Fasteignir Til leigu Íbúð í Skuggahverfi.
skoðað 714 sinnum

Íbúð í Skuggahverfi.

Verð kr.

280.000
 

Til athugunar

Ertu að selja, leigja eða kaupa fasteign
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

13. október 2019 12:30

Staður

101 Reykjavík

Notendur athugið!

Tilmæli frá lögreglu: Aldrei greiða húsaleigu nema búið sé að skoða íbúðina og kanna hvort auglýsandinn sé eigandi hennar.

Police notice: Always inspect the apartment before paying rent and ensure that the advertiser is the actual owner.

 
Tegund Fjölbýlishús Fermetrar 85
Póstnúmer 101 Herbergi 3
Gæludýr leyfð Nei

Íbúð til leigu // Lindargata // 101 Reykjavík

Laus frá og með fyrsta september 2019. Samningur er til eins árs með möguleika á framlengingu. Íbúðin er á 6.hæð með svalir sem snúa í suður.
Verð er 250.000 kr. á mánuði + hiti, rafmagn og hússjóður.
Farið er fram á tryggingu að andvirði þriggja mánaða leigu.

Stefnt er að því að leigja íbúðina með innbúi, þó er það samningsatriði líkt og með bílastæði í kjallara. Eingöngu koma til greina reglusamir aðilar sem sýnt geta fram á fastar tekjur og meðmæli.

Nánari upplýsingar hér í einkaskilaboðum, í síma: 7700208 eða tölvupósti: herinn@gmail.com

Lýsing:
Gengið er inn í forstofugang með yfirhafna- og geymsluskápum.

Inn af forstofu er gengið inn í stórt opið rými.

Á vinstri hönd er baðherbergi með háum skáp og skúffum í innréttingu undir vaski. Baklýstur spegill hangir yfir innréttingu. Stórt og gott baðkar með sturtu. Flísar á gólfum og hiti lagður í gólf.

Hjónaherbergið er með glugga til austurs frá gólfi upp í loft þar sem má sjá yfir Sólfarið og Esjuna. Fataskápur nær frá gólfi í loft með þremur rennihlerum og er mjög rúmgóð hirsla.

Hjarta íbúðarinnar er opið rými sem öll herbergi ganga út frá. Gengið er út á stórar og skjólgóðar svalir syðst í rýminu og gluggar ná frá hólfi í gólf svo rýmið er bjart og skemmtilegt. Þar er útsýni meðal annars yfir þrjá kirkjuturna og alla leið til Bláfjalla.

Eldhúsið er opið með hornglugga í suð-austur svo morgunsólin skín inn í rýmið. Vandaðar innréttingar með hvítum neðri skápum og efri skápum úr dökkum við. Innbyggður Miele háfur og ofn, span helluborð og nýleg AEG uppþvottavél. Pláss fyrir eldhúsborð í krók.

Þvottahús rúmar vel þvottavél og þurkara (sem sem geta fylgt með íbúðinni) ásamt því að hafa vask. Rafmagnstafla og gagnaveita eru í þvottahúsinu.

Gesta-/barna eða skrifstofuherbergi er syðst í íbúðinni og snúa gluggar rýmisins út á svalir.

Öll rými utan baðherbergis og þvottahúss eru klædd með dökku harðviðarparketi en á votrýmum eru ljósar flísar. Kynding er öll lögð í gólf og þráðlausir hitastillar eru í hverju rými.

Aðkoma að anddyri hússins er frá Lindargötu. Dyrasími er við hurð út að götu og þaðan er gengið inn í anddyri með póstkössum. Í anddyrinu er myndavélasími sem birtir mynd af gestum og þarf að opna aftur til þess að hleypa viðkomandi inn í bygginguna að lyftum og hjólageymslu sem er í sameign hússins á fyrstu hæð. Tvær lyftur eru í húsinu. Í kjallara er bílastæði sem getur fylgt með ef áhugi er fyrir því. Bíl er lagt í bílakjallara sem ekið er í frá Vatnsstíg.