Staðgöngumæður

stínastud | 3. mar. '13, kl: 18:55:30 | 2909 | Svara | Er.is | 0
Á að leyfa staðgöngumæðrun
Niðurstöður
 Já 205
 Nei 92
 Veit ekki 39
Samtals atkvæði 336
 

Veit ekki hvort umræðan hefur komið hér áður en ég er forvitin að vita hvað ykkur finnst.

 

Bergmann74 | 3. mar. '13, kl: 19:01:22 | Svara | Er.is | 3

Nei að mínu mati á ekki að leyfa hana, hvers vegna kemur að mínu mati vel fram í þessari grein:


http://knuz.is/2011/11/23/vid-erum-ekki-velar-vid-erum-ekki-natturuaudlindir/

konaeinsomul | 3. mar. '13, kl: 19:15:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þetta er reyndar ágætisgrein, ein þeim betri frá femínista um þetta efni. Eingögnu ein staðreyndavilla: að staðgöngumæður í USA séu aðallega af lágstéttum, það er ekki rétt. Hins vegar ef þú ætlar að afmarkaðsvæða barneignir, óléttur og allt það skaltu líka banna tæknifrjóvgun, eggjagjafir, sæðisgjafir og ættleiðingu þar sem fólkið sem þiggur þessa þjónustu borgar fyrir hana.

Walter | 3. mar. '13, kl: 19:17:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Á hvaða hátt er tæknifrjógvun og ættleiðingar eins og staðgöngumærðun?

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

konaeinsomul | 3. mar. '13, kl: 19:20:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég var eingöngu að tala um markaðsvæðingu óléttunnar sem greinin sem vísar í fjallar um, að ólétta megi ekki kosta peninga. Ef við viljum banna að fólk borgi fyriri óléttu þurfum við að banna alla þessa hluti

Walter | 3. mar. '13, kl: 19:26:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Núna hef ég kannski misst af einhverju en er það ekki örugglega þannig að þegar um ættleiðingar og tæknifrjógvanir er að ræða þá er verið að borga þriðja aðila en ekki móðurinni? Og er það ekki örugglega ennþá þannig að það er engin kona sem þarf að lána líkama sinn í 9 mánuði þegar um tæknifrjógvun eða ættleiðingu er að ræða?

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

konaeinsomul | 3. mar. '13, kl: 19:34:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

eggjagjafi á íslandi fær allt að 100 þúsund í óþægindagjald, Art medica tekur 200 þús fyrir gjafaegg. Þriðji aðili , er oftar en ekki líka inni í staðgöngumæðrun og fólk borgar honum og hann borgar staðgöngumóðurinni. Ef þú ætlar að taka algjörlega fyrir markaðsvæðingu, sumsé að fé skipti um hendur til að fólk geti eignast barn þarftu að banna alla þessa hluti, ekki bara staðgöngumæðrun.

Walter | 3. mar. '13, kl: 19:52:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Hér á landi er verið að fjalla um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni og þá eru engin skipti á peningum heldur aðeins treyst á fórnfýsi og góðmennsku konunnar. Greinin sem þú vísar í tekur á tveimur sjónarhornum, staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni og óléttu sem iðnaði.


Að gefa ókunnugum egg eða sæði er svo önnur umræða en flestir sjá það sem minna mál en að lána líkama sinn í 9 mánuði og aftengjast  þeim einstaklingi sem vex inn í konu. Staðreyndin er nefnilega sú að flestar konur tengjast, undir venjulegum kringumstæðum, barninu sínu strax á fyrstu mánuðum meðgöngu.


Síðan koma inn aðrir þættir eins og gallar og fóstureyðing í kjölfarið. Engin kona, eða maður þarf að standa að slíkri ákvörðun eða sitja undir slíkri ákvörðun þegar um eggja- eða sæðisgjöf er að ræða. Það á heldur enginn líkama þinn í kjölfar eggja- eða sæðisgjafar og það er enginn sem getur stjórnað þér eða stýrt til að tryggja heilbrigði barnsins síns. O.s.frv.




Það er svo til hellingur af börnum í þessum heimi sem þarfnast sárlega foreldra. Það væri miklu skynsamlegra að leggja vinnu í að auðvelda ættleiðingar en að koma á staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Ísland gæti verið fyrsta landið í heiminum til að ná fram gagnkvæmum skilningi þegar kemur að foreldralausum börnum sem eiga skilið bjarta og betri framtíð.
En lituð börn eru kannski ekki nógu fín fyrir okkur vestræna liðið.....

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

sem er | 3. mar. '13, kl: 20:33:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Síðasta málsgreinin í innlegginu þínu er akkúrat það sem fer í taugarnar á mér við staðgöngumæðraumræðuna og þessi rosalega svart/hvítu viðhorf sem fólk tekur upp og heldur sig við eins og einhver fanatísk trúarbrögð.  Þú myndir varla koma með svona skot í umræðu um tæknifrjóvganir og gera lítið úr löngun fólks til að eignast sín eigin líffræðilegu börn og vísa á ættleiðingar? Og afhverju þarftu að draga rasisma inn í þetta? Það er nóg af góðum umræðupunktum um hversvegna staðgöngumæðrun er siðferðislega flókið og erfitt mál. Þú gerir lítið bara lítið úr umræðunni með svona bulli.

Walter | 3. mar. '13, kl: 21:17:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Fyrir mér er tæknifrjógvun eitthvað allt annað en staðgöngumæðrun og ég var, að ég held, búin að útskýra það hérna ofar.


Og að draga rasimsa inn í þetta, staðreyndin er nú bara sú að fullt af fólki vill ekki eiga lituð börn (hver svo sem ástæðan er) og er það gengið svo langt að pör útvega sér "hvítt" egg til að koma fyrir í litaðri konu. 
Af hverju ættu íslendingar að vera öðruvísi? Það var pælingin.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

sem er | 3. mar. '13, kl: 21:29:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þú kýst með þessum orðum að gera minna úr upplifun fólks sem getur ekki eignast líffræðileg börn nema með staðgöngumæðrun en fólks sem getur ekki eignast börn nema með t.d. gjafaeggjum eða tæknifrjóvgunum.. Ég sé þessum rökum aldrei haldið á lofti í þeim umræðum.


Þetta er álíka tvískinnungur í mínum huga eins og að vilja banna allar fóstureyðingar vegna þess að líf er heilagt -  með undantekningum.

Walter | 3. mar. '13, kl: 21:40:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Þú mátt alveg kalla það tvískinnung fyrir mér. 


Ég er ekki að gera lítið úr upplifun neins, hvorki þeirra sem geta ekki eignast líffræðileg börn nema með staðgöngumæðrun né þeim sem þurfa gjafaegg, gjafasæði, tæknifrjógvun eða hvað annað.
Ég get bara ekki séð hvernig það er sambærilegt að fá utanaðkomandi konu til að ganga með barn fyrir sig í 9 mánuði og að fara í tæknifrjógvun.


