Flirt í Hagkaup

Golda Meir | 17. mar. '05, kl: 21:28:05 | 1642 | Svara | Er.is | 0

Var að blaða í Hagkaupsbæklingnum. Hef oft furðað mig áður á barnafatnaðinum þar. Persónulega hef ég ekkert á móti því að framleidd séu svona svokölluð "pæjuföt" eða "skvísuföt". Þar sem sniðin eru töff og t.d. gallabuxur ekkert svo ólíkar þeim sem ég myndi sjálf klæða mig í. Bara minni.
Hvað um það. Í bæklingnum á bls. 3 er mynd af táningsstúlku, vart kominni á fermingaraldur í rauðum hettubol, nokkuð vel flegnum, með áletruninni "FLIRT" sem gæti útlagst sem daðurdrós eða daðrari. Bolurinn er seldur í stærðum 7/8 - 13 og er til í mörgum litum.
Áður hef ég meðal annars séð fatnað í Hagkaup á þennan aldurshóp merktan "Naughty but nice" og "Guilty but gorgeous". Eitthvað sem að mér finnst vera bein tilvísun í eitthvað kynferðislegt.
Ég er ekki svo mikið að pæla í hvaða bjána dettur í hug að framleiða þennan fatnað á börn, miklu frekar: af hverju er markaður fyrir þetta?? Hver kaupir þessar flíkur á stúlkubörn?? Er þetta ekki allt spurning um framboð og eftirspurn? Af hverju er ennþá verið að panta þessar flíkur inn? Þær hljóta að seljast svona vel.
Ég á 8 ára gamla dóttur og mér dytti aldrei aldrei aldrei í hug að klæða hana í svona fatnað. Finnst það vægast sagt ósmekklegt. En síðan að hún komst á þennan aldur hef ég tekið eftir þessu í síauknum mæli.
Hvað veldur? Hvað finnst ykkur?

 

_____________________________________________________________
Don't be humble, you're not that great.

RaggaLitla | 17. mar. '05, kl: 21:29:47 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst svona fatnaður á ungar stelpur mjög svo ósmekklegur, hef t.d séð boli fyrir smástelpur með playboy kanínuni framan á... finnst þetta bara alls ekki í lagi að gera kynverur úr smábörnum! Vá hvað ég er fegin í augnablikinu að eiga bara stráka :S

Golda Meir | 17. mar. '05, kl: 21:34:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyndið að þú skyldir minnast á Playboy kanínuna. Mamma gaf dóttur minni einmitt bleikan stuttermabol síðasta sumar með lítilli playboykanínu á. Ég var ekki að tengja og hún notaði þenna bol töluvert áður en hann varð of lítill. Ég efast um að amman hafi fattað það heldur:/

_____________________________________________________________
Don't be humble, you're not that great.

RaggaLitla | 17. mar. '05, kl: 22:00:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já kannski að einhverjir viti ekki hvaða kanína þetta er þá er þetta samt sem áður framleitt sem playboy kanínan og selt sem slík... eflaust einhverjir sem ekki fatta og sjá bara sæta kanínu... eða hún er ekki einu sinni svo sæt ;)

nerd | 17. mar. '05, kl: 21:29:56 | Svara | Er.is | 0

það hafa líka verið til bolir sem standa á sexy og fleira... ekki eitthvað sem ég myndi klæða mitt barn í

Hampidjan | 17. mar. '05, kl: 21:30:06 | Svara | Er.is | 0

ég held að ég þurfi að fá mér einn svona flörtí bol...

dexter | 17. mar. '05, kl: 21:30:25 | Svara | Er.is | 0

sammála með textann á bolunum hann er oft alls ekki við hæfi ungra barna
frekar texti eins og sweety eða svoleiðis fyrir börnin á meðan þau eru en börn

karambaz | 17. mar. '05, kl: 21:30:38 | Svara | Er.is | 0

alveg sammála þér þarna.... get ekki séð neinn annan tilgang í þessum "pikkup" línum að þetta eigi að vekja upp einhverjar kynferðislegar hugsanir, ég hreinlega sé ekki annað í þessum orðaleikjum.
Sé bara fyrir mér barnaperrana fá "fiðring" í flaggstöngina við að lesa á þessa boli...

