar- og aspassúpa

150 g humarhalar
1–2 stk. laukar
200 g nýr grænn aspas
1 stk. lítil gulrót
1/4 stk. blaðlaukur
2–3 msk. ólífuolía eða smjör
2 greinar timjan
2 stk. lárviðarlauf
1 lítri fiski- eða kjúklingasoð
smjörbolla (60 g hveiti og 100 g smjör)
1 dl rjómi
salt og nýmalaður hvítur pipar
1 dl hvítvín
sjerrí
graslaukur

Aðferð
Skelflettið humarhalana. Setjið fiskinn til hliðar, en notið skeljarnar í súpugerðina. Afhýðið lauka og flysjið aspas, næstum upp að toppi. Skerið um 2–4 cm neðan af hverjum stöngli, eftir því hversu langt trénaður endinn er. Geymið allan afskuð. Skerið gulrót, blaðlauk og lauk í grófa bita og létt steikið upp úr smjöri eða ólífuolíu, í potti, ásamt humarskelinni og afskurði af aspas, timjan og lárviðarlaufum.
Hellið grænmetissoðinu yfir og sjóðið við vægan hita í um 1 klst. Sigtið soðið tvisvar, fyrst í gegnum gróft sigti og síðan fínt. Pressið vel á allt grænmetið til að ná sem mestum krafti úr því. Setjið sigtað soð í annan pott og þykkið með smjörbollunni. Hellið rjóma út í og bragðbætið með salti og hvítum pipar úr kvörn. Ef humarinn er stór, skerið hann þá í tvennt eða þrennt. Skerið aspas í 2 cm langa bita, skerið aðeins á ská til að fá fallegra útlit. Látið smjörklípu í pott og létt steikið humar og aspas. Hellið hvítvíninu yfir og hitið að suðumarki.
Veiðið aspas og humar upp úr pottinum og leggið til hliðar. Hellið hvítvínssoðinu saman við súpuna. Bætið aspas og humri út í sjóðandi súpuna rétt áður en hún er borin fram og bætið einföldum sjerrí út í um leið. Gott er að klippa smá graslauk yfir.

Jóla-aspassúpa Sigurrósar

25 gr. smjör
2 1/2 msk hveiti
1,5 lítri kjötsoð (vatn + 1-2 súputeningur)
1/4 dós aspas
2 eggjarauður
ca 1/2 tsk salt
1-2 msk sherry

1. Smjörið brætt.
2. Hveitinu hrært út í og þynnt með heitu soðinu.
3. Aspassoðinu er blandað saman við.
4. Aspasinn er hafðu í 2-3 cm löngum bitum sem látnir eru út í
súpuna eftir að hún hefur soðið í 3-5 mín. og er orðin kekkjalaus. (Ef ekki þá má hella henni gegnum sigti og síðan aftur í pottinn).
5. Eggjarauðurnar hrærðar vel í skál með saltinu.
6. Lítið í einu af súpunni er hrært saman við eggjarauðurnar.
7. Þegar u.þ.b. helmingur súpunnar hefur verið hrærður þannig saman við má setja úr skálinni út í pottinn en gæta þess að það sjóði alls ekki eftir það út af eggjarauðunum.
8. Sherryið sett út í.
9. Smakka sig áfram til að vita hvort þarf annan súputening eða meira af salti eða sherryi.


Sveppasúpa Winston

2 stk Laukar, saxaðir
250 g Sveppir, saxaðir
50 g Smjör
2 msk Hveiti
1 l Kjúklingasoð (vatn + ten.)
1 dl Rjómi
1/4 tsk Múskat
Salt og pipar

Steikið grænmetið í smjörinu á lágum hita í 10-15 mín.
Stráið hveitinu yfir og hrærið vel í.
Bætið kjötseyðinu við og sjóðið súpuna á lágum hita í uþb. 20 mín.
Bætið að lokum rjóma og múskati út í. Bragðið súpuna til með salti og pipar.
Berið fram með góðu brauði.

Verði ykkur að góðu!


Rjómalöguð sveppasúpa Jóa Fel.
60gr smjör
400gr sveppir
60gr hveiti
6 dl kjúklingasoð
1 dl mjólk
3 dl rjómi
1 msk steinselja
1 msk sítrónusafi
Salt og pipar
Steinselja í skraut

Sveppirnir eru steiktir uppúr smjöri og hveitinu er blandað saman við, þá er soðinu blandað saman við og hrært þar til kekkjalaust. Þá er mjólk og rjómi blandað saman við ásamt sítrónusafa og kryddi, látið krauma í c.a 5-6 mín við mjög vægan hita. Þegar súpan er kominn í skál er dass af þeyttum rjómatopp sett í súpuna ásamt steinselju skrauti yfir. Borið stax fram með brauði.
Ath: gott er að setja dass af koníaki eða sherry í sveppasúpu, en má auðvitað sleppa.


Blómkálssúpa fyrir 12 - að hætti Nönnu R.
1,5-2 kg blómkál
2-3 sellerístönglar
1 laukur
2 lítrar vatn
1 lárviðarlauf
safi úr ½ sítrónu
75 g smjör
75 g hveiti
1-2 msk kjúklinga- eða grænmetiskraftur
salt
hvítur pipar
e.t.v. svolítið múskat (ekki nauðsynlegt)
½ l rjómi eða matreiðslurjómi
Skiptu blómkálinu í kvisti (taktu nokkra fallega litla kvisti frá og geymdu) og skerðu stönglana í litla bita. Saxaðu selleríið og laukinn smátt. Settu allt í pott ásamt vatni, lárviðarlaufi og sítrónusafa og sjóddu þar til grænmetið er meyrt. Taktu það þá upp úr eða síaðu það frá, maukaðu það í matvinnsluvél og settu það svo aftur út í soðið (pressaðu það í gegnum sigti ef þú vilt fá súpuna alveg slétta). Bræddu smjörið í öðrum potti, hrærðu hveitinu saman við og láttu krauma í 1 mínútu. Hrærðu svo soðinu saman við smátt og smátt.
Bragðbættu súpuna með kjúklinga- eða grænmetiskrafti eftir smekk, pipar og salti (og e.t.v. múskati), hitaðu að suðu, settu fráteknu blómkálskvistina út í og láttu malla í 5-6 mínútur. Hrærðu þá rjómanum saman við og hitaðu hann en láttu súpuna ekki sjóða. Smakkaðu súpuna til með pipar og salti.

