Heimilið Þjónusta Innanhússhönnun og ráðgjöf
skoðað 357 sinnum

Innanhússhönnun og ráðgjöf

Verð kr.

Tilboð
 
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

17. nóvember 2018 11:52

Staður

210 Garðabæ

Býð upp á innahússráðgjöf fyrir heimilið eða vinnustaðinn.
Er með áralanga reynslu af hönnun og útskrifaðist úr faginu 2011 í noregi.
Auk innahússhönnunar er ég með bakgrunn í húsgagnasmíði og hef starfað tæpa tvo áratugi innan fínsmíði, þ.v.s sem húsgagnasmiður, við fínsmíði, við uppsetningar hönnun innréttinga og lausna auk annars. Reynslubankinn er ótæmandi og margþættur bakgrunnur hefur gefið mér mjög djúpan skilning á möguleikum er varðar efni, samsetningar á efnisvali, nýtingu svæði og annars
Get verið innan handar við ráðgjöf í tenglsum við sölu eigna, endurhönnun og skipulagningu eigna og fyrirtækja.

Vissir þú að rétt litarval á heimili getur haft afgerandi áhrif á andlega heilsu, að rétt lýsing gefur þér þessa auka orku sem þig stundum vantar eftir langann vinnudag, að rétt hönnun á vinnustað getur snarminnkað fráveru starfsmanna vegna veikinda. Þetta er bara toppurinn á ískjakanum yfir þau atriði sem innahússhönnun vinnur útfrá og miðað að því að bæta.

Býð upp á stutta ráðgjöf en get einnig tekið að mér heildarpakka;
Dæmi um heildarpakka sem skiptist niður í þrjú þrep;

Grunnskref-
Farið yfir þarfagreiningu með verkkaupa og óskir, farið yfir núverandi stöðu á verkstað og teknar uppmælingar. Grunnmyndir teiknaðar í CAD forriti og í kjölfarið komið með tillögur að hönnun sem yrði svo kynnt verkkaupa. Að kynningu lokinni er farið í næstu skref og unnið að endanlegri tillögu.

Framhaldsskref-
Þegar hönnun hefur verið kynnt og samþykkt get ég í kjölfarið sótt tilboð á völdum lausnum og byggt heildarkostnaðaráætlanir og fullunnið verk þannig að verkkaupi geti tekið við keflinu og farið í framkvæmdir.

Lokaskref-
Sé þess óskað get ég sett upp tímalínur fyir verkkaupa, gert pöntunarferlalista og gengið frá öllum pöntunum, séð um að útvega iðnaðarmenn og verið með gæðastjórnun á verki í samráði við yfirverktaka eða byggingarstjóra á verki, allt eftir því af hvaða stærðargráðu verkið er sem um ræðir hverju sinni.

Verkkaupar eru mjög tengdir á meðan verki stendur, fá reglulegar stöðuuppfærslur, allar framkvæmdaráætlanir unnar í samráði við tímalínur sem verrkaupar óska þannig aðverk vinnist á sem hagkvæmastan hátt og valdi sem minnstu raski í daglegu lífi.

Ekkert verk er of stórt og engar áskoranir óyfirstíganlegar.
Þeim mun flóknari sem verkin eru þeim mun skemmtilegri geta þau verið.

Hafið samband varðandi verðfyrirspurnir eða önnur atriði.