Fyrir mér eru það ekki mannréttindi að eignast barn, alveg án þess að vilja gera lítið úr einhverjum þó svo að ég skilji alveg að einhverjar taki því þannig.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

strákamamma | 4. mar. '13, kl: 11:23:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

það gerir lítið úr málflutningi þínum að draga tæknifrjóvganir og slíkt inní umræðuna um staðgöngumæðrun

strákamamman;)

sjálfstættfólk | 3. mar. '13, kl: 23:22:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig er barn getið af gjafasæði eða  gjafaeggi, úr legi annarrar konu, lífræðilega eigið barn má ég spyrja?

sjálfstættfólk | 3. mar. '13, kl: 23:24:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

verið

Grjona | 3. mar. '13, kl: 23:30:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú myndir varla koma með svona skot í  umræðu um tæknifrjóvganir og gera lítið úr löngun fólks til að eignast sín eigin líffræðilegu börn og vísa á ættleiðingar?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

konaeinsomul | 3. mar. '13, kl: 21:04:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þú hefur greinilega ekki kynnt þér ættleiðingar. Ísland getur ekkert bara eitt og sér ráðið því að allir megi ættleiða öll börnin sem þurfa á því að halda. Önnur lönd eru með reglur hjá sér, ákveða hvernig þau vilja ætlteiða börnin frá sínu landi. Það hefur nákvæmlega ekkert með húðlit að gera

Walter | 3. mar. '13, kl: 21:14:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ég geri mér fulla grein að það er ekki einfalt að ættleiða barn og stefna flestra landa sem sitja uppi með hundruðir eða þúsundir barna er að fela vandann með því að gera þetta ferli eins flókið og hægt er og "gefa" jafnvel bara frá sér örfá börn á ári. "Þ ess vegna sagði ég " Ísland gæti verið fyrsta landið í heiminum til að ná fram gagnkvæmum skilningi þegar kemur að foreldralausum börnum sem eiga skilið bjarta og betri framtíð."
Það væri allavega þess virði að reyna það.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

Miss Skreamer | 3. mar. '13, kl: 21:07:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Engu að síður mun viðkomandi án efa fá bætur vegna vinnutaps og slíks alveg eins og þegar um eggjagjöf er að ræða, þú skalt ekki gera þér vonir um annað.

____________________________

Ég er nánast ósnert blómaengi og þú ert garðsláttuvél sem er óvelkomin þar. / M.S.

Í hjartað berðu birtu inn
og von sem vill ei víkja.
Eitthvað fallegt í þér finn,
engum við að líkja.

M.S.

Walter | 3. mar. '13, kl: 21:21:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki að gera mér neinar vonir, aðar en þær að þær aðferðir sem eru til staðar í dag til að eignast börn verði áfram og aðrar ekki. Að minnsta kosti ekki staðgöngumæðrun.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

Walter | 3. mar. '13, kl: 21:24:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er það sem kemur fram í áfangaskýrlsu vinnuhóps um staðgöngumæðrun síðan 2010. Það er væntanlega það sama í gangi í dag og er það svo sem alveg skiljanlegt.


"Þó greinarmunur hafi hér verið gerður á staðgöngumæðrun sem velgjörð og 
staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni og hann talinn mikilvægur, þá getur munurinn verið 
óljós. Jafnvel þótt litið sé á meðgönguna fyrst og fremst sem gjöf hefur í mörgum 
tilvikum verið litið svo á að það sé réttlætismál að greiða tiltekna fjárhæð fyrir 
staðgöngumeðgöngu, svo sem vegna lækniskostnaðar og tekjutaps. Má sem dæmi nefna þá þróun sem orðið hefur í Bretlandi. Þar er meðganga í hagnaðarskyni bönnuð en greiðsla vegna kostnaðar eða jafnvel e.k. miska er leyfð. Greiðslan sem oft er umtalsverð 
verður því viðtekin. Í raun er þá komið markaðsverð á hverja meðgöngu, þó þar í landi sé 
bannað að ganga með barn fyrir aðra konu í hagnaðarskyni.16 Þar sem mörkin eru ekki 
skýr getur verið erfitt að hindra að staðgöngumæðrun verði að markaðsvöru ef hún er 
leyfð á annað borð. Til að sporna við þeirri tilhneigingu að um bein viðskipti verði að 
ræða hefur sums staðar verið farin sú leið að banna auglýsingar eftir þjónustu 
staðgöngumæðra.17 Þar með er það talið líklegra að kona gerist einvörðungu 
staðgöngumóðir þegar eru náin tengsl á milli þeirra sem að málinu koma." 

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

Miss Skreamer | 3. mar. '13, kl: 21:29:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kei, en nú á þetta til dæmis ekki við um eggjagjafir, ég held að fólk mundi seint kalla þær markaðsvöru á Íslandi þó svo fólki finnist svo sem ekkert að því að kaupa sæði frá útlöndum.

Ef það er eitt batterí, ríkisrekið eða með einkaleyfi frá ríkinu á því að hafa milligöngu um staðgöngumæðrun líkt og með gjafaegg þá sé ég ekki í hverju hættan er fólgin.

____________________________

Ég er nánast ósnert blómaengi og þú ert garðsláttuvél sem er óvelkomin þar. / M.S.

Í hjartað berðu birtu inn
og von sem vill ei víkja.
Eitthvað fallegt í þér finn,
engum við að líkja.

M.S.

Walter | 3. mar. '13, kl: 21:48:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nei, enda minna mál að fá egg eða sæði frá einhverjum en að borga einhverjum eða biðja fallega um að ganga með barn fyrir sig. 


Ég sé bara fullt af siðferðilegum vafaatriðum sem hafa komið upp í þeim löndum þar sem staðgöngumæðrun er leyfð og ég er bara ekki að sjá að við séum eitthvað meira "rétthugsandi" en aðrar þjóðir.
Fyrir utan hversu fáránlegt það verður ef að sú þingsályktunartillaga sem liggur fyrir verður samþykkt.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

Miss Skreamer | 3. mar. '13, kl: 21:52:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Well, konur hafa sjálfar boðið sig fram sem eggjagjafa í gegnum Art Medica og mér þætti alveg skoðandi að hafa sama fyrirkomulag með staðgöngumæður.  Sé ekki alveg siðferðislegan mun á hvoru um sig.  Þessi krafa um tengsl við staðgöngumóður þykir mér fáránleg þar sem að mörgum þykja slík tengsl einmitt fráhrindandi tilhugsunar og er hún einnig gerð til að mismuna fólki eftir því hversu viljuga ættingja það á.

____________________________

Ég er nánast ósnert blómaengi og þú ert garðsláttuvél sem er óvelkomin þar. / M.S.

