Fasteignir Óska eftir ÓE sveitahúsnæði ekki meira en 2 tíma frá Rvk
skoðað 3294 sinnum

ÓE sveitahúsnæði ekki meira en 2 tíma frá Rvk

Verð kr.

120.000 kr
 

Til athugunar

Ertu að selja, leigja eða kaupa fasteign
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

þriðjudagur, 28. mars 2023 20:32

Staður

220 Hafnarfirði

Tegund Atvinnuhúsnæði Fermetrar 42
Herbergi 3 Póstnúmer 220

Daginn :)

Ég er 39 ára piltur, og ég er búinn að búa úti á landi síðan 2019. Ég starfa í kvikmyndaiðnaðinum, og hef gert í 20 ár núna.

Ég er úr Búðardal, og flutti þangað aftur 2019.

Stutt kynning: Ég er rólegur drengur, reyki ekki, drekk ekki og með tandur hreina sakaskrá. Ég á 2 stráka, annar þeirra orðinn 18 og hinn yngri er 13, og er með kærustu og blíða border collie tík.

Ég bý eins og er í húsnæði sem verður selt á árinu, sökum þess að eigandi þess er fallinn frá. Ég er búinn að búa í búðardal bæði sem peyji og líka núna síðan 2019, og ég kann bara vel við mig í sveit, þó svo að ég sé að keyra oft í bæinn sökum vinnu í kvikmyndaiðnaðinum. .

Ég hef leigt áður hús sem hafði eitt sinn verið sveitabær, var með gott pláss í kring og sveitasæluna, gerði við girðinguna fyrir framan húsið og naut mín vel í kyrrð og ró. Og mig þyrstir að vita hvort ég finni eitthvað svipað aftur, og helst þá eitthvað sem er ekki til sölu, svo maður fái allavega einhver ár til að hreiðra um sig :)

Þessir textar sem við leigjendur getum sett inn fara oft að líta ágætlega eins út, þannig það er erfitt að fatta hvað maður eigi að segja til að skila sannleikanum áfram :) - En engu að síður, þá er ég ágætlega handlaginn, með sterka réttlætiskennd og ber því mikla virðingu fyrir eigum annara og að koma vel fram og að mitt mannorð sé flekklaust.

Mamma mín var prestsdóttir og fór í húsmæðraskóla og rak eitt sinn hótel Bjarkalund, þannig maður kann nú ágætlega vel að ganga um. Faðir minn var bifvélavirki og verktaki og rak malarfyrirtæki hér á Vesturlandi í mörg ár.

Ég sjálfur er rosalega pollrólegur bíó strákur sem vill helst bara getað glápt á sínar myndir án þess að trufla neina nágranna, og til þess er sveitin æðisleg :)

Ef þú hefur lesið svona langt, þá bara þakka ég þér fyrir tímann þinn, og verður áhugavert að sjá hvort einhver eign finnist sem vantar í tryggan og góðan leigjanda sem kann að þrífa, gera við, mála og vill bara hafa hlutina snyrtilega í kringum sig.

Hægt er að senda mér skilaboð hérna, tölvupóst á benni@diticeland.com eða hringja í mig í síma 820-2221.

Kv. Benni Jóh