moomin | 17. mar. '05, kl: 21:31:16 | Svara | Er.is | 0

Vinkona mín var á Kýpur fyrir nokkrum árum og þá var hægt að kaupa samfellur sem á stóð Sexy! Hugsiði ykkur, þetta er beond bilun ! :(

SkarpaHarpa | 17. mar. '05, kl: 21:31:18 | Svara | Er.is | 0

ég hef einmitt tekið eftir þessu líka og finnst þetta fáránlegt! Ég skil ekki afhverju maður ætti að klæða börn svona föt

_____________________________________
Whatever total behavior we choose, it is always our best attempt to gain effective control of our lives, which means to reduce the difference between what we want at the time and what we see is available in the real world.
William Glasser - control theory

Koldís | 17. mar. '05, kl: 21:32:26 | Svara | Er.is | 0

En einhver hlýtur að vera að kaupa þetta.............finnst þetta ekki við hæfi

Rokker | 17. mar. '05, kl: 21:36:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sammála þér edda..fékk gefins buxur um daginn á 3 mánað mína..stóð "sweet chick" á rassinum! ..hvað er málið?? á ALDREI eftir að setja barnið í þetta

Golda Meir | 17. mar. '05, kl: 21:39:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kræst....þetta er of. Bara of.

_____________________________________________________________
Don't be humble, you're not that great.

Gucci | 17. mar. '05, kl: 21:35:03 | Svara | Er.is | 0

Það voru líka til bolir á smástelpur sem á stóð PORN STAR ?!?!?! Hvað er að ? Svo eru framleiddir g-strengir fyrir 5 ára ?!?!

Huppa | 17. mar. '05, kl: 21:48:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá ert ekki að grínast, G strengir fyrir 5 ára kræst .........
En ég er svo sammála ykkur, fötin eru svo humm hálf glennuleg eða að það standi eitthvað fáranlegt á fötonum. Mér finnst líka svo furðulegt þegar gallabuxur eða buxurnar yfir höfuð eru yfirleitt í þessu mittissniði. Það er varla gert ráð fyrir bleiu hvað þá smá barnabumbu.

Medúlla | 17. mar. '05, kl: 21:35:48 | Svara | Er.is | 0

Hver kaupir þetta?

Tölur til sölu
http://barnaland.is/barn/22422/

BumbuPan | 17. mar. '05, kl: 21:36:26 | Svara | Er.is | 0


Ég hef líka tekið eftir þessu og finnst skelfilegt til þess að hugsa að eftirspurn skapar framboð. ALDREI myndi ég leifa dóttur minni að ganga í svona fötum, þá er ég að tala um boli með einhverskonar "kynferðislegri" áletrun. Börn eru börn og það á ekki að reyna gera þau að kynverum.
Ég þekki stelpu sem á dóttur sem varð 5 ára í fyrra, einhver vinkonan fór í Hagkaup og keypti voða flottan bol í afmælisgjöf handa stelpunni. Hún pældi ekkert í því hvað stóð framan á bolnum, svo er mamman að klæða stelpuna í bolin nokkrum dögum seinna þá stendur framan á honum "pornstar in trayning".......smekklegt fyrir fimm ára gamalt barn???
Hún fór með bolin og skilaði honum, var ekki búin að taka miðana af honum. Í leiðinni ákvað hún að spyrja stelpuna í afgreiðslunni hvort að henni fyndist það alveg eðlilegt að selja svona boli á fimm ára gamalt barn (tek það fram að hún var ekkert að sakast við stelpuna). Allavega sagði stelpan "ja þetta er allavega það sem selur"???????????What????????

Sumir taka samt örugglega ekki eftir þessu eins og í þessu dæmi!!

Loksins kom hún:)

Núna á ég tvær prinsessur:D

Domo | 17. mar. '05, kl: 21:39:43 | Svara | Er.is | 0

Finnst einmitt það sama og þér edda að Þetta sé bein tílvísun í kynferði stúlknana og er það allt of snemmt að vera að gera svona ungar stúlkur að kynverum og meira að segja bara hálfperralegt :/ myndi ekki kaupa svona handa dömunni.