Í hjartað berðu birtu inn
og von sem vill ei víkja.
Eitthvað fallegt í þér finn,
engum við að líkja.

M.S.

Walter | 3. mar. '13, kl: 22:31:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Ok, ef ég fer upp á Art Medica og gef egg þá get ég bara farið að því loknu og ég ber enga ábyrgð á því hvers konar barn kemur út frá þessu eggi (ég geri mér grein fyrir að prósessinn er aðeins lengri en þetta samt).


Ef ég geng með barn fyrir einhvern þá er það bara allt annað mál. Hvað ef það kemur í ljós að það er eitthvað að barninu í sónar og foreldrarnir vilja ekki barnið? Á ég að fara í fóstureyðingu? Hvað ef ég er algjörlega á móti fóstureyðingum, á ég þá að eiga barn sem mig langar ekkert í? Hvað ef ég tengist barninu það mikið á meðgöngunni að ég vil ekki gefa það frá mér? Hvað ef ég veikist alvarlega á meðgöngunni og hvað ef það verða einhverjar afleiðingar eins og langvarandi veikindi eða jafnvel örorka? Hvað ef foreldrarnir hætta við þegar barnið er fætt?
Það eru billjón spurningar og þetta er allt eitthvað sem hefur komið upp í raunveruleikanum.


Hins vegar er ég sammála því að ef það á að leyfa þetta þá á bara að leyfa þetta og að það þurfi þá eitthvað fyrirkomulag eins og með gjafaegg og gjafasæði.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

Miss Skreamer | 3. mar. '13, kl: 22:36:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Væntanlega yrðu settar reglur um þetta allt og gengið frá öllum lausum endum.  Við búum á Íslandi, ekki í BNA

____________________________

Ég er nánast ósnert blómaengi og þú ert garðsláttuvél sem er óvelkomin þar. / M.S.

Í hjartað berðu birtu inn
og von sem vill ei víkja.
Eitthvað fallegt í þér finn,
engum við að líkja.

M.S.

Walter | 3. mar. '13, kl: 22:45:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Af því að við erum eitthvað betri? Það eru alls ekki öll ríki í BNA sem leyfa staðgöngumæðrun einmitt út af öllum þessum vafaatriðum.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

Miss Skreamer | 3. mar. '13, kl: 22:51:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta eru bara svo ólík þjóðfélög, aftur er framkvæmd allt önnur í svona málum þar, hér yrði það væntanlega Art Medica sem færi með þessi mál undir eftirliti þar til bærra yfirvalda en þar eru það einkafyrirtæki út um allar jarðir sem sjá um þetta og eru með misgóð vinnubrögð.  Bandarísk löggjöf er svo götótt í þessum málum sem og ættleiðingum sem eru mun minna mál en hér en samt miklu fleiri foreldralaus börn.

Væntanlega yrðu staðgöngumæður og foreldrar pöruð saman þannig að skoðanir á fóstureyðingum í þessum tilfellum færu saman, skrifað undir samning þess efnis o.s.frv.  Sé ekki vandamálið hér.

____________________________

Ég er nánast ósnert blómaengi og þú ert garðsláttuvél sem er óvelkomin þar. / M.S.

Í hjartað berðu birtu inn
og von sem vill ei víkja.
Eitthvað fallegt í þér finn,
engum við að líkja.

M.S.

Walter | 3. mar. '13, kl: 23:01:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það sem ég átti við, hvort við værum eitthvað betri að því leiti að siðferðileg og/eða lagaleg vafaatriði eigi ekki eftir að koma upp hérna? Hefur löggjafinn hérna sýnt það hingað til að vera fær um að koma í veg fyrir öll vafaatriði? 
Enginn möguleiki á íslensku "baby M - máli" ?


Það er bara svo margt sem mælir á móti þessu, allavega að mínu mati (og margra annarra reyndari og gáfaðri).

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

Miss Skreamer | 3. mar. '13, kl: 23:08:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Siðferðisleg og/eða lagaleg vafaatriði koma upp þar sem ekki hefur verið vandað til verka.  Ég held að allir geti verið sammála um nauðsyn þess að vanda til verka við allan undirbúning og ég treysti því að staðgöngumæðrun verði ekki leyfð án þess að það sé gert.

In fact býst ég ekki við því að hún verði samþykkt á næstu árum.  Alþingi Íslendinga eyðir allt of miklum verðmætum tíma í að rífast og vinna í hlutum sem þjóðin hefur lítinn eða engan áhuga á að fá yfir sig.

____________________________

Ég er nánast ósnert blómaengi og þú ert garðsláttuvél sem er óvelkomin þar. / M.S.

Í hjartað berðu birtu inn
og von sem vill ei víkja.
Eitthvað fallegt í þér finn,
engum við að líkja.

M.S.

Walter | 3. mar. '13, kl: 23:15:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er ósammála þér í þessu t.d. vegna þess að ég held að það sé ekki hægt að smíða löggjöf í kringum staðgöngumæðrun.
Það er líka allt í lagi, það er mjög ólíklegt að allir verði sammála í þessu máli nokkurn tímann.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

Miss Skreamer | 3. mar. '13, kl: 23:18:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er satt og allt í góðu að þú sért mér ósammála. :-)

____________________________

Ég er nánast ósnert blómaengi og þú ert garðsláttuvél sem er óvelkomin þar. / M.S.

Í hjartað berðu birtu inn
og von sem vill ei víkja.
Eitthvað fallegt í þér finn,
engum við að líkja.

M.S.

 
Walter | 3. mar. '13, kl: 23:19:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

:)

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

sjálfstættfólk | 3. mar. '13, kl: 23:28:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

svo ef staðgöngumóðir hefur skrifað undir samning um að hún sé fyrirfram hlynnt fóstureyðingu en hættir við á meðgöngu hvað þá? Hvað ef hún vill halda barninu þrátt fyrir undirskrifaðan samning, er barnið tekið frá henni grátandi á fæðingarstofunni?  Hvað ef "foreldrar" hætta við á miðri meðgöngu, hvað gerist þá?

konaeinsomul | 4. mar. '13, kl: 08:45:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það verður ekki gerður bindandi samningur, þær pælingar voru teknar af borðinu eftir að rannsóknir sýndu að þess er ekki þörf. Sennilegast mun staðgöngumóðirin geta skipt um skoðun þangað til að gengið hefur verið frá ættleiðingu. Ef hún vill hætta við geta þá væntanlega foreldrarnir sem lögðu til erfðaefnið farið í forræðismál.

sigmabeta | 4. mar. '13, kl: 15:46:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég reyndar efast um að lagalega séð gæti konan sem léti í té eggið farið í forræðismál þótt faðirinn gæti það, þar sem móðir sem fæðir barn telst móðir þess samkvæmt lögunum.

presto | 5. mar. '13, kl: 13:38:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Til þess þarf að kollsteypa skilgreiningunni á "móðerni" og égtrúi ekki alveg að fólk sé tilbúið að strika bara út að kona sem fæðir barn teljist sjálfkrafa móðir þess. 

sjálfstættfólk | 3. mar. '13, kl: 23:26:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

hvernig lausnir? Þú gengur fram fyrir skjöldu með að mæla fyrir þessu máli hér, deildu með okkur lausum þínum á þessum vandamálum.

