Laugateigur til leigu
Til athugunar
Við mælum með

- 14 vaxtalaus greiðslufrestur
- Raðgreiðslur mögulegar
- Kaupendatrygging Blands
Rennur út
mánudagur, 1. febrúar 2021 16:31
Staður
105 Reykjavík
Notendur athugið!
Tilmæli frá lögreglu: Aldrei greiða húsaleigu nema búið sé að skoða íbúðina og kanna hvort auglýsandinn sé eigandi hennar.
Police notice: Always inspect the apartment before paying rent and ensure that the advertiser is the actual owner.
Tegund | Fjölbýlishús | Fermetrar | 111 | ||
Póstnúmer | 105 | Herbergi | 3 | ||
Gæludýr leyfð | Nei |
Laus strax. Mjög góð 5 herbergja íbúð í þríbýli á vinsælum stað miðsvæðis í borginni, skjólsæll og fallega gróinn garður. Íbúðin skiptist í 3 svefnherbergi og 2 stofur en góður möguleiki er að gera 4 svefnherbergið. Stutt er í alla þjónustu, skóla, íþróttasvæðið og sundlaugina í Laugardal.
Nánari lýsing:
Fremri forstofa með skápum og flísum á gólfi.
Forstofuhol með fataskápum og flísum á gólfi
Eldhús er rúmgott með hvítri innréttingu, flísalagt milli skápa og vönduð tæki, flísar á gólfi.
Stofa er rúmgóð og björt með eikarparketi á gólfi.
Borðstofa er innaf stofu með eikarparketi á gólfi, þetta rými má auðveldlega nýta sem svefnherbergi.
Baðherbergi var endurnýjað 2015, flísalögð sturta með glervegg og upphengt salerni, litlir geymsluskápar, flísalagt gólf og veggir að hluta.
Gæludýr ekki leyfð.
Svefnherbergi eru 3, mikið skápapláss og eikarparketi á gólfi.
Þvottahús er sameiginlegt í sameign og hver með sína vél.
Geymslur eru 2 í fremri forstofu ásamt geymsluskápum.
Einstök staðsetning með Laugardalinn í næsta nágrenni.