Fasteignir Til leigu Glæný íbúð á besta stað - Efstaleiti
skoðað 1230 sinnum

Glæný íbúð á besta stað - Efstaleiti

Verð kr.

215.000 kr
 

Til athugunar

Ertu að selja, leigja eða kaupa fasteign
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

miðvikudagur, 18. nóvember 2020 10:08

Staður

103 Reykjavík

Notendur athugið!

Tilmæli frá lögreglu: Aldrei greiða húsaleigu nema búið sé að skoða íbúðina og kanna hvort auglýsandinn sé eigandi hennar.

Police notice: Always inspect the apartment before paying rent and ensure that the advertiser is the actual owner.

 
Tegund Fjölbýlishús Fermetrar 54
Póstnúmer 103 Herbergi 2
Gæludýr leyfð Nei

Til leigu glæsileg og ný íbúð í Efstaleiti í 103 Reykjavík. Íbúðin er falleg og björt á besta stað á jarðhæð með afgirtum svölum sem snúa út í garð og til suðurs. Eldhús og stofa og lítið herbergi með fataskápum sem lokað er af með rennihurð frá stofu. Inni á baðherbergi er sturta og þar er gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara. Íbúðin er 53,4 m2 með geymslu í sameign.

Húsið er nýbyggt og er með fallegum og litríkum klæðningum. Í sameiginlegum garði er lítill róluvöllur fyrir börn og sameiginlegt fallegt útisvæði fyrir íbúa. Í Efstaleitinu hefur risið nútímalegt íbúðahverfi á einum besta stað í borginni. Góðar tengingar til allra átta. Efstaleitið er sannkallað miðborgarhverfi í göngufæri við helstu verslunar- og þjónustukjarna borgarinnar, skóla og falleg útivistarsvæði.

Íbúðin er laus til afhendingar í byrjun október.