Miss Skreamer | 3. mar. '13, kl: 23:28:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég legg til að þú ræðir málið við lögfræðing. ;-)

____________________________

Ég er nánast ósnert blómaengi og þú ert garðsláttuvél sem er óvelkomin þar. / M.S.

Í hjartað berðu birtu inn
og von sem vill ei víkja.
Eitthvað fallegt í þér finn,
engum við að líkja.

M.S.

presto | 3. mar. '13, kl: 22:40:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Svo er spurning um hvað kallast "tengsl"? Myndar maður þau ekki bara við hina og þessa á lífseiðinni?

strákamamma | 4. mar. '13, kl: 11:21:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ólétta kostar ekki pening alstaðar þó tæknifrjóvgunarferlið sé dýrt á íslandi

strákamamman;)

konaeinsomul | 4. mar. '13, kl: 11:25:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ef það þú þarft aðstoð til að verða ólétt þá kostar það þig yfirleitt pening, sama hvar í heiminum þú ert. Þau lönd sem niðurgreiða tæknifrjóvgun eins og Danmörk gerir upp að vissu marki niðurgreiða ekki ættleiðingu

strákamamma | 4. mar. '13, kl: 12:33:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það er þá það sem ætti að breyta....   ekki innleiða mannfólk eins og útungunarvélar.

strákamamman;)

Felis | 4. mar. '13, kl: 12:39:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

algerlega - það ætti að eyða miklu meira púðri í að gera ættleiðingarferlið almennilegt frekar en þetta

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Bergmann74 | 3. mar. '13, kl: 19:20:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það er ekkert líkt með tæknifrjóvgn, eggjagjöfum, sæðisgjöfum, ættleiðingum og staðgöngumæðrun.

konaeinsomul | 3. mar. '13, kl: 19:21:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú, fólk borgar fyrir þær allar, þær kosta pening og með því að borga fyrir óléttu ertu að styðja við markaðsvæðingu óléttunnar sem greinin fjallar um, ekki satt?

Grjona | 3. mar. '13, kl: 22:45:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hví 'ein af þeim betri frá femínista' en ekki 'ein af þeim betri'? Hvort eru greinar frá femínistum venjulega betri eða verri en frá öðrum?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

konaeinsomul | 3. mar. '13, kl: 22:46:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

greinar frá femínistum eru oft yfirfullar af staðreyndavillum, þær byggja oft bara á "mér finnst" og einhverjum heimspekilegum pælingum frekar en rannsóknum

konaeinsomul | 3. mar. '13, kl: 22:46:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já, eða greinar frá þeim um þetta tiltekna málefni

Grjona | 3. mar. '13, kl: 22:49:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Frekar en frá öðrum? Í alvöru?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

konaeinsomul | 3. mar. '13, kl: 22:53:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

auðvitað er til fólk sem er fylgjandi staðgöngumæðrun sem skrifar heimspekilegar pælingar og sína hlið á málinu. Ég hef samt ALDREI fengið í hendurnar rannsóknir sem styðja málstað femínista í þessu máli. Enginn þeirra sem hefur talað um rannsóknir í sínum skrifum vísar á þær. Ég hef beðið um þær, aldrei fengið.

Walter | 3. mar. '13, kl: 23:05:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En ef þú googlar t.d. "feminist research surrogacy" ? Ég fæ alveg 102.000 niðurstöður og 3.950 niðurstöður á google scholar.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

Grjona | 3. mar. '13, kl: 23:07:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hafa 'ekki-femínistar' vitnað í einhverjar rannsóknir máli sínu til stuðnings? Ertu sjálf(ur) með rannsóknir sem sýna fram á að femínistar séu frekar á móti staðgöngumærðun en með (og öfugt)? 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Walter | 3. mar. '13, kl: 23:19:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mér hefur sýnt svona að það séu mjög skiptar skoðanir meðal femínista. Sumir eru með vegna þess að konur eiga hafa réttinn til að ráða eigin líkama og þá er oft vísað t.d. í fóstureyðingar baráttuna. Síðan eru hinir sem eru á móti af sömu ástæðu, konur ráða eigin líkama og hann er ekki söluvara og/eða það á ekki að gera ráð fyrir því að konur af góðmennsku einni saman gangi með barn fyrir aðra. Síðan blandast siðferðileg vafamál og öll sú umræða inn í.


Spes að ætla femínistum einhverja eina skoðun og það að byggja allt sitt bara á "mér finnst" en ekki á rannsóknum.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

Grjona | 3. mar. '13, kl: 23:20:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mjög spes. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Miss Skreamer | 3. mar. '13, kl: 23:29:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sammála þér.

____________________________

Ég er nánast ósnert blómaengi og þú ert garðsláttuvél sem er óvelkomin þar. / M.S.

Í hjartað berðu birtu inn
og von sem vill ei víkja.
Eitthvað fallegt í þér finn,
engum við að líkja.

M.S.

Walter | 3. mar. '13, kl: 23:37:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er líka sammála þér að vera sammála mér.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

konaeinsomul | 4. mar. '13, kl: 08:50:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er alveg rétt hjá þér, femínismi er einhverjar 8 eða 9 mismunandi kenningar. Sjálfsagt eru einhverjar þeirra hlynntar staðgöngumæðrun eins og þú segir, ég er einn þeirra, sem vil að konur ráði ALLTAF yfir sínum líkama, líka þegar þær vilja vera staðgöngumæður. Hins vegar hafa raddir femínisma hér á landi verið háværar á móti og ekki getað sýnt mér neitt annað en þessi mér finnst rök.

konaeinsomul | 4. mar. '13, kl: 08:48:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

http://claradoc.gpa.free.fr/doc/329.pdf
þarna finnurðu rannsókn Karen Busby sem er yfirlit yfir ALLAR pierreviewed rannsóknir um staðgöngumæðrun á Vesturlöndum. Enginn þeirra er neikvæð. Karen gerði þessa rannsókn af því að hún ætlaði að sanna að það væri verið að misnota staðgöngumæður (hún er femínisti og mannréttindafrömuður) en komst að því að það var ekkert sem styrkti þann málsstað þegar við erum að tala um staðgöngmæðrun á Vesturlöndum