Himnesk humarsúpa
Humarsúpa fyrir 12 manns úr smiðju Úlfars Eysteinssonar matreiðslumeistara á ,,Þrír Frakkar hjá Úlfari'':

2 laukar, saxaðir
100 grömm sveppir, sneiddir
2.5 lítrar vatn
2 msk. fiskikraftur (bullion)
1 tsk. paprikuduft
250 grömm HumarBragð frá NorðurÍs
2 hvítlauksrif, söxuð
200 grömm smjörbolla
60 ml hvítvín
200 ml rjómi
1.0 dl koníak

Aðferð: Laukur og sveppir snöggsteikt og síðan er öllu nema smjörbollu,
hvítvíni, rjóma og koníaki blandað saman við og soðið í 20 mínútur.
Síað og þykkt með smjörbollunni. Rjóma bætt í og hitað. Hvítvíni bætt
í og síðast koníaki.



Humarsúpa með guacamole brauði (stór uppskrift)

Hráefni
Guacamole brauð
1 stk avókadó, vel þroskað
1 msk fersk kóríanderblöð
1 msk limesafi
1 stk saxaður hvítlauksgeiri
1 stk shallottulaukur, fínt saxaður
1 stk tómatur, afhýddur
½ stk brie ostur
½ stk grænn chili (má sleppa)
baguette brauð
mulinn, hvítur pipar

Súpa
3¾ kg humarhalar í skel, pillaðir
1½ l smjörbolla (100 g smjör og 100 g hveiti f. 4)
2½ dl rjómi
2½ dl rjómi, léttþeyttur
30 g tómatpúrré
2 stk gulrætur
1 stk blaðlaukur

1 stk fennel
1 stk hvítlaukur
1 stk laukur
cayenna pipar
karrí
klípa af kjötkrafti
koníak (brandý) eftir smekk

Súpa - Brúnið skeljarnar í pottti með smá ólífuolíu og bætið tómatpurré út í. Skerið grænmetið gróft og brúnið örlítið með skeljunum; hellið vatni yfir. Sjóðið í tvo klukkutíma. Sigtið síðan skeljar og grænmeti frá soðinu. Þykkið humarsoðið með smjörbollunni og sjóðið í 30 mínútur. Bætið rjómanum út í og síðan karrý og cayenna pipar. Bætið kjötkrafti út í eftir smekk. Pönnusteikið humarhalana með smá smjöri og hvítlauk. Bætið þeytta rjómanum, humarhölunum og koníaki út í súpuna, rétt áður en hún er borin fram.

Guacamole brauð - Takið steininn úr avókadóinu og skafið aldinkjötið úr hýðinu. Maukið ásamt öllu hinu; setjið tómatinn út í síðast ásamt kóríanderinu og lauknum. Smyrjið maukinu á baguette brauð og setjið brieost yfir; gljáið í ofni þar til osturinn er bráðinn.

 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
I farangur frá Spáni Helga31 11:28 24.4.2024 | 12:47
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 | 10:33 23.4.2024 | 13:54
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024 | 19:07
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 | 18:25 22.4.2024 | 20:02
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024 | 03:03
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024 | 13:39
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 | 03:24 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 | 16:19 19.4.2024 | 16:11
New York Ròs 18.4.2024 | 09:19 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024 | 03:42
packers and movers rehousingindia 17.4.2024 | 06:31
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 | 03:27 17.4.2024 | 21:20
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 | 09:44 13.4.2024 | 23:39
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 | 16:08 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 | 15:20 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 | 13:20
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 | 07:24 13.4.2024 | 07:34
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024 | 19:03
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 | 20:22 11.4.2024 | 09:19
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 | 17:20 8.4.2024 | 07:56
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024 | 00:15
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 | 14:42 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 | 14:41 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 | 14:40 5.4.2024 | 19:37
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024 | 01:15
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 | 09:15 5.4.2024 | 14:33
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 | 07:49 4.4.2024 | 14:48
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024 | 15:53
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 | 21:55 1.4.2024 | 20:57
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 | 12:56 5.4.2024 | 21:33
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024 | 23:21
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 | 14:32 28.3.2024 | 09:52
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 | 13:03 28.3.2024 | 10:44
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 | 11:49 1.4.2024 | 18:50
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 | 11:09 1.4.2024 | 21:02
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024 | 10:47
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 | 12:40 29.3.2024 | 16:52
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 | 13:23 27.3.2024 | 18:01
Berlín Ròs 25.3.2024 | 08:25
Tinder olla2 23.3.2024 | 14:52 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024 | 18:39
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 | 21:43 22.3.2024 | 03:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024 | 17:22
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 | 16:27 22.4.2024 | 09:36
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 | 16:37 24.3.2024 | 20:53
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024 | 16:21
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 | 13:29 11.3.2024 | 19:57
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 | 19:42 24.4.2024 | 08:50
Facebook 12strengja 5.3.2024 | 15:55 7.3.2024 | 03:34
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 | 12:32 17.3.2024 | 23:24
Síða 1 af 47896 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, Hr Tölva, tinnzy123, paulobrien, Guddie