Gæludýr Hundar Óska eftir að ættleiða hund/a
skoðað 294 sinnum

Óska eftir að ættleiða hund/a

Verð kr.

Tilboð
 
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

mánudagur, 24. ágúst 2020 18:59

Ættbók Nei

Góðan daginn,
mig langar að ættleiða hund/a (hunda í fleirtölu þá á ég við tengda hunda svosem systkin, mæðgin og þannig). Ég hef átt hunda samfleytt í 19 ár og þar af var ég með 3 í einu í 8 ár og voru það bestu ár lífs míns. Nú eru þeir allir farnir úr elli og aldurstengdum sjúkdómum, 1 varð 13, annar 14 og hinn 15! Svo ég get sko ekki kvartað yfir að hafa fengið að hafa þá stutt, var ótrúlega heppin með hunda. Tjúinn sem var ein eftir hún fór núna bara fyrir 2 og 1/2 mánuði. Ég hef aldrei á ÆVINNI verið svona ALEIN, og veit bara ekkert hvað ég á að gera við sjálfa mig svona hundlausa. Ég þrái félaga, mega vera systkin þessvegna eða 2 tengdir hundar. Ég leitast þó frekar í millistærð og minni því bakið mitt kvartar ef ég er með mjög sterka hunda sem streða í ól . En stærri hundar koma til greina ef þeir eru orðnir nokkurra ára og kunna t.d. að labba í taum og eru vinalegir, ég nefnilega elska stóra hunda en að sjálfsögðu verð ég nú að ráða við þá, ekki satt? :)
Ég er í eigin húsnæði, með garð og bíl, drekk ekki og ekkert rugl á mér svo stabílt heimili, labba soldið í hverfinu mínu þar sem eru geggjaðar gönguleiðir en finnst líka gaman að keyra eitthvað þar sem engin er og sleppa hundinum lausum og leyfa honum að hlaupa um frjálsum, ég er ekki útivinnandi, mikið heima og tek hundana yfirleitt alltaf með mér þegar ég fer eitthvað, heimsæki eiginlega m.a.s. bara vini sem ég má taka þá inn til, eða læt þá vera úti í bíl ef ég stoppa ekki of lengi og það sé ekki of kalt eða heitt úti. Svo hundarnir hjá mér eru örsjaldan einir heima. Ég hef rosalega mikla ást að gefa og er haldin mikilli snertiþörf við hundana mína. Ég átti sjálf 1 tjúa og 2 kokteila, 1 miðstærð og 1 stóran og mér finnst kokteila-hundar bara yfirleitt skemmtilegri ef eitthvað er.
Ég fylgist með dýrahjálp að sjálfsögðu líka. En ef einhver af ykkur veit um hund/a sem vantar heimili...
Tegund skiptir mig engu. Vil helst ekki hvolp né rosalega gamlan hund.