Grjona | 4. mar. '13, kl: 11:16:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk en ég var reyndar að biðja um rannsóknir sem sýndu að skoðanir femínista á staðgöngumæðrun væru á skjön við 'almenna' skoðun.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

konaeinsomul | 4. mar. '13, kl: 11:19:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og allar rannsóknir á staðgöngumæðrun eru ekki almenn skoðun eða? þær stangast á við skoðanir femínista

Grjona | 4. mar. '13, kl: 11:21:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar eru þessar rannsóknir sem sýna að skoðanir femínista séu aðrar en almennings? Mig langar að sjá þær.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

konaeinsomul | 4. mar. '13, kl: 11:22:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það hafa að mér vitandi ekki verið gerðar rannsóknir á skoðunum almennings, heldur hafa staðreyndirnar í kringum staðgöngumæðrun verið rannsakaðar. Þær rannsóknir sýna að það sem femínistar halda fram er einfaldlega ekki rétt þó að almenningur geti haldið annað

Grjona | 4. mar. '13, kl: 11:26:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þannig að þetta þvaður þitt um skoðun femínista á staðgöngumæðrun á ekki við nein rök að styðjast. Gott að það er komið á hreint.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Snobbhænan | 4. mar. '13, kl: 11:28:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Feministar eru einfaldlega ekki ein rödd í þessu máli. Sumir eru alfarið á móti, aðrir eru með, og enn aðrir hafa ekki enn tekið afstöðu. Það er því líka spes að setja þetta svona upp. 

konaeinsomul | 4. mar. '13, kl: 11:30:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég biðst afsökunar á að setja þá alla undir sama hatt, verandi mjög fylgjandi því að staðgöngumæðrun verði leyfð þá heyri ég ekki femínista á Íslandi tjá sig um þetta nema undir afar neikvæðum, öfgakenndum formerkjum

Grjona | 4. mar. '13, kl: 11:31:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er þín afbakaða skoðun.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

konaeinsomul | 4. mar. '13, kl: 11:35:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

greinin sem Sif Sigmarsdóttir skrifaði um daginn var reyndar undantekningin sem sannar regluna, ég man ekki eftir öðrum femínistum hér á landi sem hafa komið fram í umræðunni hér og verið málsvarar annars í þessu máli en öfgafyllstu neikvæðninnar

Haffí | 4. mar. '13, kl: 14:43:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Samt ekki. Það er því miður leiðinlega algengt að sjá röksemdafærsluna "ég er femínisti og þess vegna er ég á móti staðgöngumæðrun" og svo kemur halarófan um vændi, útungunarvélar, arðrán á konum og skilningsleysi hvítra miðaldra karla á hvað það þýðir að vera kona og Móðir.

Ég skal vera fyrst til að viðurkenna að í mínum augum er þetta engan veginn neitt sérstaklega feminískt sjónarhorn (t.d. alger afneitun á því að kona geti tekið ákvörðun fyrir sig sjálfa og út frá eigin forsendum, um að ganga með barn fyrir aðra og hafa ekki minnsta áhuga á að eiga það sjálf - heldur eigi samfélagið (sem er þá ekki lengur feðraveldi?) að ákveða það fyrir hana). En ég skil í alvörunni ekki hvernig hugtakið feminismi verið (mis)notað til að færa rök fyrir banni við staðgöngumæðrun.   

Haffí

Haffí | 4. mar. '13, kl: 14:47:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

AHHH, skil sem sagt ekki hvernig það getur hafa farið fram hjá þeim sem hafa fylgst með umræðunni um staðgöngumæðrun og möguleikana á henni hér á landi hvernig hugtakið feminismi hefur verið (mis)notað til að færa rök fyrir banni...

Haffí

Felis | 4. mar. '13, kl: 12:40:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

málið er samt að feministar eru ekki sammála í þessu efni

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Grjona | 4. mar. '13, kl: 12:46:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og heimskulegt að halda því fram að þeir séu það.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

negulnagli | 4. mar. '13, kl: 11:21:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sumir femínistar merkja við "Veit ekki" - femínistar eru sko líka allskonar fólk.

konaeinsomul | 4. mar. '13, kl: 11:23:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég veit það, á flestum sviðum tel ég mig vera femínista ;-)

Grjona | 4. mar. '13, kl: 11:27:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvers vegna fullyrðirðu þá að við höfum öll sömu skoðun á staðgöngumæðrun?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

konaeinsomul | 4. mar. '13, kl: 11:28:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er sennilega að tala út frá þeim sem hafa tjáð sig í umræðunni hérna undir þeim formerkjum að vera femínistar. Þar koma oftast fram öfgakenndar skoðanir sem eiga ekki við rök að styðjast

Grjona | 4. mar. '13, kl: 11:30:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Svona skoðanir eins og þínar á femínistum þá? Femínistar er hópur af fólki með mismunandi skoðanir, ekki eina. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Grjona | 4. mar. '13, kl: 11:26:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

reyndar | 3. mar. '13, kl: 19:07:06 | Svara | Er.is | 1

Já.

sjálfstættfólk | 3. mar. '13, kl: 19:16:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað finnst þér um greinina sem Nette birtir og það viðhorf sem þar kemur fram?

choccoholic | 3. mar. '13, kl: 19:11:56 | Svara | Er.is | 1

Já algerlega, en auðvitað þarf að vera skýr rammi um þetta.

Felis | 3. mar. '13, kl: 19:14:49 | Svara | Er.is | 0

nei alls ekki

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

country | 3. mar. '13, kl: 19:16:14 | Svara | Er.is | 8

Já. Mér finnst brot á mínum mannréttindum ef ég má ekki ráða því sjálf hvort ég geng með barn fyrir aðra ef ég vil það sjálf. Hins vegar þarf náttúrulega að vera skýr lagasetning um þetta og ferlið hæfilega flókið til að fólk fari ekki í þetta út frá skyndihugdettum eða gróðahugmyndum

Bergmann74 | 3. mar. '13, kl: 19:20:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef ferlið er of flókið leitar það bara út fyrir landsteinana og fer í kringum lögin eins og raunin er í þeim löndum þar sem staðgöngumæðrun er leyfð nú þegar með ströngu og skýri regluverki.

country | 3. mar. '13, kl: 19:55:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

enda sagði ég hæfilega flókið. Annars er almennt best að hafa færri reglur og reyna frekar að fylgja þeim betur eftir.

presto | 3. mar. '13, kl: 21:17:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er eitthvað sem bannar þér í dag að ganga með barn og gefa öðrum?

konaeinsomul | 3. mar. '13, kl: 21:52:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já, tæknifrjóvgunarlögin t.d., ættleiðingarlöginn held ég líka, allaveg þarftu ástæðu fyrir því að gefa barn til ættleiðingar, meira en "æi, af því bara"

presto | 3. mar. '13, kl: 21:55:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tæknifrjóvgunarlög koma því klárlega ekki við hvort þú getur barnið þitt eða ekki. Ég býst við að barnaverndaryfirvöld komi að mati á hæfi foreldra, en þau geta ekki bannað manneskju að gefa barnið sitt frá sér.

konaeinsomul | 3. mar. '13, kl: 22:01:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú færð ekkert að ráða hver fær barnið sem þú gefur frá þér, barnaverndaryfirvöld ráða því svo að þannig virkar ekki staðgöngumæðrun ef móðirin fær ekki að ráða hvaða par fær barnið

extraextra | 3. mar. '13, kl: 19:22:55 | Svara | Er.is | 0

Er staðgöngumæðrun leyfð í nágrannalöndum okkar ? þekkir það einhver, til dæmis eins og noregi, svíþjóð, danmörk eða finnlandi.

