Munaðarlausar kisur vantar heimili
Við mælum með

- 14 vaxtalaus greiðslufrestur
- Raðgreiðslur mögulegar
- Kaupendatrygging Blands
Rennur út
16. desember 2019 16:36
Staður
800 Selfossi
Ættbók | Nei |
Þau Branda og Pjakkur áttu ástríkt heimili hjá fullorðnum hjónum. Svo illa fór að þau misstu bæði heilsuna í sumar og dvelja um þessar mundir á sjúkrastofnunum. Vonin um að þau komi aftur heim til að sinna sínu fara því miður dvínandi.
Fyrir hönd Bröndu og Pjakks óska aðstandendur eftir góðu heimili fyrir þau mæðgin. Branda vildi ekki láta mynda sig í dag, kannski á morgun!? Hún er lítil grábröndótt læða, líklega um þriggja ára gömul. Hún er fyrirmyndar köttur og snyrtileg en virðist svolítið stygg eftir að "foreldrarnir" fóru að heiman.
Pjakkur Brönduson fæddist í s.l. vor og er sérlega ljúfur og gælinn kisi. Rófan á honum er mjög stutt eins og kannski sést á myndunum. Myndirnar eru af honum. Þeim mæðginum semur ekkert sérlega vel og varla neitt því til fyrirstöðu að aðskilja þau.
Þar sem ég er talsvert á ferðinni getur vel verið að ég geti skutlað þeim á nýtt heimili á suð-vestur horninu.
Áhugasöm sendið skilaboð.