Fasteignir Til leigu 2. herbergja íbúð í miðbæ Kópavogs
skoðað 467 sinnum

2. herbergja íbúð í miðbæ Kópavogs

Verð kr.

215.000 kr
 

Til athugunar

Ertu að selja, leigja eða kaupa fasteign
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

sunnudagur, 19. júlí 2020 12:24

Staður

200 Kópavogi

Notendur athugið!

Tilmæli frá lögreglu: Aldrei greiða húsaleigu nema búið sé að skoða íbúðina og kanna hvort auglýsandinn sé eigandi hennar.

Police notice: Always inspect the apartment before paying rent and ensure that the advertiser is the actual owner.

 
Tegund Fjölbýlishús Fermetrar 59
Póstnúmer 200 Herbergi 2
Gæludýr leyfð Nei

Vel skipulögð um 60 fm íbúð til leigu á góðum stað nálægt Hamraborg, 200 Kópavogi. Laus 1. júní.

Íbúðin er á 2. hæð í raðhúsi. Íbúðin er nýuppgerð. Komið er inn í sameiginlegan inngang með 1. hæð. Þar er inngangur að íbúðinni. Gengið er upp tröppur sem leiðir að rými þar sem aðgengi er að öllum herbergjum íbúðarinnar. Rúmgott svefnherbergi með nýjum, stórum og glæsilegum skáp, stór stofa, baðherbergi og eldhús. Útgengt út á svalir úr stofu. Íbúðin er öll nýmáluð, og ný gólfefni á öllum svæðum nema ganginum og baðherbergi. Ný og góð LED loftljós í öllum rýmum. Ný eldhúsinnrétting (með innbyggðri uppþvottavél, ísskáp og frysti) og baðherbergisinnrétting. Tengi fyrir þvottavél á baðherbergi. Sameiginleg geymsla með neðri hæð sem er um 3-4fm undir stiganum, hægt að geyma hjól t.d.

Í nálægð er Grunnskóli Kópavogs, Hamraborgin með úrval verslana og þjónustu og þæginlegt aðgengi að Strætó út um allt.

Ljósleiðari frá Gagnaveitunni er í íbúðinni. Hiti og rafmagn innifalið. Internet getur einnig fylgt.
Aðeins reglusamir einstaklingar með öruggar tekjur koma til greina. Reykingar inni ekki leyfðar.

Leiguverð 215 þúsund, og er mánuðurinn greiddur fyrirfram.
Möguleiki á húsaleigubótum, ótímabundinn leigusamningur með 3. mánaðar uppsagnarfresti.
Krafist er 2 mánaða tryggingar sem er greidd í reiðufé, millifærslu eða í formi bankaábyrgðar.

Ef þið hafið áhuga, endilega sendið mér skilaboð með upplýsingum um ykkur og meðmæli ef þau eru í boði.