Walter | 3. mar. '13, kl: 19:28:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það var allavega þannig að staðgöngumæðrun er ekki leyfð á norðurlöndunum og ég held að það hafi ekki breyst síðan í fyrra þegar ég var að skoða þetta.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

konaeinsomul | 3. mar. '13, kl: 19:38:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Finnar eru á lokasprettinum að leyfa staðgöngumæðrun og munu sennilegast verða á undan Íslandi, enda er reynsla þeirra afar góð. Þar var mjög gott ferli, mikil eftirfylgd og vel haldið utan um alla aðila. Siðferðisráð lækna í Svíþjóð var síðan að mæla með staðgöngumæðrun um daginn http://www.ruv.is/frett/vilja-leyfa-stadgongumaedrun-i-svithjod

Walter | 3. mar. '13, kl: 19:43:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar get ég nálgast upplýsingar um þeirra reynslu af staðgöngumæðrun (sem þeir eru ekki búnir að samþykkja) ?

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

konaeinsomul | 3. mar. '13, kl: 19:46:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef mínar upplýsingar frá Helgu Sól Ólafsdóttur félagsráðgjafa sem kom að starfi með þetta hjá þegar Finnar voru ekki búnir að banna staðgöngumæðrun (þeir komu ekki staðgöngumæðrun, tæknifrjóvgun fyrir einstæða og samkynhneigða og nafnlausum kynfrumugjöfum í gegnum þingið öllu í einu þegar þeir samþykktu sína tæknifrjóvgunarlöggjöf, svo staðgöngumæðrunin datt út.)

Walter | 3. mar. '13, kl: 20:08:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, skoða það.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

Flórens | 3. mar. '13, kl: 22:03:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þessi frétt sem nikkið linkar á er afskaplega einhliða, það hafa margir mótmælt þessu frá Siðferðisráðinu, meðal annars Sveriges kvinnolobby og samband kvenlækna í Svíþjóð, sem er btw stærtsta læknaráðið í Svíþjóð. Þessi tvö samtök vísa m.a. í sameinuðu þjóðirnar þegar þau rökstyðja afstöðu sína gegn staðgöngumæðrun. Getur lesið grein eftir tvær konur í báðum þessum ráðum og afhverju þær eru á móti ályktun siðferðisráðsins hér, ef þú skilur sænsku,:

 

 

konaeinsomul | 3. mar. '13, kl: 22:22:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mér finnst fréttin sem þú linkar á afskaplega einhliða.
Þar er gengið út frá að þetta sé mannsal, með konur og börn.
Þar er gengið út frá að það verði bindandi samningur, sem verður ekki hér.
Ég væri til í að sjá rannsóknir sem hún vísar í um að það aukist að fólk fari til þróunarlanda í þeim löndum sem staðgöngumæðurn er leyfð, hef nefnilega reynslu af því frá þessari "einhlið" að það er sagt "rannsóknir sýna" en maður getur aldrei fengið að sjá þær rannsóknir eða fengið almennilegar vísanir í þær

Walter | 3. mar. '13, kl: 22:32:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fjandinn að skilja ekki sænsku. Ætla reyna samt....takk!

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

Flórens | 3. mar. '13, kl: 22:39:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Google translate er samt merkilega gott í sænsku, mér sýnist í fljótu bragði að fréttin skiljist mjög vel ef þú þýðir hana þar.

Walter | 3. mar. '13, kl: 22:46:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég smellti henni yfir á ensku því vafrinn bauð upp á það.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

ingbó | 3. mar. '13, kl: 19:27:02 | Svara | Er.is | 8

alfarið á móti staðgöngumæðrun. Mér finnst umræðan í heild vera farin að markast af því að "allir" eigi að eiga rétt á að eignast börn. 

sem er | 3. mar. '13, kl: 19:45:13 | Svara | Er.is | 0

Já.

Ígibú | 3. mar. '13, kl: 19:50:36 | Svara | Er.is | 0

Nei alls ekki.

ny1 | 3. mar. '13, kl: 20:23:04 | Svara | Er.is | 0

að mínu mati já eins og danir (eru það ekki örugglega danir frekar en svíar eða norðmenn) eru að hugsa um..

shiva | 3. mar. '13, kl: 20:45:24 | Svara | Er.is | 5

Ekki tímabært að mínu mati.  Svo virðast íslendingar ekkert kunna að gera almennileg regluverk svo þetta fer örugglega allt fjandans til.

_________

Herra bækur til sölu
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2590247
_________________________________

Alsæla Englaryk.
_________________________________
Judge if you want, we are all going to die. I intend to deserve it!

-----Feministapíka-----

Askepot | 3. mar. '13, kl: 21:14:03 | Svara | Er.is | 2

Klárlega nei. 
Alltof mörg siðferðileg vafaatriði sem verða ekki auðveldlega leyst með lagasetningu að mínu mati. 

*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Munurinn á snilld og heimsku er sá
að snilldin er takmörkuð." A.Ein.
*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Miðaldra kelling í lögfræðinámi" Mae West.

CharlieSheen | 3. mar. '13, kl: 21:21:23 | Svara | Er.is | 1

Að sjálfsögðu. 

Miss Skreamer | 3. mar. '13, kl: 21:30:55 | Svara | Er.is | 1


____________________________

Ég er nánast ósnert blómaengi og þú ert garðsláttuvél sem er óvelkomin þar. / M.S.

Í hjartað berðu birtu inn
og von sem vill ei víkja.
Eitthvað fallegt í þér finn,
engum við að líkja.

M.S.

negulnagli | 3. mar. '13, kl: 21:55:27 | Svara | Er.is | 0

Veit ekki, ég á eftir að skoða þetta betur.

porridge | 3. mar. '13, kl: 22:17:07 | Svara | Er.is | 2

alfarið á móti

Medister | 3. mar. '13, kl: 22:52:55 | Svara | Er.is | 5

Tjah...ég yrði amk mjög fúl ef að ég mætti ekki ganga með barn fyrir systur mína eða hún fyrir mig, ef sú staða kæmi upp. Þannig að í velgjörðarskyni, þá já.

