Farartæki Þjónusta Viðgerðaraðstaða - gerðu við bílinn sjálfur
skoðað 5882 sinnum

Viðgerðaraðstaða - gerðu við bílinn sjálfur

Verð kr.

Tilboð
 

Bíllinn fundinn?

Góð ráð og eyðublöð
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

föstudagur, 30. október 2020 07:45

Staður

220 Hafnarfirði

Viltu gera sjálfur við bílinn en hefur ekki aðstöðu? Ég er með nokkuð vel búinn skúr í Hafnarfirði sem þú getur fengið leigðan í kvöldstund til að gera sjálfur við bílinn. Í skúrnum er að finna allt það helsta sem þarf í smáviðgerðir s.s:
* 2ja pósta lyfta (getur ekki lyft í fulla hæð v/lofthæðar)
* Vinnuborð + vaskur + klósett
* Loftpressa
* Pinnasuða
* Borðborvél
* Skrall + helstu toppar + fastir lyklar, skrúfjárn, tangir, hamar o.þ.h.
* Bremsuþvingur, afdráttarklær o.fl.
* Gormaklemmur
* Slípirokkur
* Snittsett
* Það leynist ýmislegt í skúffunum þannig að ef það er eitthvað sérstakt sem þig vantar sem ég gæti átt hafðu þá samband og spurðu

Verðið er 10þ fyrir kvöldið á virkum dögum (ca. 17:00 - 24:00) eða daginn um helgar (ca. 12:00 - 24:00). Ef þú klúðrar öllu eða vantar varahluti og nærð ekki að klára kostar aukadagurinn 5þ. Lengri leiga skv. samkomulagi.

Reglurnar eru eftirfarandi:
* Þetta er minn skúr og ég áskil mér réttinn til að samþykkja eða hafna öllum að vild og fylgjast með
* Engin drykkja eða partístand meðan þú ert að gera við
* Ég er með myndavél og öll skemmdarverk eða stuldur á verkfærum verður kærður
* Bíllinn þinn er á þína ábyrgð í skúrnum. Ef hann skemmist tek ég enga ábyrgð á því.