Atvinna Atvinna í boði GSM Minjasafn/Atvinnutækifæri
skoðað 408 sinnum

GSM Minjasafn/Atvinnutækifæri

Verð kr.

500.000 kr
 
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

laugardagur, 20. júní 2020 16:36

Staður

201 Kópavogi

 

Nú er tíminn til að þróa atvinnutækifæri fyrir næsta uppgangstímabil en hér býðst einstakt tækifæri eða GSM & NMT minjasafn með dótinu sem íslendingar notuðu eða uppundir 400 símtæki.
Þessu var safnað hér innanlands frá 1998 í versluninni Símabæ svo þetta er því farsímasaga Íslands og sjaldséð dót sem gleður augað og hefur alltaf vakið stormandi lukku við sýningar því flestir tengja svo vel við þennan gamla búnað
Langmest af þessu eru orginal símtæki en þarna eru einnig nokkrir tugir "dummy" síma eða nákvæmra eftirlíkinga sem voru notaðar til útstillinga og hafa sama útstillingargildi og hinir.
Safnið spannar allt frá fyrstu símunum til fyrstu snjallsímanna en eftir að þeir urðu allir meira og minna eins í útliti var söfnun hætt. Saman myndar þetta símasafn mjög breiða sál fyrir t.d. kaffihús eða bar sem réttilega gæti kallað sig "Mobile Phone Museum" og virkað sem markaðslegt aðdráttarafl með safninu einu og sér.
Þetta er því safn sem gæti skrifað einhvern stað á heimskortið vegna þess hve dásamlega sérstakt það er, og hve hugmyndin er ákveðið villt, en þó ekki. Þetta er jú safn sem kallar fram minningar og býr til samræður og það er óborganlegur eiginleiki við allar innréttingar.
Rúsínan í pylsuendanum er svo auðvitað sú að ég er til í að láta þetta á ákaflega sanngjörnu verði eða allan pakkann á kr. 500.000 en fyrir það fást nokkrir skápar og hillur hjá innréttingasala, en engin sál....
En svona verður þó einfaldlega ekki keypt úti í búð, ekki frekar en einkunnir á Tripadviser fyrir frumlegar hugmyndir svo hér er ákaflega skemmtilegt tækifæri fyrir frumkvöðla sjá möguleikana í safninu, og því sem hægt væri að byggja upp í kringum það.
Safnið er á Akureyri og til sýnis skv. samkomulagi en athugið að ég gat ekki birt allar myndirnar.... Gylfi 659-5043