Fasteignir Til leigu 2ja herbergja íbúð til leigu
skoðað 1071 sinnum

2ja herbergja íbúð til leigu

Verð kr.

190.000 kr
 

Til athugunar

Ertu að selja, leigja eða kaupa fasteign
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

fimmtudagur, 18. mars 2021 12:24

Staður

200 Kópavogi

Notendur athugið!

Tilmæli frá lögreglu: Aldrei greiða húsaleigu nema búið sé að skoða íbúðina og kanna hvort auglýsandinn sé eigandi hennar.

Police notice: Always inspect the apartment before paying rent and ensure that the advertiser is the actual owner.

 
Tegund Annað Fermetrar 50
Póstnúmer 200 Herbergi 2
Gæludýr leyfð Nei

200 Kóp - 50 fm - 2. herb. -190.000 ,- kr.

Til leigu ca 50 fm, 2ja herbergja íbúð á 2.hæð á Kársnesi í Kópavogi. Íbúðin er mjög miðsvæðis í Kópavogi, í gömlu grónu hverfi, stutt í skóla, leikskóla, strætó, verslanir og íþróttasvæði.

Íbúðin er björt og falleg, með stórum gluggum, nokkuð stórt herbergi og svo eldhús og stofa í sama rými. Lítið baðherbergi með sturtu. Þar er tengi fyrir þvottavél en þó kemst ekki fyrir nema lítil, topphlaðin þvottavél. Íbúðinni fylgir ísskápur, mögulega er hægt að útvega fleiri húsgögn ef á þarf að halda og jafnvel þvottavél.

Leiga greiðist fyrifram fyrir hvern mánuð og farið er fram á bankaábyrgð sem nemur 3ja mánaða leigu sem tryggingu. Innifalið í leiguverði er hússjóður, hiti og rafmagn, fasteignagjöld, tryggingar. Íbúðin leigist ekki síðar en frá 1.maí 2021 mögulega fyrr.

Reykleysi, reglusemi er skilyrði, auk þess sem hvorki veip né gæludýr eru leyft. Íbúðin er með sameiginlegan inngang með annarri íbúð þar sem býr önnur fjölskylda og það þarf að vera gott samkomulag. Ath að þar er köttur sem fer út og er því í stigagangi, svo húsnæðið hentar ekki þeim sem eru með kattaofnæmi.

Meðmæli frá fyrri leigusala eða vinnuveitenda er kostur. Framvísa þarf hreinu sakavottorði ef óskað verður eftir Leigusamningur er til eins árs til að byrja með og með 3ja mánaða uppsagnarfresti. Áhugasamir eru beðnir að senda tölvupóst á leigaskbr@gmail.com . Einungis er tekið við fyrirspurnum í tölvupósti.