Flatbaka5 | 3. mar. '13, kl: 23:23:05 | Svara | Er.is | 0

Svarið er já og hver sá sem segir nei er sjálfselskt fífl með meiru.


En ef konan mín gæti ekki átt barn ? Hvað þá, er ég þá dæmdur til að vera barnlaus ?
Þetta er valmöguleiki sem ég vill hafa og ég hreinlega skil ekki hvaða rök geta verið færð fyrir því að segja nei

Grjona | 3. mar. '13, kl: 23:27:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú færð mínus fyrir sjálfselska fíflið.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Walter | 3. mar. '13, kl: 23:36:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef þú velur að vera með konu sem getur ekki eignast barn með neinum hefðbundnum ráðum og þið viljið ekki ættleiða barn/getið ekki ættleitt barn þá já, ert þú dæmdur til að vera barnlaus.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

Flatbaka5 | 3. mar. '13, kl: 23:43:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nú ok frábært, þannig að ef það er til úrræði fyrir fólk sem hefur ekkert annað val, besta að taka það úrræði útúr myndinni til að vera leiðinlegur, afhverju viltu að eina úrræðið sé ættleiðing ?

Walter | 3. mar. '13, kl: 23:49:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er búin að svara því hérna á nokkrum stöðum í þessari umræðu sem og öðrum umræðum um staðgöngumæðrun. 


En annars er það m.a. vegna þess að ég álít það ekki mannréttindi að eignast barn og að það eigi ekki að nota konur sem einhvers konar verkfæri í þeim tilgangi að uppfylla eigin þarfir. Síðan eru það ýmiss siðferðileg vafaatriði sem mér finnst skipta máli og þau hafa komið upp í ýmsum málum þar sem staðgöngumæðrun er leyfð og ekki hefur verið hægt að leysa þau svo vel fari.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

Walter | 3. mar. '13, kl: 23:49:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og ég er ekki að reyna vera leiðinleg.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

Flatbaka5 | 4. mar. '13, kl: 00:21:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En segjum svo að vinkona okkar hjóna myndi bjóða sig fram til að ganga með barn fyrir okkur  í dæmi þar sem konan mín væri ófrjó. Á þá að banna henni það ?

sjálfstættfólk | 4. mar. '13, kl: 01:36:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hvað ef að þessi vinkona ykkar samþykkir að ganga með barn fyrir ykkur, egg úr konu þinni er frjógvað með þínu sæði, á miðri meðgöngu hefur hún myndað tilfinningatengsl við barnið og vill eiga það sjálf, hvað ætlið þið að gera?

Flatbaka5 | 4. mar. '13, kl: 07:04:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

leifa henni að eiga barmið, reina annarstaðar

Grjona | 4. mar. '13, kl: 07:17:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minnsta málið.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Alpha❤ | 4. mar. '13, kl: 07:21:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú þarft þá væntanlega að borga meðlag með barninu, væriru sáttur með það?


hvernig yrði umgengnin við barnið?




btw þá er ég samt hlynnt staðgöngumæðrun, finnst svar þitt bara spes. 

Flatbaka5 | 4. mar. '13, kl: 07:27:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það á að leifa þessa staðgöngumæðrun með ströngum skilyrðum að sjálfsögðu, gerður væri samningur með því ákvæði að sá er ber barnið fyrir aðra í velgjörðarskini hefur sinn rétt á að eiga barnið þegar meðgöngu líkur, en þá fyrirgerir hún líka sínum rétt á meðlagi,


Strangar reglugerðir sem hugnast öllum ætti ekki vera flókið að krassa þær niður á blað og setja í lög

Alpha❤ | 4. mar. '13, kl: 07:29:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já en þú sagðir að þú myndir leyfa henni að eiga barnið ef hún hefur myndað tengsl við barnið... 


hvað kemur svo af þinni hálfu í framhaldi af því?

Flatbaka5 | 4. mar. '13, kl: 07:35:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef henni langar að eiga barnið þá er það bara too bad fyrir mig. Samningurinn og reglurnar sem þessu yrðu að fylgja eiga að bera hag og rétt allra fyrir brjósti.


Kanski getum við sett þetta fram einhvurnveginn svona


Ef að staðgöngumóðir á rétt á greiðslum fyrir "þjónustuna" sem hún veitir, segjum að það sé 2 milljón króna þóknun og hún svo ákveður að halda barninu að meðgöngu lokinni þá fyrirgerir hún rétti sinni á greiðslu fyrir "þjónustuna" og öllum rétti á meðlagsgreiðslum. Einnig er henni gert að greiða þeim sem hún rifti samningnum við helminginn af væntanlegri þóknun.


Ég sé ekkert að því að leifa svona ef að konur bjóða sig sjálfviljugar fram til að bera börn fyrir annað fólk og það séu mjög strangar reglur í kringum það

The island | 5. mar. '13, kl: 10:25:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Erum  við þá ekki soldið að gleyma einum einstaklingnum í þessu dæmi öllu saman?

CharlieSheen | 4. mar. '13, kl: 12:19:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju á það að skipta máli? Ef þú lánar mér bílinn þinn og ég mynda tilfinningar til hans á ég þá rétt á því að eiga hann? Þetta er barnið þeirra! Sæðið hans og eggið hennar. Tilfinningar staðgöngumóður koma ekki málinu við.

strákamamma | 4. mar. '13, kl: 12:37:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

og það er þetta viðhorf sem ætti að vera nóg til þess að staðgöngumæðrun verði ekki leyfð.

strákamamman;)

Felis | 4. mar. '13, kl: 12:42:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er ekki góð samlíking. Þetta er meira einsog ef þú myndir fá alla hluti til að búa til bíl frá vinum þínum en þyrftir að skrúfa hann saman, hverja skrúfu fyrir sig. Dunda þér við það að natni og með allri þeirri áhættu sem fylgir (well það er töluvert meiri áhætta að ganga með barn en að búa til bíl en well). Svo þegar bíllinn er tilbúinn þá ættirðu að láta hann af hendi gegn því að fá smá óþægindagjald borgað fyrir vinnuna þína. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Grjona | 4. mar. '13, kl: 12:46:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Tilfinningar staðgöngumóður koma ekki málinu við.

Rilí?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

CharlieSheen | 4. mar. '13, kl: 12:57:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Barnið er ekki hennar. Hún er samningsbundinn verktaki. That's it! En það þýðir ekki að við getum ekki gert okkur ferð upp á spítala og knúsað hana þegar búið er að taka barnið og koma því í réttar hendur. Getum búið til ný störf í leiðinni. Knúsarar fyrir staðgöngmæður. Ég sé ekkert að því.

strákamamma | 4. mar. '13, kl: 13:01:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

það er þetta sem við þurfum einmitt að koma í veg fyrir...að konur verðu samningsbundnar í upphafi meðgöngu til þess að láta af hendi barnið sem þær ganga með með.


