Fasteignir Óska eftir Húsnæði á landsbyggðinni, Apríl 2019
skoðað 919 sinnum

Húsnæði á landsbyggðinni, Apríl 2019

Verð kr.

120.000
 

Til athugunar

Ertu að selja, leigja eða kaupa fasteign
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

26. mars 2019 15:14

Staður

110 Reykjavík

Tegund Einbýli / Raðhús Fermetrar 65
Herbergi 2 Póstnúmer 110

Jæja, nú er maður kominn með nóg af Reykjavík.

Ég er 34 ára drengur, fæddur og uppalin í Búðardal (mamma frá Kvennabrekku, pabbi frá Saurum), og mig dauð-langar að komast út á land, helst í svona ekki meira en 2gja tíma fjarlægð frá Reykjavík, en skoða þó allt.

Aðal-tilgangur minn með því að komast út á land er einskær bíómynda áhugi minn, og heimabíókerfið mitt sem ég smíðað mér til þess að njóta áhorfsins. Mig langar að flytja eitthvert þar sem ég get horft á bíómyndir í kerfinu mínu án þess að trufla nokkurn mann, enda er enginn vilji í mér að vera óþolandi nágranni.

Ég var í Búðardal frá '83 til 2002 sirka, og er bara búinn að vera of lengi í Reykjavík að mínu mati. Ég starfa núna sjálfstætt, þannig ég get leyft mér að flytja út úr höfuðborgarsvæðinu og langar því óhemju mikið til að gera það.

Um mig að segja, þá er ég strangheiðarlegur, hvorki drekk né reyki, dópa ekki eða djamma og get hæglega sagt án þess að gorta mig að ég er einstaklega reglusamur og heiðvirður, hef þess þá heldur mikið dálæti á kvikmyndum (sem er gott, þar sem ég starfa í íslenska kvikmyndaiðnaðinum), og kýs alltaf kozy kvöld með góðri mynd og fjölskyldunni frekar en djamm.

Ég á 10 ára strák sem er fullt hjá mér, þó hann sé ekki með lögheimili hjá mér.

Mig langaði bara að athuga hvort það sé einhver sem að hefur skemmtilega eign úti á landi og gæti vantað pottþéttan leigjanda, væri meira að segja til í að vinna við fyrrnefnda eign sé þess óskað.

Þannig að hér er kominn algerlega einlægur piltur, með áhuga á landsbyggðinni, og langar að vita hvort það sé einhver þarna úti með plássið fyrir mig. Einnig er ég alveg til í að skoða húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, en þá miðað við það að mig langar að komast þar sem ég trufla engann með mínu glápi.

Maður verður að leyfa sér að dreyma.

Ég er í húsnæði í Rvk eins og er, en langar bara að komast í smá sveit, helst ekki of langt í burtu frá höfuðborginni. 2-3 tímar max. Og ég er í löngu atvinnu-tengdu verkefni fram í mars, þannig ég væri til í eitthvað sem er laust um apríl-maí.

Kv. Benedikt Jóhannesson ( https://www.facebook.com/Benjo2709 ).