Charmed | 17. mar. '05, kl: 21:54:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi umræða hefur komið upp áður hérna inni.

Mitt álit er en það sama, og örugglega allir hérna inni sammála mér, það á ekki að gera börn að kynverum með klæðnaði. Það er á ábyrgð okkar foreldrana að fylgjast með því hvernig fötin eru í sniði og hvað stendur á þeim

Retndar finnst mér heldur ekki í lagi að klæða litlar stúlkur í eins föt og ungar konur ganga í, samanber, mjaðmabuxur og magabolir, fleygna boli og fleira. Finnst bara ekkert flott við það að sjá 5 ára stelpu klædda eins og kona sem er að sýna líkama sinn.Tek það fram að ég er ekki að setja út á ykkur sem klæðið ykkur svona, ég á bara erfit með að finna réttu settninguna til að koma frá mér skoðunum mínum, er alls ekki á móti því að fullorðin kona klði sig í þessi föt.

Foreldrar verum vakandi yfir því hvernig föt eru keypt á börnin og hvernig föt þau eru sett í.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Golda Meir | 17. mar. '05, kl: 21:46:13 | Svara | Er.is | 0

Hver er að kaupa þetta? Blindir og sjóndaprir? Ólæsir? Fólk sem skilur ekkert annað en íslensku? Fjandinn....það getur ekki útskýrt þetta.

_____________________________________________________________
Don't be humble, you're not that great.

GamlaGeitin | 17. mar. '05, kl: 21:49:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einfalt svar....

FÍFL!


Það eru ekkert nema fífl sem kaupa svona á börnin sín og leyfa þeim að ganga í svona! Gjörsamlega þoli ekki foreldra og aðra sem kaupa föt á stelpur með svona kynferðislegum slagorðum!

Geitin

*** I´m a unique snowflake ***
Koldís | 17. mar. '05, kl: 21:57:11 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst magabollir bra ömurlegir á litlum stelpum...en G-STRENGUR...hef aldrei heyrt að það sé til OMG ...

Desperado | 18. mar. '05, kl: 00:59:57 | Svara | Er.is | 0

Ég er SSSSVOOOO sammála þér og hef oft talað um þetta. Það sem mér finnst áhugavert hérna er að allir sem hafa svarað þessari umræðu eru hjartanlega á moti þessum fatnaði og myndu aldrei kaupa svona fyrir dætur sínar... hvar er þessi markaður fyrir þessum vörum?? Erum við barnalandskonur svona miklar "teprur" og öðrum í þjóðfélaginu finnst þetta í lagi eða hvað??? einhver hlýtur að kaupa þetta fyrst það er verið að panta þetta aftur og aftur...

mandospando | 18. mar. '05, kl: 01:05:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Munið þið ekki eftir bolunum sem voru teknir úr umferð. Bolir sem Hagkaup seldi, þar sem stóð: PORNSTAR IN TRAINING!!!

HALLÓÓÓ...þetta er fyrir neðan ALLAR hellur!!!

Fanney79 | 18. mar. '05, kl: 01:21:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

OMG var þetta virkilega til sölu þar!?!?
Ég er alveg sammála ykkur með þessu, þetta er bara rangt!

♥ Kær kveðja ♥
♥ Fanney79 ♥

Gretta | 18. mar. '05, kl: 05:30:47 | Svara | Er.is | 0

þegar ég var lítil var ég stundum í magabol... ég bjó reyndar erlendis þar sem var heitt á sumrin og það var aðalástæðan.. ég átti líka mjög stuttar stuttbuxur af sömu ástæðu... hiti, mun þægilegra að vera í pínulitlum fötum í miklum hita, það er ekki alltaf við hæfi að fara út í búð í sundötum.... þess vegna er þetta nú framleitt! en hinsvegar finnst mér kynferðislegar vísanir ekki eiga heima á barnafötum!!

kær kveðja gretta

Gunnýkr | 18. mar. '05, kl: 08:31:38 | Svara | Er.is | 0

Ég keypti buxur og bol á stjúpdóttur mína fyrir nokkrum árum. Var að flýta mér og þegar ég kom heim tók ég eftir að á bolnum stóð pornstar in training. Ég brunaði beint upp í hagkaup og klagaði.Bolirnir voru teknir strax úr umferð endar frekar ógeðsleg.. (btw hun var 4ra ára)

Dandí | 18. mar. '05, kl: 08:40:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

iss mér finnst þetta frekar míkið ósmekklegt =( dóttir mín sem er átta ára var einmitt að suða um húfu sem hún sá í 10-11 með playboy kanínunni á og hmm ég hélt nú ekki takk fyrir =)

asdiso | 18. mar. '05, kl: 08:41:29 | Svara | Er.is | 0

Ég er rosalega mikið á móti þessum "kynferðislega" fatnaði fyrir ungar stelpur. Það er margt *hræðilegt* til úti í búðum og ég á oft í vandræðum með að finna venjuleg föt á 9 ára dóttur mína. Ég heyrði einhvern tíman í fyrra af stelpu á leikskóla sem var í nærbuxum sem stóð á "Lick me". Hvernig í ósköpunum dettur fólki í hug að kaupa þetta og hvað þá að klæða börnin í þetta? Fyrir utan náttúrulega geðveiluna í fólkinu sem framleiðir þetta og þeim sem kaupa inn fyrir búðirnar hérna!!!

Eldri skvísan mín hefði verið gott efni í fimleikamanneskju en ég hef neitað henni um að fá að fara í fimleika eftir að ég heyrði frá móður sem á stelpu í fimleikum, að stelpurnar *verði* að vera í g-streng svo það sjáist ekki nærbuxnafar á fimleikabolnum!!! :-O Mér bara dettur ekki til hugar að styðja þessa vitleysu! Ég hef heldur ekki verslað í Debenhams eftir að ég sá úrvalið af g-strengjum hjá þeim. Allt niður í stærðir fyrir 3ja ára!!!

Manni finnst börnin vaxa alltof hratt úr grasi, þó maður sé ekki að ýta undir kynferðismálin og gelgjuna með þessum klæðnaði. Af hverju mega börn bara ekki vera börn í friði???

langar svo | 18. mar. '05, kl: 08:55:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég á þrjár dætur og ég leyfi þeim ekki að klæðast þessum mini mellu fötum en dóttir mín sem er fimm ára það var verið að gera grín af henni í leikskólanum af því hún var ekki í nógu miklum pæju fötum................ og ég kvartaði...........glatað börn eiga að vera girt en ekki í magabölum

vertu | 18. mar. '05, kl: 09:26:54 | Svara | Er.is | 0

Ég er svo sammála þessu, bæði með áletranirnar og sniðin.

Ég var með mínu barni í skólanum í gær, allur bekkurinn kom saman ásamt foreldri og við vorum að gera páskaföndur. Ég lít aðeins á næsta borð og þar krípur ein 6 ára við borðið og ég sá ekki bara móta fyrir rassborunni heldur voru buxurnar niður á miðjar kinnar, hún var s.s. í svona mjaðmabuxum.....greyið börnin þetta getur ekki verið þægilegt.

Einu sinni var ég erlendis með mágkonu minni, hún var alveg á því að finna g-streng handa dóttir sinni sem var þá 8 ára, *ég hneyksluð* hún sagði að það væru bara allar í svona, ég bað hana bara vinsamlega um að taka ekki þátt í þessari vitleysu....þannig að hún keypti hann ekki, mikið var ég fegin.

Elvíra | 18. mar. '05, kl: 09:27:34 | Svara | Er.is | 0

Já er sammála þér. Skil ekki að foreldrar vilji kaupa svona slutty föt á saklaus stúlkubörn. Segi bara eins og Raggalitla..stundum er maður bara glaður að eiga bara stráka...

blomid | 18. mar. '05, kl: 09:29:29 | Svara | Er.is | 0

Hef einmitt verið að spá í þessu sama ... finnst þetta hálf ógvænleg þróun!

Var að leita að afmælisgjöf fyrir eina 6 ára í fyrra og það var lítið að finna nema boli með álíka áletrunum .. sem mér finnst óviðeignadi á þessum aldri.

__________________________________________________________
“Beneath the makeup and behind the smile I am just a girl who wishes for the world.” Marilyn Monroe

Ugluskott | 18. mar. '05, kl: 09:29:47 | Svara | Er.is | 0

Ég hef mjög oft hugsað um þetta enda á ég eina stelpu sem er að fara að fermast aðra 11 ára og síðan eina litla 6 ára og hef verið að sjá þetta í búðum lengi.

Ræddi þetta við vinkonu mína um daginn og við urðum sammála um það að þeir sem kaupa þetta eru annaðhvort ekki neitt að spá hvað stendur á fötunum, eða hreinlega kunni ekki ensku, vinkona mín kom með dæmi um bol sem var seldur í hagkaup, framan á var mynd af maríjúana plöntu og undir henni var áletrað jii hii I feel soo hiighh eitthvað.

Hún spurði viðkomandi konu hvort hún sæji ekki neitt athugavert við þennann bol og sú bara glápti á bolinn og uhh nei þetta er bara blóm, vinkona mín spurði þá veistu hvað stendur þarna undir ? og sama svarið nei ég kann nú ekki ensku.

þannig að ég er nokkurn veginn sannfærð um að porn star, porn star in training, og allt með kynferðislegum tilvitnunum og dóp tilvitnunum er keypt af fólki sem hefur ekki hugmynd um hvernig maríjúanaplanta lítur út né hvað stendur á bolunum og kaupir þetta í sakleysi sínu.

Mér finnst allavega erfitt að trúa því að einhverjum þyki þetta flott, stelpunum mínum þykja sum af þessum fötum flott og þær hafa ekki hugmynd um hvað stendur á þeim.

Maður getur endalaust hneykslast á þessu en það finnast alveg fín nothæf föt þarna inn á milli sem betur fer.

------------------------------------------------
Heyrðu!
------------------------------------------------

N i k i t a | 18. mar. '05, kl: 09:51:07 | Svara | Er.is | 0

Já það hljóta einmitt bara að vera fólk af gamla skólanum sem ekki kann ensku og ekki þekkir playboy kanínuna sem og hassplöntuna sem kaupir þetta...
EN það sem mér finnst fáránlegast er að HAGKAUP skuli kaupa þetta iNN !
Ég bara næ því ekki :/ Öruglega hægt að fá svipaða boli með flottari setningum og myndum framaná.

Nú ég á 12 ára gamla stelpu og ALLAR stelpurnar í hennar bekk ganga í G-streng og hefur meirihluti þeirra gert það síðan þær voru 10 ára (þá byrjaði mín í þessum skóla) svo það má vel vera að sumar hafi jafnvel byrjað fyrr.
M'ER MYNDI EKKKKKKI detta það til hugar að leyfa minni þetta ... ekki einu sinni í dag!
Og sem beturfer hefur hún ekki mikinn áhuga á því, EN ÞAÐ SEM VERRA ER er það að hún fær sko að heyra það hvað hennar nærur séu hallærislegar af sínum bekkjarsystrum... :/
En hvaða foreldri leyfir barninu sínu að ganga í G-streng 10 ára gömlu ???? og 11 ára og 12 ára..
Sorry ég er bara ekki með húmor fyrir þessu :/ Mér finnst þetta bara ekki viðeigandi fatnaður "spjör" á krakka!
En ég er líka greinilega eina mamman í bekknum sem finnst eitthvað athugavert við það :/
Kannski ég sé bara svona oldschool :/

______________________________________
Síðastur úr landi læsir og slekkur í Leifsstöð...

Ugluskott | 18. mar. '05, kl: 10:00:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei þú ert ekkert meira oldschool heldur en ég mér finnst þetta eins og talað úr mínu hjarta :) ég á eina 13 ára sem vildi fá sér gstring 10 ára gömul og ég sagði bara hreint út við hana að svo lengi sem ég þarf að kaupa fötin á hana fyrir mína peninga þá dytti mér ekki í hug að klæða hana eins og kellingu.

það var ekki rætt meira en siðan fékk hún einar g-string í afmælisgjöf frá vinkonum sínum sem hún getur ekki notað af því henni finnst þær svo óþægilegar (thank god), ég keypti bara á hana flottar litrikar boxer nærur sem eru alveg jafn góðar og hvað annað og ekki er henni stritt neitt heldur eru vinkonurnar farnar að ganga í svoleiðis líka.

en markaðurinn er þá líka að græða á vinkonunum, þessum 10 til 13 ára sem kaupa gstring i afmælisgjafir handa vinkonum sínum.

Hagkaup er væntanlega alveg sama svo lengi sem þeir græða, það er neytandinn sem heldur þessu uppi. Eftirspurn fylgir framboð.

------------------------------------------------
Heyrðu!
------------------------------------------------

erlingsköttur | 18. mar. '05, kl: 11:08:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vorum einmitt að tla um þetta í einni umræðunni um daginn, en þá var aðal umræðuefnið samt sem áður háhælaðir skór á litlar stelpur...

---------------------------
http://www.zoo-krakow.pl/showimg.php?img=images/3-big/ocelot.jpg&text=ocelot


þykist öðrum þröstum meiri, þenur brjóst og sperrir stél, vill að allur heimur heyri, hvað hann syngur listavel.....
......Undarlegt að enginn skyldi, að því snilldarverki dást.

N i k i t a | 18. mar. '05, kl: 11:56:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú segðu..
Ein stelpan í bekknum fékk svona 3 saman í pakka (g-streng) í afmælisgjöf frá einhverjum stelpum í bekknum sem höfðu tekið sig saman og mín bara O MY GOD eruð þið að fara að gefa henni G-streng?? og þær bara ... æ.. Anika AUÐVITAÐ! Þú skilur þetta bara ekki...
(hún er enþá í svona monday-tuesday-wednesday nærbuxum :) ) Hef nú verið að benda henni á Boxer buxur flottar en hún fæst ekki einu sinni til að fara í þær!
En er á meðan er... :) Ég er allavegana fegin að hún er ekki þessi týbíska gelgja sem gengur um í magabol og mjaðmabuxum í G-streng (tek það fram að mér finnst það gelgjulegt og án efa eru ekki allir á sama máli - og það er í fínu lagi) :) hahhaaaa....
En mín er líka svona meira "army-týpa" vill ganga um í hermannabuxum osfrv. Er eins og mamma sín, Nikita fílingur ;)

______________________________________
Síðastur úr landi læsir og slekkur í Leifsstöð...

icebunny | 18. mar. '05, kl: 13:56:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er hægt að kaupa flottar nærbuxur í topshop sem eru ekki g-strengs, ef hún tekur þetta nærri sér! Og svo eiga lady-boxers líka að vera að taka við af g strengs nærunum!

Ég á tvæ sætustu prinsessurnar í algeiminum :)

(\_/)
(O.o)
(> <) This is Bunny. Copy Bunny into your signature to help him on his way to world domination.

abtb | 18. mar. '05, kl: 11:10:02 | Svara | Er.is | 0

Ég veit , þetta eru hræðileg föt - ætla að reyna að halda þessu frá minni dóttur.

Virkar | 18. mar. '05, kl: 12:06:02 | Svara | Er.is | 0

Sammála þessu ..ég skil ekki hvað fólk er að hugsa þegar það kaupir svona td."pornstar in trayning".......hvaða heilvita maður kaupir svona peysu fyrir 5-7 ára gamla dóttur sína eða fræknu eða what ever...?
Mér finnst reyndar playboy kanínan í lagi en ekki svona texti...svo man eftir frænda mínum í bol stuttu eftir þann hræðilega dag 11 sept.og á þessum bol var mynd af Osama Bin Laden brosandi út af eyrum!Ég átti ekki til orð! En þá hafði hann keypt sér þetta sjálfur (11 ára) í Kringlunni nokkrum dögum eftir 11 sept.það ár.Mér fannst það alls ekki viðeigandi og bara hræðilegt.

Við foreldrar verður bara að HÆTTA að kaupa svona..það verður ekki í boði það sem enginn kaupir.,,allavega ekki lengi.

..............................................................................

Punky Brewster | 18. mar. '05, kl: 12:22:21 | Svara | Er.is | 0

hef líka heyrt af einni ömmu sem keypti nærbuxur handa 5 ára ömmustelpunni sinni. Svo þegar hún kemur heim tekur stelpan þær upp og segir við mömmu sína "nei sjáðu mamma.. svona sæt kisa framan á" En þá sér mamman að undir stendur "have you seen my pussy?"

Og þetta var keypt í Hagkaup ladies and gentlemen!

Koldís | 18. mar. '05, kl: 12:24:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er bara vibbi...fór hún með brækurnar til baka ?

Punky Brewster | 18. mar. '05, kl: 12:27:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já.. og þessar nærbuxur voru teknar úr umferð.

bleika kisan | 18. mar. '05, kl: 12:26:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er svoooo ánægð að ég á góða mömmu sem hefur aðstöðu til að sauma á mínar stúlkur. Engar mjaðmabuxur hér. Bara buxur sem ná hátt upp. Fengu einu sinni mjaðmabuxur frá pabba sínum og þær enduðu sem innibuxur heima hjá okkur. Boli kaupi ég í Next og þar eru engar svæsnar setningar eða klúrar myndir. Blóm og kisur eða með öðrum orðum sætar myndir. Fá líka mikið sent að utan fallega boli og peysur sem eru með BARNASNIÐI. Mjög ánægð með það.

85mamma | 18. mar. '05, kl: 12:29:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hef líka heyrt frá fólki sem ég var að passa hjá að stelpur í 1 bekk séu í G-streng! Er ekki í lagi, mér finnst nógu ömurlegt að búðirnar séu að selja svona en hvað með foreldrana sem setja börnin sín í svona!!!

sollus | 18. mar. '05, kl: 12:40:37 | Svara | Er.is | 0

Það er greinilega markaður fyrir slík föt,annars væru þau ekki til sölu. Sjáið td það sem garn segir um sína telpu og leikskólann....Hérna finnst mér að mæður verði að stöðva þessa þróun. Það getur það enginn annar.

Love my baby boys

Lyfta | 18. mar. '05, kl: 12:45:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já sammála. Þetta er ógeðslegt að sjá litlar stelpur eins og hálffullorðnar konur í klæðnaði. Algerlega óviðeigandi.

Lilith | 18. mar. '05, kl: 13:58:22 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst einmitt eiginlega skuggalegra að fólk skuli kaupa þetta.

Blah!

Vistin | 18. mar. '05, kl: 14:04:25 | Svara | Er.is | 0

ég skoðaði þetta og mér fannst ekkert að þessu, Jújú það mætti náttla hafa aðra setningu á Bolnum en svoan eru stelpur orðnar þvímiður:(En hún er komin á Fermingaraldurinn þarna svo....

Love, love me do you........
ég er með þetta á heilanum

mess | 18. mar. '05, kl: 16:12:03 | Svara | Er.is | 0

heyr heyr
sammála þér :)
þetta er börn og eiga ekkert erindi að ganga í fötum sem ýta undir perraskap hjá veiku fólki

augljóst eins og þú segir spurning um framboð og eftirspurn að það er fullt af foreldrum sem hugsa ekki út í það hvað er verið að klæða börnin þeirra í börnin biðja um þetta þar sem þetta er sett fyrir þau í öllum tímaritum og tv fyrir þeim er eðlilegt að vera í pínupilsi glimmertopp og bert á milli !! síðan þykir þeim líka flott að vera í bol með einhverju sem þau skilja ekki einu sinni hvað þýðir framan á sér

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Veit einhver Erjona 31.10.2020 31.10.2020 | 19:35
Hver er orsökin fyrir svona miklu hatri ? _Svartbakur 31.10.2020 31.10.2020 | 19:29
Eðlileg hegðun hjá kvensjúkdómalækni? butter 10.6.2008 31.10.2020 | 18:39
Borgarlínan - nýja strætisvagnakerfið _Svartbakur 30.10.2020 31.10.2020 | 17:36
Ábyrgð fólks zingilingi 30.10.2020 31.10.2020 | 17:33
Skyn og hugfræði A synn. 25.11.2009 31.10.2020 | 17:13
Júní bumbur 2021 (bumbu hópur) OlettStelpa11111 13.10.2020 30.10.2020 | 15:50
Kársnesskóli guess 30.10.2020 30.10.2020 | 11:44
Hvað er málið með suma leigusala sem leigja herbergi, láta allt öðruvisi íbúðarleigus.? globalpasta 29.10.2020 30.10.2020 | 08:33
Dance Tamal32 30.10.2020
Fjölmenning í Frakklandi Hr85 18.10.2020 30.10.2020 | 00:12
Tryggingar mistify 29.10.2020 29.10.2020 | 18:03
kauptilboð , reglan?? Helga31 29.10.2020 29.10.2020 | 16:47
Bíll fyrir brúðkaup. sigurjon11 29.10.2020
Geta einstaklingar haldið opið bingó? ny1 4.7.2020 29.10.2020 | 00:38
Eplatré - vantar kærustu (blóm af öðru tré) auglysingarnar 28.6.2020 29.10.2020 | 00:37
Límrúlla, svona til að hreinsa kusk af fötum/hlutum gummudu 28.10.2020 29.10.2020 | 00:21
Vöðva æxli í maga janefox 23.10.2020 29.10.2020 | 00:21
Er Bland.is treystandi? Hauksen 24.10.2020 29.10.2020 | 00:17
Mósesbók Kingsgard 15.4.2020 29.10.2020 | 00:13
Biðraðir úti til að fara í Covid test Júlí 78 28.10.2020 28.10.2020 | 21:41
fæðingarstund - skráning bjork77 24.10.2020 28.10.2020 | 19:34
Taka út séreignarsparnað vegna Covid AG1980 28.10.2020 28.10.2020 | 16:25
Forsetakosningar í BNA _Svartbakur 28.10.2020 28.10.2020 | 12:30
Trúið þið miðill ? Stella9 19.5.2018 28.10.2020 | 11:51
fatamerkimiðar 3stelpur 23.8.2012 28.10.2020 | 11:50
"Vetrarhátíðin" jólin Hr85 23.10.2020 28.10.2020 | 06:50
Drasl vefur og drasl stjórnendur? Hr85 24.10.2020 27.10.2020 | 09:14
Eyðilegging á vefnum bergma 25.10.2020
Umingja Reykjavíkurborg. kaldbakur 13.4.2020 25.10.2020 | 11:43
Jarðgöng út í Vestmannaeyjar. Svarthetta 24.7.2020 25.10.2020 | 11:38
Svo sem vér og fyrirgefum.... Júlí 78 4.12.2018 25.10.2020 | 11:34
Skemmd umræða... einhver...??? KollaCoco 24.10.2020 25.10.2020 | 03:02
Þrif á fúgum milli flísa bergma 25.10.2020
Litlar ferkantaðar pönnur Dr K 24.10.2020 24.10.2020 | 18:52
Piratar - rýtingurinn í bakinu á Birgittu ? kaldbakur 16.7.2019 24.10.2020 | 18:32
ESB og bræðrafélag eru ekki að vermda sem sem eru öðruvísi æ kaldbakur 4.6.2020 24.10.2020 | 18:24
bland dautt eða ekki ?? tlaicegutti 24.10.2020
GG lagnir esj 23.10.2020 24.10.2020 | 00:29
Kaupa út meðeiganda engifer7 22.10.2020 24.10.2020 | 00:29
123dekk.is þekkir einhver þessa síðu og reynslu ? hallsorh 9.7.2018 23.10.2020 | 18:26
Vatnsskemmdir í vegg Dannibjorn92 22.10.2020 23.10.2020 | 11:04
Getur eh frætt mig um að vinna með atvinnuleysisbótum? nunan 23.10.2020
Innanhússarkitekt/hönnuður/ráðgjafi krisskrass 30.6.2019 22.10.2020 | 23:12
Breyta húsnæði. Hefur einhver reynslu Mayla 20.10.2007 22.10.2020 | 22:40
Sýnataka mugg 22.10.2020 22.10.2020 | 13:05
Seroxat Gunnhildur Joa 22.10.2020
Maki þarf umönnun engifer7 22.10.2020 22.10.2020 | 07:28
Test hmmm joning 21.10.2020
Umræðan í steik Hauksen 21.10.2020 21.10.2020 | 20:06
Síða 1 af 34455 síðum
 

Umræðustjórar: krulla27, superman2, Bland.is, Gabríella S, Krani8, MagnaAron, ingig, Coco LaDiva, vkg, aronbj, rockybland, tinnzy123, flippkisi, mentonised, anon, joga80