Það er ómanneskjulegt þrælaviðhorf

strákamamman;)

CharlieSheen | 4. mar. '13, kl: 13:10:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Fólk yrði að sjálfsögðu að fylgja ákveðnu regluverki. Það er enginn að tala um að búa til einhverja þræla. Staðgöngumæður eru ekki eign neins.

strákamamma | 4. mar. '13, kl: 14:41:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ef hún þarf að ákveða við upphaf meðgöngu hvað hún mun gera við barnið sem mun vaxa innra með henni er verið að gera hana að þræl.


Málið er að hver sem er má ganga með barn fyrir einhvern annan og gefa það til ættleiðingar eftir fæðinguna og svoleiðis...  það má bara ekki gera samning um það fyrirfram því það í eðli sínu brýtur á mannréttindum konunnar sem gengur með barnið að taka ákvörðun um að gefa barn eftir 9 mánuði og þú mátt ekki skipta um skoðun.

strákamamman;)

Grjona | 4. mar. '13, kl: 13:06:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst þér þetta fyndið?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

CharlieSheen | 4. mar. '13, kl: 13:09:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki enn. Það fer samt að koma að því held ég. 

konaeinsomul | 4. mar. '13, kl: 08:52:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en ef það kemur fyrst í ljós eftir að hann giftist konunni, að hún er gölluð að þessu leyti. Á hann þá að slíta sambandinu af því að hún er gölluð? Henda hjónabandinu sem er kannski farsælt að öllu öðru leyti á haugana? Veistu hvað það er sárt að vera í þessum pælingum sem par?

Walter | 4. mar. '13, kl: 16:39:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég veit ekki hversu sárt það er, ég get bara rétt ímyndað mér það.


Það breytir samt ekki minni skoðun, allavega ekki enn sem komið er.


Af hverju má þetta bara ekki vera eins og það er í dag? Ég þekki konu sem gekk með barn fyrir par (samkynhneigt, leglaust par) og ég veit ekki betur en að það hafi verið allt í lagi, án sérstakra staðgöngumæðralaga.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

konaeinsomul | 4. mar. '13, kl: 18:27:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sú kona hefur ekki fengið að fara í tæknifrjóvgun með þetta barn hér nema hún hafi mögulega logið því að vera í sambandi með öðrum föðurnum eða farið í tæknifrjóvgun sem einstæð og reddað sæðinu sjálf, eða gert þetta með heimasæðingu. Það er bara mikið að því hvernig þetta er hérna í dag, fólk þarf að fara í kringum lögin, ljúga upp á sig framhjáhaldi, samkynhneigð og það er ekkert utanumhald um þetta.

strákamamma | 4. mar. '13, kl: 18:39:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég veit það.....er samt andvíg stangöngumæðrun

strákamamman;)

Haffí | 4. mar. '13, kl: 00:01:18 | Svara | Er.is | 1

Já, ekkert í neinu villta vesturs formi, en ef við fylgjum ca þeim protokollum sem tíðkast við lifandi líffæragjafir, tæknifrjóvganir og ættleiðingar sé ég ekkert því til fyrirstöðu. 

Haffí

Ladina | 4. mar. '13, kl: 01:51:44 | Svara | Er.is | 0

Þetta er ógeðslega flókið og erfitt en mér finnst ótrúlega leiðinlegt að banna þetta alveg. Skil vel rök þeirra sem eru alfarið á móti en samt er eitthvað í mér sem finnst mér miður að þetta sé alls ekki myndinni. 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

MissVINTAGE | 4. mar. '13, kl: 12:41:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þarna sést hve langt er í land og mikið af reglum sem myndu verða settar, sem fólk veit ekkert um sýnist mér:

https://bland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=29816254&advtype=52&page=1&advertiseType=0

sjálfstættfólk | 4. mar. '13, kl: 12:57:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er leiðinlegt að þurfa að banna þetta en reynslan hefur sýnt að þetta er í raun ógerlegt

Ladina | 4. mar. '13, kl: 18:05:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það er pínu málið. 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

konaeinsomul | 4. mar. '13, kl: 18:28:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

bíddu reynsla hverra? Ekki reynsla Vesturlanda. Þar er reynslan af þessu mjög góð.

sjálfstættfólk | 4. mar. '13, kl: 19:09:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei það er hún ekki

konaeinsomul | 4. mar. '13, kl: 20:00:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú, samkvæmt öllum rannsóknum sem gerðar hafa verið

sjálfstættfólk | 4. mar. '13, kl: 20:10:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

linka á þær

konaeinsomul | 4. mar. '13, kl: 21:41:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

annað hvort linkaði ég á þessa yfirlitsrannsókn annars staðar í þessari umræðu eða í hinni staðgönguumræðunni hér í dag/gær. En vessgú
http://claradoc.gpa.free.fr/doc/329.pdf

Askið | 4. mar. '13, kl: 12:38:12 | Svara | Er.is | 0

Já, algerlega. Mætti kannski herða reglurnar og annað.

________________________
From this I shall too rise.

CharlieSheen | 4. mar. '13, kl: 19:25:11 | Svara | Er.is | 0

Hver veit nema við munum einhvern tíman sjá fyrirtækið Staðgöngumæðrun Ehf. Fólk myndi þá bara fara inn á heimasíðuna hjá þeim og velja sér staðgöngumóður með einu músarklikki. Ég veit ekki með ykkur en ég sé fyrir mér afskaplega frjóan bisness.

trilla77 | 4. mar. '13, kl: 20:04:33 | Svara | Er.is | 0

sem vinkona hjóna sem hafa stofnað sína fjölskyldu með aðstoð staðgöngumóður þá get ég ekki verið á móti þessu, alla vega ekki í þeirri mynd sem ég þekki til

smelltu hér | 5. mar. '13, kl: 09:36:11 | Svara | Er.is | 0

Hafið þið lesið þetta? Þið getið ekki ÍMYNDAÐ ykkur hvað svona mál geta orðið flókin.

http://edition.cnn.com/2013/03/04/health/surrogacy-kelley-legal-battle/index.html?hpt=hp_c2

veg | 5. mar. '13, kl: 09:54:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

maður hefur bara ekki hugmyndaflug í svona !

smelltu hér | 5. mar. '13, kl: 13:51:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega, við erum að tala um fólk með tilfinningar hérna og óvæntar aðstæður geta komið upp og það er eins gott að það verði búið að stoppa í allar holur ef það er þá hægt.

presto | 5. mar. '13, kl: 14:03:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff, þetta er alveg svakalegt. 


Skil samt að í öllum viðskiptum villkúnninn auðvitað fá ógallaða vöru, þ.e. Vöruna sem hannpantaði og greiddi fyrir.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Síða 1 af 47427 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, tinnzy123, paulobrien, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie