Atvinna Atvinna í boði GSM minjasafn/Barinnrétting
skoðað 1456 sinnum

GSM minjasafn/Barinnrétting

Verð kr.

500.000
 
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

27. júlí 2019 14:37

Staður

201 Kópavogi

 

Hér er ekkert annað en skemmtilegt atvinnutækifæri á ferð eða safn sem gæti hentað sem barinnrétting eða Mobile
Phone Museum með t.d. veitingasölu.

Safnið er afrakstur söfnunar á símtækjum til 20 ára og spannar nánast öll módel sem voru seld á islandi uns
snjallsímar tóku við en í því eru fyrstu sterku snjallsímamodelin. Hluti safnsins eru dummy símar sem voru óvirk
sýningareintök en samanlagður fjöldi tækja nálgast 400 stk sýnist mér. Athugið að Blandið vildi ekki birta allar myndirnar en ég get sent þær allar ef óskað er.

Gildi safnisins felst í því að GSM tækniheimurinn er ungur en samt kominn með retro vörur sem svo margir tengja
við og hafa gaman af. Ég hef sýnt safnið annað slagið og það vekur alltaf stormandi lukku því flestir hafa átt eins síma
og finnast í því og tengja eins og skot við munina sem geta þakið býsna marga veggfermetra og sparað heilmikið við
annan innréttingakostnað.

Svo þetta er dót með sál sem er nákvæmlega það sem er svo eftirsóknarvert þegar hugað er að t.d. bar &
skemmtistaðainnréttingum og vegna þess að þetta er íslenska farsímasagan í hnotskurn þá fyndist mér dapurt að
láta það frá mér úr landi eða selja í hlutum sco það er ekki í boði. Þetta safn á að vera hér innanlands þar sem fólk getur
notið þess að hlæja að þessari stuttu en gríðarlega öflugu tæknisögu og helst í umhverfi sem skapar sér tekjur af
veitinga og vörusölu og notar safnið til að skapa sér sérstöðu sem enginn innréttingasali getur boðið, hvað þá á verðinu
sem læt á safnið eða kr. 500.000 sem er brandaraverð þegar verðlag innréttinga er annars vegar.

Ég óska því eftir frumkvöðlum sem deila með mér þeirri hugsun að svona risasafn með sál fái lifað í skemmtilegu
umhverfi og skapað nýjum eigendum tekjur því einstakari innréttingar og fyndnari fyrir viðskiptavini eru vandfundnar.


Uppl.í síma 620-2022 Gylfi