Fasteignir Til leigu Íbúð til leigu
skoðað 2128 sinnum

Íbúð til leigu

Verð kr.

240.000
 

Til athugunar

Ertu að selja, leigja eða kaupa fasteign
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

8. mars 2019 14:20

Staður

220 Hafnarfirði

Notendur athugið!

Tilmæli frá lögreglu: Aldrei greiða húsaleigu nema búið sé að skoða íbúðina og kanna hvort auglýsandinn sé eigandi hennar.

Police notice: Always inspect the apartment before paying rent and ensure that the advertiser is the actual owner.

 
Tegund Einbýli / Raðhús Fermetrar 90
Póstnúmer 220 Herbergi 2
Gæludýr leyfð Nei

Íbúðin er hluti af einbýlishúsi á jarðhæð. Um er að ræða nýuppgerða og stóra 2ja herbergja íbúð, með sérinngangi, sem er aðalinngangur hússins. Gengið er inn í góða forstofu og innaf henni er lítið, en glænýtt flísalagt baðherbergi með góðri sturtu og góðu skápaplássi. Aðstaða er einnig fyrir þvottavél og þurrkara í lokuðu rými inn af forstofu. Frá forstofu er gengið inn á gang og þaðan á hægri hönd inn í stórt svefnherbergi með nýjum og góðum skápum. Af ganginum strax á vinstri hönd er gengið inn í glænýtt eldhús sem er opið inn í stóra sameiginlega stofu/borðstofu. Eldhúsið er með rúmgóðum skápum og skúffum. Um er að ræða bjarta og fallega íbúð með stórum gluggum, niðurteknu lofti og loftræstingu í eldhúsi með útblæstri út úr húsi. Svalahurð er úr stofu út í fallegan garð í suður. Ath. eftir á að ganga frá lóð að framanverðu (norðanmegin) við húsið, en þó eru hellur og steyptar tröppur að inngangi hússins. Fallegt útsýni er yfir esjuna úr eldhúsi. Rafmagn og hiti innifalinn.